Ísafold - 16.03.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.03.1887, Blaðsíða 2
46 eptir valmenni eitt kuldastrá á Kornbrekkum. •Komstu að Kornbrekkum ? Komstu þar í vetur ? Sástu þar lauk þann sem lifir eptir ? Sá er sífrjór sumar og vetur,— það er góðs manns orð, sem grœr þó frjósi.— jA ATTH. jlOCH. Um kosningarlög til alþingis. Hverjir eru þeir kostir kosningarlaga, sem helzt á að líta til, þegar slík lög eru samin fyrir Island ? Að mínu áliti er það: að sem minnst af svo nefndri nesja- skoðun geti komizt að, og um leið sem mest trygging sje fyrir því, að hinir hæf- ustu og beztu menn landsins nái kosningu til alþingis; að sem flestir af kjósendum eigi kost á, að nota kosningarrjett sinn, sjer sem kostn- aðar- og fyrirhafnarminnst. Ef ákvæði kosningarlaganna væri svo, að hver maður, sem kosningarrjett hefir, hefði rjett til að velja 30 eða 36 þingmenn — með öðrum orðum, að landið allt væri eitt kjördæmi — þá gæti nesjaskoðun og hjeraðsrígur ekki komizt að, því þá væru atkvæði lögð saman fyrir land allt. En sá er galli á þessu fyrirkomulagi, að ekki verður með sanngirni ætlazt til, að hver kosningarbær maður á landinu þekki alla hina færustu menn, einkum þá, sem búa á fjarlægustu landshornum,og hina yngri líttþekktu efnilegu menn; er því hætt við, að fjöldinn af kjósendum renni blint í sjó- inn, beint eptir listum, sem blaðamenn eður einhverjir kappsmenn köstuðu út á milli alþýðu. þessi kosningaraðferð væri því ekki full trygging fyrir hinum sanna þjóðvilja um það, hverjir sitja skuli á alþingi, nje held- ur fyrir því, að hæfustu menn landsins kæmust til þings. Auk þess er hætt við í jafnstrjálbyggðu og samgöngulitlu landi, sem Island er, að þessi kosningaraðferðj yrði talsvert fyrir- hafnarmikil, og tæki langan tíma, þar til kosningum væri að fullu lokið, og úrslit heyrum kunnug. Til þess að hver, sem kosningarrjett hefir, geti sem hægast og kostnaðarminnst not- að hann, þyrftu kjörstaðir að vera í hverj- um hreppi eða sveit um land allt, hvort heldur sú regla væri við höfð, að hver kysi j 30—36 þingmenn fyrir allt landið, eður að eins 1—2 fyrir hverja sýslu, sem nú er lög og venja. En á þessu fyrirkomulagi er sá galli, að með þeim hætti kæmust nesjaskoðanir að í almætti sínu; og sá þröngvi sjóndeildar- hringur hvíldi yfir kjörstaðnum, þar sem kjósendur helzt velja þann, sem þeirhalda að verða muni sínu hjeraði fylgisamastur, án þess að láta það ráða úrslitum, hver gagnlegastur þingmaður mundi verða land- inu í heild sinni. þ>ó að þetta þrennt sje að mörgu leyti hið ákjósanlegasta: að landið allt sje eitt kjördæmi, að þingmenn sjeu valdir með listakosningu, og að kjörstaðir sjeu sem flestir, þá loða við þessa höfuðkosti jafn- margir ókostir, svo stórir, að eigi er tak- andi í mál að ráða til slíks fyrirkomu- lags. En sje nú farið hjer mitt á milli, þá er j nokkru náð af kostunum, og sneitt hjá tals- verðu af þeim göllum, sem eru á núgild- andi kosningarlögum, og því kosningarlaga- j frumvarpi, sem samþykkt var á alþingi næstliðið sumar. Ef t. d. landinu væri skipt í 8 kjördæmi j j (nú eru þau 21), og sett í hvert þeirra j j 3—7 kjörstaðir, eður 40 á öllu landinu (í stað 21 nú), þa væri mörgum af kjósend- um gert hægra fyrir en nú er, að sækja kjörfundi og nota kosningarrjett sinn, ef j kjörstaðir eru haganlega valdir í sveitunum, | en aptur öllum óhægra, að koma nesja- j skoðun sinni að, og einstökum mönnum að j vinna landinu skaða með kosningarkappi í j þá stefnu, að koma sjer eða sínum fylgi- j j fiskum