Ísafold - 17.09.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.09.1885, Blaðsíða 3
168 i hleypt; laxinn er talinn að meðaltali 8 pd. er hann kemur í annað skipti úr sjó, en jeg ætla að gjöra ráð fyrir, með því lax- inn gengur ekki upp í árnar á hverju ári, að stöku eldri laxar komi með og veiðin verði að meðaltali á 9 pd. hver lax; verður það þá 20,000 x 9 = 180,000 pd. og þessi lax ætlast jeg til að seljist á 50 aura pundið; verður það þá 90,000 kr. Enn þá ætla jeg að setja svo, að laxinum sje sleppt tvisvar upp ána, er hann kemur úr sjó, og er laxinn talinn 16 pd. að meðal- tali, er hann kemur í þriðja sinn úr sjó upp i ána, með því hann auki helming við þyngd sína í hverri sjóferð, þangað til hann er fullorðinn. Með silungum og öðrum eldri löxum ætla jeg að setja að veiðist sem svarar 20g enn þá af því sem út í ána er hleypt árlega, og láta meðaltalið á þyngdinni samt vera að eins 16 pd., og verður þá veiðin 20,000 x 16 pd. að þyngd, en þessi lax selst á 75 aur. pundið; er það þá í krónutali 20,000 x 16 x f, sem fæst fyrir veiðina, eða 240,000 krónur árlega. þetta munu nú þykja gífurlega háar tölur; enda ætla jeg mjer nú ekki að bera á móti, að svo kunni að vera, því reynslan verður að skera úr því; en jeg vil einungis sýna með þeim, að með því að byggja má upp á, að meira fáist fyrir hvert pund af laxinum épt- ir því sem hann er stærri, þá sje ótrúlega mikill hagur við það að taka ekki nema full- orðinn lax eða sem þrisvar hefir gengið til sjávar, ekki einungis vegna þess, hve miklu betra færi hannhefir þá til að fjölga sjálfur í ánum, heldur einnig vegna þess, að þá selst hann með hærra verði, er hann hefir náð fullri stærð, þó hann reyndar stækki tals- vert eptir þetta. Menn skulu engan vegin gjöra reikning upp á það, að svona mikið veiðist af því, sem út í ána er sleppt tals- ins, fyr en reynsla er komin fyrir, hvað veiðist, enda getur arðurinn af laxaræktinni orðið ákjósanlega mikill fyrir það, með því að hleypa má óhætt 100,000 laxa-ungum út í hverja af þessum venjulegu ám hjá oss, sem renna eptir endilangri sveit, svo sem 2—4 mílur á lengd, eptir því, hve góða hrygningarstaði þær hafa og mikið af fæðu fyrir ungana. J>að er þess vegna ekki mikið á hættu lagt, þó meira þurfi fyrir vanhöld- um en hjer er gjört ráð fyrir. Hvaða ástæða skyldi þá verða færð fyrir því, að draga lengur, að færa sjer í nyt þenna opna veg til hagnaðar og viðreisnar á högum vorum ? Hvaða ástæða skyldi verða færð fyrir því, að hyggilegra sje að bíða við ennþá, þangaðtil einhver hefir brotið ísinn, efasemda og hugleysis ísinn, úr hugum manna, og getur sýnt með tölum, sem byggð- ar eruá reynslu, það sem nú liggur í augum opið, að fiskiræktin er einhver hinn arð- samasti atvinnuvegur, undir eins og hann er hinn kostnaðarminnsti. Skyldu menn finna nokkra bót í því að bíða fyrst eptir nýju hallæri og nýjum gjafa-samskotum meðaumkunarsamra erlendra þjóðu ? Skyldi enginn sjá það nú að það hefði verið mann- dáðlegra og betra um árið, þegar Geir kaup- maður Zoega og hans fjelagar kornu fyrst upp þilskipum og fengu innlendum skip- stjórum kennda siglingafræði, að vinda bráðan bug að því með fjelagsskap og fylgi, að koma upp sjómannaskóla og þilskipaút- veg, heldur en standa nú höndum uppi ráða- lausir í fiskiléysinu ? Alþýða ætti nú að rísa upp einkum sveita- bændur og hrista af sjer mókið og stofna hlutafjelög í hverju hjeraði til þess að koma upp og útbreiða laxaklak og gjöra fjelags- skap til að korna á rjettri veiðiaðferð, en þing og stjórn ætti svo að styrkja þessi fjelög með fjárframlagi fyrst og fremst, eða þá hinar fyrstu klakstofnanir í fjórðungi hverjum, svo að þar gæti komist upp sem allra fyrst aðal- laxaklak fyrir fjórðunginn. Með styrknum gæti það haft nokkur áhrif á ætlunarverk og