Ísafold - 18.08.1886, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.08.1886, Blaðsíða 3
135 líka fundinn »afbrotsmannamótið)> (Forbryd- ermödet)«. En nú skyldi ekkert eptir liggja Dana megin ! Og hvernig fór? Lög- rofarnir fá sjer fundarstað á Marienlyst við Helsingjaeyri, sigla þangað 16 gufuskipum troðfullum frá Kaupmannahöfn. Höfuð- borgarfólkið snemma á fótum þann dag, skundar þúsundum saman að horfa á burt- siglinguna og sendir fagnaðarköllin eptir skipunum. Gengið á land á Helsingjaeyri —forvígisborg hægri manna hinni helztu, sem talið er—; vegur öllum greiður að fundarstaðnum og þangað sóttu 10,000 þús. frá skipunum, en tvöfalt fyrir. Fund- urinn hinn fjörlegasti og ræðuhaldið. Berg fullyrti í ræðu sinni, að Estrúp og hans ráðaneyti væri hið versta og ónýtasta ráða- neyti, sem fyndist í sögu Danmerkur. En hvar var þann dag laganna og æðsta dóms «ágæti skjöldur og vergja»? þ>ví voru «lög- rofarnir» ekki minntir á hegningarlögin eða viðbótargreinirnar nýju? Svo mun nokkra stund spurt, og ekki síður af Svíum en öðrum, og hvað hefur Landskrónumönn- um komið í hug, þegar þeir sáu skraut- flotann renna fram hjá upp eptir Sundinu? þeir höfðu búizt við öðru en svo dauf- legum degi. Nú byrja fundahöldin á Jótlandi. Hátíð- arfundur í Kolding 1. ágúst (kjörþingi Bergs). Onnuk lönd. Salisbury er nú að koma ráðaneyti saman; á að hafa boðið Har- tington forsætið. Ekki þegið, en lofað þing- fylgi f írska málinu.—Blöðin tala mest um kansellerafund í Kissingen; sum segja, að v. Giers (frá Rússl.) ætli að finna þar þá Bismarck og Kalnocky. Sum sjá ný óveð- ursský í lopti, og halda, að stormurinn bresti fyrst á á Balkansskaga. Farið líka að tala um nýjar dylgjur með Rússum og Englendingum—og sumir fara svo langt, að þeir hafa á orði sambandsleit með Frökkum og Rússum.—1. ágúst á að kjósa til hjeraðsþingmanna á Frukklandi. Ein- veldisflokkarnir láta drjúgt yfir sjer og telja sjer góðan sigur í vændum. Auðvitað að hjer verður farið það komast má með fjestyrk Orleans prinsanna og fortölum klerkanna. n. England 3O. júlí. Gladstone hefir beðið ósigur við kosning- arnar og lagt niður völdin, en Salisbury tekizt á hendur að mynda ráðaneyti. Hann hefir nú á bak við sig 316 þing- manna fylgi, sem hann getur treyst í öll- um málum ; því það er tala Tory-flokks. Gladstones sinnar eru að eins 199, en með þeim má telja í stórmálum öllum Parnells lið, 83 að tölu, svo að Gladstone getur mætt Salisbury í írska málinu, sem nú er aðal-ríkis-mál, með að minnsta kosti, 282 atkvæðum. Milli þessara aðalflokka liggur nú Einingarflokkurinn, 72 að tölu. Hann skiptist aptur í tvær deildir; ræður Hartington annari, en Joseph Camberlain hinni. þ>essi deild er að eins viðskila frels- ismenn eða Gladstones flokk 1 írska mál- inu, en samhendir f öðrum allsherjarmálum. Hartingtons ;sinnar vilja engu hrófla til um samband Irlands og Englands, en Chamberlaains menn vilja gefa írum heima- stjórn nokkuð takmarkaðri en Gladstone, og vilja ekkert heyra um það, að Englend- ingar kaupi út landsdrottna Irlands. Yrði nú þessi milliflokkur á bandi með Glad- stones liði 1 einhverju stórmáli, þá hefði Salisbury 38 atkvæða meiri hluta móti sjer. þessi flokkaskipun gerir Salisbury mjög erfitt, að koma saman ráðaneyti, sem til frambúðar megi verða. Bæði er það, að Tory-flokkurinn hefir enga menn sem dug- ur er í til stjórnar að Salisbury einum frá teknum, en Gladstones megin er fjöldi manna hver öðrum duglegri, og svo hitt, að meira en líkur þykja standa til, að Gladstone takist að sameina aptur allan flokk frelsismanna á næsta þingi. Nú hefir Salisbury byrjað með því að fala Harting- tom í ráðaneyti sitt, og þykir mönnum það yfir höfuð óvænleg byrjun, hvort sem Hartington gefur kost á sjer eða ekki, sem líklegast þykir. Hjer þrffst engin stjórn til lengdar, sem eigi gerir þann enda á máli Ira, sem þeir vilja við una. Englendingar eru nú farnir að athuga betur en áður sögu sambands síns og þessarar örfátæku þjóðar, sem þeir voru að sigra frá 1170 — þegar Hinrik annar 'meðj páfa boði og blessun byrjaði stórvirkið — þangaðltil 1649, að Cromwell lauk því með óheyrðri grimmd og hryðju- verkum. Menn játa það nú opinberlega og almennt, að Irar sje enn í rauninni eins ósigraðir og þeir hafi nokkurn tíma verið ; að á þessum tíma tjái ekki að eiga ríkiseiningu á papírnum að eins, sem und- ir niðri sje í raun og veru fullkominn fjand- skapur annars einingaraðila; slíkt sje ó- ensk stjórnaraðferð; kúgun hafi verið reynd um margar aldir ; hvf ekki reyna það, sem Irar sjálfir játa að sætti sig við England, og Englandi sjálfu sje tamast að bjóða öllum einingum ríkisheildarinnar — heimastjóm með fullu frelsi ? A þessu er farið að bóla enda í Tory-blöðum nú upp á síðkastið, og eru menn farnir að geta í vonirnar, að Salisbury sjálfur muni ekki allskostar fráleitur því, að vita hvort hann geti ekki fengið flokk sinn með sjer, að dæmi Disraelis, til að taka stórmál úr höndum frelsismanna og koma þvf fram með þeirra fylgi. þetta leiðir nú tíminn í ljós. Nú, þegar til alvöru kemur fyrir Tory- um að taka við stjórn, og engum þeirra lízt á blikuna, standa Tory-blöð á öndinni að hrópa Gladstone fyrir slægvizku hans; hann hafi verið eini maðurinn, sem vissi hvað hann fór; eitthvað verði að gera fyrir írland ; kúgun sje marg-reynt að dugi ekki; nú sje Tory-flokkur milli steins og sleggju og framtíð hans í öllu tilliti óvæn- leg. Pingmaður Borgfirðinga og stjórnarskrár- endurskoðunin, I. þar sem það er í hvers manns munni, að þingmaður Borgfirðinga (Dr. Grímur Thomsen) hafi borið það fram á alþingi, að hann hafi ekki orðið var við það, á ferð sinni um Borg- arfjörð i vor, hjá fleirum en að eins einum manni, að menn vildu fylgja fram hinni endur- skoðuðu stjórnarskrá frá síðasta þingi óbreyttri, þá lýsi jeg þvi hjer með yfir, að jeg ljet Dr. Grími Thomsen i Ijósi mitt eindregið álit um, að jeg vildi fylgja henni fram. Hið sama hafði jeg látið honum í Ijósi áður, og hefi einnig gjört það síðar. í sambandi við þetta lýsi jeg því yfir, að jeg var viðstaddur samtal A. Fjeld- steðs og Dr. Grims, þarsem A. Fjeldsteð sagð- ist gjöra þá kröfu tilhinsihönd faranda auka- þings, að það hjeldi fast við hina endurskoð- uðu stjórnarskrá óbreytt i, og vorum við 2 af 3 viðstöddum, er vorum á sama máli. Jeg lýsi því og yfir, að á undirbúningsfundi undir kjör- fund er haldinn var á Akranesi 15. apr., lýsti jeg því yfir i viðurvist nál. 80 kjósenda, að menn ættu að halda fast við hina endurskoðuðuðu stjórnarskrá óbreytta einsoghún var samþykkt á alþingi 1885, og sjerstaklega væri jeg ófáan- legur til að víkja i nokkru frá henni. þessu lýsti jeg og yfir á kjörfundi að Leirá og hefi hvergi tekið þau orð mín aptur, hvorki á opin- berum fundi nje í viðtali við nokkurn einstak- an mann. Staddur í Reykjavík 14. ágúst 1886. p. porsteins8on frá Leirá. II. Sje það rjett, að þingmaður Borgfirðinga hafi borið það fram á þingi, að hann ekki hafi orð- ið var við á ferð sinni um Borgarfjörð utan hjá að eins einum manni, að vilja fram fylgja hinni endurskoðuðu stjórnarskrá, þá lýsi jeg þvi hjer með yfir, að jeg Ijet í ljósi við Dr. Thomsen mitt eindregið álit um fylgi hennar, eins og eg ásamt mörgum hafði á undirbúu- ingsfundinum, er haldin var hjer á Akranesi 15. apríl síðastl., fylgt fram. í sambandi við þetta skal einnig hjer með tjáð, að jeg var við- staddur samtal herra Andrjesar Fjeldsteðs og Dr. Thomsens, en sá fyrrnefndi sagðist gjöra þá kröfu til hins í hönd farandi aukaþings, að það haldi fast við hina endurskoðuðu stjórnar- skrá, og vorum við af 3 viðstöddum 2 á sama máli. Ennfremur skal því yfir lýst, að þingmað-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.