Ísafold - 21.07.1886, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.07.1886, Blaðsíða 3
119 fjölgar, fái þær rúm í lestrar-salnum, enn þær er rýma verða sæti fyrir þeim gangi í safnið utan lestrarsals. þessi salr, sem frá byrjun ætti að vera svo víðr, að hann gæti dugað fyrir lestrarsal um langa tíma, skyldi, bæði útsýnis og bókrýmis vegna, vera, að minnsta kosti, £ hærri að veggjum, enn hinn hluti safnsins, og ganga upp í hvelfingu líkt og uppdráttrinn sýnir. Milli hvolfs og veggjar sé háir gluggar, er beri salnum birtu. Átta dyr með jöfnu milli- bili sé á vegg salsins og 1 beinni geisla- línu við þær sé tilsvarandi dyr á veggjum utansals, svo að sem styzt þurfi að fara eftir bókum þeim, er lesendr þurfa utan vir safninu. Tíu fet utan lestrar-sals byrji hinn hring- lagði eini veggr, sem í sívafningi utan um sjálfan sig myndar hið eiginlega bóksafn. Fyrsta umferð gleiðki þannig jafnt-vaxandi, að hún verði 24 fet utan byrjunar-punkts síns, þegar hún er komin alt í kring, eins og fyrsta umferð uppdráttar sýnir. Frá þessum punkti gangi allar eftirfarandi hringumferðir jafnfara kring um sjálfar sig með 24 feta millibili. Yeggi þessarra um- ferða geta menn haft eins háa og lága eins og vill, enn því hærri sem þeir eru, þess meira rýmir safnið af bókum, og þess lengr treynist því sá grunnr, sem því ér einu sinni út mældr. Gangana (corridors) milli þessara veggja skal lýsa með glugga- röð, er gangi báðum megin milli þaks og veggjar, eins og uppdráttrinn sýnir. f>ó þeir sé þar sýndir kringlóttir, geta þeir alt eins verið ferhyrndir. Út frá veggjunum, eftir geislalínu hrings, gangi, með sex feta milli-bili, sterkir bóka- skápar, tíu fet út á gang-gólfið báðum megin, svo að fjögra feta gangvegr verði eftir miðju gólfi. þessir skápar sé um fet á þykkt, og jafn háir veggjunum. Á uppdrættinum eru þeir að eins gefnir til kynna; stand því miklu gisnara þar enn hér er ráð fyrir gjört. þeir eru líka sýnd- ir þar í fyrsta hring-gangi (corridor), enn þar skyldu engir skápar vera, því hann verður að nota til skrifstofu, sýnis-herbergja, geymslu-búra, hagræðis-herbergja fyrir bók- hlöðuþjóna og lesendr, o. fl. Ff menn hafa veggina háa að mun, t. a. m. 20 fet, þá verða menn að hafa gang- svalir (galleri) eftir miðlínu veggjar og skápa, svo að allsstaðar verði náð í bæk- urnar með hægu móti. Með þessu bókhlöðu-lagi getr maðr hæg- lega ætlazt á fyrir fram, hvað stórt svæði þurfi til að endast safni þessu um vissan ára-fjölda, þegar gjört er ráð fyrir ákveðnum ársvexti safnsins í binda-tölu, er tíu gangi á hvert ferhyrningsfet, sem eftir almenmi reynslu er meira en nóg í lagt. Gjcrum ráð íyrir að menn legðu rúmar tvær dagsláttur til slíkrar bókhlöðu, eða ferhyrnt svæði, svo sem 260 fet á hvern veg: lestrarsalr sé 50 fet í þvermál1, veggr hans 40 feta hár; veggir safnsins sjálfs sé 20feta háir,og vídd hring-ganganna, eins og fyr segir, 24 fet. Köllum mi þvermál lestrarsals D, og t þann fjölda, eða samtölu réttra horna, sem miðfjærðar (excentriski) hringveggr bók- hlöðunnar getr gengið í gegnum á svæði sem er 260 fet í þvermál, unz hann snert- ir takmarkalínu svæðisins; þá verðr lengsta þvermál á þessu svæði 13 (t + 1) + D eða 13 (t -f- 1) -f- D = 260; a . 247 — D þa verðr t = 13 og með því D - 50, verðr t =- 197 13 = 15 rétt horn -f £ sem svarar þremr fullum hringum og rúm- um j eða, sem næst, 285°, af þeim fjórða. Lengd lestrarsalsveggjar, innanmáls, verðr 157 fet; enn 157 x 40 = 6,280 □ fet. Og með því 10 bindi rúmast á bindi. □ feti, tekr þassi lestrarsalr Lengd þessa veggjar utanmáls er 170 ft, hæð segjum 20 ft = 3,400 □ ft = Lengd fyrsta spiral-veggjar (eftir miðlínu vegg-þykktar) 322 ft; innan hliðar bókskápalaus, bók- rými því 322 ft x 20 ft = 6,440 □ ft = Utan-hliðar komast fyrir 43 bókaskápar meða 400 □ feta bók- rými hver, samlagt bókrými allra, þess vegna = 17,200 □ ft = Skáparnir ódrýgja lengd veggjar um 64 ft, leifa því til bókrýmis 258 x 20 ft = 5,160 □ ft = 51,600 Lengd annars spíralveggjar er 485 ft; beggja hliða þá 970 ft sem rúma 129 bókaskápa, er stytta bókrýmislengd veggjar um 193 ft, svo að veggrinn leggrtilbókrýmisað eins 777 x 20 = 15,540 □ ft, skáparnir 129 x 400 = 51,600 □ fet, samtals = 67,140 □ ft 671,400 Lengd þriðja spiral-veggjar Flyt 1,056,200 62,800 34,000 64,400 172,000 1) það er nú víst oflítið í lagt, cnn hjer er alt tekið að eins til dæmis. Allar nauðsynleg- ar töflur um útreikning ýmislega stórra safna koma út í Ameríku í ár, því |>ar verður lesin ýtarleg ritgjörð eftir mig um bókhlöðu-lag þetta, í Mihvaukie í júlimánuði. Fluttar 1,056,200 er 648 ft. Eftir sama reikningi og fyrri rúmar hann 1,343,400 Lengd fjórða spiral-veggjar full er 974 fet; eftir reikningnum nær hann ekki lengra enn yfir rúma f fullrar lengdar sinnar, enn í reyndinni kemst hann allr fyrir. Onnur hlið hans veit að safninu og á henni á hann, eftir ofanrituðum reikningi, að geta rúmað 1,013,700 Ætti þá að komast fyrir í safn- inu að lokum 3,4Í3,300 Ef maður ætlast á,að dyr, hyllu- þykktir, o. fl. ódrýgi bókrými það, sem hér er gjört ráð fyrir, um 10°/° (aem er langtof mikið í lagt) o: rýri bindatöluna um 341,330 þá yrði hin endilega stærð safns- ins 3,071,970 Gjörum að það yxi um 3000 bindi árlega, þá ætti þetta safn að vera að fyllast í meira enn 1000 ár; og sjá menn þá, að það er einmitt þetta sívaxandi lag, sem hentar bezt stofnun, er sífelt vex, í enda- leysu, svo að kalla. Hugmyndin er fög- ur og búþjóðarleg, að hlúa svo að megin- menutunar-uppsprettu lands, að aldrei hrófli til um hana. Enginn maðr hyggr högum að því. hvílíkr endalaus sparnaðr er í því fólginn, að eiga bókhlöðu, sem gjörir allan tví-og marg-verknað óþarfan, og sem setja má í byrjun fastar reglur fyrir fyrirkomulagi sínu um endalausar tíð- ir. J>ví er það, að þessi bókhlaða verðr í öllu tilliti hin ódýrasta, er menn geta hugsað sér; og skal eg nefna þar til nokk- ur atriði. Bókhlöður, sem nú gjörast, eru reistar af fjórum veggjum vanalega, með hliðar-gluggum og gaflgluggum, sem verða að vera ýkju stórir, svo að næga birtu beri um safnið. Ytri hlið veggja er jafnast auð. þetta gjörir núverandi bók- hlöður svo frábærlega ódrjúgar. í þessari nýju bókhlöðu ódrýgja engir slíkir gluggar bókrýmið, og allir veggir safns verða not- aðir báðum megin, nema yzta umferðin öðrum megin að eins. þegor bæta þarf við núverandi bókhlöður verðr að reisa heilt hús, hvort sem efui fyrir hendi leyfa eða ekki. Enn hér þarf ekki annað enn að lengja einn vegg og ræfra hanu inn við tilsvarandi hluta annars (innri) veggj- ar, og miða frammlenginguna viðþau efni, sem fyrir hendi eru. Sé veggr þannig einhvern tíma frammlengdr um t. a. m. 50 fet, þá nægir sú frammlenging slíkri bókhlöðu sem hér er þegar lýst, 1 20 ár (eins og hver getr reiknað fyrir sjálfan sig eftir áðr gefnum dæmum). Núverandi bókhlöður eiga það víst eftir vissa áratölu,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.