Ísafold - 15.06.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.06.1887, Blaðsíða 2
106 Sigurðar Jónssonar, en báðir hafa þeir neit- að að hafa veitt þessari upphæð eða nokkru af henni móttöku, eða að hafa veitt öðrum heimild til þess að kvitta fyrir henni. 2., að hann hafi talið útborgað úr fátækrasjóði hinn 16. október f. á. 10 kr. til ómagans Halldóru Árnadóttur, ritað heimildarlaust kvittun fyrir upphæðinní og nafn hennar undir, en hún hefir neitað því, að hún hafi meðtekið peningana eða heimilað nokkrum að taka þá og gefa kvittun fyrir í sínu nafni. 3., að hann hafi talið útborgað úr fátækrasjóði 6 kr. til ómagans Guðbjargar Oddsdóttur, og ritað kvittun fyrir upphæðinni i hennar naini, án þess hún hafi veitt peninguuum móttóku eða húsbóndi hennar, sem meðlagið að rjettu lagi átti að ganga til, eða þau hafi heimilað öðrum að kvitta fvrir upphæð- inni. 4., að hann liafi ennfremur talið útborgað til Guðjóns Einarssonar 16 kr. 64 a., sem nieð- lag með Símoniu Ingimagnsdóttur, og ritað kvittun fyrir undir nafni Guðjóns, án þess að nefndur Guðjón hafi veitt peningunum móttöku eða heimilað öðruro að kvitt-a fvrir þ» i sínu nafni. 6., að hánh sömu’ieiðis hafi taiið útborgað með- lag 36 lcr. til Kristínar Guðmundsdóttur, og ritað kvittun undir hennar nafni fyrir, án þess að hún hafi veitt peningunum móttöku eða heimilað öðrum að kvitta fyrir þá sín vegna. 6., að liann sömuleiöis hafi talið útborgað til Einars Eiríkssonar í fverárkoti 26 kr. 67 a. sem meðlag með Erímanni Sigurðssyni og framlagt kvittun undir nafni Einars fyrir upphæðinni, án þess Einar hafi fengið þessa peninga, leyft öðrum að taka þá nje kvittað fyrir þeim sjálfur eða heimilað öðrum að gjöra það. Um þetta ákæruatriði er ekkert annað framkomið í málinu gegn hinum á- kærða en skrifleg skýrsla eða yfirlýsing Einars, sem ekki hefir verið staðfest fyrir rjetti. 7., Er hinn ákærði sakaður um það, að hann hafi tvívegis talið hafnarsjóði Reykjavíkur til útgjalda sömu upphæðina 1360 kr. 35 aura, nefnilega bæði árið 1885 og 1886, og að hann hafi gjört þettaí sviksamlegum til- gangi til þess að leyna sjóðþurði, er hjá honum hafi verið. Með tilliti til framan-umgetinna útborgana úr fátækrasjóði Reykjavíkur (tölul. 1—6) hefir hinn ákærði stöðuglega haldið því fram, að hann í raun og veru hafi borgað út allar þær upphæðir, sem kvittanirnar hljóða um, annað- hvort hlutaðeiger.dum sjálfum, eða einhverjum, er þeir hafi sent fyrir sig; hann hafi borgað sendimönnum hlutaðeiganda, án þess að heimta, að þeir sýndu formlega fullmakt, og ef við- takendur hafi eigi kunnað að skrifa, þá hafi hann ritað kvittanirnar fyrir þá og nöfn þeirra undir, og tjáir hann, að þetta hafi um langan tíma verið venja bæjargjaldkeranna. Hinu hefir hinn ákærði neitað skýrt og skorinort, að hann hafi nokkra kvittan ritað án leyfis hlut- aðeigenda, er peningunum veittu móttöku, eða án þess að hafa greitt peninga þá, er kvittunin um hljóðaði, eða í þvi skyni að draga undir sig fje úr bæjarsjóði eða af þurfalinga-meðlögunum. Gegn þessari ýtarlegu neitun hins ákærða hefir það eigi orðið sannað, að hann hafi, með því að rita framan umræddar kvittanir og telja upphæðir þeirra bæjarsjóði til útgjalda, gjörzt sekur i skjalafölsun og sviksamlegu athæfi, er heyri undir ákvæði hegníngarlaganna; því að hins vegar er að eins framburður kærendatina sjálfra, eins og frá hefir verið skýrt hjer að framan. Að því er snertir siðasta ákæru-atriðið (tölu- bl. 7), þá hefir hinn ákærði kannazt við, að hann hafi tvíritað til útgjalda í gjaldabók hafnarsjóðsins bráðabyrgðarlán bæjarsjóðsins, að upphæð 1360 lcr. 35 aur., nl. bæði fyrir árið 1885 og aptur síðastliðið ár, þegar hann skilaði af sjer gjaldkerasýslaninni; en gegn neitun hans veröur ekki staðhæft, að hann hafi gjört þetta í sviksamlegum tilgangi eða til þess að leyna sjóðþurði. enda hefði það hlotið að liggja hinum ákærða í augum uppi, að þessi tvíritun gat eigi dulizt til lengdar og þá eigi heldur til lengdar leynt sjóðþurði ; framburði ákærða um, að þetta hafi oröið af gáleysi, verður fyrir því eigi hnekkt. En á hinn bóginn er þaö sannað, að sjóðþurður, er nam nýnefndri upp- hæð, hafi verið hjá hinum ákærða, þá er hann skilaði af sjer gjaldkerasýslaninni. og getur hann eigi komizt hjá að sæta ábyrgð fyrir það.........