Ísafold - 18.03.1887, Page 3

Ísafold - 18.03.1887, Page 3
51 manna, sem »tunglskinsmenn» nefnast. Við öðru var ekki að búast. Fbakkland. Að Frakkar haldi í ákafa áfram að búa her sinn og flota, má nserri geta, meðan engi veit hvað upp kemur á þeim teningum, sem nú skal kastað. Fyrir skömmu veitti þingið umtölulaust 86 miljónir franka til útbúnaðar á sjó og landi. Allir búast við að fá þó meira að vita nm, hvað þ>ýzkaland — eða Bismarck — hefir fyrirstafni, þegar ríkisþingið verð- ur sett og helgað. Blöðin segja, að Bis- marck eigi að lesa upp ræðuboðan keisar- ans, og þar muni lypt fortjaldi ókominna viðburða. það er sagt, að Frakkar eigi nýtt vopn | í vitum sínum, en það eru tundurhnettir með nýju sprengiefni, sem þeir kalla *meli- niU. það mun satt, að kúlurnar sje verra heljartól, en þau, sem fyr hefir verið neytt í bardögum ; en sögurnar hafa þegar bætt við, að þjóðverjar hafi þegar fundið annað tundurefni engu óskæðara, þó þær viti ekki heiti þess að svo komnu. f>að láðist eptir síðast að geta um lát Poul Berts, landstjóra Frakka 1 Anam og Tonkin, sem dó þar eystra í nóvember. Hann var nafnkunnur vísindamaður í nátt- úrufræðum, og sum rit hans með afbrigð- um talin sökum nýrra uppgötvana. Íalía. Sem flestum mun kunnugt, gerðu ítalir út leiðangurslið til hinna syðri stranda við Bauðahaf, og helguðu sjer þar drjúgan landgeira. f>eir tóku sjer meginstíið í borg- inni Massóvah, sem liggur á tveim smá- eyjum, en frá henni leiðargarður hlaðinn að ströndinni. f>að var þessi geiri og eink- um hafnarborgin, sem Jóhannes Abessiníu- keisari vildi eignast og tefldi um við Egipta- jarl, því honum er hafna vant. Keisarinn ætlar nú að sækja fenginn ítölum í hend- ur, og reka þá á burt, en veit að þeim er erfitt um að haldast þar við, sökum afar- hita og óheilnæmis. Hann hefir látið hers- höfðingja sinn, Bas Abúla, halda upp til móts við ítali með allmikinn liðskost — grimmar sveitir og harðfengar, þó sum vopnin sje af ljelegu tagi — og rjeðst hann fyrst á þá nýlendubyggð ítala og Evrópu- manna, sem upp var komin á strandar- geiranum. Yarðlið ítala hafði hjer ekki við, og voru 480 manns drepnir, þeirra, sem í því hverfi bjuggu, en 50 komust undan út til bæjarins. Hinn 25. og 26. janúar leituðu hersveitir ítala að stökkva aðkomuhernum á burt, og tókst það að vísu eptir hörðustu viðureign, en í þeim viðskiptum ljetu þeir yfir 400 hermanna og 23 fyrirliða. Síðan hafa ekki sögur af neinum atburðum borizt. Með þvf að mönnum varð bylt við þessi tíðindi á Ítalíu, og ráðherrarnir fengu harð- ar átölur á þinginu, þar sem opt hefir verið hnýtt í snjallræði þeirra með leið- angurinn og landnámið við Bauðahaf, sagði Depretis af sjer, en Bobilant, utanríkis- ráðherrann, hafði mest aftök um að vera lengur við stjórnina. Konungur lagði mjög að þeim að halda embættunum, en Dep- retis hafði ekki tekizt að endurskipa ráða- neytið, þegar síðast frjettist. Konungi þykir sem málið mundi þá vandast mest, ef hann yrði að taka þá sjer til ráðaneyt- is, sem mundu vilja losa um hnútana gagnvart Austurríki og f>ýzkalandi. — Lið er sent til Massóvah, og á það úrræði fjellust flestir á þinginu, þó sumir vildu að herinn yrði þaðan heim kvaddur. Landskjálfti. Af honum stórskaðar á Norður-Ítalíu 23. þ. m. Að þeim kvað mest í Genúahjeraði, og tala þeirra manna sem farzit hafa og orðið undir húsahruni sögð yfir 2000. í bæ er Bajordo heitir flýði fólkið í kirkjuna, en hún hrundi, og þar fengu 300 manns bana. Húsahrun varð víðar f grennd við hafið, t. d. í Nizza og Cannes á Suður-Frakklandi, en þar lítið um manntjón. Jarðskjálftans kenndi bæði þann dag og hinn næsta víða á ’ltalíu, og jafnvel á Sikiley og Grikklandi; enn frem- ur