Ísafold - 17.06.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.06.1885, Blaðsíða 2
102 Til dæmis sundið. pað hefir verið sýnt og sannað, að eptir því sem hjer gerist, þá er miklu meiri lífs- háski að stunda sjó en að ganga í hernað og hann mannskæðan. Menn vita og, að helmingurinn af þeim 60—70 manns.sem fer í sjóinn hjer á landi á hverju ári að jafnaði, mundu hafa komizt af, ef þeir hefðu kunnað sund. Slysin verða svo opt annaðhvort rjett upp við landsteina eða þá svo, að ekki hefði þurft að halda sjer uppi nema litla stund ofansjóar, optast nær á kili eða á ár o. s. frv., til þess að manni yrði bjargað. petta reka menn sig á hvað ofan í annað, og verðurþó ekki að vegi að hreifa hönd eða fót til að læra að fleyta sjer, þótt þess gefist nóg færi. Menn vita og kannast við, að sund sje mjög fögur íþrótt. þeim finnst ef til vill mjög um frásögurnar af sundlist forfeðra vorra, af því er Kjartan þreytti sund við Ólaf konung Tryggvason, Grettir synti til til lands úr Drangey, Gísli Súrsson forðaði llfi sínu á flótta á sundi, og Helga kona Harðar Grímkelssonar synti til lands úr Geirshólma með son sinn á bakinu o. s. frv., auk ótal dæma, er menn brutu skip sitt hjer við land eða annarstaðar, en komust lífs af á sundi. peir lesa þetta frá sjer numd- ir, og dást að því, en láta þar við lenda. pað hefir enn fremur verið brýnt fyrir mönnum opt og einatt, hver heilsustyrking er að því að lauga sig að staðaldri, eink- um í sjó, en að til þess er sundkunnátta hjer um bil ómissandi. En það er allt árangurslaust. Betra að kafna eins og hvolpur í vylpu undir eins og yfir mann flýtur en að verja faeinum tómstundum til að læra aðferðina að fleyta sjer. Betra að rölta iðjulaus um göturnar, hanga fram á búðarborð eða sitja á skytningi og staupa sig en að skemmta sjer stund og stund við sund eða aðrar jafnfagrar og nyt- samar íþróttir. Betra að gerast ómagi á bezta aldri fyrir heilsubrest, sem sprettur beinlínis eða ó- beinlínis af tómlæti og vanhirðingu á líkama sínum, heldur en færa sjer í nyt jafnhand- hægt og kostnaðarlaust heilsustyrkingar- meðal og hæfilegar laugar eru. Nú í sumar eiga menn kost á ágætri til- sögn í sundi hjer í Laugunum við Reykja- vík, eins og í fyrra, og þó betri en þá að því leyti til, að sundstæðið er nú helmingi stærra og þægilegra en þá var. En hvað margir nota þessa tilsögn ? Fáeinir heldrimanna synir hjer úr Bvík og einstöku úr nærsveit- unum; en almenniugur alls eigi. Allur þorri unglinga hjer flækist heldur iðjulaus um, göturnar, og hinn fjölskipaði sjómannalýður finnur sjer flest heldur til afþreyingar hina mörgu landlegudaga én að skjótast inn í Laugar við og við að læra þar aundtökin. pétta er frámunalegt sinnuleysi, eða þá fyrir sumum regluleg ómennska, sem þeir fegra á stundum með ýmsum hjegóma, t. d. þeirri herfilegu kerlingabókarkreddu, að sundkunnáttan sje hefndargjöf, af því, að þegar svo beri undir, að engin tök eru á að bjarga sjer á sundi vegna vegalengdar t. a. m., þá hljóti sundmaðurinn kvalafyllri dauð- daga en sá sem ósyndur er. petta er fyrst og fremst ekki nema heimskuleg fmyndun, sprottin af þekkingarleysi; því að sannleik- urinn er sá, að sundmaðurinn stirðnar upp hægt og hægt, svo að hann veit varla af sjálfur, og missir þar með meðvitundina smátt og smátt, þar til hann loks slokknar út af, líkt og þegar menn verða úti; en með- an meðvitundin er við líði, lifir allt af ein- hver vonarneisti um að eitthvað kunni að bera manni til bjargar, hversu fjarri öllum líkum sem það er fyrir þeirra sjónum, sem ekki eru í hættunni staddir. Drottinn legg- ur þessa líkn með þraut: lífsvonina fram í opinn dauðann. par á móti hreppir sá ó- syndi dauða sinn í fullu fjöri og því optast með ógurlegu örvæntingarofboði. Sannleik- urinn er því hjer sem optar einmitt gagn- stæður því, er menn ímynda sjer. En gjörum nú ráð fyrir því, sem ekki er, að sundkunnáttan geri ekki nema auki dauðastríð manna í stöku tilfellum, svo sem t. d. í 20. hvert sinn, er menn komast í lífsháska á sjó, væri þá nokkurt vit í því að svipta sig óllum tókum á að bjarga sjer í hin 19 skiptin, er það er haegðarleikur? Af því að sund kann að baka einum manni af hundrað kvalafullan dauðdaga, þá eiga hinir 99 að varast að kunna það. pað mætti eins hafa sömu viðbáruna gegn því að læra árarlagið, sem sje, að það sje betra að drukkna undir eins en að róa sig fyrst laf- móðan og ná sarnt ef til vill ekki landi. .Eða að læra aldrei að ganga, af því að mað- ur kunni að vérða eltur uppi af óarga dýri og þá sje betra að það jeti mann undir eins ómæddan! Svona er þessi kredda, þegar ofan af henni er flett: eintórn heimska og hjegómi. — Slysið, sem hjer varð fyrir fám dögum, fram a nesinu, ér eitt af hinum mörgu á- þreifanlégu dæmum, er menn ættu að láta sjer að kenningu verða, og ekki láta hjálíða svo, að þeir gerðu ekki meira en taka vel undir í orði kveðnu, að sundkunnáttan sje nauðsynleg. Eða hvað á sinnuloysið í þessu efni lengi að ganga ? Hin fornu Fiskivötn. Herra ritstjóri! I Isafold 1883 (nr. 26 o. s. frv.) hefir herra Sigurður Vigfússon gert fáeinar athugasemdir um Fiskivötn þau, sem talað er um í Njálu. Hann fullyrðir, að eigi sj'e hófundi Njálu ætlandi slík óná- kvæmni sem að láta Flosa á leið sinni frá Svínafelli í Skaftafellssýslu til Rangárvalla- sýslu fara fram með vötnum þeim uppi í óbyggðum fyrir norðan Tungná, sem nú heita Fiskivötn, heldur verði menn að leita þeirra Fiskivatna, er Njála getur, í land- norður frá Eyjafjallajökli: þess vegna hljóti þar — segir hann — að hafa verið vötn til forna, þó að engin sje þau þar nú; en sje nú einhver vötn á þessu svæði og þó að þau nú heiti öðru nafni, þá telur hann sjálf- sagt, að það sje einmitt þau vötn, sem Njála getur um, þau hafi að eins breytt nafni; mí vill svo til, að á þessu svæði eru tvö lxt.il vötn, er heita Alptavötn, og ætlar hann því ekki efunarmál, að það sje þau vötn, sem kölluð eru Fiskivötn í Njálu. pessa röksemdaleiðslu höfundarins þótti mjer ekki nauðsyn til bera að reka aptur, þar sem hann taldi það víst, er fyrst þurfti að sanna: að Njála æfinlega sje áreiðanleg þegar um örnefni er að ræða. En í sama blaði 1885, nr. 18 og 19, heldur sami höf- undur áfram rannsóknum sínum um þetta mál og ætlar að hann hafi fundið óyggjandi sönnun fyrir því, að skoðun sín sje í alla staði rjett, þar sem hann á uppdrætti yfir Saptáreldinu 1783 eptir Sæm. M. Hólm hef- ir fundið Fiskivötn sett þar sem Alptavötn eru nú, en Alptavötn aptur á móti sett nokkru austar. pessi síðastnefndu vötn hyggur hr. S. V. hafi horfið í eldgosinu og síðan hafi nafn þeirra fest sig við Fiskivötn S. M. Hólms, þar sem aptur á móti Fiski- vötn, þau sem nú kallast, á síðari tímum hafi fengíð þetta nafn í staðinn fyrir ann- að eldra, er hann þykist geta leitt rök að, því að þau hafi áður heitið Veiðivótn. Yfir höfuð virðist mjer hr. S. V. fremur ófyrir- synju hafa fagnað þessari uppgötvan sinni á uppdrætti Sæm. M. Hólms. An þess að höggva of nærri Sæm. Hólm virðist mega fullyrða, að hann sje varla teljandi með hinum áreiðanlegustu heimildarmönnum, og hvað þetta rit hans snertir sjerstaklega, þá segir landi hans M. Stephensen í riti sínu : «Kort Beskrivelse over den nye Vul- cans lldsprudning i Vester-Skaptafields Sys- sel», er út kom 1785, að það sje lítilsvirði og sje víða rangt og honum til lítils sóma (bls. 50). |>ar sem á uppdrætti Sæm. M. Hólms «Alptavötn» er haft um þrjú lítil vötn, en Fiskivötn aptur á móti eru dregin sem eitt stórt vatn með mörgum smávötn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.