Ísafold - 15.12.1886, Blaðsíða 3
207
sækja mjólkina, og vegur hann ekki mikið
móti kostunum.
Með sameiginlegum fjósum og kúa-lffs-
ábyrgð hlyti kúaeign bæjarmanna að
að vera miklu arðsamari, að öðrum ástæð-
um jöfnum.
Gjörum ráð fyrir tveim fjelagsfjósum fyr-
ir sjálfan bæinn, öðru í nánd við túnabreið-
una á Landakotshæðinni, t. d. nálægt
Grjóta, en hinu nálægt túnunum fyrir aust-
an tjörnina, t. d. hjá Skálholtskoti.
A líkan hátt ætti að eiga sjer stað fjelags-
skapur með túnahirðinguna. Flestir túna-
eigendur í bænum láta verkamenn hirða
tún sín og eiga að miklu leyti undir öðr-
um, hvernig það er gert.en hafa sjálfir lítið
hönd í bagga með. Væri nú vissum mönnum,
sem bezt er trúandi til þess, falin á hend-
ur aðal-umsjón með hirðingu túnanna, og
framkvæmd þeirra jarðabóta, sem á þeim
eru gerðar, er meiri von um, að það jrði í
góðu lagi.
Kæmu menn sjer saman um, þó eigi væri
nema fáeinir, að hafa fjós og hlöðu í fje-
lagi (’nelzt eigi minna en 10 kúa), ættu
þeir að láta sama manninn hirða um fjósið
hlöðuna, kýrnar, áburðinn ogtúnin, sem til
fjóssins heyrðu. þessi ráðsmaður sæi um
áburð, slátt, heyhirðing og annað, sem tún-
unum viðkæmi, og ætti hann að hafa full
ráð í þeim efnum innan þeirra takmarka,
sem honum yrðu sett af hlutaðeigendum
sameiginlega, og sem hver einstakur af
þeim eigi mætti gera breytingar á. En
ef reglulegur fjelagsskapur ætti sjer stað,
gæti stjórnarnefnd haft eptirlit og yfirum-
sjón með ráðsmanninum.
Annar vegur til að tryggja kúaeignina og
efla grasræktina í Kvík væri sá, að (helzt'
allir eða sem flestir) kúa- og túnaeigendur'
í bænum gengju í fjelag, nokkurs konar
hlutafjelag; hlutirnir, sem lagðir væri í fje-!
lagið, væri þá kýrnar og túnin, eptir ná-
kvæmari ákvörðunum (mælingu, mati).
Fjelagsmenn ættu þá eigi neinn tiltekinn
grip nje tiltekinn túnblett, heldur tiltekinn
hlut í kúabúinu og graslendunum; þá missti
eigi einn maður, ef kýr misstist, heldur all-
ir hver sinn hlut, og yrði það eigi eins til-
finnanlegt.
Fjelagið hefði ráðsmann eða tvo (með
skiptu verksviði) til að framkvæma bústörfin [
undir umsjón stjómarnefudarinnar. Með
því móti yrði hægra að koma á reglu í
öllum greinum landbúskaparins. það væri
betri trygging fyrir því, að vinnan yrði vel
af hendi leyst, ef umsjónarmaðurinn tæki
þátt f henni, og væri sá, er hefði þekkingu
á að segja fyrir verkum og meta gildi þeirra.
það er engin von til, að menn, sem verða
að gefa sig alla við embættisrekstri, verzl-
unarumsvifum, iðnaði eða öðrum föstum at-
vinnugreinum, eins og rnargir af kúa- og
túna-eigendum bæjarins, geti gefið sig við
gripahirðing og búverkastjórn daglega; en
úr því að þeir á annað borð verða að fela
þau störf öðrum á héndur, væri í alla staði
hagfeldara fyrir þá, að hafa fjelagsskap í
því, svo færri menn þyrfti til þess og allur
kostnaður yrði minni.
Nokkuð öðru máli er að gegna um
hestana en kýrnar; þeir þola betur misjafna
meðferð; enda er í Kvík farið mjög vel
með suma þeirra, en suma illa. Flestir
embættismenn og borgarar bæjarins, sem
hesta hafa, fara vel með þá á vetrum, en
kosta þá líka mjög miklu til þeirra. það
má telja alveg víst, að bæjarmönnum yrði
ódýrara hestahaldið, og hestunum betra, ef
þeir, sem ala hesta sína, kæmu sjer saman
um að hafa sameiginlegt hús fyrir þá og
sama hirði. f>að mælir að miklu leyti hið
sama með því, sem tekið er fram um fjósin.
Og þó til væri hús, sem rúmaði 20—30
hesta, mætti skipta hestunum í því í flokka
eptir fóðrinu (t. d. eldi, betri hjúkrun,
lakari hjúkrun). Hjúkrunarhestana ætti
hirðirinn að hýsa á nóttunni, þó þeim væri
beitt í fjöruna á daginn, vatna þeim o. s.
frv.
Kæmist fjelagsskapnr á með hestahirð-
inguna í Kvík, gæti orðið ráðin bót & þeirri
óreglu, sem við hefir gengizt með hross í
bænum, einkum á vetrum, þar sem þau eru
að hrekjast um göturnar og standa undir
húsveggjunum þyrst og hungruð, og sem
líklega hefir átt mestan þátt í því, að ó-
frægja bæinn fyrir illa meðferð á hestum.
I Reykjavík, þar sem mannval er svo
mikið, er eigi ólíklegt að koma mætti á
einhverjum slíkum fjelagsskap, sem bæði
gæti orðið landbúnaðinum þar til eflingar,
og öðrum landsbúum, einkum í kauptúnum
og þorpum, ti! fyrirmyndar.
Lítil bending út af atvinnuskortinum.
f>að mun flestum kunnugt, að atvinnu-
skortur hefir verið hjer í Reykjavík undan-
farandi ár, og er og verður ekki sízt nú í
vetur mjög tilfinnanlegur, einkum fyrir
tómthii8menn og verkmenn, og margur á
við þröngan kost að búa, vegna þess, að
lítið fæst að vinna.
f>að er alls ekki af leti eða ódugnaði, að
menn ganga iðjulausir. Nei. Mjer er ó-
hætt að fullyrða, að almenningur leitar
sjer atvinnu með öllu heiðarlegu móti, sem
unnt er. En það er eðlilegt, að um hávet-
ur sjeu gæftir á sjó óvissar, og líður því
| opt langur tími, sem menn hafa ekkert að
; starfa. f>ó sumir reyni að vinna sjer eitt-
hvert gagn við heimili sín, þá éru hinir
margir, sem ekki geta það, og hafa ekki
efni á að leggja í neinn kostnað, heldur
þurfa að vinna fyrir sjer og sínum, eins þá
daga, sem ekki gefur að róa. En til þess
að menn geti fengið atvinnu, þegar mest
liggur á, þá þyrfti hjer að vera atvinnu-
stofnun eða vinnuhús, er menn gætu flúið
til, og fengið nokkra vinnu, þó kaupgjaldið
væri ekki hátt. En til þess að koma slíkri
stofnun á fót, þyrfti mikið fje, og jeg efast
mikið um, að því verði við komið, eins og
nú er ástatt.
En til þess að bæta úr bráðustu nauð-
syn, þá hefir injer dottið í hug að minn-
ast á það, hvort ekki væri hugsanlegt, að
okkar heiðraða bæjarstjórn gæti útvegað
20—30 mönnum vinnu, sem helzt þyrftu
þessu við, nú eptir nýárið, svo sem mán-
aðartíma.
Mjer mun verða svarað af þeim, sem
þekkja fjárhag bæjarsjóðs, að bæjarstjórn-
in muni kynoka sjer við að taka nýtt lán,
þar eð hún hafi áður tekið lán þegar líkt
hefir staðið á og nú, til þess að veita mönn-
um atvinnu, en verður nú að borga vexti
og afborgun af því láni. En af því að jeg
er viss um, að margir þnrfa hjálpar við í
vetur úr fátækrasjóði bæjarins, annaðhvort
sem sveitarstyrk eða lán, sem endurborgist
þegar betur lætur í ári, þá finnst mjer
miklu æskilegra, að bærinn Ijeti vinna eitt-
hvert þarft verk fyrir nokkuð af þeim pen-
ingum, sem annars þyrfti að veita sem
hjálp eðalán, og að þeim, sem þiggja verða,
væri miklu ánægjulegra að mega viuna og
fá borgun fyrir, en að þurfa að fá það sem
lán eða sveitarstyrk.
En hvað á að starfa ?
Mjer finnst bæði nytsamlegt og nauðsyn-
legt, að láta menn kljúfa og höggva til
steinlagningargrjót í götur og koma því á
þann stað, sem steinleggja á; t. a. m. ef
tekið væri fyrir að steinleggja kafla af
Austurstræti, þá ætti að koma steinunum
þangað. þetta er vandalítið verk, og hægt
að vinna þó að vetrardagur sje.
|>að mun engum blandast hugur um það,
sem sjeð hefir steinlögð stræti, að þau eru
miklu endingarbetri, þrifalegri og ódýrari
þegar til lengdar lætur heldur eu moldar-
götur, sem sífellt þurfa endurbóta við.
Jeg tel það víst, að áður en langt um
líður, verður farið að steinleggja kafla af
strætunum hjer í Keykjavík, einkum þar
sem fjölfarnast er um miðbik bæjarins.
Væri því æskilegt, að það gæti orðið sem