útbreiðslu fiskiræktarinnar, með því að binda styrkinn skilyrðum um það, hve mikið af laxungum þar ætti að vera klakið út á ári og hve mikið fje fjelagið legði fram sjálft; en einkum ætti styrkurinn að vera bundinn því skilyrði, að við stofn- unina væri mönnum gefinn kostur á að læra fyrstu undirstöðu laxaræktarinnar (sem óskuðu þess), og að vissri tiltekínni upphæð af styrknum væri til þess varið; en auk þess ætti þingið að leggja fram fje til að styrkja þá sem sýnt hefðu dugnað og alúð við laxaræktina og það girntust, til að ferðast utan til að framast og fullkomnast í öllu, sem að laxfiskarækt og laxfiskaveið- um lýtur og til að útvega hentugar og ódýr- ar veiðivjelar, ef það þætti ráðlegra en að koma hjer upp laxakistum Hjarðarholti í Dölum sumarið 1885. J. Guttormsson. Um heyásetning. i. Eptirfarandi reglur um heyskoðanir og peningsásetning m. fl. eru ísafold sendar til birtingar af einum ágætisbúmanni í Húna- vatnssýslu, með inngangi og ástæðum, og mundi nú, eptir hinn almenna heyskapar- brest í smnar, einkar-hentugur tími til að gera gangskör að því, að reyna að koma slíkum eða því líkum reglum á sem víðast um land. »Reglur þær, er hjer birtast, eru þannig til orðnar, að einn sýslunefndarmaður í Húnavatnssýslu bar líkt frumvarp upp á sýslufundi í febrúar 1878, og var gjörður góður rómur að því, og samþykkt, að kjósa aukanefnd til að íhuga frumvarpið, og átti nefnd sú fund með sjer að Tungunesi 21. d. maí s. á., og gjörði nokkrar breytingar við það, og lagði það svo aptur fyrir sýslu- nefndina á aukafundi að Hnausum 17. júlí s. á., og var það samþykkt i einu hljóði, að senda frumvarpið í alla hreppa sýslunn- ar, »sem fyrirmynd til bráðabyrgða«, og var skorað á hreppsnefndirnar að bera það upp á ahnennum sveitarfundum, og reyna að gjöra það að sveitarsamþykkt með sam- þykki bænda. Jpessu var með fyrsta víða vel tekið; en sumstaðar varð lítið úr fram- kvæmdinni, eins og reynslan sýndi í harð- ærinu 1881 og 1882. En í einstöku hrepp- um, þar sem reglurnar voru teknar til fyr- irmyndar, sýndi líka reynslan, að þær sveit- ir komust betur af með heyforða og pen- ings-afkomu í nefndum hallærisárum, en þeir hreppar, er skeyttu ekki þessum áminn- ingum, og hefur einn hreppur í Húnavatns- sýslu [Svínavatnshreppur?] framhaldið ár- lega líkri hejja- og penings-skoðun, sem reglurnar ræða um, og launar nú orðið skoð- unarmönnum sínum sanngjarnlega fyrir ó- mök sín og fyrirhöfn við tjeðar heyja- og gripa-skoðanir. þannig geta upphvatningar í sveitum og sýslum haft mikilsverð áhrif til eflingar búnaði í ýmsum greinum. f>að sýnist því eiga vel við, að áminnztar reglur komi fyrir almennings sjónir í blöð- um vorum, ef það gæti vakið fleiri af lands- mönnum til íhugunar og eptirbreytni til að reyna að koma í veg fyrir það tjón og vand- ræði, sem leiðir af heyskorti og peningsfelli, og ættu búnaðarfjelög o. fl. að styðja að framkvæmd máls þessa til almennings heilla. Beglur um heyjaskoðun og penings- ásetning m. fl. í Ilúnavatnssýslu. 1. gr. Hreppsnefnd hver skal á vori hverju, er bezt þykir henta, hvetja búend- ur hreppsins til þess að ástunda nauðsyn- lega jarðarækt, og haganlega notkun allra áburðarefna og hagtæring þeirra, ept- ir því sem sem bezt virðist við eiga. 2. gr. Hún skal árlega hvetja búendur til framsýni, ástundunar og atorku við öfl- un heyja að sumrinu, og láta sjer annt um að bæta úr því, ef einhver sökum veik- inda eður af öðrum ástæðum, virðist ekki geta aflað sjer nauðsynlegs heyforða, og hafa nauðsynlegt eptirlit í því tilliti. 3. gr. Hreppsnefnd skal að vorinu á almennum hreppsfundi láta hreppsbúa kjósa hæfilega marga menn í hreppnum til eptirlits með heyafla að sumrinu og til heyásetningar og heyjaskoðanar að vetrin

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.