Ísafold - 17.09.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 17.09.1885, Blaðsíða 4
164 um. Enginn má skorast undan nefndar- kosning nema af gildum ástæðum, er hrepps- nefndin metur.— |>ó skal slík kosning fram fara á næsta hausti, ef reglur þessar þá hafa náð gildi. 4. gr. Hreppsnefndin skipti hreppnum í hæfilega mörg skoðunarsvæði, og setji 2 ásetningarmenn í hvert þeirra fyrir sig, og ber þeim að framkvæma heyásetning í þeirri deild. 5. gr. Hreppsnefhdin ákveður, hve marg ar skoðanir skuli fram fara á vetri hverf- um, én eigi mega þær vera færri en 2. Hin fyrri aðalskoðun fram fari, þegar er al- mennt er farið að hýsa fje, én hin síðari fyrir sumarmál. Einnig framfari skoðun nálægt miðjum vetri, ef ástæða þykir til þess eptir veðráttufari og jarðlagi. 6. gr. Asetningarmenn skulu í hvert skipti vandlega skoða heybyrgðir á býli hverju og peningshirðing, og ráða hverjum búanda til þess að ætla öllum peningi fóð- ur yfir veturinn, þótt harðindi kunni upp á að koma, og skulu þeir í því tilliti taka til greina heygæði og verkan heya, hvort út- beit er góð og hvort vanalega er þar harð- indasamt, hvort nægilegt húsrými er fyrir pening og hver fjárhirðir gegnir peningshirð- ing. þeir ráði einnig til rækilegs íburðar í fje, og líti eptir, hversu því er fram fyigt. 7. gr. Svo skal setja sauðfje á hey á hausti hverju hjá hverjum búanda, að lík- legt þyki, að afgangs nægilegu fóðri verði eptir að vorinu í heyfyrningum 5 sátur handa hverjum 10 sauðkindum og að sömu tiltölu handa fleira fje; þó má minna ætla til fyrninga með ráði hreppsnefndar, ef sjerlegar kringumstæður virðast gera það nauðsynlegt. 8. gr. Ollum hrossum búandi manna og búláusra skal ætla hús og hey, svo sem ásetningarmenn ætla nauðsynlegt. 9. gr. Sauðfje skal ætla fóður, þar tll 3 vikur eru af sumri, en nautpeningi, þar til er 8 vikur eru af sumri. 10. gr. Öllum þeim peningi, sem eigi er nægilegt fóður fyrir, eptir því sem á skilið er í 6.—9. gr., skulu ásetningarmenn ráða til þess að lógað sje á hausti, — og eins þótt síðar sje, ef það fyrir einhverjar ófyr- irsjeðar kringumstæður virðist nauðsynlegt, en jafnan skulu þeir ráða til að lóga þeim peningi, er þeir eptir kringumstæðum á- líta skaðaminnst. Komist einhverir engu að síður í heyþröng að vorinu, sje hrepps- nefndin með tilstyrk heyásetningarmanna hjálpleg til þess að útvega nauðsynlegt fóður, ef mögulegt er, þó gegn fullri borgun. 11. gr. Asetningarmenn skulu við hverja skoðun semja skýrslu um pening á hverju býli og um heybyrgðir, og annað er athuga- vert þykir, svo sem um afkomu fjárins að vorinu. Skal sú skýrsla samin eptir fyrir- mynd, er hreppsnefndin; samþykkir en sýslunefnd sendir sýnishorn til. Skulu þær skýrslur sendar oddvita, er leggur þær fyrir hreppsnefndina og geymir þær síðan við hreppsskjölin. 12. gr. Enginn ásetningarmaður fær fyrst um sinn borgun fyrir ómök sín við heyaskoðanir eða ásetningar, en hver, sem verið hefur ásetningarmaður í 3 ár, getur skorast undan því hin næstu 3 ár. 13. gr. Sýni nokkur ásetningarmönnum ótilhlýðilegan mótþróa, eða fari illa með skepnur sínar móti ráðum þeirra, kæri hlutaðeigandi hreppsnefnd það til sektar. 14. gr. Hreppsnefndin birtir búendum reglur þessar á almennum fundi og leitar samþykkis og undirskriptar, og öðlast þær gildi sem sveitarsamþykkt fyrir þá, er undir skrifa, ef meiri hluti hreppsbúa samþykkir. A fundi að Tungunesi 21. maí 1878. E. Pálmason, Eggert Ö. Brím, G. Gíslason. Frarrilagt á sýslunef'ndarfundi að Hnausum hinn 17. júlí 1878 og samþykkt sem fyrirmynd til bráðabyrgða. Lárus p. Blöndal. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosla 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 slala frekast m. oðru letri eða setninj 1 kr. íjrir þumlungf dálks-lengdar. Borgun út i hönd. Undirskrifaður óskar að fá kennara ncestkomandi vetur til barnaskólans á Eeyni- völlum. Lysthafendur gefi sig fram laugar- daginn 3. október ncestk., kl. 12 á hádegi í húsi Arnbjarnar Ólafssonar i Beykjavík, og mun þar þá verða samið um kaup og aðra skilmála. Beynivöllum 10. sept. 1886. Fyrir hönd hreppsnefndarinnar i Kjusar- hreppi. í>orkell Bjamason. Með því enn þá er óborgað mj ö g mikið af gjöldum til bcejarsjóðs fyrir yfirstand- andi ár og gjalddaginn siðari nœrri því er kominn, þá um biðjast menn að greiða þau sem fyrst, þar eð bcejarsjóðurþarfnast þeirra. Bœjarfógetinn í Beykjavik u 1885. E. Th. Jónassen. Hjermeð gjöri jeg kunnugt : að með samn- itigi dags. 8. júli 1882 um sölu brennisteins- námanna og annara eigna á Islandi, er T. G. Paterson seldi hinu islenzka brennisteins- og koparfjelagi og með auglýsmgu dags. 26. ágúst 1882, var ákveðið og kunngjört, að nefndur T. G. Paterson skyldi hafa ofan- greinda náma, öll hús, byggingar, áhöld og verkfceri tilheyrandi nefndum námum að veði fyrir £ 5,334 (96,012 krónur), sem nokkrum hluta af kaupverði námanna, er þá var, og enn er óborgaður; og að veð þetta með samningum dags. 6. janúar, 17. febrúar, 28. febrúar, 1. marz og 6. marz 1883, gekk til mín undirskrifaðs og þriggja annara manna, og gjöri jeg því hjermeð heyrum kunnugt bœði mín vegna og vegna sameignarmauna minna í veði þessu, að nefnda brennisteimsnáma, hús, byggingar, áhöld og verkfœri í Krísuvik og Brenwisteins- fjöllum tilheyrandi hinu islenzka brenni- steins- og koparfjelagi, en nokkuð af því tilheyrði áður hinu svonefnda Boraxfjelagi, má ekki selja nje afhenda, nema með þeirri veðskuld, sem á því hvílir. Oll ofannefnd skjöl voru þinglesin að manntalsþingi í Grindavik 15. júni 1883. Hafnarfirði 9. sept. 1885. W. G. Spence Paterson. Sálmabókin (nýja) er til sölu hjá undirskrif- uðum með mjög lágu verði. Rvík, 16/„. 85. Br. Oddsson. Til leigu 4 herbergi með eigin inngangi fyrir einhleypa með eða áu húsbúnaðar með góðum kjörum. Ritstjóri ávísar. Undirskrifaður hefir til sölu jörðina Qötu í Selvogi, og */3 part úr jörðinni Hclgastöðum i Biskupstungum. þeir sem kaupa vilja fyrnefnda jörð og jarðarpart eru beðnir að snúa sjer til factors Joh. Hansens í Reykjavík. H. Th. A. Thomsen. Óskilakind. Seint í fyrra sumar fannst í högum mínum veturgömul ær, þvi nær dauð úr vanka, mark: heilrifað og standfjöður fr. hægra, en blaðstýft ogbitiaptan vinstra. Eig- andi vitji andvirðisins til min að frádregnum kostnaði. Halibera Jónsdóttir á Lækjarbotnum. Undirskrifaðan vantar: Jarpahryssu, 4vetra klárgenga, afrakaða, mark sneitt fr. hægra, biti aptan að mig minnir, ójárnaða. Hver, sem hitta kynni hryssu þessa, er beðinn að halda henni til skila að Merkinesi i Höfnum. ’/9 85. Sigurður Benidiktsson. ISe=’ Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er i ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal; — nema Seltimingar i búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. TIL SÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræói....................2,25 Gröndals Steinafræði..................1,80 íslandssaga þorkels Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar, eptir sama.........................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil, Frentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.