Ísafold - 26.07.1887, Síða 3
135
sjálfkrafa slegið honum föstum með stöðu-
lögunum, eins og áður er á vikið.
f>egar vjer nú lítum til ástandsins í
landinu, þá er það að vísu svo, að óblíða
náttúrunnar, harðindi, skepnufellir og at-
vinnuskortur þjáir landsmenn venju fremur;
en þetta mun þó eigi fremur en áður fá
drepið kjarkinn úr þjóð vorri til þess hæði
að berjast fyrir tilveru sinni og halda
fram stjórnrjettindum sínum með eindrægni
og festu; enda er hið bágborna ástand
landsins í öllum greinum einmitt talandi
vottur þess, hvílík þörf og uauðsyn þessu
landi er á sem hagfeldustu stjórnarfyrir-
komulagi. — Fyrir því hafa og enn úr
öllum kjördæmum landsins komið ávörp
um þetta efni til þingsins, sem, þrátt fyrir
mismunandi skoðanir að því er til aðferð-
arinnar kemur, er fylgja skuli í barátt-
unni fyrir fullu sjálfsforræði þjóðarinnar,
hafa inni að halda almennar og ótvíræðar
óskir og yfirlýsingar landsmanna um, að
þeir þrái þá endurbót á stjórnarlögum
landsins, er hjer ræðir um.
þrátt fyrir það, þó nefndin þannig sje
þess fulltrúa, að engin neyð eða óáran
muni fá drepið kjark þjóðarinnar til að
framfylgja stjórnrjettindum sínum, þá
getum vjer þó eigi leitt hjá oss að benda
á hið geigvænlega stig, sem mannflutning-
arnir til Vesturheims hafa komizt á ein-
mitt á þessu ári, því þeir eru talandi
vottur um það, að hugir manna dragast
frá landinu, enda er einsætt, að slíkur
straumur, skyldi hann magnast eða hald-
ast til langframa, hlýtur að gjöra vora
fámennu þjóð enn þunnskipaðri og leggja
landið í auðn að meiru eða minnu leyti;
en ekkert er það á hinn bóginn hugsan-
legt, sem eins fljótt og vel hlyti að hneigja
hugi Islendinga að ættjörðu sinni, eins og
fullkomið sjálfsforræði í sínum eigin lög-
gjafar- og landstjórnarmálum«.
—I gcer var framhald 1. umr. í neðri deild,
og lyktaði svo, að málinu var vísað til 2.
umr. með 20 atkv. gegn 1 (Gr. Thomsen).
Fjarverandi: Eir. Briem.
I umræðunum tóku eigi aðrir þátt en
Benid. Sveinsson sem framsögumaður,
landshöfðingi, þórarinn Böðvarsson og Gr.
Thomsen.
Benid. Sveinsson flutti fyrst langt inn-
gangserindi og snjallt,—»háfleygt« nokkuð,
eins og honum er lagið.
Landshöfðingi sagði, að þó að sniðnir
væri burt í þessu nýja frumv. 2—3 minni
háttar agnúar, sem verið hefðu á eldra
frumvarpinu, þá væri þó að öðru leyti
breytt fremuríþá átt, að fjarlægjast stefnu
og vilja stjórnarinnar heldur en hitt.
þingmönnum hlyti því að vera það ljóst, að
þó að frumv. þetta kæmist áfram alla
þingleiðina, þ. e. gegn um 2 þing með þing-
rofi á milli, þá mundi það aldrei nok.vurn
tíma öðlast staðfestingu. Væri því eigi
gott að skilja, hvað flutningsmönnum
gengi til að fitja nú upp á þessu máli af
nýju, nema ef vera skyldi, að þeir
vildu sýna og sanna, að það væri almenn-
ur, eindreginn og einbeittur vilji þjóðar-
innar, að halda málinu nú áfram einmitt
á þessu þingi. En það mundi þeim samt
verða örðugt, og þvf örðugra að sanna, að
þjóðin, sem eptir þeirra kenningu vildi í
fyrra og hitt eð fyrra hafa það frumv.,
sem þingið samþykkti þá, og ekkert ann-
að, væri nú jafn-eindregin og einbeitt í
því að vilja hafa þetta nýja frumv. og
ekkert annað. Slíkt væri að gera þjóð-
inni getsakir. Væri svo, hvemig hefði þá
farið, ef eldra frumvarpið hefði verið stað-
fest ? |>á hefði sú stjórnarskrá ekki enzt
lengur en ti! þessa þings; þá hefði þurft
að fara að breyta henni uudir eins aptur.
Hitt væri þvert á rnóti kunnugt, að
á mörgum undirbúningsfundum undir
þingið í sumar hefði komið fram sá vilji
þjóðarinnar, að lireyfa annaðhvort alls
eigi við stjórnarskrármálinu í sumar, eða
þá ekki öðru vísi en svo, að ekki kost-
aði þingrof og aukaþing. það væri þar
að auki hljóðbært orðið, að allmikill
flokkur þingmanna (9) hefði nú í þing-
byrjun 3korað á forgöngumenn málsins
að hleypa því ekki inn á þing að þessu
sinni. það sýndi, að hjer væru ekki ein-
ungis skiptar skoðanir almennings, heldur
og þingmanna sjálfra.
