Ísafold - 20.07.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.07.1887, Blaðsíða 2
126 gjörðar til þess, að skoða, hvort meðulin sjeu ósvikin hjá læknunum. það er líklegt, að landlæknir hafi skoðað meðulin svo rækilega í lyfjabúðunum, að hann þurfi ekki á kostnað landssjóðs að gjöra sjer ferðir út um landið, til þess að skoða þau aptur; en sje ferðin gjörð til þess, að gæta rjettinda lyfsalans, þá er lyfsalanum næst, að standa straum af ferðakostnaðinum. Ef sveitalæknar vildu hafa sig til þess, að brjóta lög og taka fram hjá lyfsölunum ís- lenzku, þá væri þeim innan handar, að leyna landlækni þeim meðulum, sem pönt- uð hefðu verið frá útlöndum; það er ó- mögulegt fyrir landlækni að ráða úr, hvort meðulin eru keypt í íslenzku lyfjabúðunum eða erlendis. A mörgum meðalaílátum, sem læknar fá í innlendum lyfjabúðum, stend- ur að eins nafn «materíalistans», sem lyf- salinn keypti meðalið af. Sömuleiðis ónýt- ast opt miðar á ílátum, sem nafn lyfsal- ans stendur á, og verður þá læknir að skrifa sjálfur miða á ílátin. Hið sama gætu þeir gjört við ílát þau, sem þeir fengju meðul í frá útlöndum. Skyldi þá sú vera tilætlunin með visí- tazíu landlæknis, að hann skoði meðala- byrgðir hjeraðslækna? Ekki getur það verið. Ef landlæknir vill vita, hvaða meðul og hversu mikil hver læknir tekur árlega, þarf hann ekki annað en að kynna sjer höfuðbækur lyfsalanna. .Teg sje því ekki, að neinn verulegur tilgangur sje með þessum svokölluðu vísi- tazíum, annar en að baka landssjóði kostnað. þar á móti álít jeg mjög æskilegt og gott, að landlækni væri gjört að skyldu, að ferðast árlega upp um sveitir, til þess að sjúklingum gæfist kostur á, að leita ráða til hans; en þetta ætti hann að gera á sinn kostnað. Hann gæti þá líka haft eptirlit með læknum og kynnt sjer, hvern- ig þeir stæðu í stöðu sinni. Enn er eitt atriði viðvíkjandi lyfjasölu lækna, sem óljóst er. Verður meðalasala lækna skoðuð svo, sem að þeir hafi undir hendi lyfjabúð, og sjeu skyldir til að láta meðul úti eptir ráðleggingum annara lækna, eða selja algeng meðul, þegar beiðzt er? Að mínu áliti er það ekki svo, því að lyf- salar f danska ríkinu munu vera skyldir til, að hafa jafnan á reiðum höndum öll þau meðul, sem tekin eru í hinni dönsku lyfjaskrá (Pharmacopæa danica), en slíks mun aldrei hafa krafizt verið af íslenzk- um læknum; enda mundi það vera ókleyft, bæði sökum kostnaðar, og svo mun híbýl- um flestra sveitalækna vera svo varið, að þeir mundu eiga óhægt með geymslu allra þeirra meðala, því að í bæjarhúsum upp til sveita er mjög örðugt að geyma meðul vegna sagga og slaga, sem mörg meðul ekki þola. Svo jeg víki aptur að því, hversu óheppi- legt er, að íslenzkir læknar sjeu einskorð- aðir við innlendu lyfjabúðirnar og þar með hina dönsku meðalaskrá, þá er sú afleiðing af því meðal annara, að ef læknar vilja viðhafa einhver þau lyf, sem ekki eru til- tekin í hinni dönsku meðalaskrá, þá verða þeir að panta þau, eins og önnur meðul, hjá hinum innlendu lyfsölum, og verða þá að eiga verð þeirra undir þeim; því að þar eru lyfsalarnir ekki bundnir við dönsku lyfjaverðskrána, og getur slíkt stundum komið þyngra niður á almenningi en vera þyrfti. Sveitalæknir. þjer hafið, herra ritstjóri, sent mjer próf- örk af framanskráðri grein, og skal jeg leyfa mjer að gera fáeinar athugasemdir við hana. Jeg játa það fúslega, að það væri eflaust mikið handhægt fyrir lækna hjer, ef öll lagafyrirmæli viðvíkjandi læknaskipun hjer á landi væru dregin saman í eina heild, eins og höf. óskar. En að því er lyfsala snertir, þá er nú til allgott safn handa þeim, er heitir: »Apothekerlovene i den danske Stat, af P. H. J. Hansen. K'd.