Ísafold - 17.09.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.09.1885, Blaðsíða 1
5ns.u 51 í irövikudajsínor^a. Ver' árjanjsms (55-60 arka^ 4tr. ÍSAFOLD. Oppsótrs (stoifl.) bnndin vil s'ramfil, 5- jild nema k«min sje !il átj. fjrir I. jH XII 41. Reykjavík, fimmtudaginn 17. septembermán. 1885. 161. Innlendar frjettir. Um laxafiskirækt og lax- fiskiveiðar. 163. Um heyásetning. r64- Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 13—2 útlán md., mvd. og ld. k). 2—3 Sparisióður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen 1 Hiti (Cels.) Lþmælir fm. | em. Veðurátt. sept. jánóttu|umhád. fm. | em. M. 9. + 8 + 11 29 29.1 A h b 10 b F. 10. + 6 + II 29,2 29,4 0 b 0 b F. 11. + 5 4 12 29,5 29,3 0 b A h d L. 12. + 6 + 10 29 29 Na hv d N h b s. 13. + S + 10 29 29,2 N h b 0 b M. 14. + 4 + 8 29,5 29.5 0 b 0 b Þ. 15. + 0 + 6 29,5 28,4 0 b Nv h b Veðrátta hefir umliðna viku verið óvenjulega hag- stæð Og helzt enn sama stilling og fyrri vikuna með sólskini daglega. í dag 15. bjart og fagurt veður, rjett logn; lá við að frysi hjer í nótt. Reykjavík 17. sept. 1885. Möðruvallaskólinn. Landshöfðingi hefir sett brezkan konsúl G. W. Spence Paterson til að gegna kennarastörfum þeim við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, er adjunkt porv. Thorvaldsen hafði á hendi. Próf í íslenzku. Brezkur konsúll G. W. Spence Paterson gekk undir próf í íslenzku 12. þ. m. hjá yfirktsnnara við latínuskólann H. Kr. Friðrikssyni með prófdómendum Dr. Jóni Jporkelssyni rektor og Dr. B. M. Olsen kennara, og stóðst hann prófið prýðilega. Manntjón af slysi. Maður hiaut bana 14. þ. m. hjer í Evík með þeim hætti, að hann datt ofan af heyi og stór steinn, er ofan á heyinu var, valt ofan á höfuðið á honum. Um laxfiskarækt og laxfiskaveiðar. Laxfiska (salmonida) köllum vjer allt það fiskakyn í einu lagi, laxa og silunga. J>að er kunnugra en frá þurfi að segja, að laxfiskaveiðar voru mjög miklar og al- mennar í fornöld hjer á landi, og svo var þá til orða tekið, að »öll vötn og ár væru fullar af fiskunu ; en það er nú ekki síður kunnugt, að mikil breyting er á þessu orð- in. I mörgum ám og vötnum er veiðin alveg þrotin og í þeim öllum miklu minni en var til forna, og hefur veiðin jafnvel. minnkað stórum í minni nú lifandi manna, j og sumstaðar er hún nú alveg gengin til j þurðar, svo að nú eru það að eins örfáar ár af öllum fjöldanum og eins vötn, sem menn telja að svari kostnaði að veiða í. I sumar ár gengur nú að eins silungur, þar sem áður var laxveiði. Menn vilja nú ekki gjarnan kenna sjálf- um sjer um þessa apturför í veiðinni, held- ur en aðra apturför í atvinnuvegum vorum. Yfirgangi útlendra manna með veiðina verður ekki kennt um, og þess vegna verður náttúran að bera skuldina, svo sem jaka- ruðningar í ánum í vetrarblotum og vor- leysingum, auk fl. Eg ætla ekki að fara fleirum orðum um þetta; því þeir sem vilja lesa hina ágsetu ritgjörð eptir landfóg. A. Thorsteinsson í 2. árgangi tímarits hins íslenzka Bókmentaf je- lags, og kynna sjer æfi og eðli laxfiskanna, geta þar sjeð og sannfærzt um, hvernig þessu víkur við. Allir vita, að vetrarhörkurnar og jakaruðningarnir í ánum voru hjer nm bil hinir sönu í fornöld eins og nú. Fyrir landnámstíð voru allir óvinir laxfiskanna, bæði fuglar og selir, fullkomlega í friði