Benidikt Sveinsson sagði, að enginn gæti
ætlazt til, að þingið færi að reyna að leita
hófanna til samkomulags eða slaka til frá
sinni hálfu, meðan stjórnin, hinn málsaðil-
inn, ljeti sem hún hvorki heyrði nje sæi,
hvert vilji þingsins stetndi í þessu efni,
hvað þá heldur að hún stigi nokkurt spor
til samkomulags frá sinni hálfu; hún hefði
á þinginu í fyrra jafnvel látið eins og frum-
varp þingsins frá 1885 hefði aldrei til ver-
ið, í stað þess að koma þá fram með það
á þingi, eins og ráð væri fyrir gert í stjórn-
arskránni. Að öðru leyti kvað hann sjer
þykja mikið gleðilegt, að heyra á orðum
landshöfðingja, fulltrúa stjórnarinnar, að
það væri ekki annað en óvissa hennar eða
efi uin vilja þjóðarinnar í þessu efni, sem
stæði fyrir staðfestingu þessa stjórnarskrár-
frumvarps; það mundi þá mega gera sjer
vísa von um staðfestingu, undir eins er
sýnt væri og sannað, að það væri sam-
kvæmt vilja þjóðarinnar. En nú hefði vilji
þjóðarinnar lýst sjer síðast almennt og á
lögboðinn hátt í alþingiskosningunum 1886,
og þeim vilja hefðu þingmenn umboð til
að framfylgja sinn kjörtíma, þ. e. til 1892,
nema þingrof komi til. Og þann vilja eður
umboð kvaðst ræðumaður hafa skilið svo,
sem hann væri eigi miðaður við hvert ein-
stakt orð og atkvæði í stjórnarskrárfrum-
varpinu frá 1885, heldur við aðalefni þess
og stefnu. það væri sá þjóðvilji, sprottinn
af eðlisnauðsyn lands og þjóðar, staðfastur
og rökstuddur, byggður á ýtarlegri íhugun
eptir brýnni áskorun stjórnarinnar, er fólg-
in væri í þingrofi og almennum kosningum,
— það væri hann, sem þingmenn yrðu og
ættu að halda sjer við, í stað þess að elt-
ast við hvern skoðuuarþyt, sem upp kynni
að bregða á lítilfjörlegum »þingmálafundum«
nú á stöku stað, og sem auk þess greindi
ekki á um annað en aðferðina nú í svipinn,
þannig, að stöku manni hefði komið til
hugar að hafa heldur ávarps-formið nú, til
þess að sneiða hjá aukaþingi og þar með
fylgjandi kostnaðarauka. Annars kvaðst
hann vilja lýsa því í heyranda hljóði, að
ábyrgðina fyrir aukaþing að ári bæri ekki
þing eða þjóð, heldur stjórnin, með því að
neita um staðfestingu í fyrra. það væri
ekki á vorri ábyrgð, þótt svo fæn, að blá-
kaldur steinþrái ráðgjafastjórnarinnar píndi
þjóðina út með aukaþinguin til hins síðasta
blóðdropa. Annars væri eitt gleðilegt við
aukaþing 1888, það, að þá gæfist stjórninni
nýtt tækifæri til að mæta þinginu á miðri
leið. Kostnaðurinn við það rynni og inn
til landsmanna sjálfra, en ekki út úr latidinu.
þórarinn Böðva rsson kvaðst ekki geta ver-
ið B. Sv. samferða nú, þótt hann hefði ver-
ið það á undanförnum þingum. »Tími er
til að tala og tími er til að þegja«. Vjer
hefðum vel getað þagað og átt að þegja nú.
Að hreifa málinu nú, væri ekki að koma því,
þessu mikla áhugamáli vor allra, eitt hænu-
fet áfram, heldur aptur á bak, ef svo fer,
að það hefst að eins fram í þessari deild
með örlitlum atkvæðainun eða þá sofnar.
J>að á ekki að koma fram, nema það hafi
eindregið fylgi flestallra þingmanna. »Jeg
fyrir mitt leyti vil ekki sitja hjer opt á á-
rangurslausum aukaþingum og jeta upp úr
landssjóði eða með nýjum álögum fje, sem
vjer höfum ótalmargt annað við að gera«.
Astæður hefðu aldrei verið verri en nú til að
byrja reglulega, langvinna stjórnarbaráttu.
Hann kvaðst eigi vilja eiga þátt í að steypa
landinu út í líkt ástand og nú væri í Dan-
mörku. Konungur vor ætti í vök að verj-
ast í sínu landi, og hann ætti annað að oss,
fyrir sitt sjerstaklega velvildarþel við land
vort, en að vjer sjeum að gera honum til ama.
Benid. Sveinsson kvaðst aldrei hafa ætl-
að sjer að knjesetja þingið í þessu máli,
eins og þ. B. hefði talað um. »En það er
nauðsyn tímans og landsins, sem mun knje-
setja og skal knjesetja bæði mig og hann«.
Vor stjórnarbarátta væri alls annars eðlis
en stjórnardeilan í Danmörku, og hótanir
um að hleypa landinu í sama ástand og
þar væri, ætti mjög illa við. þ>að væri gam-
alt bernskumein lítilsigldra þjóða, að meta
meira krónur en frelsi; og vonaði hann, að
vor þjóð væri vaxin upp úr því. það sem
gæti heitið rjettu nafni þjóðvilji, væri allt
annað en tiltinningaþytur alþýðu, sern sner-
ist eptir veðráttufari, aflabrögðum og þess-
háttar. Hann kvað sjer þykja miður til-
hlýðilegt, að blanda nafni hans hátignar
konangsins inn í þessar umræður, og það
því fremur, sem hann væri sannfærður um,
að enginn maður mundi glaðari en hann
(konungur), ef landið gæti öðlast góð og
hagfeld stjórnarlög.
Grímur Thomsen kvaðst játa, að þetta
frurnv. væri frá sínu sjónarrniði aðgengi-
legra en hið fyrra, þ. e. aðgengilegra
fyrir land og þjóð, en eptir því ætti
að fara. En hann vildi spyrja, hvort nú