Ísafold - 15.12.1886, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.12.1886, Blaðsíða 2
og fyrir tunnuna af góðu korni, en í slæma korninu smáa er xniklu meira af hismi en í því stórgerða (með vænum kornum). Bezt væri að kaupa ekki annað en mjöl, ef maður mætti vera óhræddur um, að það væri óspillt; því þá geldur maður ekki undir hismið. Enn fremur gæti orðið mikið gagn að því, að kaupa sjer korn til skepnufóðurs, eins og jeg hefi bent á áður f þessu blaði (XIII 42). Island er kjötland (sbr. »mörland«); hin miklu afrjettarlönd mundu bera miklu meiri fjenað en vjer höfum nú ; en það sem á ríður, er, að skepnurnar sjeu í þeim holdum á vorin, að sauðurinn verði 12 fjórðungar á fæti að haustlagi eða þaðan af vænni. það eru síðustu pundin, sem safna3t á skepn- una, sem mestan bera arðinn bæði eigandan- um hjer og kaupmanninum, sem á að selja hana aptur á Englandi eða annarstað- ar; flutningurinn þangað er jafndýr, hvort sem kindin er feit eða mögur. Að geta dregið fram sem mesta höfðatöluna að vor- inu, hvað hungraðar og horaðar sem skepn- urnar eru, virðist ekki vera það, sem fjár- bændur eiga að keppast við; hitt mun í rauninni hagfeldara og drýgra til frarn- búðar, að hafa skepnurnar heldur færri, en í góðum holdum. En sje þessu þannig varið, má þá eigi bera það traust til bænda hjer á landi,— þá skortir ekki greind til þess—■, að þeir hafi þá fyrirhyggju, að fækka við sig skepn- um í tíma, meðan þær eru í fullum holdum og nokkru verði, og setja ekki fleira á vetur en þeir geta fóðrað vel ? Með því móti getur greindan og fyrirhyggju- saman bónda eigi vantað peninga til að auka fóðurbyrgðirnar fyrir það, sem á vetur er sett, með kornkaupum, en skaðinn margfaldur, ef horfellir verður eða jafuvel þótt skepnurnar dragist fram með lífi, þróttlausar og úttaugaðar. Um búskapar-samtök i Reykjavík. I. »Tekst þá tveir vilja« segir máltækið, og bendir það til þess, hve kröptug samtök- in sjeu. það mun heldur enginn bera á móti því, að samtök og fjelagsskapur geti skapað þá krapta, sem ómögulegt er að framleiða á annan hátt. En það liggur við, að hjer hjá oss megi maður fyrirverða sig fyrir að hafa slík orð á vörum. Maður má þá búast við, að verða gerður hlægilegur fyrir það, að trúa á afl fjelagsskaparins, með því að ótal dæmi verði dregin fram til að sýna, að ein- mitt fjelög og fjelagsskapur hefir leitt til hruns, þar sem þó einstaklingurinn sam- hliða hefir haldið við eða jafnvel sýnt fram- farir í sumum greinum. Elestir þekkja einhver slík sorgleg dæmi þess, hvernig fjelagsskapur og samtaka- tilraunir hafa misheppnazt hjá oss, eigi sízt verzlunarfjelög, fiskiveiðafjelög og sam- takatilraunir í þeim efnum m. fl. Ög þó eigi sje nema það, að 2 menn eigi saman bát, túnblett eða kú, þá er það optast van- hirt og arðlítið. En það eru eðlilegar orsakir til þess, þegar fjélagsskapur misheppnast og lítið verður úr samtökum ; það er ekki af því að fjelagsskapurinn í sjálfum sjer sje eigi hagkvæmur og góður. • Orsakirnar munu optast fólgnar í því, að fjelagsskapurinn er eigi stofnaður með nægri forsjá og fyrir- j ^yggju ; að stjórn fjelagsins er eigi vel valin, og að framkvæmdarstörfunum er eigi nógu greinilega skipt.