Ísafold - 15.06.1887, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.06.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins {6o arka) 4 kr.; erlendis^kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i Isafoldarprentsmiðju. XIV 27. Feykjavík, miðvikudaginn 15. júní. 1887. 105. Innl. f'rjettir. 105. Spánarfiskur. Kvennleg menntun. 108. Hitt og þetta. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. n—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—2 Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr.J. Jónassen Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. I • |ánóttu|umhád.j fm. | em. fm. j em. M. 8. + 7 +11 29,5 29,5 jN h b 0 b F. 9- + 5 +10 29,8 3°i N h b 0 d F. 10. + 4 +13 30, 29,7 v h b A h d L. II. + 7 + «5 29,7 29,5 5a h d A h d s. 12. + 7 + 12 29,S 29,5 A h d U b M. •3- + 7 + 9 29,5 29,5 sa h d S h d i>. 14. + 4 + 10 29.4 29i3 ISv hv b Sv hv d J>essa vikuna hefir eins og að undanförnu verið veðurhægð, en optast mikil úrkoma af suðri eða austri; nokkur kalsi hefir verið í loptinu siðustu dagana og snemma í morgun (h. 14.) gjörði snöggvast alhvítt lijer. í dag (14.) suðvestangola með hriðjum, bjartur i milli, nokkuð hvass með köflum. Beykjavik 15. júní 1887. Póstgufuskipið Laura, skipstjón Christiausen, lagði af stað hjeðan 9, þ. m. að morgni, suður fyrir land og norður. Með fóru meðal annars landshöfðmginn, land- læknirmn og póstmeistarinn, ailir í em- bættiserindum. Strandferðaskipið Thyra, sem fór hjeðan 3. þ. m. og ætlaði vestur fyrir land og norður, kom við á Vestmannaeyjum 8. þ. m. á austurleið; hafði snúið aptur við Horn vegna íss. Gufuskipið Camoens skipstj., Ro- bertson, kom hingað 13. þ. m. að morgni og fór aptur samdægurs um kvöldið. Með því kom eigandinn, R. Slimon kaupmaður, og nálægt 20 ferðamenn aðrir frá Eng- landi og Skotlandi. Fóru 7 af þeim upp í Borgarfjörð, til laxveiða, en hinir áleiðis með skipinu, sem fór hjeðan til Austfjarða sunnan um land, að taka þar vestnrfara; hjeðan fóru um 60 vesturfarar með því, ásamt umboðsmönnum þeirra Sigfúsi Ey- mundssyni og Raldvin Baldvinssyni. Amtsráðsfundur var haldinn í Snður- amtinu 7.-9. þ. m., 1 Reykjavík, af forseta þess, amtmanni E. Th. Jónassen, aðal- amtsráðsmanni Skúla prófasti Gíslasyni og vara-amtsráðsmanni síra Isleifi Gíslasyni. Amtsráðið mælti með þessum bænar- skrám um styrk úr iandssjóði þ. á. til um- bóta á sýslu- og póst-vegum: frá Rangárvalla- sýslu um 4—500 kr. til viðgerðar á Kross- bót í Austur-Landeyjum; frá Arnessýslu um allt að 1000 kr. til aðgerðar og viðauka á aðalpóstleiðum þar í sýslu. Af þ. á. búnaðarstyrk lagði amtsráðið til að styrkur væri veittur: til að veita vatni yfir sandinn milli Skaptár og Geirlandsár á Síðu, í því skyni að hepta sandfok, 400 kr.; búnaðarfjelagi suðuramtsins 1500 kr. ; Guð- mundi hreppstjóra Isleifssyni til framhalds á varnargarði fyrir sjávargangi á Háeyrar- hverfi og land þarfyrirofan 1000kr.; búnað- arfjel. Grímsnesshr. 150 kr.; búnaðarfjelagi Hrunamannahrepps 100 kr.; til framhalds á jarðabótum í Safarmýri 233 kr. 33 a.; bún- aðarfjelagi Borgarhafnarhrepps til verkfæra- kaupa 50 kr. ; jarðræktaríjelagi Mosfells- og Kjalarnesshreppa 100 kr. þar á móti sá amtsráðið sjer eigi fært að mæla fram með bænarskrá frá þorvaldi alþingismanni Björnssyni í Núpakoti um »þo ekki væri nema svo sem 2000 kr.