Ísafold - 05.02.1887, Page 4
24
er ekki nema á stöku stað, sem svo hag-
ar til, að unnt er að vinna þau verk, sem
mörgum eru til nota í einu; og hinir, sem
ekki ná þar til, verða þá út undan, þó
þeir hafi sama rjett til styrksins og sömu
þörf fyrir hann.
Sje sem flestum veittur styrkur, horfir
það til að efla mörg þarfleg fyrirtæki, sem
að vísu geta ekki, hvert fyrir sig, komið
til nota nema einm jörð eða fáum, en sern
þó geta verið tiltölulega eins nytsöm þeim,
er þeirra hafa not, eins og hin víðtækari
hverjum fyrir sig af þeim, sem til þeirra
ná; og því víðar, sem slíkt á sjer stað,
því betur jafnast það við þau; en í því
fleiri staði, sem fjenu er skipt, því minna
fær hver fyrir sig, og því fremur má búast
við, að það verði ónóg til að ná tilgang-
inum.
|>að er vandhæfi á að koma þessu sam-
an; en nauðsynlegt er að gera það, að því
er unnt er. Má það og takast að nokkru
leyti.
það má svara spurningunni með aðal-
reglum.
þær geta raunar ekki orðið nákvæmar,
Og það mega þær ekki heldur; því útbýt-
endur fjárins þurfa að hafa frjálsar hend-
ur innan rúmra takmarka, til þess að geta
varið því eptir beztu samvizku.
Hjer kemur það nú haganlega við, að
útbýtingunni er tvískipt: milli landshöfð-
ingja og sýslunefnda.
f>að virðist þá hggja beint við, að lands-
höfðingi veiti einkum styrk til þeirra fyr-
irtækja, sem hafa almerma eða víðtæka
þýðingu fyrir efling búnaðar, þó án þess,
að hann hafi svo bundnar hendur, að
hann megi ekki styrkja þarfaverk á þrengra
sviði, ef hann er sannfærður um, að þess
sje vert; en að hann styrki einstaka menn
til einstaklegra fyrirtækja, virðist samt
eiga að vera undantekningar, byggðar á
gilduin ástæðum.
Aptur virðist það liggja beint við, að
sýslunefndir verji sínum hluta fjárins til
þess, að verða sem flestum að liði, þeim
er búnaðinn vilja bæta, þó án þess, að þær
hafi svo bundnar hendur, að þær megi
ekki meta það mést, sem þeim sýnist mestu
varðandi eptir atvikum; en að styrkurinn
lendi í sömu stöðum ár eptir ár, eða að
sömu beiðendur sitji á hakaDum til lengd-
ar, virðist samt eiga að vera undantekn-
ingar, byggðar á gildum ástæðum.
A þennan hátt geta útbýtendur fjárins
fært það á haganlegasta hátt yfir landið
og hjeruðin, eptir því sem bezt virðist
samsvara tilganginum, líkt og vökvandi
vorskúrir færast yfir fjöll og dali og frjófga
á hverjum stað eptir annan, og mjög
víða að lyktum, þó þær komi ekki alstað-
ar undir eins. (Niðrl.). Br. J.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
Hjer með leyfi jeg mjer að tilKynna
minum mörgu og gómlu skiptavinum al-
staðar á íslandi, að jeg kem til Reykja-
vikur með næstu ferð „Lauru“ (lijer
um bil 16. marz) og mun jeg sem fyrri,
að sumri KAUPA BÆÐI HEiTA OG FJE.
Leith 18. janúar 1887.
John Coghill.
Hjer með er skorað d erfingja sjómanns
Alberts Sigurðssonar, sem drukknaði af
skipinu xIsbjörneiH við Mostur í Noregi í
desembermánuði 1882, að gefa sig fram inn-
an 6 mánaða frá siðasta birtingardegi
þessarar auglýsingar og sanna crfðarjett
sinn eptir tjeðan sjómann fyrir undirskrif-
uðum bœjarfógeta, sem af landshöfðingjan-
um yfir Islandi er skipaður skiptaráðandi
í dánarbúi þessu samkvœmt 95. gr. skipta-
laga 12. apríl 1878.
Bœjarfógetinn í Beykjavík 21. janíiar 1887.
llalldór Uaníelsson.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu snikkara Jóhannesar Jósefs-
sonar og að undangenginni fjárnámsgjörð
19. þ. m. verður veitingahúsið «Uppsalir»
hjer í bcenum selt við 3 opinber uppboð,
samkvœmt opnu brjefi 22. apríl 1817 og
lögum 16. des. 1885, og verða þau haldin, \
tvö hin fyrstu á skrifstofu bæjarfógetans j
föstudagana 11. og 25. febrúar þ. á., en
hið þriðja og siðasta í veitingahúsinu sjálfu
fóstudaginn 11. marzmán. næstkomandi, til j
lúkningar veðskuld, að upphœð 600 kr. með \
vöxtum, er á húsinu hvilir.
Uppboðin byrja kl. 12 á hád. nefnda
daga og verða söluskilmálar til sýnis hjer á
skrifstofunni viku fyrir hið fyrsta uppboð.
tíæjarfógetinn í Keykjavík 2H. janúar 1H87.
Halldór Daníelsson.
Hús á Akranesi til sölu.
Veitingahúsið á Akranesi, sem er sterkbyggt,
tvíloptað, 14 ál. langt og 12 ál. breitt, með gal-
vaníseruðu járnþaki, fæst keypt með mjög vægu
verði. Húsinu fylgir nokkur lóð. Kaupmaður
Snæbjörn porvaldsson og verzlunarstjóri Magnús
Ólalsson á Akranesi gefa nákvæmari upplýsingar
um söluna, þeim er óska þess.
Iðunn
fæst eigi flutt með þessari póstferð, vegna
j ófærðar. — Verður send svo fljótt, sem
j auðið er.
Bókmenntafjelagið.
Fundur í Eeykjavíkurdeildinni mánudag
j 7. þ. m. (febrúar) í leikfimishúsi barna-
skólans kl. 4 e. h.
A dagskrá meðal annars : *heimfUotnings-
málið«; málið um leigubreyting danskra
ríkisskuldabrjefa, sem fjelagið á.
Undertegnede Repræsentant
for
Det Kongeiige Octroierede Aimindeligé
Brandassurance Compagni
for Bygninger, Varer og Effeeter, stiftet
1798 i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser
om Brandforsikring for Syslerne Isaíjord,
Bardastrand, Dala, Snæfellsnes og Hnappa-
dal, samt meddeler Oplysninger om Præ-
mier etc.
N. Chr. Gram.
Kakalofnar, eldavjelar.
Fyrir aptur í ár niðursett verð get jeg
boðið eldavjelar með þremur eldholum,
steikaraofni, vatnskötlum, hliðarplötu,
kringlóttu horni, steikarapönnu, kökupönnu
— allt fyrir 20 kr. Eldavjelar með 2
eldholum, framhliðarplötu, rist og skúffu
fyrir 8 kr. Eldavjelar fást hjá mjer í
meira en 20 stærðum, með ýmsri gerð, og
fyrir verð, sem samsvarar því, sem að
ofan er nefnt.
Miklar byrgðir af kakalofnum, magazín-
ofnum, fóthlýinda-ofnum með ýmsu verði
og ýmsri geró. Steypt og slegin rör við
ofna og eldavjelar hef jeg til búin, ef mjer
er sagt mál á þeim. Einnig hef jeg mjög
miklar byrgðir af brúkuðum ofnum. Jeg
hefi líka mikið af góðum pumpum og járn-
pípum. Ef mál er tilgreint, falla rörin
svo vel, að hverjum manni er hægðarleik-
ur að setja þau saman.
Jens Hansen, Vestergade Nr. 15,
Kjöbenhavn. K.
Á yfirstandandi hausti var mjer dregin svört
gimbur, veturgömul, með mínu marki: blað-
stýft apt. h., stúfrifað v. ; en þar jeg ekki á
kind þessa, má rjettur eigandi vitja hennar til
mín, borga áfallinn kostnað og semja um
markið. — Tungu í Svínadal 80. okt. 1886.
Guðni Sigurðsson.
Sálmabókin
gamla, nýjasta útgáfa, frá 1884, fæst á
afgreiðslustofu ísafoldar
í ágætu ljereptsbandi fyrir 1 kr.
„ — skinnbandi fyrir 1 kr. 25 aur.
Nærsveitismenn eru beðnir að
vitja „ísafoldar1 á afgreiðslustofu benn-
ar (i nýja húsinu miili Austurvallar og
Austurstrætis).
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar