Ísafold - 13.04.1887, Blaðsíða 2
66
hann maki, faðir og húsbóndi; heimili hans var
og jafnan friðsamt.
Blindur var hann nokkur síðustu ár æfi sinnar,
og þann tima ávallt f rúuiinu.
Jarðarför hans fram fór að Hjaltabakka 2. marz
voru þar margir menn viðstaddir, og þar á meðal
sýslunefnd Húnavatnssýslu, er um þá daga hjelt
aðalfund sinn á Blönduósi. P.
Dick Fob eða rjettvísin í Slander Creek,
Spti* aí h S’t-a-Ut.
Dómsalurinn var troðfullur.
Dick Fob (frb. fobb), sökudólgurinn, hafði
komið til Slander Creek fyrir 10 árum, ein-
hversstaðar norðan úr Norðurríkjum, í hinu
mikla flóði af töskubökum (carpet-baggers), er
streymdi suður eptir fyrstu árin eptir borgara-
styrjöldina miklu (1861 —1865), til þess að afla
sjer fjár og frama. Honum hafði lánazt hvort-
tveggja furðu vel. Hann var nú talinn maður
allvel fjáður, og það var naumast nokkur sú
tyllistaða í þessum blómlega framfarabæ, að
Dick Fob þyrfti ekki að prýða þann hefðarsess
fyrir nær samhljóða atkvæði sinna samborgar-
manna. Mótstöðumenn átti hann auðvitað, eins
og allir, sem mikið ber á; og þegar þeir urðu
undir við kosningar, svöluðu þeir sjer á því, að
tala um „atkvæða-whisky“, „atkvæða-stórgripi"
o. s. frv. En það hafði engin áhrif á lýðhylli
Dicks Fobs. Hún átti sjer dýpri rætur en svo.
Hann var meðal annars hið mesta uppáhald
allra veitingamanna bæjarins, ekki sizt hinna
ólöglegu; hann var óspar á fje við sjálfan sig
og aðra á skytningi, og auk þess hið þraut-
bezta og fjölhæfasta vitni, ef lögreglan ætlaði
að hafa hönd í hári þeim. En veitingastofurn-
ar voru gróðrarstía almenningsálitsins í Slander
Creek, og þar var hinum uppvaxandi mennta-
lýð kenndur dag og nótt sá vegur, er hann átti
að ganga til forustu og fyrirmyndar fyrir lýðn-
um síðar meir.
Sækjandi, talsmaður rjettvísinnar, var ný-
seztur niður. Hann hafði lokið máli sínu með
hátíðlegum þakkarorðum til „hinna ágætu föð-
urlandsvina, sem hefðu lagt í sölurnar dýrmæt-
an tíma og fje og frið, já, ef til vill sína tím-
anlegu velferð, til þess að frelsa land og lýð
undan ánauðar- og spillingaroki þessa alræmda
falsara, þjófs og lygara, er hann hjer með ofur-
seldi i rjettvísinnar hendur, svo að hann nú
loks hlyti sín makleg málagjöld, öðrum til skelf-
ingar og viðvörunar“.
f>að varð stundarþögn eptir þessa dembu.
J>að var auðsjeð á áheyrendunum, að þeim þótti
sækjanda hafa vel mælzt, og enginn efi á því,
að Dick Fob hlyti hin maklegu málagjöld, er
talsmaður rjettvísinnar hafði farið fram á.
J>á reis upp talsmaður hins sakborna, verj-
andinn, roskinn maður, grár fyrir hærum, lot-
inn nokkuð, en þó hnellinn að sjá, loðbrýnn og
hvasseygur, með niðurbjúgt nef. Hann ræskti
sig og þreif höndum um stúkuriðið.
