Ísafold - 02.03.1887, Side 4
40
AUGLÝSINGAR
f samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
Samkvæmt beiðni fomiannsins fyrir spari-
sjóð Beykjavíkur verður jörðin Teigakot á
Skipaskaga, 10.8 hndr. að nýju mati, sem
gjört hefur verið fjárnám í fyrir veðskuld
til sparisjóðsins, boðin upp til sölu á þrem-
ur opinberum uppboðum, sem fara fram,
tvö hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar að
Arnarholti þriðjudag 29. marz þ. á. og
þriðjudag 12. apríl þ. á. kl. 12 á hádegi,
og hið þriðja og síðasta á eigninni, sem
selja á, Teigakoti, þriðjudag 26. apríl þ. á.
kl. 12 á hádegi. Jörðin verður boðin upp
með öllu því, er henni tilheyrir, eins og
hún er veðsett sparisjóði Beykjavíkur með
veðbrjefi 16. nóv. 1876. Söluskilmálar verða
til sýnis hjer á skrifstofunni 4 dögum á
undan hinu fyrsta uppboði, og verða birtir
í byrjun hvers uppboðs.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 14. febr. 18^7.
Sigurður J»ðrðarson
settur.
Proclama.
Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu
brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá,
sem tit skulda telja í dánarbúi Magníisar
Magnússonar frá Eydölum, er dó þar sum-
arið 1886, að lýsa kröfum sínum og sanna
þœr fyrir undirskrifuðum skiptarjetti innan
12 mánaða frá síðustu birtingu þessarar
auglýsingar.
Skiptarjettur Suður-Múlasýslu,
Eskifirði 1. október 1886.
Jón Johnsen.
Samkvœmt lögum 12. apríl 1878, 22. gr.,
og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með
skorað á alla þá, er telja til skulda í dán-
arbúi Halldórs Erlindssonar frá Teigakoti
á Skipaskaga, er drukknaði 30. október f.
á., að bera fram kröfur sínar og sanna fyrir
skiptaráðanda hjer í sýslu, innan 6 mánaða
frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar.
Sömuleiðis er skorað á þá, sem skulda
dánarbúinu, að borga skiptaráðanda skuldir
sínar innan sama tíma.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 10. febr. 1887.
Sigurður f»órðarson
settur.
Samkvœmt lögum 12. april 1878, 22. gr.,
og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með
skorað á alla þá, er telja til skulda i dán-
arbúi Sigurðar Guðmundssonar frá Suður-
velli á Skipaskaga, er druícknaði 30. október
f. á., að bera fram kröfur sinar og sanna
fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu, innan 6
mánaða frá siðustu birtingu þessarar aug-
lýsingar.
Sömuleiðis er skorað á þá, sem skulda
dánarbuinu, að borga skiptaráðanda skuldir
sinar innan sama tíma.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 10. febr. 1887.
Sigurður fórðarson
settur.
Hjer með er skorað á erfingja Gisla heit-
ins Jónssonar, vinnumanns i Einarsnesi á
Mýrum, er andaðist þar á bœ 9. febr. 1881
og mun hafa verið ættaður vestan úr Beyk-
hólasveit, að gefa sig fram innan 6 mánaða
frá siðustu birtingu þessarar auglýsingar og
sanna erfðarjett sinn fyrir skiptaráðanda
hjer í sýslu.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 10. febr. 1887.
Sigurður j»órðarson
settur.
Verzlunarliús og íveruliús í Ileykjavík
til sölu.
Verzlunarhúsið Nr. 1 í Aðalstræti með 2
sölubúðum og pakkhúsi; ölL áhöld til verzl-
unarbrúkunar geta, ef um semst, fengizt með
húsunum.
Iveruhúsið Nr. 8 i Aðalstræti með pakk-
húsi og fjósi.
Lysthafendur snúi sjer til
M. Johannessen.
\ heimajörðin Hvaleyri í Garðahreppi
fœst til leigu frá næstkomandi fardögum.
Tún eru stór og sljett, beitiland víðlent og
gott, hlunnindi mikil. þeir, sem gjörast
vilja ábúendur, eru beðnir að snúa sjer til
mín hið fyrsta.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.sýslu 21. febr. 1887.
Franz Siemsen.
T o m b ó 1 a.
Að þar til fengnu amtmannsleyú 5. febr.
þ. á., áforma Good-Templars-stúkurnar
uFramtíðim og »Verðandú að halda bazar
og tombólu í nœstkomandi októbermánuði
til ágóða fyrir samkunduhúsbyggingu handa
nefndum stúkum.
