Ísafold - 02.02.1887, Side 2

Ísafold - 02.02.1887, Side 2
18 Verzlunaríjelag Ðalasýslu. Næatliðið sumar tóku allmargir bændur í Dalasýslu saman ráð sín um að gjöra til- raun með að senda fje til Englands og láta selja það þar fyrir sinn reikning, og panta um leið yörur fyrir fjeð, í líkingu við samtök þingeyinga undanfarin haust. Fjelag myndaðist, sem nefndi sig »Verzl- unarfjelag Dalasýslu«, og fyrir hönd fjelags- ins var gjörður samningur við fjenaðarsölu- menn A. Zöllner & Co. í Newcastle á Eng- landi, um vörukaup og sauðasölu. Samkvæmt samningi þeim kom gufu- skipið »Berwick« til Stykkishólms 5. októ- ber í haust, með vörur þær, er pantaðar höfðu verið, og tók 1189 fjár hjá fjelaginu. Skipið kom við á Seyðisfirði til að taka þar fje, og tafði það ferðina mikið. Ferðin gekk slysalaust; einungis 6 kindur fórust á leiðinni, og 3 eptir að fjeð kom á land. Fjeð var: 1077 sauðir, flestir tvævetrir, og 112 ær geldar. Allt var fjeð vegið heima í sveitum, og engin kind tekin ljettari en 96 pund, og mjög fátt undir 100 pundum, en engin kind var yfir 140 pd. Einungis 55 kindur voru yfir 125 pund; 2 kindur af hverjum 3 voru fyrir neðan 111 pd., en 1 af hverjum 3 var 111 pd. eða þyngri. Meðalþyngd á öllu fjenu var rúmlega 109 pd. Yfir höfuð var fjeð fremur rýrt, því bæði var fje hjer í haust með rýrasta móti, og svo voru ekki svo fáir af fjelagsmönnum, sem áttu vænt fje, en ljetu fremur rýrt, af því að þeir skildu ekki eða lögðu ekki fullan trúnað á, að verðmunurinn yrði meiri í fjelaginu en annarstaðar, þó að verðmunur fjelagsins væri löngu fyrirfram uppkveðinn. Sauðirnir og fáeinar beztu ærnar seld- ust á Englandi fyrir 20 kr. 25 a. til jafn- aðar, en flestar ærnar voru seldar fyrir 16 kr. 20 a. Kostnaður allur, er lagðist á kind hverja, var 6 kr. 62f a. fyrir flutning og kostnað erlendis, og 48 a. hjer á landi, alls 7 kr. lOf a. Fyrir hverja kind fjekkst því að frá- dregnum öllum kostnaði hjer um bil 12 kr. 60 a., þegar tekið er meðaltal af öllu saman. — Vörurnar, sem fjelagið pantaði, voru : hveitimjöl, hrísgrjón, bankabygg, klofnar ertur, rúgur, kaffi, hvftt sykur, tóbak, steinolía og steinkol. þegar búið var að leggja allan kostnað innanlands og utan á vörur þessar, þá kostuðu þær allar yfir höfuð nærri 26^ minna en þær hefðu kost- að, ef keyptar hefðu verið hjá kaupmönn- um hjer í nálægum kaupstöðum. Verðið á hinum sjerstöku vörutegundum var þannig svo mörgum hundruðustu pörtum lcegra en hjá kaupmönnum, sem hjer segir : kaffi 18 7. rúgur . . . 19 7„ hrísgrjón . . 2i7»°/» klofnar ertur . 237.7. bankabygg . . 29 70 hveitimjöl . . 3o7.7„ steinkol . . . 317.7. neftóbak . . 42 7.70 mnnntóbak . . 487*70 hvitt sykur . . 477.70 steinolia . . . 7'7,7. Verðið á klofnum ertum er borið saman við verðið á vanalegum ertum hjá kaupmönnum. Fjelagsmenn fengu hjer um 10 kr. 60 a. í vörum fyrir kind hverja til jafnaðár, ept- ir vöruverðinu í fjelaginu, og svo fengu menn viðbót í peningum sem svaraði 2 kr. fyrir hverja kind. þessar 10 kr. 60 a. í vörum jafngilda hjer um 13 kr. 35 a. eptir verðlagi kaup- manna, og þar við bætast 2 kr. í pening- um, sem gjöra 15 kr. 35 a. fyrir hverja kind. Eptir verðlagi á slátursfje í flestum kaup- stöðum hjer hefði fjeð, sem fjelagið sendi, eptir meðalþyngd þess lagt sig hjer nm bil þannig: 47 pd. kjöt á 14 a. . . 