“ Spánarfiskur. -0-0- I norskum blöðum í vor er skýrsla frá hinum norska konsúl í Bilbao, um, hvað mikið hefir flutzt af saltfiski þar á norður- hafnirnar á Spáni árið sem leið, ásamt sam- anburði við nokkur ár undanfarin, og sýnir hún, að aðflutningar á þessari vöru frá Frakklandi hafa enn aukizt drjúgum þetta ár, en frá öðrum löndum minnkað að sama skapi að öllu samtöldu, eins og sjá má á þessari töflu: 1884 1885 1886 frá Noregi . . . skpd 96,687 90,786 81,071 — ísl. og Færeyj. . — 16,142 9,788 13,113 — LabradorogHjaltl. — 2,131 758 1,182 — Frakklandi . . — 3,853 39,435 43,7: 2 118,813l4Ö|767 133,161 Af því að Frakkar eru enga stund að koma fiski sínum á hinn spænska markað —það er svo stutt—, og vita ávalt af, hvað þar líður, hvað mikið þarf á að halda í senn o. s. frv., þá verka þeir ekki meira í senn en það sem gengur út jafnóðum og þurfa þá ekki að þurrka fiskinn nema lít- ið eitt upp úr saltinu, í nokkurs konar hjalli; hann þarf ekki að halda sjer nema fáeina daga. En þeir þvo hann einstak- lega vandlega. Yerður hann því fallegur útlits og útgengilegur. Svo fá og Frakk- ar há verðlaun fyrir útfluttan fisk, eins og kunnugt er, um 18 kr. 40 a. fyrir skip- pundið. það er því ekki gaman að keppa við þá, og segir konsúllinn, að Norðmönn- um (og þá ‘Islendingum líka) ríði lífið á að vanda sem allra bezt verkun á fiskin- um—laga sig sem mest eptir því, sem kaupendunum á Spáni, er borða fiskinn, fellur bezt. það sem hjer þykir helzt að verkun á fiskinum, eða þótti að honum í fyrra, er, að hann sje heldur mikið saltaður og ef til vill ekki nógu vel þveginn. Svo kvarta og kaupmenn um, að það spilli sölunni, hvað hann komi seint; bændum hætti við að vilja draga að verka hann og leggja inn langt um skör fram, sjálfum sjer í óhag á endanum. Menn verða að muna eptir því, að sjeu verzlunarviðskipti eins og þau eiga að vera, þá fer hagur heggja kaupunauta saman. Eins er og áríðandi, að kaupmenn haldi samvizkusamlega alla skilmáía af sinni hálfu, ef samtök þeirra við bændur til umbóta á fiskverkuninni eiga að bera góðan árangur. Kvennleg menntun. (Niðurlag). II. Kvennaskólinn í Reykjavík hefir getað haft sama fyrirkomulag og sömu reglu, sem almennt er fylgt í öðrum ekólum, einmitt af því hann er í kaupstað. Til- sögnin hefir verið 6 stundir hvern virkan dag, og af því að kostur hefir verið á hinum beztu tímakennurum til að kenna hinar ýmsu námsgreinir, hefir tilsögnin mátt heita sjer- lega góð, eins og þeir vita, er til þekkja, og vorprófin hafa sýnt. Að námsmeyjarn- ar geta eigi allar haft jafnmikið gagn af tilsögninni, er undir ýmsum atvikum kom- ið: ólíkum undirbúningi, sálargáfum, and- legum þroska og ástundun. En einn vetr- artími er optast ónógur, ef stúlkurnar eiga að taka þátt í mörgum námsgreinum, og fyrsti veturinn gengur mestallur, fyrir þær sem lítið kunna, til þess að læra hin rjettu tök á lærdómnum. Ef einhver stúlka, sem er greind og efnileg, vill vinna og notar vel títnann, getur verið 2 vetur, eða, sem er sama, 15 mánuði í skólanum, þá getur hún nokkurn veginn bjargað sjer sjálf og náð meiri framförum í náminu; en fæstar verða þær, er eptir ekki lengri tíma geti verið færar um að verða kennendur. 'Til þess þyrfti að halda náminu áfram að minnsta kosti einn vetur enn, svo að þekkingin næði meiri festu og meiri þroska. því að hjer er — og því mega menn al- drei gleyma — optast um lítinn undirbún- ing og lítt æfðar sálargáfur að tala; þess vegna er eigi við því að búast, að það geti verið öðruvísi. þegar þess er gætt, hve langan tíma skólapiltar hafa, bæði til undirbúnings undir skóiann og til ver-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.