Ísafold - 18.03.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.03.1885, Blaðsíða 2
46 Vita má, að vinstrimenn ygldust skjótt við þessa nýjung, og af henni reis þriggja daga rimma í fólksþinginu, sú snarpasta, sem lengi hefir háð verið. Holstein frá Hleiðru, Monrad, Hórup og fl. kölluðu hjer beint farið fram á ríkiílagabrot; það yrði allt nauðsynjaframlögur, sem stjórnin segði svo vera, en hitt mætti í hendi sjá, að lands- deildin fjellist ekki á þær breytingar, sem mestu sættu. f>eir sögðu, að Estrúp hefði ekki átt að hafa þessar vífilengjur, hann hefði eins vel getað lýst fólksdeildina heim- ildarlausa til fjárveitinga. Monrad gamli tvítók í gremju sinni, að «valdboðsdækjan« (den provisoriske Töite) væri auðsjáanlega að freista Estrúps, og þá væri illa, ef svo sómasamlegur maður fjelli á brögðum henn- ar. Engum líkuðu svör Estrúps, því hann skoraðist þar undan, sem menn heimtuðu hrein skil og bein. Annar af fulltrúum sósíalista, Hördum, hafði heldur í heiting- um við stjórnina seinasta daginn. f>að væri hægt að sjá, kvað hann, að nú ætti ofbeldinu að beita. Hann bað stjórnina að vara sig; hún kynni að treysta á byssu- stingina, en þeim kynni þó í svip að verða öfugt otað.—Vinstrimenn bjóða uppástungu eptir gamla sniðinu, og það eina kemur frá þeirra deild til hinnar. Eu þá tekur ekki betra við, því í fyrra lýstu landsdeildar- menn slík bráðabyrgðarlög ekki lögmæt, eða ríkislögunum samkvæm. Fæstir búast nú við að undan verði látið. »Dregst að því sem verða vill», segja allir, og hitt flest- ir, að það verði: valdboðin fjárhagslög og ráðaneyti Estrúps þingstutt af landsdeild- iuni. Hvað hjer rætist verður reyndin að sýna. Látinn er I. P. Trap, konferenzráð (»Ge- heimek.»), fyrrum skrifari hjá Friðr. 7. og síðar hjá Kristj. 9. Hann fylgdi konungi til íslands 1874. Eptir hann er hin al- kennda «Lýsing Danmerkur» í 6 bindum. England. f>aðan kveður nú mest að tíðindum, þó ill sjeu. Borgin Khartum, sem Gordon hafði varið svo lengi, svikin falsspámanninum í hendur, og hetjan fræga, Gordon, drepinn. Bágt mun að verja, að Gladstone og hans ráðaneyti hafi slóðrað heldur um liðsend- inguna, þó opt væri ámálgað um að henui skyldi hraða sem mest. Fremstu sveitirn- ar af liði Englendinga áttu 30 mílur að Khar- tum, þegar þau tíðindi urðu, að einn af sveitarforingjum, hinum egipzku(?), Faragh pasja að nafni, lauk um nótt borgarhliðum upp fyrir liði falsspámannsins og hleypti því inn í borgina 26. janúar. Gordon á að hafa skundað út á strætin við annan mann, er hann heyrði til ólát- anna, en var höggvinn til bana eða lagð- ur, er hann var vart kominn út úr hallar- dyrunum. Englendingar játa, að hjer sje fyrir mikið að bæta, og mikils að hefna, og enginn ef- ast um að þeir muni rjetta hluta sinn í Sú- dan og á Egiptalandi til fullnaðar. En þó kann hjer bið á að verða, og mikils verður nú til að kosta. Vjer skulum reyna til í stuttu máli að átta menn á því, er gerzt hefir, og hvern- ig nú horfist á. Frá Dongóla í Núbíu eða Kortí, nokkuð sunnar, skyldi sótt suður að tveimur leið- um : upp eptir Níl á skipum með vistir og aðra flutninga, og yfir þau öræfi, sem Bayú- da heita, að bænum Matammeh við fljótið. Að Kortí rennur Níl úr langri lykkju að norðan. |>á lykkju hlaut skipaliðið að leggja á leið sína. Fyrir því var hershöfðingi Earle að nafni, en fyrir öræfaliðið setti Vol- seley lávarður, yfirforingi hersins, Stewart hershöfðingja. Báðir áttu þrautaleiðir fyrir höndum. Oræfaleiðin 40 mílur, hin helmingi lengri að Matammeh, en þaðan greiðfærra eptir ánni, er fossum og gljúfrum var lokið. Oræfin sóttust skjótt og fyrirstöðulítið, en hitinn mikill og vatnsþurð hin mesta. Fjór- ar eða fimm mílur frá Matammeh eru brunnar, þar sem Abu Klea heitir. Hjer