Ísafold - 18.05.1887, Page 1

Ísafold - 18.05.1887, Page 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins {6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XIV 23. Reykjavik, miðvikudaginn 18. maí. 1887. 89. Innl. frjettir. Afleiðingar hallærisins. 91. „Ólafr Pá og Ólafr Upp-á er ekki j'að sama“. 92. Hitt og þetta. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókrasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvikur opinn l' mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavik, eptir Dr. J.Jónassen maí Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|umhád. fm. em. fm. | em. M. 11. + 4 + 6 3», 30,1 Nv h b 0 d F. 12. + 4 + IO 30,3 3°>3 0 d 0 d F. 13. + 6 + 7 30,2 3°, S hv d S hv d L. 14. + 6 + 7 30, 29,9 S h d S h d S. 15. + 5 + » 3°, 29,8 Sv hv d S h d M. 16. + 3 + 5 29,5 28,9 A hv d Sv hv d í>. 17- 0 0 29,2 29,3 Sv hv d N hv b Umliðna viku hefir optast verið sunnanátt með hlýindum framan af vikunni en með talsverðri úr- komu og dimmviðri, en þó optast hægur. Síðustu dagana hefir heldur kólnað i veðri Og i dag 17. vestan-útsynningur, allt fram til hádegis krapaslett- ings-bylur, svo eigi varð sjeð húsa á milli i morg- un fyrir sorta, gjörði alhvíta jörð hjer um tima i morgun; eptir hádegið gekk hann til norðurs, rokhvass til djúpa; jörð er hjer nú orðin algræn víðast hvar á túnum, eins og í fyrra fyrir miðjan maí, en þá kom hjer norðanbál hinn 13. með gaddi, sem eyðilagði allan gróður um tima. Beykjavík 18. maí 1887. Frestvigður sunnudag 15. þ. m. prestskóla- kandidat Skúli Skúlason til Odda á Rangárvöll- um. Tíðarfar o. fl. í gær gekk upp norðangarður harður með miklu frosti og fjúki. Maður kom norðan úr Skagafirði í gær. Hann sagði beztu tíð norðanlands siðan sumarmálahretið, en skepnufelli talsverðau allvíða, með þvi að fjen- aður var orðinn svo langdreginn, en heyþrot al- menn. A einum bæ í Húnavatnssýslu austanverðri var engin sauðkind eptir á lífi af 150, er sett hafði verið á vetur í haust: hafði verið skorið af heyjum eða farizt smátt og smátt; síðustu 50 kind- urnar kvöddu heiminn í sumarmálahretinu. Skip ókomin á hafnirnar nyrðra, nema I á Sauð- árkrók um síðustu mánaðamót, eitt af Gránufje- lagsskipum, og ætlaði þaðan til Siglufjarðar 2. maí, en varð frá að hverfa fyrir hajís þar (á Siglu- firði) og leita hafnar í Hagavik. þá var og haf- is kominn inn á Eyjafjörð, inn að Skjaldarvík, að sagt var ; en Skagafjörður alauður, og Húnaflói sömuleiðis 9. þ. mán. það sem til sást af Holta- vörðuheiði, nema mulningsís (hrafl) á Hrútafirði fyr- ir innan Hrútey. Annað vissi þessi maður ekki til íss. Bjargarneyð talsverð nyrðra allviða, einkum á útnesjum, og farið að brydda á harðrjettis-veikind- um sumstaðar, skyrbjúg og þess háttar. I’óstarnir norður og vestur tepptust við Hvitá í Borgarfirði og eru ef til vill ókomnir yfir hana enn, af ákaflega miklum vexti í ánni, svo hún var óferjandi, vegna leysinga, er lítið hefir verið um áður i vor fram til fjalla. Skipafregn. þessi kaupskip hafa komið hingað á höfn það sern af er mánuðinum: Maí 2. Union, 153 smá]., skipstj. Rasmussen, frá Khöfn, til Thomsensverzlunar. — 3. Keflavik, 62, Albertsen, frá Khöfn, til Fischers. — 8. Dagmar, 100, Nilsen, frá Stafangri með við