Ísafold - 20.07.1887, Síða 1

Ísafold - 20.07.1887, Síða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins <6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir t.okt. Afgreiðslu- stofa i Isafoldarptentsmiðju. XIV 32. Reykjavik, miðvikudaginn 20. júli. 1887. 125. Lítið eitt um lækna og lyfsala á íslandi. 126. Alþingi III. 127. Auglýsingar. 128. Auglýsingar. Forngripasafnið opið |hvern mvd. og M. kl. I—2 Lan«lsbankinn opinn hvern virkan da^ kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. n—2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnuna’sjóður Rvíkur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—2 Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen | Hiti (Cels.) Lþmælir Veóurátt. Júlí |inóttu um hád. fm. em. ín,. em. M. 13.| + 6 + >4 29,6 29,7 N h b 0 b F- 14-1 + 9 + 14 29,8 29,9 0 b 0 b F. 15. + 6 + 13 3°, 30+ 0 b 0 b L. Ib. + 6 4 14 30.3 30,3 0 b 0 b S. 17. + 6 + 12 30+ 3°,1 Sv hv d S* h d M. 18. + 7 + 9 3°,2 29,8 Sv h d A h d t>- 19-1 + 5 + 9 29,8 29,8 Sv h d S h d Allan fyrri hluta vikunnar var optast logn og bjart sólskin; að kveldi h. 16. gekk hann til sud- urs og hefir síðan verið við þá átt með dimmviðri og nú siðast með mikilli úrkomu. í dag 19. hefir í allan morgan verið húðarigning á sunnan útsunn- an (S S v) og mjög dimmur í lopti. Litið eitt um lækna og lyfsala á íslandi. Slðan lögin um Dýja læknaskipun á ís- landi komust á, hefir émbættislæknum fjölgað mjög. Bæði hafa læknar komið 1 þau hjeraðslæknisembætti, sem stofnuð voru 1876, og svo hafa þessi síðustu árin verið 8tofnuð nokkur embætti fyrir svo nefnda aukalækna. það má ganga að því vísu, að allir þessir nýskipuðu læknar muni, þegar þeir tóku við embætti, hafa haft og hafi enn bezta vilja og áhuga á að gegna aðalem- bættisskyldu siuui, sem er að reyna af fremsta megni að bæta heilsubrest og lina þjáuingar uáungans. En þótt þetta sje aðalskyldan, þá eru samt ýmsar aðrar ó- æðri skyldur, sem hvíla á læknunum ; en þær munu fæstum kunnar til hlítar, þeg- ar þeir taka við embætti, og jafnvel ekki fullljósar þótt þeir sjeu búnir að vera nokkur ár við það. þessar smáskyldur eru til teknar í ýmsum lagaákvörðunum, sem snerta lækna og lyfsala á Islandi. þær hafa komið iit á ýmsum tímum, og aldrei hefir þeim, mjer vitanlega, verið safnað saman í eina heild, heldur munu þær vera á tvístringi víðsvegar innan um önnur lagaboð, er snerta ísland. Yms þessara lagaboða hafa, ef til vill, frá upp- hafi vega sinna verið miður heppileg, og jafnvel þótt sum þeirra hafi átt við þá tíma, er þau koma út, þá eru þau nú úr- elt, og þyrftu að lagast eptir tímanum, sem stendur yfir. f>ess vegna finnst mjer bráðnauðsynlegt, að alþingi taki mál þetta til meðferðar, og nú vill einmitt svo vel til, að á þingi því, sem fer í hönd, munu sitja 3 læknar, sem sjálfsagðir ættu að vera í nefnd þá, sem sett yrði í málið; hlutverk hennar ætti að vera, að safna saman öllum lagaboðum, sem snerta lækna og lyfjabúðir á Islandi, fella það úr, er óþarft þætti, endurbæta það, sem miður þætti fara, og bæta við þar sem á þætti vanta. þegar þingið hefði afgreitt lög þessi og konungur staðfest þau, mundu þau koma út í Stjórnartíðindunum, eða prentuð sjer, og væri