Ísafold - 21.07.1886, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.07.1886, Blaðsíða 4
að offyllast af bókum; meðan verið er að ráðgast um það fram og aftr, hvort leggja eigi, og hvenær, út í þann kostnað að byggja nýja viðbót, eða nýja bókhlöðu og slíkar bollaleggingar ganga venjulega lengi, eins og náttúrlegt er, áðr enn í svo harða nauðsyn rekr, að allir sjái, að lengr verðr ei undan komizt, — meðan þessu gengr, segi eg, offyllist safnið, og allskonar óregla kemr inn með þeirri, eins og allri annarri, offylli. Að þessu rekr aldrei með þá bók- hlöðu sem hér ræðir um. Hana má færa út hvenær sem vill. Húu er, eins og er- lendir byggingameistarar hafa einróma ját- að, »svo gjörð, að hún víðkar hæglega um leið og hún vex að innan, og verðr hin ódýrasta er menn líklega geta hugsað sérn.1) það er nú ekki vegna þess eingöngu, að íslendingar þurfa bókhlöðu, að eg dirfist að vekja athygli þeirra á þessari; heldr að þeir geta með þessari byggingu slegið þó ekki svo fáar flugur í einu höggvi sér til sparnaðar. þeir geta haft sömu bygg- inguna til skýlis fyrin bókasafn lands, og landsskjala-safn (Archiv), fyrir bókmennta- fjelagið, fornleifafjelagið, og yfir höfuð öll söfn lands, listaleg og vísindaleg, um langa tíma. þegar bóksafn yxi svo, að þar að bæri, að það gengi á þann hluta byggingar, sem næsta safn væri í, þá þyrfti ekki ann- að enn að flytja það safn um set fram fyrir öll hin söfnin, svo að það yrði þásíð- ast, sem áður var fyrst. Yrði þessu framgengt á Islandi, þá hefðu íslendingar leyst þann hnút, sem mörg efnaðri þjóð vildi hafa leyst fyrir löngu, að hafa helztu söfn sín undir sama þaki. Fyrir hina samanberandi vísinda-stefnu þessarar aldar er slíkt fyrirkomulag á vís- indalegum og öðrum söfnum alveg nauð- synlegt. í þessu efni er því Islendingum gefið að verða fyrirmynd annara þjöða, ef þeir vilja sýua af sér dálitla frammtíðar búhyggju. Sóma síns vegna, óhjásneiðan- legrar nauðsynar vegna verða þeir að fá vanhirtum söfnum sínum skýli; enn þetta verður þeim ódýrara enn nokkurt annað til frammbúðar. Eg held yfir höfuð að tala, ef Islend- ingum þykir líklegt að þeir noti þetta húslag fyrir söfn sín með tímanum, að hyggilegast væri fyrir þá að heimila sér réttinn til þess, meðan eg sjálfur er eig- andi uppgötvunar minnar. f>að verðr þeim 1) Hr. A. Waterhouse, sem er Bnglands lang- mesti húsasmiðr, hefir farið |)essum orðum um uppdi'átt miun í skýrslu um hann til háskólans. Munnlega hehr Waterhouse látið uppi við mig álit sitt um hann, sem eg læt biða síðari tíma að birta. Að öllu óreyndu myndi það otiof hykja. ódýrara enn að eiga við aðra eigendr henn- ar, sem verða kunna. Cambridge, 27. júni, 1886. Eirlkr Magnússot?. AUGLÝSINGAR i simfeldu máli m. smáletri kosla 2a. (Jiakkaráv. 3a.) hvert orá 15 stafa frekast a öíru letri eJa setning I kr. fjrir þumlnng dálks-lengdar. Bargun át í hönd Samhvœmt beiðni umboðsmanns fyrir verzl- un Carl Franz Siemsens í Beylcjavík, G. Emil Unbehagens, í brjefi dags. 28. f. m. meðteknu 12. þ. m., verður eign þessa verzl- unarhúss, svo nefnt Kórunes (að fráskildum öllum reka) sunnanvert við Straumfjörð, með grandanum austur undir grös, selt við opin- ber uppboð, er fara fram á þann hátt, er hjer segir : 1. priðjudaginn 29. þ. m. kl. 12 á hádegi. 2. priðjudaginn 13. júlí ncestkomandi kl. 12 á hádegi. 3. priðjudaginn 27. júlí nœstkomandi kl. 12 á hádegi. Hin 2 fyrstu uppboð fara fram á skrif- stofu sýslunnar, hið priðja og síðasta á eign- inni, sem seld er. Skilmálar fyrir sölunni verða til sýnis hjer á skrifstofunni 4 dögum áður en hið fyrsta uppboð fer fram. Skrifstofu Mýra og Borgarfjarðarsýslu ff '86 (xiiðm. Pálsson. Meff þvi að jeg hefi framselt þeim herra B. Muus & Co. í Kaupmanna- höfn allar mínar útistandandi skuhiir, eins og þœr eru eþtir verzunarbókvmtm þann 22. júní þ. á , og hefi falið cand. jur. Gufflaugi Guðmundssyni a hendur aff ganga eptir skuldunum, þá vil jeg hjer með áminna alla, sem skulda mjer, um að borga skuldir sínar hið fyrsta. Reykjavík, 20. júlí 1886. J»orlákur Ó. Johnson. * * * Samkvœmt ofanritaðri auglýsingu er hjer með skorað á alla hlutaðeigendur að greiða mjer hið fyrsta skuldir sínar, eða semja við mig um borgun á þeim. þeir innanbæjar- og nœrsveitamenn, er eigi hafa gert það nú þegar, geta bú- izt við lögsókn án ýtrari fyrirvara. d. u. s. Guðl (xuðmunsson. cand. juris. Næstliðinn kóngsbænadag hvarf mjer úr heimahögum, grá hryssa, 3 vetra, óafrökuð, vök- ur, mark að mig minnir heilrifað hægra, (grann- gjört,) hvern þann sem hitta kynni hryssu |iessa. bið jeg gjöra mjer aðvart eða halda til skila, til mín að Haga í Holtum. Siguröur Sigurðsson. Hattar, nýir, nióðins, frá hinni nafnkenndu hattaverksmiðju Bodackers í Khöfn, fást nú hjá F. A. Lö\c í Reykjavík. Til almcnnings! Læknisaðvörun. þess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans- feld-Búllner & LaS3en, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. par eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu mellingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. .1. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sest blátt Ijón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Man sjeld-BúUncr & asscn, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [4r. Hjer meö er skorað á þá, er cnn eiga ógreidda áfallna vexti til sjóða þeirra, sem eru undir minni umsjón, að greiða þá sem fyrst, og skal athygli leitt að því, að höfuðstóll er samkvæmt skutdabijefunum sjálffallinti til endurborgunar þegar eigi er staðið í skilum með vextina ná- lægt rjett'.m gjalddaga. Biskupinu yfir Islandi. Revkjavik 19. júli 1886. P. Fjetursson. Til sölu með góðu verði væn húseign hjer í bænum : íbúðarhús 20 álna langt og 12 álna broitt, með garði og útihúsum. Nánari vísbend- ing hjá ritstjóra þessa blaðs. TIL SÖLIJ á afgreiðs’.ustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði.................2,25 Gröndals Steinafræði................1,80 islandssaga þorkels Bjarnasonar . . 1,00 TJm uppeldi barna og unglinga eptir Herbert Spencer...................1,00 Sparsemi, eptir Samuel Smiles . . . 1,50 Hættulegur vinur...................0,25 Landamerkjalögin....................0,12 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.