voru fyrir 10,000 af liði spámannsins. Ste- wart hafði slns líðs 1500. Hjer sló í bardaga 17. janúar, harðan og grimman, áður Súdansmenn hrukku und- an. Höfðu misst 1200 manna. Hjér ljet- ust af Englendingum 9 fyrirliðar og 74 hermenn, en 85 urðu særðir. A meðal fallinna var Burnaby yfirliði, frægur af ferðum sínum í Asíu (til Chiva) og áræðis- afrekum. Stewart heldur áfram austur að Níl, og tæpa mílu frá bænum koma þaðan drjúgar sveitir til móts við hann. Nýr bardagi 19. jan., og fór hjer á sömu leið. Tveir fyrir- liðar falla og 19 hermenn af Englendingum. Særðir 84 og einn af þeim er Stewart sjálf- ur. Hann er nú dauður af sárum sínutn. Sá hershöfðingi heitir Wilson, sem tók við forustunni. Hann hjelt að þorpi skammt fyrir sunnan Matammeh, sem Gubat heitir. Bæinn treysti hann sjer ekki til að sækja við svo lítinn liðskost. Á ánni við þorpið hitti hann byrðinga frá Khartum með korn og aðrar vistir, og sögðu þeir sem með fóru, Egiptar, að þetta vœri sending frá Gordon til enska hersins, en annars öll hin vildustu tíðindi frá Khartum. Wilson ræðst nú suð- ur á tveimur skipum og vill taka höndum saman við Gordon, en er hann kemur í nánd við Khartum, fær hann aðrar kveðjur en hann átti von á, og heyrði hver umskipti voru orðin. Hann hverfur nú aptur sem skjótast 5. febrúar og kemst undan með ill- an leik norður að Gúbat. Hjeðan er nú allt á apturleið snúið yfir öræfin og til Kortí. Sagt að falsspámaðurinn sæki að sunn- an með 50 þúsundir hermanna og góðan vopnakost. |>að er af Earle að segja, að hann sótti upp eptir vestri álmu árlykkjunnar, en nokk- uð suður frá bæ, er Abu Hained heitir, hlaut hann að sækja fjölskipaðar sveitir Súdans- manna, og fjell sjálfur í orustunni. Sigur fengu Englendingar hjer sem á öðrum stöð- um, og menn hinna lágu þar í val hrönnum saman. Menn ætla að Wolseley kveðji líka aptur skipaliðið til Debbeh, nokkuð vestur frá Kortí, eða annara stöðva, þar sem hann vill láta búa um sig og halda kyrru fyrir unz það lið kemur, sem nú er á leiðinni frá Englandi. Vera má, að höfuðsóknin byrji ekki fyr en að loknu sumri, en talað um, að her Englendinga komi þá úr tveim áttum, að norðan og austan. Önnur stöð þeirra er í Suakin við Bauðahaf, og þangað verður sent lið frá Indlandi og Ástralíu. Sagt er, að fyrst eigi að reka þaðan Osman Digma, sem liggur þar í umsát, én síðan leggja járnbraut yfir eyðimerkurnar vestur að Ber- ber, 20 mílur norður frá Matammeh. Hjer munu svo herstraumarnir eiga að mætast. Viðureign á þingi fyrir hendi, og nokkuð tvísýnt um, hvort Gladstone tekst að reka áhlaupið af höndum sjer. Fyrir nokkru höfðu Feníar ný sprenginga- ráð með höndum. Hinn 25. janúar gaus tundurvjel, sein þeir höfðu komið af sjer í Tower í Lundúnum, höllinni gömlu, þar sem ríkisdjásnin eru geymd, og söfn af öllu tagi. Hjer lemstruðust eitthvað um 27 menn. Sama dag sprungu tvær vjelar í Westmin- ster, samnefndri höll, og þinghúsinu mikla (parlamentshöllinni), sem við hana er áfast. Sprengivjelin í höllinni gaus þrem mínútum fyr en hin, og við þann hvell þustu þeir út úr fulltrúastofunni (neðri málstofunni), sem þar voru staddir. Af því leiddi, að síð- ara gosið varð svo fáum að meini, en mundi ella hafa valdið margra manna bana. Sú vjel var Iögð undir sæti Parnells, þingskör- ungsins írska. Gluggar allir sprungu, og gólfið sömuleiðis, en sætin öll brotin og brómluð. Tveir menn eru höndlaðir, sem heita Cunningham og Burton. Menn gruna 8Jer 1 lagi Cunningham, og að honi; n hafa böndin borizt um sprenginguna á undirbraut- inni í fyrra. Feníar senda ýmsum embætt- ismönnum brjef, og hafa í heitingum, að meira skuli af hljótast næstu tilrauu þeirra. Frahkland. Við deildarkosningarnar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.