Ísafold - 09.03.1887, Side 2
24
Atvinnubrestur og tómthúsmenn.
Ef vjer ekki yrkjum jörð
Eins og Drottinn býður.
Verða munum vonarhjörð
Og vesall kotalýður.
Sá, sem kemur tveimur stráum til að
gróa þar, sem ekki var nema eitt, hann
vinnur sínu föðurlandi gagn.
Og hver er sá, að hann ekki sje siðferðis-
lega skyldur að vinna sínu föðurlandi gagn ?
En því miður er svo að sjá, að þeir sjeu
allt of margir, sem ekki finna til þess, að
þes^i skylda hvílir á þeim.
þ>ví væri svo, að þessi tilfinning skyld-
unnar væri almenn, þá væru færri hendur
iðjulausar en opt má sjá, og þá væru færri
jarðir skemmdar en nú á sjer stað; þá
væru fleiri þúfur teknar upp og betur hirt
um áburð en víða er, þá væri líka minna
um sult og seyru en er, færri þurfamenn
og þurfamannabeimili.
það mun vera á ætlað, að 4- af landsbú-
um lifi af landbúnaði, en 4 af fiskiveiðum.
Um þetta, sem margt fleira, mun vanta á-
reiðanlegar skýrslur, enda er ekki svo auð-
gert að fá vissu um þetta; því þeir eru
allmargir, sem lifa af hvorutveggja, það er
án þess að litið sje til þeirra mörgu út-
róðramanna úr sveitum, — margir sjávar-
bændur hafa eitt eða fleiri kýrgrös, og
nokkrir sauðfje.
Allra alda reynsla hefir sannað og
mun sanna, að þeir standa lengur á sker-
inu og standa stundum fiskileysis- og hall-
æris flóðið af, sem hafa einhvern styrk,
þó lítill sje, af landbúnaði, heldur en hinir,
sem eru bláberir tómthúsmenn. Landbún-
aðurinn verður með rjettu að skoðast sem
þýðingarmesti atvinnuvegurinn, ekki ein-
ungis af því, að þeir eru miklu fleiri, sem
af honum lifa, heldur líka jafnframt af
hinu, að hann er og getur verið miklu á-
reiðanlegri, skynsamlega ræktur. En hið
þýðingarmesta atriði í landbúnaðinum er
túnræktin, þegar litið er á hið almenna
framfarasvið í því efni.
það mál, sem er jafn vel eitt hið þýðing-
armesta fyrir þetta land nú sem stendur,
er atvinnumálið, eins og verður tilfellið um
hvert land í heimi, þegar uppskeru- og at-
vinnubrestur gengur almennt yfir ; því að
nmatur er mannsins megin«, og »auðurinn
er afl þeirra hluta sem gera skal«. Líkam-
legur skortur fæðir af sjer andlega örbyrgð.
Svo erfiðlega sem víða á horfizt í sveita-
hreppum, þá mun þó, ef menn sleppa við
fjárfellir í vor, ástandið verða stórum mun
lakara í sjávarhreppum, sem hafa mikinn
fjölda af tómthúsum, og nú er enginn sjáv-
arhreppur hjer við Faxaflóa, sem ekki hafi
skaðlega mörg tómthús. f>að hefir opt
verið sagt, að Seltjarnarnesshreppur væri
betur farinn í þessu efni en aðrir hreppar
hjer ; en þó er nú ástandið þar svo, að
af fast að 60 húsráðendum eru yfir 20
tómthúsmenn. þeim er allt af að fjölga,
og þó segir hreppsnefndin í einu hljóði:
»f>etta er ráðleysa og hættulegt«; og allir
beztu bændur hreppsins taka undir með.
Ljósast dæmi þess, að sjávarhreppar
sjeu ver farnir, er ástandið hjer í Gull-
bringusýslu.
Sýslan tók í fyrra 20,000 kr. að láni úr
landssjóði, og þessar 20 þúsundir gengu
mestmegnis í 4 hréppa. Til orða hafði
komið á undirbúningsfundi undir þing í
fyrra, að fá aðrar 20 þúsundir. Samt varð
þetta ekki nema orðasveimur. Nú í haust
komu bænir úr 8 hreppum af 10, um að
fá nú til vetrarins fait að 20 þúsundum
kr. lán. þetta hefir nú að vísu ekki ver-
ið samþykkt af amtsráði, en það er heldur
ekki sjeð fyrir endann á þessu ástandi eða
afleiðingum þess.
