Ísafold - 21.07.1886, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.07.1886, Blaðsíða 1
íeiLur 51 á niðvituda^smorgna. 7er9 irjanjsins (55-60 arkai 4kr.; erlendis 5 kr. Borjist [jrir miðjan júlímánuð. t Uppsögn (skrifL) kndin vi5 áramól, í jild nema komin sje íil ífj. tyrir 1. akL Atsreilslusloia í Bamaskólahúsinu XIII 30. Reykjavik, miðvikudaginn 21. júlimán. 1886. 117. Innlendar frjettir. 118. Útlendar frjettir. Bókhlöðufyrirmynd. 120. Auglýsingar. _____________________________ Brauð laust: Ríp 30/e.....................722 Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd ogld. kl. 4 — 5 Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í hverjum mánuði ki. 4—5 Veðuratlmganir í Reykjavík, eptir Dr.J. Jónassen jÚlí 2 Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. nóttu|um hád. fm. | em. fm. em. M. 14. + 5 + 10 29,4 29,5 N h b N h b F. I5- + 5 + 10 29,6 29,6 N hv b N hv b F. 16. + 4 + 10 29.7 29,7 N h b N h b L. 17. + 4 + 10 29,8 29,8 N h b N h b S. 18. + 7 + 9 29,8 29,8 N h b N h b M. 19. + 8 + 12 29,8 29,7 0 d N h b J>. 20. + 7 + 14 29,6 29,1 N h b N h b Alla vikuna hefur hann verið við norðanátt, hægur og optast hið bjartasta veður. Síðari part vikunnar hefur heldur hlýnað í veðri. Alla vikuna hefur verið úrkomulaust. í gær 19. mikið mistur í loptinu um og eptir miðjan dag. Reykjavík 21. júlí 1886. Júbil-dagur biskups. Hinn 17. þ. m. voru 50 ár liðin síðan biskup landsins, Dr. theol. Pjetur Pjetursson, tók prests- vígslu (að Breiðabólsstað á Skógarströnd), og var þess minnzt hjer í bænum með nokkrum hátíðabrigðum. Flestir embætt- ismenn bæjarins og ýmsir aðrir voru sam- an komnir á heimili hans og fluttu honum hamingjuóskir : fyrst eptirfylgjandi ávarp, er þórarinn prófastur Böðvarsson las upp og afhenti biskupi, þá munnlega kveðju frá prestaskólanum, er forstöðumaður, lec- tor H. Hálfdánarson flutti; sömuleiðis á- varpaði formaður bæjarstjórnarinnar, land- ritari Jón Jensson, hann nokkrum orðum, og því næst rektor lærðaskólans, Dr. Jón þorkelsson, og loks af hendi læknaskólans dósent Tómas Hallgrímsson (í fjarveru landlæknis). Biskup þakkaði með nokkr- um viðkvæmum orðutn. Aminnzt ávarp var svo hljóðandi : Háœruverðugi herra biskup l Hálf öld er nú liðinn síðan þjer voruð vígður til kenniraannlegs emhættis í kirkjunni; í hálfa öld hafið þjer unnið sem trúr og mikilhæfur verkinaður í víngarði drottins, kirkju og krist- indómi til eflingar á meðal vor. í meira en 20 ár hafið þjer setið með sæmd á biskupsstóli lands vors, og annálar kirkju vorrar munu geyma nafn yðar meðal hinna mörgu ágætis- manna, sein vorið hafa fyrirrennarar yðar í pessari stöðu, og getið sjer ódauðlegan orðstír sem beztu menn þjóðarinnar. En áður en þjer tókuzt á hendur hið ábyrgðarmikla yfirhirðis- starf, höfðuð þjer unnið þýðingarmikið verk í þjónustu kirkjunnar, þar sem þjer, sem fyrsti forstöðumaður prestaskóla lands vors, komuð þessari harla þörfu menntastofnun á fastan fót og stýrðuð henni í 19 ár. Háæruverðugi herra biskup! Ásigkomulag lands vors veldur þvi, að ein- ungis iáir af hinum mörgu, sem þess mundu óska, eiga kost á að ávarpa yður við þetta hátíðlega tækifæri. þótt vjer sjeum ekki sjer- staklega til þess kvaddir, leyfum vjer oss þó að bera fram fyrir yður þakklætisorð og blessun- aróskir á þessum degi, ekki einungis í nafni sjálfra vor, heldur og í nafni kennidómsins á landi voru, já í nafni allrar þjóðarinnar, því að vjer erum þess fullvissir, að allur landslýður muni taka undir með oss. þegar vjer í dag heilsum yður, háæruverð- ugi herra biskup, sem júbilkennara í kirkju vorri, þá þökkum vjer fyrst og fremst mcð yður gjafaranum allra gæða, sem hefir leitt yður og styrkt á langri liðinni æfi, og gefið yður náð til að vinna mikið og gott verk. Vjer