Ísafold - 02.02.1887, Page 1

Ísafold - 02.02.1887, Page 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje tilútg. fyrir l.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XIV 5. Reykjavík, miðvikudaginn 2. febr. 1887. 17. Innlendar frjettir (Búnaðarfjelag Suður- amtsins o. fl.). 18. Verzlunarfjelag Dalasýslu. 19. Nokkrar athugasemdir um alþýðumenntun- armálið. Ritstjóri „|>jóðólfs“ og sannleik- urinn. 20. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. n—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvikur opinn hvern mvd ogld. kl. 4—5 Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðuratliuganirí Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen jan. febr. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánöttu um hád. fm. em. fm. em. M. 26. ~ 6 1 29,5 29, A hv d Sa hv d F. 27. O 0 28,7 Sv hv d Sv hv d F. 28. 4- 4 4- 3 28,6 28,5 Sv hv d Sv hv d L. 29. 4- 5 4- 4 28,6 28,7 Sv hv d Sv hv d S. 30. 4- 6 4- 5 28,8 28,8 Sv hv d Sv hv d M. 31. 4- 7 4- 6 28,8 29, Nv h b í) d Þ. 1. ~ IO 4- 6 29, 29,1 A h d A h d Alla vikuna hefir verið útsynningur (Sv) optast hvass og opt með blindbyl frá morgni til kvelds t. a. m. h. 29. 31. gekk hann til útnorðurs hvass um tíma, lygndi að kveldi, og i dag er hjer hæg austanátt, en útsynningur er undir. Reykjavík 2. Jebriiar 1887. Tíðarfar. i>að er að heyra stirt al- staðar: ákaflega snjóasamt; hjer syðra sífelldir útsynningar; gæftalaust á sjó. Fiskur var til í Garðsjó, er síðast varð reynt. Svo látandi athugasemd hefir oss borizt út af frjettum í Isafold um aflabrögð þar: Herra ritstjóri! í „ísafold“ 53. bl. 22. desbr. síðastl. er sagt frá „túr“ Innnesjamanna suður í Garð, og skýrt svo frá: „Var hinum aðkomnu skipshöfnum ýmist bönnuð lending eða sj’njað húsaskjóls, og látnir standa úti næturlangt í gadd- frosti“. J>etta er ekki alls kostar rjett. Eptir samhljóða vitnisburði skilorðra manna er það hið sannasta, að nokkrar skipshafnir af Inn- nesjum voru í þessum „túr" nætursakir í Garðin- um, og voru þær allar hýstar eina nótt, og einhver, sem legaðist vegna andbyrjar, fleiri nætur, en eigi fengu þær loforð fyrir húsnæði nje uppsátri til frambúðar. Aptur á móti fjekk ein skips- höfn eða jafnvel 2 eigi húsavist í Leirunni einhverja nóttina um þetta teyti. J>ess er óskandi, að bæði Innanmenn og Sunnan- menn láti sjer annt um, að sanngirni og sannleiks- ást ráði sem mestu um viðskipti þeirra bæði í orði verki; þvi að eins mega þau verða happasæl. p. t. Rvík 29. jan. 1887. J. P. Búnaðarfjelag Suðuramtsins. Fyrri ársfundur þess var haldinn hjer í bænum 28. f. m., og var þann dag liðin hálf öld síðan fjelagið var stofnað, fyrir forgöngu yfirdómara þórðar Sveinbjörns- sonar, eins og forseti, H. Kr. Friðriksson, skýrði meðal annars frá í upphafi fundar- ins, í yfirliti yfir sögu fjelagsins. það var stofnað á afmælisdegi Friðriks konungs VI. 28. janúar 1837, enda hafði konungur heit- ið fjelaginu aðstoð sinni, sem hann og efndi með 1000 rd. gjöf árið eptir. J>að var skírt og nefnt lengi »Suðuramtsins Húss- og Biistjórnarfjelag«. Meðstofnendur voru: stiptamtmaður L. A. Krieger, Steingrímur biskup Jónsson, Páll Melsteð amtmaður (þá sýslumaður í Árnessýslu), Stefán Gunnlög- sen landfógeti (þá sýslumaður), sekreteri O. M. Stephensen, landlæknir Jón Thorstein- sen, Helgi biskup Thordersen (þá dóm- kirkjuprestur), verzlunarstjóri Tómas H. Thomsen, og sjálfseignarbændurnir Pjetur j Guðmundsson í Engey og Jón Jónsson á Elliðavatni. Fyrstu 20 árin ,var þórður Sveinbjörn- sen forseti; síðan Olafur Pálsson dóm- kirkjuprestur 1856—1868; þá yfirkennari H. Kr. Friðriksson síðan. Á fyrstu 10 árunum gaf fjelagið út alls 2 bindi af »búnaðarritum«. Að ööru leyti voru framkvæmdir þess helzt fólgnar í | verðlaunaveitingum, er heitið var framan af fyrir fram fyrir verk, er unnin skyldu á svo og svo löngum tíma. En síðan 1868, að yfirkennari H. Kr. Friðriksson varð for- seti, hafa framkvæmdir fjelagsins einkum béinzt að því, að fá vatnsveitingamenn og aðra búfræðinga til að ferðast um ýmsar sýslur landsins og leiðbeina bændum og aðstoða þá til jarðabóta. Árið 1863 var fjelagið búið að verja: a) til verðlauna fyrir jarðabætur, refa- veiða o. fl.................. 1005 rd. b) fyrir hjólbörur og sljettunar- verkfæri.....................177 — c) í styrk til að gefa út rit . 595 — Síðan hefir það goldið 1 verðlaun nálægt 2000 kr.; en til vatnsveitinga og launa vatnsveitingamanna, til styrks til að nema búfræði og til að kenna betri meðferð á mjólk og fleira þess konar, mun fjelagið hafa goldið úr sínum sjóði um 9000 kr. síðan 1868. Tala fjelagsmanna var f árslok 1837 179, en fækkuðu heldur úr því lengi vel, og urðu fæstir 112 (1863), svo skýrslur votti; hin síðari árin hafa þeir fjölgað aptur og eru nú um 220. * íjc íjc Forseti lagði fram reikning fjelagsins fyrir árið 1886, og skýrði frá, að eign fje- lagsins væri nú um 18000 kr. (þar af úti- standandi vextir og tillög 400—500 kr.). Til að yfirskoða reikninginn voru endur- kosnir þeir Björn Jónsson ritstjóri og Jón Jensson landritari. Forseti skýrði frá, að Sveinn Sveinsson búfræðingur væri ráðinn í þjónustu fje- lagsins næsta sumar.eins og að undanförnu, svo framarlega sem hann gæti komið því við, og enn fremur sömuleiðis Sæmundur Eyólfsson til að ferðast um Skaptafells- sýslu. Út af uppástungu frá þorláki alþingis- manni Guðmundssyni um að setja nefnd til að semja lög um friðun birkiskóga var því máli vísað til landshöfðingja, í því skyni að stjórnin undirbyggi það til al- þingis. I verðlaunanefnd voru kosnir : G. Zoega kaupmaður, Dr. J. Jónassen og Hermann Jónasson búfræðingur. I stað lagabreytingaruppástungu í þá átt var samþykkt, að skora á fjelagsstjórnina, að gjöra sjer far um, að haldnir væru í Reykjavík fyrirlestrar um búnaðarmál fyr- ir almenningi, á hentugum árstímum, og skyldu fyrirlestrarnir boðaðir fyrir fram með nægum fresti. Samþykkt var og, að fjelagsstjórnin skyldi leggja fyrir búfræðinga þá, ér fje- lagið kostar, að hvetja menn til að stofna búnaðarfjelög í sveitum, þar sem þau væru eigi til áður. Björn búfræðingur Björnsson hafði haft í hyggju að halda fyrirlestur í fundarlok, en það fórst fyrir, með því að fundurinn var orðinn svo langur (nær 3 kl.stundir). Fundurinn var óvenjulega vel sóttur, af um 30 manns. Sex bættust í fjelagið á fundinum. * * >Je Síðar um kvöldið höfðu rúmir 30 fje- lagsmenn kvöldverðar-samsæti, í afmælis- minningu fjelagsins, og var forseti heiðurs- gestur. Póstskip ókomið enn.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.