Svo mikið er víst, að ef ekki neitt er gert
þessu máli af hreppanefndum, annað en
biðja um lán, ekki neitt af sýslunefnd,
annað en samþykkja beiðnina og mæla
með, ekki af amtsráði annað en neita,—
jeg tel sem sje ekki neitt sje gert, þó komið
sje með aðrar eins uppástungur og það,
að stofna amtsfátækrasjóð, þegar svona er
komið, eða hækka útsvör á nokkrum
mönnum, sem að vísu getur verið rjett,
en það greiðir ekki úr þessu ástandi,—svo
mikið er víst, að ef ekki neitt er gert, ann-
að en jeg vil segja látið sóðast svona,
þangað til að allt er komið í strand, og
landssjóðúr hlýtur að fara að fæða heila
hreppa, þá minnkar ekki ómennska og
iðjuleysi; það vex.
Hjer er ekki auðvelt ráð á að leggja,
eins og ástandið er orðið.
það er auðvitað, að það sem hefði getað
orðið ráð í tíma tekið, er nú ekki lengur
framkvæmanlegt, eða þá þýðingarlaust, af
því að það var ekki f tíma tekið.
Menn ættu þó að læra svo mikið af
þessu ráðleysis -landnámi, að nú hjeðan í
frá verði ekki neitt tómthús byggt utan
kaupstaða1, sem ekki sje út mæld viss lóð
undir matjurtagarð og túnblett, sem
nýbyggjum sje með reglulegu byggingar-
brjefi gert að skyldu, að viðlagðri útbygg-
ingu og burtrekstri, að vera búnir að
girða og rækta á 3 ára fresti. Landstærð-
in gæti verið mismunandi eptir ýmsum
I) J>að sýnist ekki nauðsynlegt fyrir Reykjavík
að byggja svo þjett suður við Skerjafjörð, að
hvert býli ekki hafi þar blett að rækta, einkum
meðan bærinn ekki hefir neina iðnaðarstofnun. þeir
bæjarbúar eru ver settir en aðrir.
kringumstæðum, t. a. m. því, hvað hægt
væri að rækta blettinn, hægt með efni í
girðingar, hægt að afla þara eða þangs,
en undir öllum kringumstæðum ætti blett-
urinn aldrei að vera minni, að undan-
teknu bæjarstæði og matjurtagarði, en £
úr dagsláttu, eða 300 ferhyrningsfaðmar,
og allt að dagsláttu.
A sama hátt ætti við hver ábúenda-
skipti á þeim tómthúsum, sem nú eru til,
hvort þau ern frá eldri eða yngri tfmum,
að setja sömu skilmála, eða þá að af má
þau með öllu, og þar sem þau væru svo
þjett, að þetta yrði ekki, þá að rífa sum.
Að þetta sje víða framkvæmanlegt, sýn-
ir reynslan. því það hafa nokkrir menn
gert hjer eða þar, menn,sem hafa haft dugnað
til þess, og gert sjer Ijóst, að það er bæði
gagn og heiður, að hirða um blett, þar
sem hann er til, og rækta nýjan, þar sem
hann ekki er til, kring um býli sitt.
Hefði nú þetta verið byrjað fyrir 20
árum, þá væri víða hreinlegra hringum býl-
in en er og líka gagnlegra.
En væri þetta nú byrjað, mætti þess
líka sjá mikinn stað eptir 20 ár.
En í staðinn fyrir að gera þetta, hefir
hjer um bil hver maður fengið að byggja,
sem um hefir beðið, án þess að honum
hafi verið gert að skyldu, að rækta nokk-
uð, jafnvel ekki einu sinni jarðeplagarð,
nema eptir eigin geðþekkni.
þ>að má furðu gegna, að menn skuli ekki
I hafa sjeð fyrir löngu, hvað mikla kosti
þetta hefur.
það er sjálfsagt, að sá sem á að rækta
annara land, hann verður að fá nýbyggja-
rjett, en svo gefur þetta honum og
hans hyski nokkuð að hugsa um, og varð-
veitir þannig fyrir sjúkdómi ómennskunn-
ar, og fyrir því, að allir andans kraptar,
drepist, fyrir utan þá búbót, sem það
veitir, án þess að nokkuð sje í kostnað lagt
sem teljandi sje, nema sá tími, sem ann-
ars eyðist til iðjuleysis.
Hjer má margt til telja. það eykur bæði
heilnæmi og prýði, að hafa grasblett í kring-
um býli sitt.
En svo kemur þetta stóra atriði í þessu
máli, að með því að rækta jörðina á þann
hátt, sem jeg hef hjer að framan á bent,
hlytu þessar lóðir, sem tómthúsin standa
á, að færast upp í verði í framtíðinni, meir
en með nokkru öðru móti.
það mun ekki neitt meir en meðalrækt
á sljettum, í víðlendu túni, þó gert sje ráð
fyrir 15 hestum af dagsláttunni, miðað
við 16 fjórðunga klyfjar, en af smáblettum,
er væru 3—900 □ faðmar, vel girtum, sem
geta haft nægan áburð, og býli stæði
á hverjum bletti, má gera ráð fyrir allt