Ísafold - 20.07.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.07.1887, Blaðsíða 3
I!á7 7. Um menntun alþýðu (sömu flutnings- menn). 8. Um breyting á læknaskipunarlögunum (Jakob Guðmundsson). 9. Um löggilding verzlunarstaðar á Voga- vík og þórshöfn í Gullbringusýslu (þór- arinn Böðvarsson). 10. Um brennivínstoll m.m. (Arni Jónsson, Lárus Halldórsson og Ólafur Briem). 11. Um tóbakstoll (sömu flutningsm.). 12. Um aðflutningstoll af kaffi, sykri, út- lenzku smjöri og óáfengum drykkjum, svo og um afnám ábúðar- og lausafjárskatts og útflutningsgjalds af fiski og lýsi, að frátekinni síld (sömu flutningsm.). 13. Um tollgreiðslu (sömu flutningsm.). 14. Um að sameina Strandasýslu og Dala- (fjárlaganefndin). 15. Um breyting á landamerkjalögunum — lengja frestinn um tvö ár (Eir. Briem og |>orleifur Jónsson). 16. Um breyting á prestakallalögunum — lækka árgjald af Stað á Reykjanesi nið- ur í 200 kr. (Sig. Jensson). 17. Um lausn frá árgjaldi af prestakalli — Laufási, 400 kr., meðan síra M. J. er er þar prestur (þórarinn Böðvarsson). 18. Stjórnarskrárfrv. 19. Um styrktarsjóð handa alþýðufólki (þorl. Guðmundsson). 20. Um verzlun lausakaupmanna annars- staðar en á löggiltum höfoum (Ben. Kristjánsson). 21. Um breyting á 4. gr. í prestakalla- lögum frá 1880 (Gr. Thomsen o. fl.). 22. Viðvíkjandi lokuðum bögglum, er send- ir eru með póstum á vetrum,—hækka burðargjaldið upp í 50 a. (fjárlaga- nefndin). 23. Um að sameina Rangárvallasýslu og Vestmann aeyjasýslu (fj árlagan efndin). 24. Um brúargjörð á Olvesá (Sighv. Arn. og Skúli þorvarðarson). 25. Um forðabúr og heyásetning f sveit- um (þorl. Guðmundsson o. fl.). 26. Um sölu þjóðjarða (Ólafur Briem). 27. Um stofnun lagaskóla (Jón Ólafsson). 28. Um afnám laganna um niðurskurð á hákarli í Strandasýslu (Páll Ólftfsson). 29. Um útflutningsgjald að rjúpu—50 a. (Jónas Jónassen). Lög fbá alÞingi. Eitt frv. er afgreitt frá þinginu : 1. Lög um stcekkun verzlunarstaðarins á Eskifirði. »Hjer eptir skal land það, er reisa má á verzlunarhús á Eskifirði, auk- ið um 8tröndina frá Sæhvammsá út að Innri-Lambeyrará, 70 faðma á land upp frá stórstraumsfló ðm áli«. Fallin frumvöbp. f>rjú frv. eru fallin : 1., um af færa árgjaldið afStað á Reykja- nesi niður í 200 kr., fjell í neðri deild með 13 atkv. gegn 9 ; 2., um löggilding Arn- gerðareyrar, fellt í efri deild; og 3., um löggilding Haukadalsbótar, sömul. fellt í efri deild. Tollab. Brennivins- eða ölfangatollurinn er ætlazt til að verði þessi á hverjum potti: af alls konar öli..................10 aur.; — rauðavíni og messuvíni.........20 —; — brennivíni eða vínanda 40, 60 eða 80 — eptir styrkleika ; — öðrum vínföngum ...............100 —. Tóbakstollurinn á að vera af hverju pundi nema vindlum ......................20 aur.; af hverjum 100 vindlum.............100 —. Kaffitollur, af hverju pundi af kafifi, export- kaflfi og öðrum kafifibæti........ 5 aur. Sykurtollur, af hverju pundi.......2 — Smjörtollur, af hverju pundi af út- lenzku smjöri...................... 20 — Tollur af óáfengum drykkjum (sódavatni, límonaði, kastalína o. fl.) af hverjum 3 pelum..............................10 aur. Tollgkeiðslufbumvarpið er þess efnis, að veita kaupmönnum frest á tollgreiðslunni þangað til jafnóðum og varan selst, með því móti að afsala sjer í hendur lögreglustjóra öllum umráðum yfir vörunum eða nokkrum hluta þeirra.