á þing. Jafnframt þessu fyrirkomu- I lagi gætu listakosningar komizt að í smá- um stíl, sem væri kjósendum hentugra og j landinu affarabetra, heldur en að landið allt j væri eitt kjördæmi. |>ó ekki sje von til, að hver kjósandi þekki 30—36 heztu þingmannaefni um land j allt, þá er honum engin vorkunn, að þekkja menn í einni eða tveim nálægustu sýslum, j svo að hann geti þar úr valið 3—5 þing- j mannaefni eptir eigin þekkingu, án þess að þurfa að kjósa blint eptir tillögum blaða og einstakra manna. Sje svo, að í því kjördæmi sje ekki um xauðugan garð að j gresja», geta kjósendur valið suma þing- { menn sína utan kjördæmis, ef þeir álíta þá betur tilfallna en innanhjeraðsmenn. Skipun kjördæma og kjörstaða hefi jeg áður hugsað mjer þannig : 1. Skaptafells-, Rangárvalla- og Vestmann- eyjasýsla. 2. Árnes- og Kjósarsýsla. 3. Reykjavík og Gullbringu- og Borgarfjarð- arsýsla. 4. Mýra- og Snæfellsness- og Dalasýsla. 5. Barðastrandar-, Stranda- og Isafjarðar- sýsla ásamt ísafjarðarkaupstað. 6. Húnavatns- og Skagafjarðarsýsla. 7. Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðar- og þingeyjarsýsla. 8. Miilasýslur báðar ásamt 3 sóknum norð- ast og austast í þingeyjarsýslu. I hverju af kjördæmum þessum sjeu kosnir 4 þingmenn, að undanteknu 2. og 4. kjördæmi, þar sem ætti að kjósa 3 þing- menn í hvoru fyrir sig. þegar svo langt er komið, að landsmenn kjósa alla þing- mennina, bætast 6 menn við þessa tölu. Kjörstaðir ættu að vera 40, sem sje : í 1. kjördæmi sex í 5. kjördæmi sjö - 2. --- þrír í 6. - fimm - 3. —--- fimm í 7.--fjórir - 4. --- fimm 1 8. fimm. Ekki er ólíklegt, að við nákvæmari yfir- vegun mætti finna hentugri takmarkaskip- un,og að betra væri að fækka eða fjölga kjör- dæmum eða kjörstöðum; en sú grundvall- arhugsun held jeg sje rjett, að hentugra væri, að kjördæmin sjeu talsvert stór, en þó ekki stærri en svo, að kunnugleiki kjós- enda nái út að takmörkun kjördæmanna, og að kjörstöðum sje fjölgað allt að helm- ingi; því svo má heita, að kosningarrjettur margra þeirra, er langt búa frá kjörstað, sje þeim því nær með öllu gagnslaus, eink- um ef efnalitlir eiga í hlut; þeir mega hvorki missa tíma nje fje til þess að fara langa leið til kjörstaðar. |>að er gagnslaust, að gefa manni hlut eða rjett, sem honum er ekki hægt að nota. Hvernig jeg að öðru leyti hefi hugsað mjer, að kosningum skyldi haga, vil jeg, til þess að spara rúm i blaðinu, að eins vísa til Alþingistíð. 1885 C. d. 207—212 og B. 307. Breytingar þær á núgildandi kosn- ingarlögum, sem þar eru fram teknar, eru auðkenndar með skáletri. það sýndi sig á þingi 1885, að fyrirkomu- lag á kosningum í þá átt, sem hjer er bent á, átti örðugt uppdráttar. Frumvarpið var fellt. Enda mun mega við því búast, að það fái framvegis marga mötstöðumenn. þeir einir greiða atkvæði með því, er ekki er annt um að komast á þing við næstu kosningar, eða þykjast fastir í sessi, eður að eins líta á gagn landsins, frekar en sín- ar eigin fýsnir. Hinir, sem vilja sitja á alþingi, en vita vanmátt sinn og veikt traust alþýðu til þeirra, þeir munu jafnan greiða atkvæði móti frumvarpi, sem fer í þá stefnu, sem hjer er á vikið. þeir sjá, að þó þeir geti sópað saman hóp kjósenda, er næst búa kjörstaðnum, svo þeim nægði það til þingfarar eptir núgildandi kosningarlögum, þá er, eptir því fyrirkomulagi, sem hjer er nefnt, ekki fyrir það »sopið kálið þó í aus- una sje komið», því þá eru eptir atkvæði frá 2 til 6 kjörstöðum í sama kjördæmi, sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.