hafðir, eins og laxfiskarnir sjálfir, og fullt var upp af öllu þessu á landi og í sjó, eins og í ám og vötnum. Náttúran ljek ein við sjálfa sig og hjelt sjer þá nokkurn veginn í jafnvægi; en svo komu mennirn- ir til sögunnar, og hjer kom hið sama fram, eins og hvervetna annarstaðar í heim- inum, að þeir veiddu og eyddu öllu því, sem þeim þótti bezt og sem þeir höfðu bezt færi á að ná á þeim tímum, eins og að nokkuru leyti enn þá hjá oss, öldungis fyrirhyggjulaust, og við þetta hallaðist eða jafnvel steyptist alveg jafvægið; og, eins og gefið er að skilja, urðu laxfiskarnir harðast úti. Enginn þarf að furða sig á því, þó að veiðin hafi gengið hvað mest til þurðar á seinustu árum, í tíð þeirra sem nú lifa; því mannfólkið hefur fjölgað og veiðiáhöldin batnað. En ofan á þetta bætist það, að landselurinn, hiun versti og skæðasti óvinur laxfiskanna, næst inannin- um, hefur verið friðaður fyrst með veiði- tilsk. frá 20. jiíní 1849 og svo aptur sjer- staklega á Breiðafirði með opnu brjefi frá 22. marz 1855. Mennirnir eru ekki með friðunarlögunum hindraðir frá því að veiða laxinn svo freklega, að viðkomunni sje nærri því fullkomlega borgið, þó ekkert sje gengið fram hjá lögunum eða móti þeim, og auk þess eru margir hinir skæðustu óvinir þess- ara fiska friðlýstir með lögum. |>egar nú ofan á þetta bætist allur sá örðugleiki, sem sýnt er í ritgjörð Thorsteinsons, að laxinn á með að frjófga hrognin í ánum, og allar þær hættur, sem hrognunum, er frjófg- ast og svo ungunum, meðan þeir burðast með kviðpokann, eru þar búnar, þá er ekki furða, þó að fjölgunin verði lítil á viðkom- unni og veiðin gangi til þurðar, og miklu fremur geta menn ekki gjört sjer skiljanlegt, hvernig veiðin viðhelzt allt af nokkur í ein- stöku ám á annan hátt, en að þar hljóti að vera einhverjir frábærlega vel útbúnir hrygningarstaðir og hentug fylgsni fyrir laxungana til að forða þeim við hættunum meðan þeir eru í ánni, sem náttúran sjálf hefur til búið. Thorsteinsson sýnir ennfremur fram á það með ljósum rökum, hversu mikil nauðsyn sje á því fyrir oss, að gefa laxfiskaveiðinni meiri gaum heldur en til þessa hefir verið gjört, og hversu mikil arðsvon sje af því og það þess vegna nytsamlegt, að klekja út laxfiskahrognum í klakfærum, að dæmi annara þjóða, sem leggja af öllu kappi stund a þétta og álíta það ábatasamasta atvinnu- veg. Víða hvar erlendis hefur laxaupp- fóstrið ýmsum örðugleikum að mæta, sem vjer erum lausir við ; en þeir leitast við að hrinda öllum tálmunum úr vegi eptir því sem þeir fá framast við komið. Ef nokkra reynslu befir þurft til þess, að sannfæra menn um, að laxauppfóstur í klakfærum bæði inni í húsum og jafnvel líka úti í lækjum eða lindum, sem ekki frjósa á vetr- um, getur heppnast hjer eins og í hverju öðru laudi, þar sem laxinn á heima, þá er þessi reynsla fengin bæði inni í húsi á Reyni- völlum og úti á |>ingvöllum við Oxará næst- liðinn vetur, svo »nú þarf frarnar enginn efast«. Reynslan hefir einnig sýnt það bæði fyrri og nú, að þar sem laxveiði er enn þa eða hefir verið fyr meir í einhverri á, þar geta þeir ungar lifað og upp fæðzt, sem hleypt er út í hana úr laxaklaki, farið til sjáfar á sínum tíma og komið upp f ána aptur; því þeir eru að öllu sama eðlis og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.