9 pd. mör á 18 a. . . gæra 2 kr., innan rír 1 kr Samtals 11 kr. 20 a. Hefir þá fengizt 4 kr. 15 a. meira fyrir hverja kind í fjelaginu til jafnaðar, en feng- izt hefði hjá kaupmönnum. Hagnaðurinn, sem fjelagið hefir haft af viðskiptunum, munar þá 4,934 krónum. Verðmunurinn á fjenu eptir gæðum inn byrðis í fjelaginu var gjörður meiri er kaupmenn vanalega gjöra, og meiri er 6 kr. 58 a. 1 — 62 - 3 — » - nokkrir fjárkaupmenn fjekkst í fjelaginu: hafa gjört. þannig fyrir 100 punda kind . . . lOkr. 54 a. — 110 — — . ... 13 -27- — 120 — — . ... 15 — 12- — 130 — — . ... 18 — 13- — 140 — — . ... 20 — 7- — 150 — — hefði fengizt 23 -33- að öllum kostnaði frádregnum. þegar borinn er saman hagnaðurinn af að selja rýra og væna fjeð í fjelaginu, þá sjest, að hagurinn var að tiltölu því meiri, sem kindurnar voru vænni, og að þar sem það var 4 kr. 15 a. hagur að selja 109 punda kindina, þá var 7 kr. 22 a. hagur að láta 140 pd. kind í fjelagið, til móts við að láta hana til kaupmanna. — Menn eru hjer alráðnir í, að halda á- fram fjelagsskapnum næsta sumar, oghafa nú samið lög fyrir fjelagið og reglur um framkvæmdir þess. Eitt af þeim reglum er, að verðlagið á fjenu meðal fjelagsmanna á að vera þannig : Kindur, sem vega 95—105 pund, eru reikn- aðar eins ogþær vega á fæti, en fyrir þyngri kindur leggst + úr pundi við þyngd þeirra fyrir hvert pnnd, sem þær vega fram yfir 105 pund. Verður þá t. d.: 110 pd. kind reiknuð 114 pd., 120 pd. kind reiknuð 132 pd., 150 pd. kind reiknuð 186 pd. o. s. frv. Síðan er gefið jafnt fyrir hvert pund í lif- andi vigt hinna rýru kinda (95—105 pd.) og hvert pund í hinni reiknuóu þyngd hinna betri kinda (yfir 105 pd.). Verðið á pundinu finnst með því, að deila í sölu- verð allra kindanna, sem seldar eru, með hinni reiknuðu þyngd þeirra allra, t. d. 3 kindur, sem vega á fæti 100, 125 og 150 pd., seljast á Englandi fyrir 85 kr. 40 a. En reiknuð þyngd kindanna er: 100 pd. + 141 pd. + 186 pd. = 427 pd., sem deilt í 85 kr. 40 a. gefur 20 aura fyrir hvert pd. Hefði nú kostnaður allur, sem lagðist á kindurnar, verið 21 kr. 66 aurar eða 7 kr. 22 a. á kind, þá verður: lOOpd. kind, reiknuð IOopd. á 20 a.=2okr. þar frá dregst kostn. 7 kr. 22 a. gefa 12kr>78a. I2jpd. kind, reik. I^lpd. á 2oa.=28kr. 20a. þar frá kostn. 7 kr. 22 a. gefa . .. 20kr_98a. Ijopd. kind, reikn. l86pd. á 20a.=37kr. 20a. þar frá kostn. 7 kr. 22 a. gefa . .. 2gkr.98a. þessi verðmunur ætti að hvetja fjelags- menn til: 1., að fara svo vel með fje sitt, sem kost- ur er á, svo að það geti orðið sem vænst. Beynslan, sem rnenn fengu hjer næstliðið haust, sýnir, að tvævetrir sauðirgeta orðið 130 til 140 pd. á fæti, ef vel er farið með þá frá upphafi, og engum ætti að geta dulizt, að með þessum verðmun er tilvinn- andi, að fara vel með sauðina, til að gjöra þá væna. 2., að láta vænstu kindurnar, sem þeir hafa, í fjelagsverzlunina, því með þessum verðmun er ekkibetraað leggja vænu sauð- ina í búið en hina rýru, ef aðra hverja þarf að selja; en að undanförnu hefir verið bezt að selja hina rýrustu. Margir aðgætnir búmenn hafa sjeð, að verðmunur sá, sem Coghill og aðrir fjár- kaupamenn hafa gjört að undanförnu, er langt um minni en samsvarar mismun vænna og rýrra kinda í bú að leggja. þeir vita fullglöggt, að 4—5 króna og það- en af minni verðmunur á 100 pd. kind og 150 pd. kind, er svo sem einkisvirði á móti mismun þeirra til búnota, og því láta þeir ekki til fjárkaupamanna nema hið rýrasta af sauðum sínum, ef þeir láta nokk- uð, en slátra hinum betri heima. Mig furðar mjög á því, ef norðlenzkir bændur halda til lengdar áfram að selja fullorðna

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.