þá öllum innan handar að kynna sjer þau. An þess að fara frekara út í hin ein- stöku atriði þessa máls, vil jeg leyfa mjer að eins að gjöra nokkrar athugasemdir við lyfjasölu lækna. Eins og kunnugt er, verða flestir íslenzk- ir læknar að hafa sjálfir á hendi meðala- sölu. f>að eru að eins þeir fáu læknar, sem búsettir eru þar sem lyfjabúðirnar eru (en þær eru 3 eða 4), sem lausir eru við að afhenda og selja meðul sín. Eg veit nú ekki til, að neinar fastar ákvarðanir sjeu settar viðvíkjandi þessari meðalasölu, aðrar en þær, að læknum er gert að skyldu að kaupa meðul sín í einhverri hjerlendri lyfjabúð, en bannað að panta þau frá út- löndum; enn fremur er þeim gjört að skyldu, að selja meðulin við sama verði og lyfjasalarnir á íslandi, en þeir eru að mestu bundnir við verðskrá þá, er heil- brigðisráðið danska gefur út öðru hvoru. Hvað því viðvíkur, að læknum er gert að skyldu, að kaupa meðul sín hjer á landi, þá mun sú ráðstöfun hafa verið gjörð til þess, að trygging væri næg fyrir því, að meðulin væru ósvikin, og virðist þetta í fljótu bragði vera eðlileg ástæða j en þegar betur er að gáð, er margt, sem mælir móti einokun þessari. það er þá fyrst, að trygging er engu meiri fyrir því, að meðulin sje vönduð, þótt lyfsali panti þau frá einhverjum útlendum •materialista*, heldur en ef lækuir gjörir það sjálfur. Ekki rannsakar lyfsalinn meðulin fyrir fram í hvert skipti, sem harm kaupir þau, heldur fær hann þau send frá þeim, sem hann skiptir við, eptir pöntun- arlista sínum, eins og læknar mundu fá, ef þeim leyfðist að kaupa meðul sín sjálf- ir frá útlöndum. Jeg hygg, að þá mundi líka vera meiri trygging fyrir gæðum með- alanna, því að læknum getur eigi legið það í ljettu rúmi, að meðul þau, er þeir ráðleggja og selja, sjeu gagnslítil. það er þvert á móti; endu mundu þeir fá með- ulin margfalt ódýrari, ef þeir mættu panta þau beinlmis frá útlöndum. Sú mótbára mun ef til vill koma gegn þessu, að tryggingin fyrir því, að meðulin sjeu góð hjá lyfsalanum, sje í því fólgin, að landlæknir, ásamt öðrum tilkvöddum mönnum, árlega skoði meðulin í lyfjabúð- unum. Jeg skal láta ósagt, hvernig þeirri skoðun er hagað nú um stundir. Mjer er það ekki kunnugt. En sje hún áþekk því, sem hún var hjer á árunum, þá gef jeg ekki mikið fyrir hana. Landlæknir skoð- aði þá Ij'fjabúðina í Reykjavík, ásamt bæj- arfógeta og stiptamtmanni, eða amtmanni, að því er mig minnir. það má nærri geta, hvaða vit þessir lögfræðingar hafa haft á gæðum meðalanua. þeim hefir, blessuðum mönnunum, sárleiðzt þann stutta tíma, sem skoðunin stóð yfir, og orðið þeirri stundu fegnastir, er þeir gátu sezt að veizlunni, sem lyfsalinn var vanur að halda skoðun- armönnum að aflokinni «visítazíunni». þann- ig var henni varið hjer á árunum ; en von* andi er að hún sje rækilegri nú en áður. það þarf meira að gjöra en líta á meðulin. Mörg þeirra þyrfti að prófa eptir efnafræð- islegum reglum. En gerum nú ráð fyrir, að hin árlega skoðun lyfjabúðanna sje rækileg, og að til- gangnum með henni sje náð, þá vil jeg leyfa mjer að spyrja: hvaða gagn er að «vísitazíum» landlæknis á meðulum hjer- aðslækna ? því að ekki geta þær verið

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.