Ísafold


Ísafold - 16.03.1887, Qupperneq 1

Ísafold - 16.03.1887, Qupperneq 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógildnema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XIV 12. Reykjavik, miðvikudaginn 16. marz. 1887. 45. Innlendar frjettir. Komstu að Kornbrekknm (kvæði). 46. Um kosningarlög til alþingis. 47. Landsyfirrjettardómurinnog fi^kisamþykktarbrot. 48. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 1*5—2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd ogld. kl. 4 — 5 Söfnunursjóður Rvíkur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir i Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen marz Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttujum hád. fm. em. | fm. em. M. 9. -14 -f- 8 30,6 3°.« N h b N hv b F. 10. - 11 -4- 6 30,9 30.9 N h b 0 b F. 11. - 12 -f 2 30,7 30,8 0 d U b L. 12. - 9 -r- 3 30.8 30,7 0 b 'I b s. i.p - 6 + 3 30.5 30,5 V h d V h b M. 14. - 6 + ' 3°'5 30,5 O b 0 b Þ. 15- - 6 + 2 3° ,3 30,2 Sv h d Sv h d Fyrstu daga þessarar viku var hjer norðanátt, hvass til djúpa, en optast hægur hjer ; seinni part h. IO. gekk hann ofan og gjörði logn, sem hefir haldizt síðan, optast bjart og fagurt sólskin. Lopt- þyngdarmælir hefir alla vikuna staðið óvenjulega hátt, og 10. var rjett að þvi komið, að hann kæm- ist ekki hærra, og hefir þetta ekki að borið síðan 1883. fað ár komst mælirinn um sama leyti i marzmánuði eins hátt og hægt var (6/8 83) og þa var hjer alveg sama veðrið og þessa vikuna. í dag 15. hægur á suðvestan, dimmur og snjór í lopti; loptþyngdarmælir fer ofurhægt lækkandi. Reykjavík 16. marz 1887. Tíðarfar O. fl. Hjer um suðurland heíir verið meinlítil veðrátta all-lengi, en þó nokkuð stormasamt þangað til fyrir tæpri viku, að brá til hægviðra. Að norðan er og látið allvel af tíðarfari. Tíðin hin bezta síðan í mið-þorra, segir Fróði 1. þ. m. Aptur segir í brjefi úr Norður-þingeyjarsýslu seint í janúar, að þar sje þá hið voðalegasta útlit fyrir menn og skepnur, enda hafi verið sett svo djarf- lega á fóður þar í haust, að á nokkrum stöðum í Axarfirði og á Sljettu sje farið að skera af heyjum. Af vesturlandi er látið miður af tíðarfari én nyrða. Hlákurnar á þorranum hafa eigi orðið þar að liði nema út til nesja. Eink- um er ástandið mjög illt í Dölumun. Hafa þar verið jarðleysur alla tíð síðan á jólum, en heyásetniugin ekki gætilegri en svo, að allur almenningur er talinn uppiskroppa nú í góulok, en ekki nema tveir—þrír menn í sveit, sem endast til sumarmála. Almenn- ingur þar var farinn nú fyrir viku að sækja korn í kaupstað til skepnufóðurs, ýmist út í Stykkishólm eða norður á Borðeyri, á hálf- horuðum drógum.gegn lánstrausti þeirra sár- fáu, sem það haia, eða þá út á skepnur sínar; á Borðeyri t. d. lánað út á ær með 10 kr. verði að vorlagi, og kostar 18 kr. rúgtunn- an.— þess er meðal annars getið uin einn bónda í Dölum, að hann átti í nnðþorra 1 faðm af heyi (útheyi) handa 100 fjár og 11 hesturn. Aflabrögð. Fö studag 11. þ. m. var almennt róið hjer við Eaxaflóa sunnanverð- an — hafði þá ekki gefið á sjó langalengi— og fengust allt að 30 í hlut hjer á Inn- nesjum, af vænum stútung og þorski, en á Miðnesi syðra jafnvel 80 í hlut (sumir segja 100, hjá Hákoni íStafnesi) ; enda var blíð- asta og fegursta veður. Veðurblíða þessi hefir haldizt síðan, og aflabrögð mikið góð: laugardag 10—35 í hlut hjer inn frá, mánu- dag viðiíka, og í gær rninna, kring um 10 —12 almennt. A Eyrarbakka einnig ágætur afli, nú um helgina, af ýsu, jafnvel um og yfir 100 í hlut á dag. Við Isafjarðardjúp reytingsafli. Fiskiafli í Eyjafirði nokkur, þegar á sjó gefur, segir í Eróða 1. þ. m. Mannalát og slysfarir. Drukknað hafa 2 menn at bát í vetur á Mjóafirði eystra og 1 á Eskifirði. Eimm menn er talið sannfrjett að hafi orðið bráðkvaddir í vetur í Strandasýslu af hákarlsáti. Sparisjóður Reykjavíkur. það stendur til, að þessi stofnun verði látin renna saman við landsbankann frá næstu mánaðamótum, og tekur þá landsbankinn til að gegna sparisjóðsstörfum, eins og til er tekið í bankalögum. Landsbankinn greiðir að sögn nokkuð hærri vóxtu af inn- lánum, heldur en sparisjóðurinn hefir gert, nefnil. 3 kr. 60 a. af hverjum 100 kr., í stað þess að sparisjóðurinn galt hjer um bil 3J kr. riskiskútur hjer úr bænum og af nesinu lögðu allar út í fyrra dag. Franskar fiskiskútur tvær hafa komið hjer þessa daga, til viðgerðar eða vegna veikinda. Höfðu lítið reynt fyrir fisk. — pað eitt hefir fengist úr þeirra ferð af útlendum frjettum, að ekki var ó- friður byrjaður snemma í f. m. Kornbrekkur1. (Guðmundur Jónsson, ý 1881). nKomstu að Kornbrekkum ?« Kom eg þar fyrrum : sol var yfir sveit sumar í garði, hlógu við hagar, og i hundraðs fiokkum skipuðn sauðir sólbjarta grund. Brosti við búrausn, bondi kom til dyra, blíður í bragði, bauð mjer til stofu gjörhygli, greiði og göfuglyndi fyllti fögnuði farmótt hjarta. vKomstu að Kornbrekkum U Kom eg þar aptur, sd þar sandmel, og svartar rústir. Úti bauð gestum auðn og kuldi, en súgur um sorg söng við inni. nKomstu þá að garði U Kom eg og starði: allt var auðn og enginn heima. sá eg austr á sand: sorgarskari dapur var á ferð með dökkri kistu. Hafði Helja hjeraðs miðju farið ránshendi og rjóður gert: Sló hussbóndann og svo hvað af öðru, híis og haga, hjarðir og tún. pá var mjer sýnt að sveitin drúpti, og að hjör henni við hjarta stoð; vildi og ei lifa I) Ein af eyðijörðum þeim, sem fóru í sand á Rang- árvöllum 1882. par bjó merkisbóndinn Guðmund- ur Jónsson, rausnarbúi, en andaðist rétt áður en þessi jörð hans eyddist.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.