Vjer leyfum oss því hjer með að skora á
alla þá, er unna vexti og viðgangi Good-
Templarsfjelagsins, sjerstaklega hjer i bæn-
um, að styrkja nú þetta fyrirtæki vort með
gjöfum nokkrum, munum eða peningum.
Vjer, er ritum nöfn vor undir, tökum þakk-
samlega á móti gjöfum í þessu skyni.
Beykjavík 1. marzmán. 1887.
Tombólunefnd stúknanna nFramtiðim og
»Verðandú.
Arni Gíslason, Gestur Pálsson,
skrifari. lormaður.
Guðlaug Grímsdóttir. Ingunn Loptsdóttir.
Magnús Benjamínsson. María Torfadóttir.
Marta Pjetursdóttir. Matthías Matthíasson.
Ólafur Rósinkranz. Ólöf Sigurðardóttir.
Sigurður Jónsson. jporbjörg Hafliðadóttir,
Ijehirðir.
Aðalfundur Gránufjelagsins, er haldinn
var 9. þ. m., ákvað að fresta skyldi að greiða
vexti af hlutabrjefum Gránufjelagsins fyrir
árið 1886, þar til aðalfundur kæmi sam-
an næsta ár.
þeir vaxtaseðlar, sem fjelagið hefir ekki
ennþá innleyst fyrir árið 1885, og öll und-
anfarin ár verða þó borgaðir með fullu verði.
f>að eru að eins seðlarnir fyrir 1886, sem
eigi er gjaldeyrir þar til næsti aðalfundur
hefir ákveðið, hvort og með hve háu verði
þeir skulu verða innleystir. Aðvarast því
hjermeð verzlunarstjórarnir og aðrir, að
þeir ekki næsta ár kaupi rentuseðla-Gránu-
fjelagsins fyrir árið 1886.
Oddeyri 10. september 1886.
Tryggvi Gunnarsson.
Undirritaður kaupir fyrir hœsta verð
þar til póstskip fer (22. marz þ. á.) vel
skotnar og snaraðar rjúpur.
Vörur mót rjúpum eru eins ódýrar eins
og móti peningum.
Reykjavík 1. marz 1887.
B. H. Bjarnason.
Nýprentað :
Litið smiðakver
eða
nokkrar leiðbeiningar
snertandi gull,- silfur,- látúns- og járnsmíðar, svo
og samsetning nokkurra málma og meðferð eitur-
kynjaðra efna.
Eptir Jón Bernharðsson.
Kostar 30 aura.
Eæst á afgreiðslustofu ísafoldar og hjá Br.
Oddssyni bókbindara.
Til SÖlu bókaskápur með glerhurðum, ódýr.
Ritstjóri ávísar.
Seldar óskilakindur í Hálsahreppi haustið 1886:
1. Hvítur sauður, I vetrar ; stýft, lögg fr. h., geir-
sýlt v.
2. Hvít gimbur I vetrar ; sýlt b., hvatt v.
3. — — l — ; hamrað h„ geirsýlt v.
4. — , kollótt gimbur I vetrar; tvístýft a., biti
fr. h., sneitt a., gagnb. v.
5. Hvítt lamb ; hálfur stúfur a. h., sýlt v.
6. — — ; sýlt lögg a. h.
7. — — ; sneitt a„ fjöður fr. h., stúfrifað v.
8. — — , sýlt, gat h., sýlt, gat v.
9. — — ; biti a. h., blaðstýft a. v.
Eigendur þessara kinda geta vitjað verðs þeirra,
að frá dregnum kostnaði, til mín til fardaga n. k.
Stórási 18. febrúar 1887.
Jón Magnússon.
Seldar óskilakindur í Sandvíkurhrepp í næst-
liðnum desembertnánuði:
1. Hvítur sauður veturgamall, mark : stýfður helm-
ingur aptan, biti fr. hægra; hálftaf apt. vinstra.
2. Svartbotnóttur sauður 3 vetra, mark: stúfrifað
hægra, sneitt framan standfjöður apt. vinstra.
3. Hvítt hrútlamb, mark : hvatrifað bæði eyru.
Rjettir eigendur ofannefndra kinda mega vitja
andvirðis þeirra, að frádregnum öllum kostnaði, til
hreppstjórans i Sandvíkurhreppi til næstu vetui1-
nótta. Sandvíkurhreppi 3. jan. 1887.
þ. Guðmundsson.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar