Ísafold - 17.09.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.09.1885, Blaðsíða 2
162 aðrir ungar, sem út hafa klakizt í ánni sjálfri hjálparlaust af mönnunum; en með þessu bætist stórum við fjölda viðkomunnar og eins veiðinnar á sínum tíma. Yjer getum bezt gjört oss ímyndun um þ&ð, hversu mikils arðs og gróða vjer get-> um vænt oss af því að koma upp hjá oss almennri og góðri laxfiskarækt í ám vorum og vötnum, með því að bera oss saman við nágranna vora, Noregsmenn. þeir hafa nú þegar næga reynslu fyrir sjer til að geta ætlazt á, hversu mikið má ala upp í hverri á og vatni hjá þeim, með því að þeir hafa einnig rannsakað þau og þekkja nákvæm- lega, og þeir telja svo til, að þegar lax- fiskaræktin sje komin hjá sje algjörlega í lag, þá muni veiði þessara fiska gefa af sjer í arð 200 miljón króna virði, eða meira en akuryrkja þeirra og kvikfjárrækt báðar samtals. Oss vantar að sönnu þekk- ingu á hvorutveggja þessu; en laxfiska- veiðin hjá oss til forna og jafnvel enn þá gefur oss fulla tryggingu fyrir þvi, að ár vorar og vötn að minnsta kosti all- flest eru góð veiðivötn; og þó vjer höf- um, ef til vill, ekki yfir jafnmiklu af slík- um árn og vötnum að ráða eins og Noregsmenn, þá þarf enginn, sem rjettum augum vill á það líta og nokkurn kunnug- leika hefir á báðum löndunum, annað en að bera saman hvort heldur atvinnuvegina eða fólksfjöldann hjá þeim og hjá oss, til þess að ganga úr öllum efa um það, að í rjettu hlutfalli við hvort af þessu sem er, þá höfum vjer yfir miklu meiri veiðiám og vötnum að ráða en þeir, svo það er ekk- ert ástæðulaus eða ofdirfskufull ályktun, þótt vjer segjum, að ef vel er að dugað laxfiskaræktinni hjá oss, þá geti hún orð- ið sá atvinnuvegur landsbúa, sem meiri arðsvon sje af, heldur en nú er af báðum aðalatvinnuvegum landsins, búpeningsrækt- inni og sjávaraflanum til samans. En auk þessa er þessi atvinnuvegur svo langt um vissari, ef hann er stundaður með nokkuru lagi og fyrirhyggju, heldur en hvor hinna er nú, og jafnvel heldur en útlit er eða út- sjón til þess, að þeir verði eptir kringum- stæðum vorum og efnahag fyrst um sinn. þessi atvinnuvegur getur orðið hjer á landi svo almennur, að ekkert hjerað og mjög fáar sveitir verði afskiptar honum með öllu, ef það skyldi nokkur vera; en auk alls þessa, er hún svo vel löguð við vort hæfi og vora hagi, hvort sem vjer lítum á fólksfæð vora eða fátækt, þvi í saman- burði við arðinn er hún mjög kostnaðar- lítil og fólksófrek, heimtar svo lítinn vinnu- krapt, einkum sje við höfð hin langheppi- legasta, hentugasta og arðsamasta veiði- aðferð, að veiða að eins' á einum stað í I 1 , hverri á í hentugri veiðivjel eða laxagildru, sem lokaði ánni algjörlega og gæfi veiði- manni vald yfir’! öUmn fiskum, sem fara upp ána, en hinum frjálsa göngu, sem ofan vilja ganga til sjávar. þessari veiðivjel mætti eflaust koma við í flestum ám vor- um, og þó það yrði of kostnaðarsamt, að setja hana í stærstu árnar, mætti setja hana í árnar, sem í þær falla. J>ó að slík- ar veiðivjelar kunni að verða nokkuð dýrar, þá er fljótsjeð, að þær borguðu sig marg- fallt, bæði með því að spara menn við veiðina, og einkum með þvi, að þær eru hið eina fulltryggjandi ráð til þess að ekki sje veiddur nema fullorðinn lax, og mun jeg síðar sýna með dæmi, hversu mikinn arðsmun það gerir; en auk þessa verður sú friðun, sem öll áin fyrir ofan fær við þetta, sú bezta trygging fyrir því, að lax- inn hafi næði til að hrygna og klekjast út eins og mest má verða í allri ánni fyrir ofan; en við það bætist éinn kostur, að veiðimaður getur ráðið því, hvaða laxateg- und hann lætur frjóvgast og fæðast í ánni, með því að hleypa ekki öðrum tegundum upp í hana. Jeg ætla mönnum nú að geta ráðið af þessu, að laxfiskaveiðin, sem byggð er á reglulegri fiskirækt í útklaksfærum og höfð er við hin bezta veiðiaðferð, getur orðið svo arðsamur og viss atvinnuvegur, og svo almennur um land allt, að hann getur jafnvel forðað landinu við hall- æri og hungursneyð, þegar hinir bregð- ast sökum fjárfellis og fiskileysis úr sjó. |>að má ekki minna ætla, en að allir þeir, sem láta sjer vera annt og umhugað um heill almennings og gagn og sóma ætt- jarðar sinnar, og tekur sárt til þess bága ástands, sem aðalbjargsæðisvegir vorir eru nú í, vilji leggja allan hug á, að finna ráð til þess að úr þeim verði bætt. Eg vil alvarlega benda þessum mönnum á það, að kynna sjer sem bezt þetta málefni, sem hjer er um rætt, og finni þeir ekki ástæður, sem við rök hafi að styðjast til að hrekja eða hrinda því, sem hjer er tekið fram, þá leyfi jeg mjer að skora á þá, að styrk j a það af alefli í orði og verki, eptir því sem þeir framast hafa vit og krapta til. Ein- kum ættu þeir menn, sem hafa að ráða yfir meiri eða minni veiðirjetti í ám eða vötnum, sem nokkur veiði er nú í eða hefir verið í, eða sem ætla má að geti verið í, ekki að eins sjálfs sín vegna og sinna, heldur einnig vegna sveitarfjelags síns og þjóðfjelags, að gjöra sjer far um að auka þar veiði og vernda eða koma henni upp, og að koma á fjelagsskap við sameigendur sína um laxaklaksstofnunina og veiðina. Enginn ætti að láta smámuna- lega eða sýtingssama nærsýni og sjergirni verða íið ljóni á veginum fyrir 3vo ábata- vœnlegum atvinnuvegi, eins og laxaklakið er með hyggilegri veiðiaðferð. f>ótt einhver eigi nú fremur öðrum góða veiði í á, þá ætti hann ekki að láta það sitja í vegi fvrir því að gjöra samning um veiðina, að hann í bráð hefði máske nokk- uð minni veiði en hann gæti búizt við mestri ella, einkum vegna þéss, að hann fengi ekki að veiða nema fullorðinn lax; held- ur ætti hann að líta jafnt á annara hag og sinn eiginn, einnig á það, á hve völtum fæti veiðin stendur, eins og hún nú er, eins og það einnig er sanngjarnt, að hann féngi á einhvern hátt 1 samningunum hallann jafnaðan að nokkuru leyti, ef það sæist eða sannaðist, að hann hjeldist við til lengd- ar. Hin sanngjarnasta og eðlilegasta skipt- ing á veiði mun vera sú, að hver jörð fái í sinn hlut eptir því mikinn hluta veiðar, sem land hennar er langt, með fram veiði- vatni, í samanburði við annara jarða lönd, því öll áin má álitast jafnnauðsynleg fyrir göngu laxins, og að landhlutur sje einn þriðjungur veiðarinnar. f>að er eflaust arðsamast að fá laxunga af sem stærstri og beztri tegund, til að hleypa út í hverja á, og jafnframt að eyða úr ánum öðrum smærri og lakari laxfiska- tegundum ; því ekki er ólíklegt að eptir smekk Englendinga sje laxinn ekki af jafn- góðri tegund í öllum ám hjá oss, og muni því ekki ganga út hjá þeim með jafnháu verði, og að minnsta kosti er lax í hærra verði en allt silungakyn; líka er bezt að ala ekki upp nema eina tegund í hverri á; en til þess að því verði við komið þarf, eins og áður er sagt, að hafa veiðivjelar. Til að gjöra mönnum þetta ljósara, ætla jeg að setja hjer fram dæmi, og tek jeg á sem að árlega er hleypt út í úr klakstofnun 100 þúsund laxungum, og tekinn allur lax, sem er 4 pd. á þyngd og þar yfir, eða laxinn í fyrsta skipti er hann kemur úr sjó, og að meðaltalið á því sem veiðist, sje 20?» af því sem út er hleypt talsins, en vigtin á hverjum að meðaltali 5 pd.; það yrðu þá 20,000 laxar á 5 pd = 100,000 pd., sem jeg gjöri ekki ráð fyrir að seldist meira en fyrir 35 aura pundið; verður það þá 100,000 x 0, 35 kr.= 35,000 kr. Nú set jeg, að laxinn í sömu ánni sje ekki veiddur fyr en í annað skipti, þegar hann kemur úr sjó, en af því þá má búast við miklu meiri viðkomu af því, sem klekst út í ánni sjálfri, auk þess sem nú verður tekið einnig það, sem í vjelina kemur af smærri laxfiskategundum, ætla jeg, að ó- hætt sje að gjöra megi ráð fyrir samtals veiði á móts við 20 ?. af því sem út va

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.