— Lögreglustjóri innsiglar þær í húsum kaupmanns, og afhendir honum þær smátt og smátt gegn tollinum. þiNGSETA sýslumanna. Fyrirspurn var gerð í neðri deild 9. þ. m. þar að lútandi, af Sigurði Stefánssyni, og hljóðar svo : »Af hvaða ástæðu og með hvaða rjetti hefir landsstjórnin sett ný og óþekkt skil- yrði fyrir þingsetu sýslumanna?». Grímur Thomsen og Páll Briem studdu fyrirspurnina. Landshöfðingi vildi ekki kannast við, að hjer væri nýjum eða óþekktum skilyrðum til að dreifa, enda ekki öðrum en sjálfsagt vær1 og vanalegt að setja valdalausum mönnum, ef þeir ætti að fá að yfirgefa það starf, er þeir hefðu tekið að sjer. Abyrgðina fyrir þessa ráðstöfun kvaðst hann bera (landsh.) og enginn annar; harin hefði verið frumkvöð- ull hennar. það stoðaði ekki að vitna í eldri dæmi : hann hefði ekki verið landshöfðingi þá. Hann kvaðst neita því, að sýslumönn- um þeim, er hjer ættu hlut að máli, hefði verið ómögulegt, að fá löglærða menn fyrir sig til að vera innan sýslu, ef þeir hefðu leitað fyrir sjer um það í tíma og viljað til kosta því sem þurfti. Dagskrá með áatæðum var samþykkt í einu hljóði í lok umræðunnar, svo hljóð- andi : »/ þvi trausti, að stjórnin eptirleiðis beiti 31. gr. stjórnarskrárinnar á sem frjálsleg- astan hátt, tekur deildin fyrir nœsta mál á dagskrát. — Benid. Sveinssyni tókst að lokum að fá mann fyrir sig í sýsluna, svo að hann gæti verið kyr á þingi. það er cand. jur. Björn Bjarnarson, og lagði hann af stað norður 15. þ. m. þar á móti varð Einar Thorlacius að fara heim aptur við svo búið, og er nú á endanum honum einum fátt í tölu þing- manna á þessu þingi. Bbúabgebð á Olvesá. I því frv. er reyndur sá miðlunarvegur, að láta ekki nema f kostnaðarins leuda á landssjóði beinlínis. Landssjóður á að leggja fram allt að 40,000 kr. til brúargerðarinnar, en sýslufjelög Arness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóður suðuramtsins allt að 20,000 kr. þessar 20,000 kr. á samt að taka til láns í landssjóði, gegn vöxtum og afborg- unum á 45 árum, að helmingi úr sýslu- sjóðunum eptir hlutfallinu milli saman- lagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðar- hundraða í þeim hvert ár, en að hinum helmningnum úr jafnaðarsjóði. — Um við- haldskostnaðinn skal siðar ákveða með lögum. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þ kkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd, Með þvi að bú uppgjafaprests Hjálmars porsteinssonar, er siðast þjónaði Kirkju- bœjarprestakalli í Norður-Múlasýslu, er tek- ið til skifta sem þrotabú, er hjer með skor- að á alla þá, er telja til skulda í tjeðu búi, að gefa sig fram og sanna kröfur sinar fyrir undirrituðum skiftaráðanda innan 6 mánaða frá siðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Skrifstofu Norður- Múlasýslu I. júlí 1887. Einar Tliorlaoius. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu amtmannsins yfir norður- og austuramtinu fyrir landssjóðsins hönd, og að undangenginni fjárnámsgjörð 2. dag julím. þ. á., verða jarðirnar Stóru-og Minni-Beyk- ir i Holtshreppi, 45 hundruð að dýrteika fornt mat, seldar við 3 opinber uppboð samkvœmt opnu brjefi 22. apríl 1817 og lögum 16. desbr. 1885, ef nœgilegt boð faest til lúkningar veðskuld þeirri, að upp- hæð 1400 krónum, sem þær eru veðsettar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.