Ísafold - 10.06.1885, Síða 1

Ísafold - 10.06.1885, Síða 1
íeiuj 5i á miðviknlagsraor^na. Terí irjanjsins (55-60 arka'i 4kr.: erlendis 5 kr. Borgist tjrir miíjan júl:mánu3. ÍSAFOLD. Upnsöjn (skril) bundin vií iramáU- gild nema komin sje iil átj. tjrir L akt. Atgreiðsiustoía i Isafoldarprenlsm. i. sal. XII 25. Reykjavík, miðvikudaginn 10. júnímán 1885. 97. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir. 98. Ferðapistlar frá I>orv. Thoroddsen. III. 99. Hið íslenzka garðyrkjufjclag (boðsbrjef). Auglýsingar. ____________________________ Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4 — 5 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen Júní Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu umhád. fm. em. fti.. j em. M. 3- -7- 1 + 5 29,8 29,8 N h b N h b F. 4- —7— 2 + 5 29,8 29,8 N h b N h b F. 5- 4- 2 + 4 29,8 29.9 N h b N h b L. 6. -7- 2 + 3 3° 30,1 N h b N h b S. 7- — 2 + 5 30, r 30 N h b N h b M. 8. 0 + 5 29,9 3°j V h d Nv h b Þ. 9- 0 + 7 30,2 3°>3 N h b N h b J>essa vikuna hefir haldizt sama norðamittin með sífelidum kulda og náttfrosti; aðfaranóttina h. 8. gjörði hjer alhvítt seinni part nætur og haglhryðj- ur voru um morguninn; Esjan var alhvít, rjett eins og um hávetur. í dag bjart sólskinsveður, logn hjer, norðan til djúpanna, Loptþyngdarmælir stendur hátt. Reykjavík JO. júni 1885. Póstskipið Laura kom hjer sunnudagskveld- i'ð 7. þ. m. með mesta fjölda af farþegjum, þar á meðal um UO Færeyinga til fiskiveiða eystra, og marga ferðamenn enska. J>essir voru enn fremur með skipiuu meðal annara : kaupmenn- irnir W. Fischer, Lefolii, Jakob Havsteen, Chr. Havsteen, N. Knudtzon, Tierney, Zpylner, og J>orl. O. Johnson; cand. juris Fáll Briem ; stú- dentarnir, Bogi Melsteð, Brynjólfur Kúld og Valtjr Guðmundssou; Sigm. Huðmundsson og Ásmundur Torfason prentarar; forgrímur fórðarson, kand. í læknisfræði, tilvonandi læknir áAkranesi; Steinþór Bjarnason steinhöggvari. Skipið fór aptur um miðjan dag í gær aust- ur fyrir land og norður. Landlæknir Schierbeck fór með þessu skipi embættisskoðunarferð umhverfis landið. Embættispróf (magisterconference) við há- skólann tók Pálmi Pálsson 91. f. m. í norður- landabókmenntum. Alþingisfrumvörp. Khafnarblaðið National- tidende kann að segja frá 94. f. m., að stjórnin muni leggja fyrir alþingi í sumar meðal annars þessi lagafrumvörp : Um hlutdeild safnaðanna í veitingu brauða. Um borgaralegt hjónaband. Um að veita stjórninni heimild til að láta birta hinar lögboðnu blaða-auglýsingar í Stjórn- artíðindunum, deildinni B. Um lögreglu. Um lögtak án dóms cða sáttagjörðar. Um fiskiveiðar hlutafjelaga í landhelgi. Fjárlög 1886 og 1887. Um hvalveiðar. Um breyting á prestakallalögunum 1. gr. Um bátafiski á fjörðum. Um breyting á mati nokkurra jarða í Rang- árvallasýslu. Um innsetning á skepnum. Um stofnun landsbanka (seðlabanka). Amtsráðsfundur í Suðuramtinu var haldinn hjer í Rvik 4.—6. þ. m., af settum amtmanni M. yfirdómara Stephensen, amtsráðsmanni Dr. Gr. Thomsen og varaamtsráðsm. síra ísleifi Uísla- syni (í forföllum síra Skúla próf. Gíslasonar). Amtsráðið felldi úr sýslureikning Gullbr. og Kjósarsýslu fyrir 1883 300 kr. styrk til Flens- borgarskóla, og 150 kr. styrk 1884, samkvæmt ályktun á amtsráðsfundi 27. júni 1883, með því að skólinn sje ekki sjerstaklega ætlaður til að vera sýsluskóli fyrir þá sýslu. Amtsráðið lagði það til, að landshöfðingi miðlaði þ. á. búnaðarstyrk handa amtinu úr landssjóði þannig, að búnaðarfjelag suðuramts- ins fengi 1900 kr„ að til að gjöra nýja lend- ingu 1 Jorlákshöfn skyldi varið 1000 kr. í eitt skipti fyrir öll, og rúmum 1000 kr. til framhalds flóðgarðahleðslu í Safarmýri, auk allt að 200 kr. til Olafs búfræðings Olafssonar fyrir yfirumsjón og eptirlit með því verki eptir reikningi. Yms- um smærri fjárbónum