Ísafold - 04.05.1887, Síða 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu-
stofa i Isafoldarprentsmiðju.
XIV 20. Reykjavík, miðvikudaginn 4. maí. 1887.
77. Innlendar frjettir.
78. K.onungkjörnir þingmenn.
79. Útlendar frjettir. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsoankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. n—2
útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3
Póstar fara allir frá Kvik 9. mai.
Póstskip fer 7. þ. m. að morgni frá Rvík til Khafnar.
Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganirí Reykjavik, eptir Dr.J.Jónassen
apr. maí Hiti (Cels.) Lþmælir Veóurátt.
ánóttujum hád. fm. em. ím. em.
M. 27. “i" 5 + > 3°,> 30,2 N hv b N h b
F. 28. 3 + 2 3°, 2 3°,2 N h b V h b
í. 29. + 1 + 6 3»,i 30, 0 b U d
L. 30. + 3 + 6 29,9 29,9 V h b 0 b
S. 1. + 2 + 6 29,8 29,9 A h d N h b
M. 2. -r- 2 + 5 30,2 3° 1 N h b N h b
Þ- 3- -7- 2 + & 30. 3°,9 A h d Sa h d
Norðanbálið, sem var alla iyrri vikuna, gekk
ofan 28. og hefir siðan verið hægð á veðri, en
opt hefir brugðið fyrir norðamvælu og stund-
um hvass til djúpa, þótt logn hafi verið hjer i
bænum ; aðfaranótt h. 29. rigndi hjer dálitið. Síð-
ustu dagana hefir verið frost á nóttu og norðan-
kaldi til djúpa. í dag 3. dimrnur á austan-land-
sunnan bægur.
Beykjavík 4. maí 1887.
Póstskipið Laura kom hingað að-
faranott hins 30. i. m. Með því kom
cand. med. & chir. Stefán Gíslason og
nokkrir kaupmenn: Eyþór Feiixsson, Dit-
lev Thomsen, Jón Guðmundsson frá Elatey,
Sturla Jónsson, Dmus Petersen og jþorlákur
O. Johnson. Skipið brá sjerupp á Akranes
1. þ. m.
Konungkjörnir alþingismenn. Til
alþingissetu hm næstu 6 ár hefir konung-
ur kvatt lð. f. m.:
Július Havsteen amtmann,
E. Th. Jónassen amtmann,
L. E. Sveinbjörnsson yfirdómara,
Árna Thorsteinsson landfógeta,
Arnljót prest Ólafsson, og
Jón A. Hjaltalin skólastjóra.
Ernbætti. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
er veitt 15. f. m. settum sýslumanni þar
cand. juris Sigurði pórðarsyni, en sýslu-
manni Jóhannesi Ólafssyni, er hafði feng-
ið veitingu fyrir þeirri sýslu í haust, leyft
að sitja kyrrum 1 Skagafjarðarsýslu, eptir
ósk sýslubúa þar.
Til að þjóna Gullbringu- og Kjósarsýslu
í fjarveru sýslumanns Franz Siemsens, er
siglir nú með póstskipinu til þess að leita
sjer heilsubótar, hefir amtmaður sett cand.
juris yfirrjettarmálsfærslumann Hannes
Hafstein.
Embættispróf. Valtýr Guðmundsson
tók embættispróf í norrænni málfræði við
háskólann í Khöfn 31. f. m. með eink.
admissus.
Eldsvoði. Aðfaranótt hins 28. þ. m.
kviknaði eldur í geymsluhúsi Kr. Ó. f>or-
grímssonar hjer í bænum, einmitt á þeim
stað í því þar sem hlaðið var upp mate-
ríum af óseldum bókum (Helgapostillu,
Jónasarhugvekjum, Lestrarbók Stgr. Th.
dönsku o. fl.), en varð brálega niðurbæld-
ur af slökkviliðinu, með því að veður var
hægt og bjart orðið af degi. Hafði þó
sumt af bókunum skemmzt að mun, eink-
um af vatni, og þiljur í húsinu brunnið
nokkuð. Materíurnar voru í brunabótaá-
byrgð fyrir 9000 kr.
