Ísafold - 21.07.1886, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.07.1886, Blaðsíða 2
118 ____■—_____________________ - •I til styrkiugar, að ekki hafi mátt fá em-; bættum þessum viðuuanlega þjónað með þeim kjörum, er lögin heimiluðu«. Mannslát. Landsins elzti blaðamað- ur, fyrrum ritstjóri Björn Jönsson á Akur- eyri, andaðist 20. f. m., á níræðisaldri, fæddur 14. maf 1802. Hann var sonur hins uafnkunna prestaöldungs síra Jóns Jónssonar á Grenjaðarstað. Uppkominn stundaði hann búskap framan af, á Auð- brekku í Hörgárdal, var síðan verzlunar- stjóri á Akureyri nokkur ár, fyrir |>orstein Daníelsson á Skipalóni, en fór þá (1849) að berjast við að koma upp prentsmiðju á Akureyri, svo sem í skarð hinnar gömlu Hólaprentsmiðju, og fjekk ýmsa menn (13) 1 fjelag með sjer til þess. þ>eir fengu prent- smiðjuleyfi og prentsmiðju 1852, og tók hún til starfa árið eptir, með forstöðu Bjarnar, er einnig gerðist ritstjóri hins nýja blaðs, er prentsmiðjan stofnaði þegar, sNorðra«, en sleppti hvorutveggja 1856 við kand. Svein Skúlason (nú prest að Kirkju- bæ í Hróarstungu), og gaf sig þá aptur að búðarstörfum. Sveinn ljet af ritstjórn og sagði af sjer prentsmiðjunni 1862, og tók þá Björn við henni aptur, á leigu, og stofn- aði nýtt blað, »Norðanfara«, er hann hjelt áfram til 29. ágúst 1885, síðustu 10 árin í sjálfs síns prentsmiðju,—annar maður bauð hærri leigu í hina. Lítið sem ekkert fjekkst Björn heitinn við ritstörf sjálfur, en heppnaðist lengi vel að fá vel hæfa menn að rita í blaðið fyrir sig, enda var hann ráðdeildar- og eljumað- ur, og fjörmaður og reglumaður hinn mesti. Enskt skemmtiskip, gufujagt, er Mohican heitir, átti, eptir því sem stendur í skozku blaöi 14. þ. m., ad ieggja af stað frá Glasgow hingað til lands daginn eptir, með eigaudann, John Clark frá l’aisley Anchor Mills, og 14 farþegja aðra. karia og konur. „Mohican er hið fj’rsta gufuskip með rafmagnsljósi, er til íslands kem- ur“, segir blaðið, „og með því að herra Clark leyfir góðiúslega hverjum som vill að skoða hina skrautlegu jagt sína, þar sem hann kemur, mun ísienzkum almúga eflaust fíímast mikið um þetta nýstárlcga ljós“. lltlendar frjettir. Frjettaritari vor á Englandi ritar oss á þessa leið 10. þ. m. »Ekki blæs eiginlega byrlega fyrir sjálf- stjórnarmáli Ira við kosningarnar. Tory- menn hafa náð yfir 20 sætum (atkvæðum) frá frelsisflokknum það sem komið er, og óvíst, að mikið jafnist úr því hjeðan af, þótt enn sie eptir að kjósa í hundrað kjör- dæmum. En hvernig sem ræðst, er þó sjálfsagt, að þetta Englands eitthvert ljótasta pólitiska mál ræðst á endanum svo, að Irar fái fullkomið stjórnfrelsi. Menn telja víst, að Tory-menn undir forustu Churchills lávarðar muni hirða lítt um gamlar trúarjátningar sínar, heldur muni ganga beint í Gladstoues spor og enda veita Irlandi meira en Gladstone nokkurn tíma bauð. Skyldu þeir byrja með nýjum kúgunarlögum, telja menn víst, að til blóð- ugrar uppreistar horfi á Irlandi. Nú hafa Bússar rofið, upp úr eins manns hljóði, Berlínarsamninginn enn einu sinni. Ein grein hans, 59. gr., til skildi, að Batum, sem er ein bezta höfnin á austurströnd Svartahafsins, skyldi vera það sem kallað er opin höfn, þ. e. Bússland skyldi ekki mega gera hana að herflotastöð. j>eir hafa verið öll þessi ár að víggirða hana, og nú, meðan England er í þessari írsku hnapp- heldu, senda þeir boð út, að höfnin sje ekki opin höfn framar. Bússar hata Eng- land ver en nokkru sinni fyrri, vegna þess, að það hefir staðið svo fast fyrir með Al- exandri Bolgarajarli, er hirð Bússlands vill fyrir hvern mun hafa burt flæmdan, til að koma ValdimarDanaprinzi að.ef hann fengist. Alexander, sem er mesti rausnar- maður og lierforingi, hefir ekki kropið nógu liðugt fyrir nafna sínum í Pjetursborg. Meðan hann situr að völdum í Búlgaríu, þykir ekki árennilegt að sækja Tyrkjann norðan yfir Duná, svo nú er blaðinu snúið við, og ný herleið fyrirhuguð til Mikla- garðs með fram suðrströnd Svartahafs, og er Moltke borinn fyrir því, að þeim megin verði herförin Bússum skemmtiganga ein. Fyrsta stigið í þeirri fyrirætlun er nú tekið, er Batum er orðin hervistabúr fyrir lið, er sækti Miklagarð frá Litlu-Asíu«. Bókhlöðufyrirmynd q J’ib'Vanj Ssalq^vncJ, -1 þessi uppdráttr sýnir það lag, sem eg ætla að hentugast sé fyrir bók- hlöður frammtíðarinnar. Lýsing hans hefir Lund- únablaðið Athenæum þeg- ar flutt um allan heim nema til Islands. Sérstak- ar ástæður, sem eg skal taka framm síðar, bera til þess, að Islendingar ættu að vita, hvað unnið er við að hafa bókhlöðu með þessu lagi. Og mér sjálf- um er fróðleikr að sjá hvernig menn taka á þvísa landi undir nýja hugmynd Islendings, sem allsstaðar annarsstaðar hefir fengið óskorað lof, og menn al- mennt telja að hafi svo rnarga kosti framm yf- ir það bókhlöðulag, sem menn eiga nú að venjast, að enginn efi sé á, að þetta hljóti að verða lag á bókhlöðum frammvegis. Eg get ekki, rúmsins vegna, sagt sögu upp- dráttarins þessa fáu mánuði, sein hann hefir verið kunnr almenningi erlendis, enn læt mér nægja að nefna hérí stuttu rnáli, að í Cambridge1, í Ameríku og Japan er 1) í Cambridge liefir háskólinn þegar feugió sér tilskildan grunn, sem rýmir bókhlöóu (tneð 10 feta háum veggjum) fyrir 12 miljónir biuda. Ptan. verið að gjöra ráðstafanir til að koma hon- um í verklega framkvæmd. Lýsing. 1 miðju er kringlótt herbergi, sem ætlazt er til að sé lestrarsalr. f>ar sé safninu raðað fyrst niðr, því sem fyrir kemst. Enn eftir því, sem safn vex og almennum fræði- bókum fjölgar — o: bókum, sem menn þurfa almennt helzt að leita eftir í —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.