yildi amtsráðið ekki sinna, svo sem til búfræðingahalds, laxaklaks- húss, steinsmiðisnáms, jarðyrkjuverkfærakaupa o. fl., með því að „amtsráðið álítur, að þessu fje eigi helzt að verja til þeirra verka, sem hafa almenna þýðingu“. Kvennaskólanum í Rvík veitti amtsráðið 200kr. styrk úr jafnaðarsjóði suðuramtsins fyrir 1885. Amtsráðið ákvað eptir uppástungu Torseta, að leggja til með því við landshöfðingja, að umsjónin með sæluhúsinu á Kolviðarhóli skuli optirleiðis falin hreppsnefndinni í ölveshreppi. Amtsráðið veitti samþykki til að sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu tæki allt að 20,000 kr. lán úr landssjóði að afstýra hallæri. Landsyflrrjettardóinar. Með dómi 11. f. m. gerði landsyfirrjettur ómerka skiptagjörð úr Norðurmúlasýslu frá 22. sept. f. á. í dánarbúi optir Hólmfríði þórarinsdóltiir, og skal skipta- í'áðandi taka málið til nýrra og löglegri skipta frá rótum, með því að fjarstöddum erfingjum hafði ekki verið gefinn kostur á að vera við uppskriptar- og virðingargjörð búsins, samkvæmt 15. gr. skiptalaganna, og í annan stað virðing- in gerð af hreppstjóra og einum manni öðrum, í stað tveggja votta, eptir 16. gr., og loks að sögn áfrýjanda sleppt úr virðingargjörðinni ein- um .jarðarparti búsins. Gjafabrjef Hólmfríðar til sonar hennar fórarins Halfdánarsonar „verð- ur alls ekki undir þessu máii tekið til álita“, með því að „það er þannig lagað, að hún hefir í því sjálf lagt virðingu á jarðir þær, sem hún gaf honum, og, að því áfrýjandi segir, hana mjög lága, en þeir, sem skrifuðu upp búið og virtu eigur þess, hafa alveg sleppt þessutn jörð- um úr“. í fyrra dag staðfesti landsyfirrjettur hjeraðs- dóminu í sakamálinu gegn Jóni kaupmanni Guðnasyni, sem frá er skýrt í ísafold 22. apríl þ. á. nema færði aðeins niðr hegninguna í8 mánaðabetr- unarhúsvinnu vegna langvinns gæzluvarðhalds. Fiskiveiðasamþykkt. Amtmaður hefir stað- fest i gær netalagnarsamþykktina, sem nefnd er i siðustu ísafold. Utlendar frjettir. Khöfn 27. maí 1885. D anm ö r k . Nú þykir gömlu fólki gott að lifa, það yngist að nýju, sjer svo margt endurvakið frá dögum æsku sinnar, frá tím- um þeirra Friðriks sjötta, Kristjáns áttunda — og Brœstrups. Auðvitað, að þóim mönn- um þykir höptin linsnúin, móti þvf sem áð- ur var, og hömlurnar færri, en líkar hitt vel, að alþýða manna verður að bera beig fyrir stjórnarvaldi og löggæzlu, hafa á sjer ugg ogandvara fyrir njósnumog rannsóknum, að frelsið verður að litast um eptir skúma- skotum, álit manna að fara helzt huldu höfði. Mest ber á eptirleitum eptir ókvæð- isorðum gegn konunglegri hátign eða öðrum hneysubrögðum, og eptir því öllu, sem bann- að er um kaup kúlubyssna, skotmannafjelög vinstri manna, og fleira því um líkt. |>eir, sem eru á vegum stjórnarinnar eða gegna umboðum, verða nú að gá að sjer, og það til dæmis að taka, að hún fyrir nokkrum dögum hótaði umboðsmönnum og kontór- mönnum við járnbrautir afsetningu, sem væru í fjelögum vinstri manna eða mótstöðu- manna stjórnarinnar. Afsetningum hefir þegar verið beitt, og við því mega fleiri búast. í fjárhagslögunum var fje ætlað til varn- arvígja og fleiri herþarfa, sem fólksþingið neitaði. Til þess fjár er nú tekið með leyfi konungs, en fósturlandsvinunum í liði hægri manna þótti, að þessu einu ætti ekki að hlíta, og dönskum karlmönnum væri meir en mál að dubba sig og vera ékki lengur eptirbátar danskra kvenna (hinna »fjónsku kanónukvenna«, sem færðu í fyrra vor kon- uugi 8 fallbyssur). f>eir skoruðu á alla góða danska menn og gilda þegna að skjóta sam- an til varna föðurlandsins. Hjer er þegar mikið saman komið, því það ýtti ósköpin öll undir, þegar til ófriðar tók að horfa með Kngleudingum og Rússum. »Allt hjá okkur opið og öndvert! svo er vinstrimönnum, ó-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.