« til jarðabóta- og húsa-bygginga og flutnings á ábýlisjörð hans, með því að óheppilegt sje að verja fje því, er ætlað er til eflingar búnaði og landshöfðingi hefir umráð yfir, til styrktar einstökum mönnum til umbóta á ábúðar- og eignarjörðum þeirra. Af sömu ástæðu vildi amtsráðið eigi heldur mæla með beiðni frá Sigurði bónda Ingjaldssyni á Hrólfskála og Kristni bónda Magnússyni í Engey um allt að 500 kr. styrk til að breyta farvegi í Sandá, í því skyni að verja eignarjarðir þeirra, Ey, Eyj- arból og Sandá í Kjós, fyrir vatnságangi. Kvennaskólamim í Reykjavík veitti amts- ráðið 200 kr. styrk úr jafnaðarsjóði þ. á., og gerði nokkrar breytingar á reglugjörð skól- ans, eptir tillögum forstöðukonunnar (skóla- nefndin sje framvegis skipuð að eins 3 kon- um, kosnum til 3 ára af forseta amtsráðs- ins, er kjósi líka 1 karlmann og 1 konu til prófdómenda við vorpróf ár hvert, og út- nefni 2 endurskoðunarmenn á reikningum skólans). Allar sýslunefndir í Vesturamtinu höfðu ráðið frá að stofna sameiginlegan búnaðar- skóla fyrir Suður-og Vesturamtið á Hvann- eyri í Borgarfirði. Sýslunefnd Borgfirðinga hafði óskað með- mæla amtsráðsins til 2000 kr. lántöku handa þessum fyrirhugaða Hvanneyrar- skóla, í viðbót við áður fengnar samtals 13,200 kr., í þeim tilgangi að styrkja Svein Sveinsson biifræðing til að reisa bú á Hvanneyri á næstkomandi vori; en amts- ráðið synjaði þess, meðal annars af því, að sýslunefndin ætti ógreidda vexti og af- borganir af hinum eldri lánum fyrir 2 næstliðin ár, þrátt fyrir ítrekaðar áskoran- ir, »er virðist benda á, að fjárhagur sýslu- fjelagsins sje svo bágurr að það sje ekki fært um að bæta á sig nýjum lánum«. Sœluhússverðinum á Kolviðarhól var veittur 100 kr. styrkur úr jafnaðarsjóði þ. á., eins og að undanförnu, og 30 kr. til viðgerðar á húsinu að utan. Rjettvísin Kristjáni Ó. f»or- grímssyni. Mál þetta var dæmt í hjer- aði 4. apríl þ. á., og er sá dómur prentað- ur í Isaf. 6. s. m. En í landsyfirrjetti var upp kveðinn dómur í því í fyrra dag, svo hljóðandi að niðurlagi: »því dœmist rjett að vera. Akærði, Kristján Ó. þorgrímsson, á að greiða 80—áttatíu—króna sekt til lands- sjóðs, eða, ef sektin eigi er öll greidd í ákveðinn tíma, sæta 24 daga einföldu fang- elsi. Að öðru leyti á aukarjettardómur- inn að vera óraskaður. Svo greiði hinn ákærði og allan af áfrýjan málsins löglega leiðandi kostnað, þar með talin mál- flutningslaun til sóknara og svaramanns fyrir yfirdómi, málaflutningsmannannaGuðl. Guðmundssonar og Hannesar Hafsteins, 10 krónur til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja innan 8 vikna frá löglegri birtingu hans undir að- för að lögum.9 í ástæðum dómsins segir svo : „ . . . Hinn ákærði er sakaður um það, að hann hafi gert sig sekan í eptirnefndum af- brotum síðasta árið sem hann var bæjargjald- keri Reykjavíkurkaupstaðar, en sýslan þeirri sleppti hann um mánaðamótin október-nóvem- ber 1886. 1., að hann hafi talið útborgaðar úr fátækra- sjóði 56 kr. sem meðlag með ómaganum Kristjáni Kristjánssyni, og samið rariglega kvittanir fyrirupphæð þessari, sumpart undir nafni ómagaus Bjálfs, sumpart undir nafni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.