Ísafold - 09.03.1887, Side 1
KLemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
tilútg. fyrir t.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XIV 11.
Reykjavík, miðvikudaginn 9. marz.
1887.
41.1nnl. frjettir.
42. Atvinnuleysi og tómthúsmenn.
43. ’„SameininginM. Auglýsingar.
Brauð nýlosnuð: Mælifell 4/s : . . . . 1071.
, f>ingeyrar 4/s.............1224.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd ogld. kl. 4—5
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganirí Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen
marz Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttujumhád. fm. em. fm. em.
M. 2. 0 ''+ 4 2'>,ó 29,5 Sv h d 0 d
F. 3- 0 + 2 29,6 29,9 Sv hv b Sv h d
F. 4- -7- 2 + 1 29,7 29,6 A h b Sa h d
L. 5. + 2 O 29.5 29,6 Sv h b Sv hv d
S. 6. +- 4 -i- 1 29,9 29,9 0 b 0 d
M. 7. -i- I + 2 3°, 3°, t 0 d N h d
Þ. 8- +- 7 +- 7 30,2 30-3 N hv b N hv b
Eins og undanfarnar vikur hefir veðurátt verið
mjög óstöðug þessa vikuna, snúizt úr einni átt í
aðra á sama dægri; h. 2. var hjer dimmviðri mikið
og þoka, daginn eptir (3.) gekk hann snemma morg-
uns allt í einu til útsuðurs og var á þeirri átt all-
an þann dag ; daginn eptir komin austanátt, hvass,
svo aptur til útsuóurs (Sv) með jeljagangi, svo logn
j og í dag 8. norðangola og bjart veður með tals-
verðu írosti.
_
Reykjavík 9. marz 1887.
Landsbókasafnið. A eptirfarandi
töflu má sjá greinilega afnot landsbóka-
safnsins árið sem leið :
1886 Útlán, Lántak- Lestrarsalur
bindi: endur: bindi notuð: lesendur:
Janúar 408 199 393 188
Febrúar 37« 186 2IO 163
Marz 3«3 152 333 <39
Apríl 297 124 357 IIO
Maí 170 84 24O 99
Júní 126 52 168 68
Júlí «45 7« 217 96
Agúst «75 76 281 110
September 216 «*3 3«9 114
Október 207 96 269 119
Nóvember 3«4 166 467 «39
Desember 136 62 446 «52
Samtals 2878 138« 3700 «497
Sje þetta boríð saman við skýru þá, sem
prentuð er í ísaf. X 14 (1883), þá má sjá,
að afnot landsbókasafnsins hafa aukizt eigi
alllítið; þá voru lántakendur 740; ljeð
bindi út 1425; lesendur 562, og notuð
bindi á lestrarsal 991.
Af gjöfum hefir bókasafnið aukizt tals-
vert þetta ár. Mest hafa gefið A. Fr.
Krieger geheimeetazráð, er enn hefir sent
safninu 63 bindi að gjöf; Pjetur biskup
Pjetursson hefir gefið því 38 bindi, og
Bggert verzlunarstjóri Laxdal á Akureyri
19 handrit, auk 9 binda af gömlum ís-
lenzkum bókum. Frá þorvaldi prófasti
Jónssyni á Eyri við Skutulsfjörð hafa kom-
ið 2 skinnbrjef. Bnn fremur hafa verið
flutt á landsbókasafnið úr skjalasafni bisk-
upsdæmisins 161 númer; er þar á meðal
Keykholtsmáldagi, er vera mun elzta frum-
skjal á Norðurlöndum, og um 370 skinn-
brjef önnur, flest frumbrjef; eru það kon-
ungsbrjef, brjef frá biskupum, ýmsir dóm-
ar, kaupbrjef fyrir jörðum o. s. frv.; enn
fremur brjefabækur biskupa, vísitazíubæk-
ur, synodalbækur o. fl.
Rvík 3. marz 1887. pr. Jón Árnason
Hallgr. Melsted.
Landsyfirrjettardómur. Landsyfir-
rjettur dæmdi i fyrradag í máli milli þórð-
ar bónda Guðmundsonar í Görðunum við
Keykjavík og Ogmundar bónda Sigurðsson-
ar í Tjarnarkoti á Vatnsleysuströnd, út af
netatöku.