þökkum yður því næst fyrir hið marga og mikla, sem þér hafið unnið til heiðurs og heilla kirkjunni og ættjörðinni. Vjer þökkum yður í nafni hinna mörgu kennimanna, sem þjer hafið menntað og vígt til hins háleita starfs, er þeir gegna. Vjer þökkura yður í nafni safn- aðarins fyrir hinar mörgu góðu og upp- byggilegu guðsorðabækur, sem þjer hafið auðg- að með hina íslenzku kirkju, og með fögnuði hafa verið meðteknar og viðhafðar á flestum heimilum landsins, og vakið og glætt guðræki- legar hugleiðingar i hjörtum svo margra. Vjer biðjum algóðan guð að halda náðar- samlega styrkri verndarhendi sinni yfir yður og ástvinum yðar á öllum ókomnum æfidögum; vjer biðjum hann að gefa yður fagurt og frið- sælt æfikvöld, og láta verk yðar bera blessun- arríkan ávöxt á ókomnum tíma, sínu riki til eflingar og ættjörðu vorri til varanlegra heilla. Reykjavík, 17. júlí 1886. pórarinn Böövarsson. Hallgrímur Sveinsson. Magnús Andrjesson. Helgi Hálfdánarson. Eiríkur Briem. Jens Pálsson. Embættispróf við háskólann- Jón þorkelsson frá Staðarstað tók kennarapróf (magisterconference) við Khafnarháskóla í norrænni málfræði 26. f. m. ('admissus). Brauð, veitt. Kálfatjörn var veitt 30. júní síra Árna jþorsteinssyni á Ríp. Mýra-ogBorgarfjarðarsýsla.Lands- höfðingi hefir 6. þ. m. skipað Sigurð þórð- arson, settan málaflutningsmann við lands- yfirdóminn, til að reka þá sýslu á eigin á- byrgð, meðan hún er laus. Strandferðaskipið Thyra kom hing- að f gærmorgun. Hafði orðið að snúa aptur við Horn 17. þ. m. austur um sök- um hafíss. J>að fór aptur eptir einnar stundar dvöl vestur á vesturhafnirnar. Með því kom meðal annars skólastjóri Jón A. Hjaltalín á Möðruvöllum með frú sinni, síra Matth. Jochumsson frá Akureyri, al- þingismennirnir Einar Thorlacius sýslu- maður og síra Arnljótur Ólafsson', sýslu- maður Jóhannes Ólafsson, cand.juris Hann- es Hafsteinn, síra Lárus Jóhannesson o. fl. Camoens, vesturfara- og hrossakaupa- skip Slimops, er fór hjeðan 5. þ. m. vest- ur fyrir land og norður, og komst klakklaust alla leið, þótt ís væri fyrir Horn- ströndum, kom nú hingað aptur frá Skot- landi í gærkvöldi. Með þvíkom agent Sig- fús Eymundsson og 14 enskir ferðamenn. það fer aptur sunnudag 25. þ. m. Hæstarjettardómur. Hæstirjettur dæmdi 28. f. m. í máli því, er yfirdómari L. E. Sveinbjörnsson hafði höfðað á hendur landssjóði út af því, að þegar hann var vorið 1878 settur til að þjóna bæjarfógeta- embættinu í Reykjavík og sýslumannsem- bættinu í Gullbringu- og Kjósarsýslu um stundar sakir, eptir að hann var orðinn yfir- dómari, hafði landshöfðingi að hans sögn heitið honum auk hálfra sýslumanns- og bæjarfógetalauuanna öllum óvissum tekjum í þessum embættum, en ráðgjafinn skipaði honum að skila aptur óvissu tekjunum, af því að þær hefðu verið honum óheimilar eptir launalögum 15. okt. 1875, 4. gr., sbr. við 3. gr., og ljet halda þeim eptir af yf- irdómaralaunum hans, er hann vildi eigi hlýðnast því boði. L. E. Sveinbjörnsson hafði unnið málið fyrir landsyfirrjetti. En hæstirjettur komst að gagnstæðri niðurstöðu, og segir svo í á- stæðum hans: »f>að er hvorttveggja, að, eptir því sem fram er komið í málinu, hefir það ekki verið tilgangur landshöfðingja að heita stefnda [L. E. Svb.] meiri tekjum en hann hafði heimild til eptir áminnztum lagafyr- irmælum, með því að loforðið stafaði ein- göngu frá skökkum skilningi á lögunum, enda hefir stefndi eigi haft ástæðu til að gera ráð fyrir, að landshöfðingi hafi viljað gefa slíkt loforð. þetta sjest á ummælum þeim, er landshöfðingi liafði, eptir því sem stefndi segir sjálfur frá, þegar þeir áttu tal saman um þetta, út af því að hann hafði sjálfur boðizt til að þjóna embættun- um með, enda er ekkert fram komið því

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.