Ísafold - 04.11.1885, Page 3

Ísafold - 04.11.1885, Page 3
191 frost um miðjan október og helzt enn. Pjárgöngur heppnuðust vel, því veður var um það leyti hagstætt; skurðarfje hefir reynzt með rýrasta móti einkum á mör; það gjörðu hinir langvinnu kuldar í vor, að fje hafði stuttan framfaratíma, og þar á ofan bættist, að það gat engum haust- bata tekið. Verðlag á slátursfje var í haust lágt hjá kaupmönnum norðanlands; á Blönduós 45 pd. fall 18 a. pd., en 33 og til 45 pd. fall 16 a., en þar fyrir neðan 14 aura pd., mör 24 a. pd.; gærur af beztu sort 2,50, þar næst 2 kr. og af fje með lægstu vigt 1,50, svo fje lagði sig lítið og varð rýrt til innlagningar, og þótti bændum ekki að- gengilegir prísar, en skuldir heimtaðar stranglega inn; var þá margra viðkvæði, að betra væri eða hefði verið í sumar, að fá hinar pöntuðu vörur hjá Coghill til láns til haustsins og borga þær á mörkuðum í haust og fá fyrir sauði og geldar ær frá 16—20 kr. Bn lántakan hjá kaupmönnum sama tíma, og það verð, er kaupmenn settu á sláturfje. þegar kaupmeun höfðu auglýst, verðlag sitt, hjeldu bændur úr nokkrum hreppum fund með sjer, til að ráðgast um skulda- borgun til kaupmanna, og verð á sláturfje, og kom saman um, að auglýsa markaði á fje upp í skuldir, og að það yrði þar selt með sanngjörnu verði. þegar tjeður boð- skapur barst kaupmönnum, afsögðu þnir að kaupa fje á þann hátt, nema kaupmaður J. G. Möller á Blönduós sýndi þá mannúð, að kaupa fje á markaði í Svínavatnshreppi 12. þ. mán. og fjekk á þriðja hundrað fjár með sanngjörnu verði, og ráku seljendur það upp á sinn kostnað í verzlunarstaðinn og keyptu nokkuð af slátrinu úr fjenu, svo kaupmanni yrði ekki vaudræði úr því; og er það viðurkenningarvert af þeim kaupmönn- um, sem reyna að fylgja tímanum en ekki hiuum gamla einokunaranda, að þeir hafi tögl og hagldir hjá sjer. Bkki eru kaup- menn vorir ljúfir á að gjalda j° af peninga borgun upp í skuldir, þó lánið hafi verið tekið nú í sumar, og hefi jeg þó heyrt, að kaupmenn í Reykjavík og á Akureyri gjaldi °/o af þannig lagaðri skuldaborgun, en þessi regla hefir enn ekki náð að gróðursetjast á smákaupstöðum vorum. Hinir miklu kaupstaðarskuldir ætttu með atfylgi bænda að miunka og hverfa á næstu 2 árum, ef bærilega ljetiíári, svo vjer yrð- um frjálsir í verzlun vorri og gætum skipt við hvern þann kaupmann, sem biði sann- gjörnust verzlunarviðskipti; það er ekki nóg að lögin frá 15. apríl 1854 hafa gert verzl- un vora frjálsa; vjer verðum að færa oss frelsið skynsamlega í nyt á hagkvæmasta hátt. Fisklaust við ísafjarðardjúp enn sem fyr, og því bágindi manna á milli og út- lit hið ískyggilegasta, með því lfka að kaup- staðir kváðu vera orðnir matarlausir alstað- ar vestra, nema lítils háttar á Borðeyri.— Undir Jökh hefir þó verið reytingur af fiski í haust. Fjárkaupaskip Slimons, Camoens, sem átti að koma á Borðeyri fyrir hálfum mánuði, eptir þriðja fjárfarminum þaðan í haust, var ókomið þangað nú fyrir viku. Getur þá orðið langt að bíða komu þess hingað til Reykjavíkur. Lífsábyrgó. Hjá Lífsábyrgðar- og framfærslustofnun- inni frá 1871, geta menn keypt allskonar lífsábyrgð og lífeyri, og ábyrgist hinn danski ríkissjóður öll skil af hendi stofnunarinnar. Vilji karlmaður eða kvennmaður fá trygg- ingu fyrir því, að erfingjum sínum verði útborgaðar 1000 kr. að hlutaðeigandi látn- um, borgar hann eða hún æfilöng iðgjöld á ári hverju á , þessa leið: aldur i iæsta fæðin»i ardag karlmaður kvennmaður 20 ára 14kr. 10 a. 14 kr. 50 a. 25 ára 16 — 40 - 15 — 60 - 30 ára 19 — 40 - 17 — 00 - 35 ára 23 — 30 - 19 — 00 - 40 ára 28 — 40 - 22 — 10 - 45 ára 