Ogmundur hafði 26. marz f. á. tekið upp
úr sjó 8 þorskanet og 2 stúfa, er Jpórður
átti, án hans vilja og vitundar og án þess
að skýra honum frá netatökunni, en net-
unum hafði hann eigi skilað fyr en fullri
viku síðar, og fiskum þeim, er í netunum
voru, alls eigi. Krafðist þórður því 500 kr.
skaðabóta fyrir atvinnutjón út af netatök-
unni og að Ogmundur skilaði aptur aflan-
um eða bætti 100 sem ígildi hans, auk
málskostnaðar.
Hjeraðsdómari sýknaði Ogmund gjörsam-
samlega, og komst landsyfirrjettardómur-
inn að sömu niðurstöðu og dæmdi auk þess
þórð í 30 kr málskostnað fyrir yfirrjetti.
(þar var setudómari landfógeti Arni Thor-
steinsson, í stað yfirdómara Kr. Jónssonar,
er dæmt hafði málið í hjeraði).
Segir svo í ástæðum yfirdómsins :
»það er sannað í málinu, að hinn stefndi
(Ogmundur) hafi verið skipaður tilsjón-
armaður eptir fiskiveiðasamþykkt 9. júní
1885, 7. gr. ; enn fremur verður að álíta
sannað, að þorskanet þessi, er hann hefir
tekið upp hinn 26. marz f. á., hafi verið
lögð af áfrýjandanum, er var til sjóróðra
í hjeraði því, er samþykkt 9. júní 1885
nær yfir, þar sem eptir samþykkt þessari
er bannað að leggja þorskanet, eptir 1. gr.
samþykktarinnar, sem og að hinn stefndi
(Ogm.) hafði afhent hlutaðeigandi hrepp-
stjóra bæði netin og aflann,þegar hann kom
í land með þau, allt eptir erindisbrjefi lög-
reglustjóra til hans, dags. 8. febr. f. á. og
nákvæmari ákvæðum hans í brjefi til hlut-
aðeigandi hreppstjóra, dags. 3. marz f. á.
þannig er, eptir því sem fram hefir kom-
ið í málinu, eigi ástæða til þess að láta
hinn stefnda sæta ábyrgð til skaðabóta fyrir
upptöku ninna umræddu þorskaneta, og
fyrir að hann hefir afhent hreppstjóra netin
og afla þann, er í þeim var«.
Aflabrögð. Sama dag og hjer var ró-
ið, 1. þ. m., öfluðu Akurnesingar nokkrir
20—30 í hlut af vænum þorski nýgengn-
um. Síðan getur eigi heitið að gefið hafi
á sjó.
Lausn frá prestskap hefir lands-
höfðingi veitt 2. þ. m. síra Jóni Sveins-
syni á Mælifelli (vígðum 1842) og síra
þorvaldi Asgeirssyni þingeyraklausturs-
presti (v. 1862).
Utanþjóðkirkjumenn. Konugurhef-
ir 14. jan. þ. á. staðfest kosningu fyrver-
andi prófasts sira Ldrusar Halldorssonar
til prests fyrir utanþjóðirkjusöfnuðinn í
Reyðarfirði.
Skipskaðafregn ný hefir borizt austan úr
Landeyjum fyrir skemmstu og flutzt víða, en er,
sem betur fer, sjílfsagt ekki annað en hræðslu-
heilaspuni, er stendur í sambandi við hið dæma-
lausa mannhrun í sjóinn, er orðið hefir á þessum
vetri.
Sagan var sögð á þá leið, að á þykkvabæjar-
fjörum hefði átt að reka flösku með brjefi í frá
Vestmannaeyjum—það er hinn algengi vetrarpóstur
Vestmanneyinga til meginlands - , þar sem sagt var
frá stórkostlegum skiptapa, er 17 manns hefðu átt
að fara i sjóinn. Enn það er nú sannfrjett, að til-
efni sögunnar er það eitt, að í flöskupóstbrjefi f
úr eyjunum, dagsettu degi sfðar en skip úr Land-
eyjum með 17 manns á til útróðra i Vestmannuyj-
um lagði af stað út þangað, var þeas látið ógetið,
hvort þessir landmenn væru komnir út eða ekki.
það er að minnsta kosti mjög fljótfærnislegt, að
draga þar af þá ályktun, að skipið hafi ekki kom-
ið fram.