—f>að kann og að eiga sjer ' stað, að innbyrðis tortryggni leiði til óein- ; ingar í fjelagi. Athugaleysi og samtaka- \ leysi leiðir optast af því, að fjelagsmenn sjálfir skilja eigi eða misskilja tilgang fje- lagsins. Sje fjelagskapur, sem hefir þann aðaltil- gang, að efla f járhag fjelagsmanna, byggður á i vissum grundvelli, sem fyrirfram má sjá að er nokkurn veginn stöðugur, mun þó við- 'gangur fjelagsins mest kominn ttndir því, hverjum reglum það er bundið, hvernig stjórnin er skipuð og hverjir starfsmenn | fjelagsins eru. það er aðalatriði fyrir hvert fjelag, að hafa í þjónustu sinni þá menn, sem hafa þekkingu og áhuga á því, 1 sem er ætlunarverk fjelagsins. Sje þeim fjelagsmönnum, sem bezta hæfi- legleika hafa, falin fjelagsstjórnin á hendur, má telja víst, að þeim fari betur úr hendi að sjá um framkvæmdir fjelagsins og hafa eptirlit með starfsmönnum þess, heldur en , hverjum einstökum manni, sem miður er til þess fallinn, eða síður hefir hentug- leika til þess. | í þeim sveitum hafa búnaðarfjelög þrif- 1 izt og haft góðan árangur,þar sem þeir bænd- 1 ur, sem hafa verið góðir og ötulir btimenn, höfðu fjelagsstjórnina á hendi. Verzlunar- fjelög hafa því að eins staðizt og haft góð- an viðgang, að þau hafi haft ráðvandan, hygginn og ötulan framkvæmdarstjóra (kaupstjóra). Væri t. d.hjer í Bvík að ræða um f jelagsskap í landbúnaðarefnum, er eigi ólíklegt, að þeir bræðurnir Jónassen.landlækn. Schierbeck, E. Briem, G.Zoéga og þvfl. yrðu fyrir kosningu í stjórnarnefnd. Slíkum mönnum mætti trúa til að hafa á hendi búnaðarfjelagsstjórn fyrir bæinn; þeir mundu hafa áhuga á hag slíks fjelags, hagsýni til að sjá um fram- kvæmd jarðabóta o. þvíl. á haganlegasta hátt, og þekkingu á því, hvernig störfin væru af hendi leyst. II. I Bvík eru nokkuð margar (um 60) kýr; þó eiga fáir nema eina. Flestar eru þær einar f húsi, mest 2—3 saman; en einvera er nautpeningi mjög óeðlileg. Fjósin hljóta að vera loptlítil eða köld, og er hvort- *veggJa kúm mjög óhollt. Iiirðingin hlýtur að vera kostnaðarsöm, og þó máske ófull- komin; það kostar eins mikið að hirða eina kú, eins og þó fleiri væru, að mestu leyti. Hey það, sem kúm í Bvík er ætlað til fóðurs, er optast hirt í smáum hluturn og sjaldan meira en eitt eða tvö kýrfóður lát- in saman. Af því leiðir, að heyið verkast ekki eins vel og í stærri stæðum, þar sem mikið er borið saman; það myglar og rekj- urnar utan við á alla vegu verða að til- tölu við heymegnið mikið meiri. En skemmt fóður og óholl hús hljóta að hafa mjög skaðleg áhrif á heilsu kúnna og gæði mjólkurinnar. það er þvf mjög eðlilegt, að kúm í Bvík sje hætt við lungnaveiki og að sýkjast um burðinn, svo þær annaðhvort drepast al- veg eða verða gagnslitlar, eins og raun er á. Skaðinn er þá því tilfinnanlegri, sem menn annaðhvort missa aleiguna eða helming af kúpeningi. Hvergi hjer á landi væri meiri þörf á og eins hægt að nota kúalífsábyrgð eins og í Beykjavík. Skyldu bæjarbúar eigi geta komið á slfku lífsábyrgðarfjelagi sín á milli ? það væri líka heillaráð, að kúa-eigendur bæjarins kæmu á fjelagsskap í kúahirðing- unni og grasræktinni. það væri mikil bót að því, þó að eins næstu nábúar kæmu sjer saman umaðhafa sameiginlegt fjós og hlöðu; en þó væri sjálfsagt æskilegast.að allar kýr bæjarins væru í 2—3 fjósum. Að því væri svo margvíslegur hagur. Fjósið heilnæm- ara, og gæti það munað svo miklu, að kýrnar yrðu hraustari og síður hætt við faraldri; hirðingin betri og ódýrari; húsin sjálf miklu ódýrari að tiltölu fyrir hverja kú; heyið færi betur með sig; mygla og rekj- ur að tiltölu minni; áburðurinn færi betur með sig, yrði drýgri. Einn maður gæti að mestu leyti dugað til að hirða um 20—30 kýr, ef húsin væru haganlega gerð og vatn innanhúss. Bærinn yrði laus við óhollust- una af hinum mörgu haugum og hlandvilp- um, sem nú er næstum eins margt af og kúnum, og það skýlislausum. Hinn eini ókostur vœri, að lengra yrði í fjósið að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.