35 — 10 - 26 — 40 - 50 ára 43 — 80 - 32 — 60 - Með mörgu öðru móti má og tryggja líf sitt; þannig má kaupa tryggingu fyrir því, að erfingjum manns verði borguð tiltekin upphæð, ef maður deyr fyrir einhvern til- tekinn tíma, en ef maður lifir svo lengi verði manni sjálfum borguð hin sama upp- hæð (nlífsábyrgð með útborgun« 6. skrá). Vilji maður t. a. m. tryggja sjer, að 1000 kr. verði útborgaðar manni, þegar maður er fimmtugur eða erfingjum manns ef maður ekki lifir svo lengi, verður maður að borga árleg iðgjöld um allan tryggingar- tímann, þ. e. til fimmtugs, á þessa leið: aldur næsta læðingardag karlmaður kvennmaður 25 ára 30kr. 00 a. 31 kr. 60 a. 30 ára 39 — 80 - 40 — 40 - 35 ára 56 — 00 - 55 — 60 - o. s. frv. Bins og eðlilegt er, verða iðgjöldin því hærri, sem kaupandi tryggingarinnar verð- ur eldri, og œttu menn pví ekki að draga að tryggja líf sitt. Nákvæmari upplýsingar má fá í prentuð- um leiðarvísi, sem fæst ókeypis hjá undir- skrifuðum umboðsmanni stoínunarinnar, og gef jeg einnig hverjum, sem þess óskar, leiðbeiningar í þessu efni, hvort sem er munnlega eða skriflega. RvfkT3T85. J. Júnasscn, Dr. med. Ferðapistlar eptir p&ivatd Ó't’ioroððoevt. XX. Neapel 27. maí 1885. Jeg var fyrstu nóttina í Hotel di Roma, sem er byggt fram í sjóinn norðan til i bænum. jpegar jeg í fyrsta sinn leit út út um gluggann, sá jeg þá dýrðlegustu sjón, sem jeg hefi sjeð, því þaðan sjer yfir fióann mestallan. Vesúvíus blasir nú hin- um meginn ; ströndin er öll þakin hvítum húsum; neðri hluti fjallsins dinnngrænn af skógi og vínekrum og alstaðar ljósleit hús mn- an um hæst upp eptir fjalli ; þegar ofar dregur, verður liturinn dimmri, svarblár í fjarska af hraunum og brunaklungrum, en efst mjallahvítur gufumökkur þráðbeint í lopt upp; í suðri sjást móbergsfjöllin á skaganum hjá Sorrentó með ótal tindum og hamrahlíðum skógar í hlíðunum, þorp í lægðunum og hamrar við sjóinn; yzt úti sjest Capri, þverhnýpt eins og Drangey á Skagafirði, en miklu hærri og stærri. það, sem gerir útsjónina svo undrafagra, eru litirnir, svo hreinir og tærir, og tíbráin yfir öllu. Höfnin er full af bátum og skipum ; undir kvöldið fjölgar bátunum ; menn eru að róa sjer til skemtntunar og kliðurinn og áraglamrið verður meira og meira; þar heyrist söngur, kveðskapur, hlátrar og köll. þó rökkurdimman um kveldið hylji allt í fjarska, sjest þó Vesuvius nema við himinn; við og við slær purpuralitum glampa úr gígnum og glóandi hraunstraumar liðast niður eptir hlíðunum, en inn í bænum heyrist vagnaskröltið og umferðin eins og brimhljóð álengdar. Hvergi hefi jeg sjeð annað eins fjör og líf á götunum eins og í Napoli; það geng- ur jafnvel langt fram úr því, sexn sjá má í London; hávaðinn og glumragangur- inn á torgunum niður við sjóinn er; svo mikill, að það ætlar að æra hvern þann, sem óvanur er. ítalir eru fjörugir og líflegir allir; en þó komast engir f hálfkvisti við Napolibúa; þeir tala opt svo hátt, eins og þeir sjeu að hnakkrífast og baða út höndunum í sífellu, þó þeir að eins sjeu að tal um almenn og ómerka hluti. Mannfjöldinn er mikill á götunum, af því svo margir vinna verk sín undir berum himni og hafast við úti. I engri borg hefi jeg sjeð annað eins sambland af auði og fátækt, skrauti og óþrifum; skrautlegar hallir og glæsilegar götur eru rjett við smá- stræti, þar sem óhreinir ræflar hanga á stögum yfir göturnar þverar, og haugar af rusli eru undir húshliðunum; þar eru skrautlegir vagnar, borðalagðir þjónar og snoturt fólk innan uin skríl á gauðrifnum görmum og með hálfbera eða alsbera krakka

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.