í Genefu í Sviss. Stanley. þessi frægi landkannari Af- ríku er lagður af stað á ný til ferðar um þvera þá álfu, en áformið er að bjarga þeim manni úr illri kví eða kreppu, sem Emin pasja heitir — þýzkur að kyni (?) — en hann hefir haft landgæzlu í löndunum í grennd við miðjarðarbauginn, sem Egiptar höfðu kastað eign sinni á. A þetta skal seinna minnzt, þegar Stanley hefir ráðið hvaðan hann ætlar fþangað að sækja, að vestan (frá Kongó) eða austan (Zanzibar); þegar síðast frjettist, var hann í Zanzibar. Viðbætib. A Skotlandi náði sú fregn póstskipinu, að Vilhjálmur þýzkalands- keisari (níræður 22. þ. m.) væri orðinn hættulega veikur. Var jafnvel sagt lát hans einu sinni, en það reyndist mis- hermt. Um ráð til að minnka skip- tapa hjer á landi. Eptir. landlækni Schierbeck. Fregnirnar í blöðunum um hina voðalegu slysfarir á sjó hjer á landi f vetur hljóta að baka hverjum brjóstgóðum manni hina mestu sorg og áhyggju. f>að þarf sannarlega mikið þrek og mikla hug- prýði til að af bera slík stórslys ár eptir ár; sjeu allirþessir skiptapartaldir saman verður manntjónið svomikið ogtilfinnanlegt.að það leggst svo þungt á herðar fámennri þjóð eins og ef eitthvert stórveldið missti heil- an her með 30,000 manns. J>að er því eðlilegt, að vjer litumst um hvervetna eptir ráðum til þess að afstýra þessu hraparlega manntjóni, enda vantar eigi góðar bendingar í þá átt í blöðunum. f>ar sem jeg samt sem áður leyfi mjer að koma með ráð í þessu máli, þá er það ekki af því, að jeg hafi neitt nýtt fram að bjóða, heldur einungis vegna þess, að mjer virðist, að eitt af ráðum þeim til að verja slysum á sjó, sem á hefir verið minnzt í blöðunum, ætti að takast skarpara fram og einkum að framsetja það á aðgengileg- an hátt, til þess að sjómönnum liggi f augum uppi, hversu einfalt það er og kostnaðarlítið. En áður en jeg segi fáein orð um þetta ráð, vil jeg leyfa mjer að minnast á hin, er stuDgið hefir verið upp á í þessa átt; því það er ekki nema gott að hafa svo mörg ráð í takinu sem hægt er, með því að vjer verðum um fram allt að varast að gera oss í hugarlund, að vjer munum geta afstýrt gjörsamlega þessum slysum með einu ráði; vjer megum þakka fyrir ef vjer getum afstýrt einhverjum af þeim. Að útvega og setja upp loptþyngdar- mæli hingað og þangað í sjóplássum er mikið gott; en bæði er það, að fæstir eiga kost á að hagnýta sjer slík áhöld, og svo er hitt, að loptþyngdarmælirinn getur eigi boðað nógu löngu fyrir fram snögglegar veðurbreytingar, sem ekki koma á fyr en menn eru rónir. Samt sem áður skulum vjer ekki einskis virða þetta ráð; því vel | getur það borið við, að eitthvert skip setjist aptur vegna loptþyngdarmælisins og stýri þannig undan voða. Viðleitnin að láta unga menn hér á landi læra sund er vissulega mjög lofsverð, og væri mjög æskilegt, að slíkir viðburðir lán- uðust vel; því að enginn efi getur á því leikið, að fleiri sjómenn mundu forða lífi í sjávarháska, ef þeir hefðu almennt lært að synda. Samt sem áður má ekki búast við allt of miklum árangri af því; reynslan frá öðrum löndum hefir því miður sannað það fyllilega, að sjávargangur og kuldi fer með góða sundmenn1. f>að stendur og sund- 1) petta er jorgöngumönnum sundkennslunnar hjer Jullkunnugt, og þeim hefir aldrei til hugar komib, ad snndkunnátta muni nokkurn tíma af- stgra meö öllu manntjóni í sjó eöa neitt í þann veginn. Annarsstaöar ermanntjón í sjó langal- gengast aj hafskipum, ýmist viö sjávarhamra og í ofsabrimi, eöa þá út í reginhafi; og getur enginn œtlazt til aö sundkunnátta komi þá ai haldi. En hjer á landi veröur eflaust meira en helmingur af öllum slysförum í sjóinn ýmist

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.