Hann kvað sjer sannarlega blöskra jafnfá-
heyrt sambland af ósvífni og barnaskap, ersækj-
andi hefði hnoðað saman í enda ræðu sinnar,sem
hefði annars verið öll frá upphafi til enda þannig
vaxin, að hún væri sannarlega alls ekki svara
verð, enda þótt að hann reyndar að vísu eins
og á stæði fyndi sjer skylt að mæla fáein orð
í þessu máli. Hann sagðist játa það hrein-
skilnislega, að hann ætti þessum afbragðsmanni,
sem hjer væri ranglega fyrir sökum hafður, af
persónulegum fjandskap og ofsóknum sinna
öfundarmanna, þessara þokkalegu „föðurlands-
vina“, sem sannarlega mættu þakka sínum sæla,
að þeir hefðu eigi sjálfir fyrir löngu sumir hverjir
komizt undir manna hendur fyrir hálfu verri
glæpi en þeir með allri sinni óskammfeilni
dirfðust að drótta að honum, — hann ætti
þessum mannisvo mikið gott upp að inna,
að hann mundi bera kinnroða fyrir alla æfi,
ef hann horfði þegjandi á jafn-ófagran leik og
þeir hefðu hjer með höndum.
Hann kvaðst þá fyrst og frerast vilja vekja
athygli á því, að það væri sannarlega leit á
öðrum eins nytsemdarmanni í bæjarfjelaginu,
eins og þessi heiðraði borgari hefði jafnan reynzt
alia tíð siðan hann kom til Slander Creek.
Hann hefði þegar hin fyrstu ár sín þar í bæn-
um komið á fót hverju framfarafyrirtækinu eptir
annað, sem borið hefðu ogbæri enn blessunar-
rikan ávöxt bæði sjálfum honum og öðrum.
J>að væri öllum bæjarmönnum og mörgum fleir-
um kunnugt, að hann hefði öll þau ár, er hann
hefði verið vor á meðal, aldrei skorazt undan
að takast á hendur neinn þann vanda, neitt
það ómaks- og ábyrgðarstarf, er traust og hylli
hans samborgarmanna hefði á hann hlaðið hvert
á fætur öðru, hversu svo sem hann hefði, af
sinni alkunnu hæversku, er opt væri einkunn
laungáfaðra mikilmenna, gert sjer far um að
komast undan að verða fyrir kosningu til slíkra
hluta. J>etta og margt fleira því um likt væri
öllum kunnugt, er hjer væri saman komnir, og
væri því í raun og veru óþarfi fyrir sig að taka
það fram, enda þótt að sjer virtist samt sem
áður eiei að síður við eiga, að drepa á sumt
af því við annað eins tækifæri og þetta. En
þar sem — með því að — hitt væri ef til vill
eigi alls kostar jafnkunnugt hverjum og ein-
um, að hann ætti fáa sína líka að höfðinglegri
rausn og elskuverðri gestrisni, þá vildi hann
leyfa sjer að setja mönnum fyrir sjónir, hvort
ekki mundi þykja skarð fyrir skildi , ef honum
væri á bak að sjá; — ef hið fagra og friðsæla
heimkynni, þar sem hann hefði skipað öndvegi
og jafnan kvatt hvern þyrstan og dagmóðan
vegfaranda, er að garði bar, hinu fagra og há-
leita vinar-nafni, og látið þegar bera fram fleyti-
fulla mælira mjaðar og munngáts, — ef þessi
þrautalending mótlættra mannvina, er ef til vill
ættu á stundum víðast annarstaðar úkvæmt,
skyldi leggjast niður. [Hjer klökknaði ræðu-
maður].
Hvað sjálfar sakargiftirnar snerti, þá hlyti það
að vísu að liggja hverjum heilvita manni í aug-
um uppi, hversu hjegómlegar þær væru í sjálfu
sjer, og hvílik fásinna og óskammfeilni væri að
koma með annað eins og berja það blákalt fram
gegn stöðugri og eindreginni neitun hins kærða.