- havn 1859«. J>að má ganga að því vísu, að þeir sem kosnir yrðu í nefnd í því skyni á þinginu, mundu eiga hægt með að koma sjer saman um, að aðhyllast hið'glöggva og greinilega ætlunarverk slíkrar nefndar,er höf. lýsir svo ágætlega. Hann segir nefnilega, að »hlut- verk hennar ætti að vera, að safna saman öllum lagaboðum, sem snerta lækna og lyfjabúðir á íslandi, fella það úr, er óþarft þætti, endurbæta það, sem miður þætti fara, og bæta við þar, sem á þætti vanta«. Aptur á móti er óhægra að verða höf. samdóma, er hann kemst út í einstök at- riði. þ>annig er t. d. ekki svo hægt að botna í því, að rannsókn landlæknis á með- ulum hjá hjeraðslæknum geti orðiðóþörf fyrir það, að þau eru fyrst rannsökuð i lyfjabúð- unum hjer á landi, er læknarnir eiga að fá meðul sín frá. Fyrirmælin um vísitazíu land- læknisins er auðsjáanlega fyrst og fremst gerð með hagsmuni almennings fyrir augum, til þess að fá einhverja trygging fyrir, að hjeraðslæknar hafi til nægileg meðul, er geymd sjeu á hentugum og þokkalegum stað, í góðri röð og reglu, og auðkennd með greinilegum nöfnum, til þess að ekki sje hætt við að þeim verði ruglað saman, sjúk- lingum til tjóns, og jafnframt að meðul þessi sjeu góð og ekki orðin of gömul, sem er engan veginn sjálfsagt fyrir því, þótt þau hafi einhvern tíma áður verið dæmd góð og gallalaus í einhverri lyfjabúðinni, með því að meðulum er einatt mjög hætt við skemmd- um, ef þau eru geymd of lengi. Jeg held ekki, að hægt sje að vita þetta allt glöggt og greinilega, þó að maður líti í höfuðbók lyfsalans. það er sjálfsagður hlutur, að landlæknir á jafnframt að líta eptir því, svo sem hægt er, að eigi sje gengið á einkarjett lyfsala til meðalasölu, með því, að panta meðul beinlínis frá útlöndum; því hugsanlegt er, að einhver læknir kynni að vera svo ófróður, að halda sig vera apótekara líka, og ímynda sjer ef til vill þar að auki, að hann hefði þá skyldu gagnvart sjálfum sjer, að leggja aðal- áherzluna á að fá meðulin sem allra ódýr- ust frá útlöndum, og það þótt svo væri, að hann, er liann tæki meðulin hjá miðlungi merkum »materíalistum«, er selja lyfjaefni mestmegnis eingöngu til smíða og ýmislegs annars heldur en í meðul, yrði að sjá í gegn- um fingur við þá þó að þau væri ekki sem allra-hreinust. Auk þess hlyti slíkur lækn- ir—ef vjer hugsum oss rjett sem snöggv- ast, að slíkur lækuir væri til—, sem af mannkærleika pantaði ódýr meðul frá út- löndum, að komast í þær óþægilegu krögg- ur, að hann gæti ekki látið viðskiptamenn sína njóta góðs af ódýrleikanum, með því að það er skylda hans að selja meðulin al- veg eptir lyfsalataxtanum. þar sem höf. annars skýrir frá nokkrum brögðum, er hafa megi til að villa sjónir fyrir landlækni við það atriði rannsóknariunar, þá virðist mjer það mæla öllu fremur með að hafa vísitazí- una strangari, heldur en hinu, að hún sje óþörf. Eáð til að ónýta þess konar brögð væri ef til vill meðal annars, að gera lyfsöl- unum að skyldu, að senda landlækni árlega skýrslu um, hvað og hversu mikið hver hjer- aðslæknir hefir keypt í lyfsölubúðunum. Skoðunina í lyfjabúðunum framkvæmir landlæknir og hlutaðeigandi hjeraðslæknir, í viðurvist amtmanns eða sýslumanns; einn- ig er öðrum læknum, sem staddir eru þar, sem lyfjabúðirnar eru, boðið til að vera við þessa skoðunargjörð. .Ef svo stæði á ein- hvern tíma, að höf. hefði tíma og tækifæri til að vera við einhverja slíka skoðunar- gjörð, vona jeg að honum mundi líka hún vel, og það þrátt fyrir það, þótt hvorki hann nje aðrir af skoðunarmönnum lendi í veizlu hjá lyfsalanum á eptir. Schierbeck. Alþingi. ih. Lagafrumvörp. þessi hafa viðbætzt frá því síðast: 5. Um söfnunarsjóð íslands (flutningsm. Eir. Briem). 6. Um vegi (Jón þórarinsson og þórannu Böðvarsson).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.