til lausakaupa. — 9. lsland, II2, Christjansen, frá Mandal með við til lausakaupa. — 10. Sömanden, 99, Olsen, frá Khöfn til Bryd- es-verzlunar. Afleiðingar harðærisins. ni. Og þetta er nú einungis á fjárverzlun- inni. Lítum nú á ullina. Arið 1884 voru útflutt c. 1,196,000 af ull. Gerum ráð fyrir jafnmiklu næstliðið ár, og gerum verð- muninn eigi nema líkt og í sumar hjá þingeyingum, eða 8 aura á pundi (án -til- lits til hins betra verðs á útlendu vör- unni), það yrði þó c. 95,700 kr., og er það samlagt við 213,600 kr. = 309,300 kr., segjum: þrjú hundruð þúsund krón- ur, sem vjer þá eptir þessu hefðum átt að græða á fje og ull einungis á einu ári, með því að verzla að öllu leyti með það sjálfir á Englandi.1 1) Árið 1884 hafa verið útflutt 40,400 skpd. af' saltfiski (þorBki og ýsu), sem er með því minnsta á ári i f> þá síðastliðin ár. (íerum ráð fyrir, að útfluttur fiskur væri nú ekki meiri en það á ári, og seldist á Englandi með sama verði og hjer, að kostnaði frádregnum, og setj- um verðið 40 kr. fyrir skippundið; en gerum svo ráð fyrir að vinna á innkaupsverði útlendu vörunnar í sama hlutfalli sem þingeyingar í sumar siðastliðið, eða 81,35 °/0, þá yrði það rúmar............................... 506,600 kr. Flyt 5Q6,600 kr. þetta er mjög líklegt. En því miður er eigi svo langt komið enn, eða svo ná- kvæmar skýrslur fengnar, að vjer getum fullyrt, að það sje áreiðanlegt. f>að vantar t. d. ljósar skýrslur um það frá frá þingeyingafjelaginu eptir þess reynslu, hvort ábatasamara mundi að senda ullar- vinnu (band og prjónles) eða ullina óunna m. fl., sem upplýst gæti þetta mál betur, ef nákvæmar skýrslur lægju fyrir. Vjer vitum til, að einstakir menn (bænd- ur) hafa sent vörur sínar (fisk) til Eng- lands, og pantað aptur vörur þaðan, og hafa þótzt ávinna mikið við það. En um slíkt vantar skýrslur. Vjer verðum að álíta, að nóg reynsla sje fengin fyrir því, að það sje betra að senda vörur sínar á eigin ábyrgð til Englands, til að selja þær þar, og kaupa þar aptur þær útlendu vörur, sem nauðsyn krefur, en að leggja þær inu hjá kaupmönnum hjer á landi og taka út aptur hjá þeim hinar útlendu vörur; og dæmin sýna, að umboðsverzlunin1 er nú sem stendur um þriðjungi ábatasamari en kaupmannaverzl- unin. Vjer verðum því að álíta, að vænsta ráðið til að laga verzlun vora sje að snúa sjer nú fyrir alvöru og almennt að um- boðsverzluninni, og viljum vjer ráða mönn- um til nú þegar í vor, að hafa samtök til þess, þar sem því verður við komið; en verði því eigi komið við nú í ár, þá að undirbúa það til næstkomandi ára; því það er ekkert annað líklegra til að endurreisa fjárhag vorn, en hagkvæm verzlun. En umboðsmanninn eða umboðsmennina ríður á að velja vel. f>að er mjög mikið undir þeim komið. Einkum er að varast, að taka eigi reyndum viðsjálnismönnum eða gallagripum, sem opt eru fúsir til að Fluttar 506,600 kr. Sjeu þar við lagðar................ 309,300 — verður það samtals................. 815,900 kr. eða sem svarar öllum útgjöldum landssjóösins i tvö ár! 1) Svo viljum vjer nefna verzlunina við Eng- land, því þar er manni eða mönnum gefið um- hoð til að selja og kaupa vörur fyrir aðra, á sjálfra þeirra kostnað.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.