En hann kvað þó sjerstaklega vilja leiða at-
hygli að því, að þar sem kærendurnir ætluðu
að gera kærða líklega helzt að ólífismanni fyrir
það, að hann hefði skrifað nafn oddvita bæjar-
stjórnarinnar undir þessi skuldabrjef, sem hjer
lægju til sýnis, þá sýndi það bezt, hvað mikið
saknæmt þar byggi undir, að hinn kærði hefði,
með sinni vanalegu hreinskilni, kannazt undir
eins við, jafnvel ótilkvaddur, að hann hafi skrif-
að nafnið undir, en, eins og hverjum heilskyggn-
um manni liggur í augum uppi, þá hefði hann
gert það ekki einungis með leyfi oddvitans
sjálfs, heldur beinlinis fyrir beiðni hans, vegna
hans mikla annrikis, sem væri jafnframt ber-
sýnilega orsök í því, að hann (oddvitinn> væri
nú öldungis búinn að gleyma þvi, að hann hefði
nokkurn tíma beðið kærða um þetta viðvik.
Hann kvaðst vilja spyrja hinn heiðraða mót-
part, hvernig á því stæði, að hann kæmi ekki
með nein vitni,. sem hefðu verið heyrnarvottar
að því, að oddvitinn hefði aldrei beðið kærða
um að gera þetta fyrir sig. Meðan hann, hinn
heiðraði mðtpartur, gæti ekki komið með eitt
einasta þess konar vitni, þá mundi honum eins
hollt að hafa hægt um sig með þetta kæru-
atriði.
Hvað snerti þvi næst þessar vegavinnu-nest-
isdósir, er krerði hefði lagt til fyrir reikning
bæjarsjóðs, og reynzt hefðu fullar afhrossataði
í stað niðursoðins kjötmetis, þá kvað verjandi
sig furða á því, að kærendurnir hefðu ekki
vil.jað gera hann beinlínis að morðingja fyrir
það tiltæki. J>á hefðu þeir fyrst verið sjálfum
sjer samkvæmir ; og ætli þeim mundi hafaorð-
ið skotaskuld úr þvi, að gera sama lífsháskann
úr því að láta verkamenn fara með lítið annað
nesti upp á fjöll, eins og þegar Sir John Frank-
lin var svikinn með líkum hætti á sinni frægu
norðurför, er leiddi þá fjelaga til bana ?—„En,
sleppum nú öllu gamni — hjer er enginn gam-
anleikur á ferðum —, og gerum ráð fyrir, að
þessi áburður væri sannur: þá vil jeg spyrja
hinn heiðraða talsmann rjettvisinnar, hvort
hann ímyndi sjer. að nokkur sem helzt dómari
eða dómstóll mundi geta þótzt hafa heimild til
að álíta, að þetta hafi verið gert í sviksamleg-
um tilgangi, þar sem ákærða hlaut að vera
ljóst, að það mundi brátt verða uppvíst, hvað
dósirnar hefðu inni að halda, nefnilega óðara
en þær væru opnaðar ? J>að . er þar að auki
öllum kunnugt, að hinn heiðraði skjólstæðingur
minn fæst ekki sjálfur við matreiðslu, hvorki nið-
ursuðu nje annað, og má því nærri geta, hvað
kunnugt honum hafi verið um það. sem í dós-
unum var. J>ar með ætla jeg, að þessu atriði
muni sannarlega svarað svo sem við á og duga
mun.
Lygara-nafnið, sem sækjandi smellti inn í
niðurlags-klausu sína, eins og rúsínu i blóm-
urskepp, held jeg satt að segja að jeg geti ekki
verið að láta hann sæta ábyrgð fyrir, þótt hann
hann væri þess meira en maklegur að öðru
leyti. Jeg þykist sem sje sjá, að menntun míns
heiðraða mótparts sje ekki hásigldari en það,
að hann kunni ekki að gera mun á hreinni og
beinni lygi eða ósannindum á annan bóginn,
og fögru og uppbyggilegu skáldsmíði á hinn
bóginn. J>að er, eins og kunnugt er, eitt af