f>að er óráðin gáta enn, þrátt fyrir löng
og mikil rjettarpróf smátt og smátt dag-
ana á eptir, hvernig eldurinn hefir komið
upp, með því að í húsinu var engin eldstó
og enginn umgangur um það svo vitanlegt
sje frá því kvöldið áður að gengið var frá
því læstu kl. 9; en opið og lykilslaust var
það, þegar eldurinn sást og að því var
komið. Lopteldi getur það naumast ver-
ið að kenna, þar sem ekkert sást á þakinu;
en eldkveykjur úr hinni áttinni, frá neðri
byggðum, sem kallað er, mun almenning-
ur óvæntanlegur til að trúa á nú á tímum,
og það, sem lakara er, ábyrgðarfjelög ó-
væntanleg til að bæta.
Næturverði heldur tvo en einn hefir
höfuðstaðurinn, sem lög gera ráð fyrir,
fyrir mikið kaup; en grandvart er það, að
þeir hafi nokkurn tíma orðið elds varir á
undan öðrum í öll þau mörgu skipti, er
húsbrunar hafa orðið í bænum síðan hann
komst í brunabótaábyrgð; einu sinni varð
jafnvel heil sveit hermanna (frá Díönu) að
gera landgöngu í borginni til þess að koma
næturvörðunum og öðrum bæjarmönnum í
stöfun um, að eitt með stærstu húsum í
bænum var að brenna (hús Egils heitins
Jónssonar o. fl. 1883).
Skammt frá áðurnefndum eldstöðvum,
með einu timburhúsi á milli, er landsins
bezta og kostnaðarmesta húseign, alþingis-
húsið, og þar geymd hin einu vísindasöfn
landsins, mörg hundruð þúsund króna
virði, að svo miklu leyti sem auðið er að
meta þau til [peninga. Að þeirri vænu
bráð á eldurinn ekki aðra torfæru, úr næsta
húsi t. d., sem örskainmt er á milli, held-
ur en örþunnt gler, í geysistórum glugg-
um. Fám árum eptir að söfnin voru
þangað flutt fóru menn að hafa veður af
því, að forsjálla mundi að hafa blera fyrir
þessum gluggum á nóttunni, og þá helzt
úr járni. Nokkrum árum þar á eptir, 1885,
var sú umhugsun komin það áleiðis, að
þá veitti alþingi fje til þess að kaupa fyrir
slíka hlera. Tveim árum þar á eptir, 1887,
var ekki annað eptir en að panta þá; það
var þá í undirbúningi. Lengra kunnum vjer
ekki þá sögu.
Bókmenntafjelagið. Fundur var
haldinn hjer í deildinni í gærkveldi, með
nál. 50 manns.
f>ar var lagður fram reikningur félags-
deildarinnar fyrir undanfarið ár, endurskoð-
aður.
Fjelagsbækur skýrði forseti frá að yrðu
þetta ár frá þessari deild : Frjettir frd ís-
landi 1886, Nýja sagan II. bindi 3. hepti,
Bómeó og Júlía eptir W. Shakspeare, í
íslenzkri þýðingu eptir Matth. Jochumsson,
er allar væri fullprentaðar, og ennfremur
Tímaritið VIII. árg., er mundi verða full-
prentað í þessum mánuði. En frá Hafn-
ardeildinni væri von á : Skírni 1886, Skýrsl-
um og reikningum, og Safni af isl. gátum,
þulum og leikjum o. fl. (safnað af Jóni
Arnasyni), I. parti.
Ennfremur skýrði forseti frá því, eptir
tilkynningu frá Hafnardeildinni, að eptir-
leiðis væri í ráði að halda áfram »ís-
lenzku fornbrjefasafni«, er cand. mag. Jón
þorkelsson hefði tekið að sjer að safna og
búa undir prentun, gegn 1200 kr. styrk á
ári, helmingi úr ríkissjóði, er þegar væri
fengið, en hinum helmingnum úr landssjóði
Islands, og hefði ráðgjafinn þegar veitt þær
600 kr. fyrir þetta ár, af fjenu »til vísinda-
legra og verklegra fyrirtækja«, en ætlazt
til að alþingi veiti þær eptirleiðis.
þá var tekið fyrir til umræðu theimflutn-
ingsmálíð*, og eptir litlar umræður samþykkt
nær í einu hljóði svolátandi tillaga til
fundarályktunar frá stjóminni :