Ísafold - 18.08.1887, Síða 1

Ísafold - 18.08.1887, Síða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð irgangsins <6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. Afgreiðslu- stofa í Isafoldarprentsmiðju. XIV 39. Reykjavík, fimmtudaginn 18. ágúst. 1887. 153. Innl. frjettir. Sparnaður og rjettlæti. t;4. „tslendingar, sem fundu Ametiku, eða heið- ur þeim sem heiður heyrir". 155. Um þang til fóðurdrýginda. Alþingi X. 156. Hitt og þetta. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. II —12 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dagki. n—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnuuarsjóður Rvikur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr.J. Jónassen Ág. i Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. inóttu|um hád. fm. em. fm. em. M. 10. + 5 + 11 30,4 30,4 N h Ij • ) b F. 11. + 6 + I I 30,3 30.3 0 b 1) b F. 12. + 5 + 11 3°. 3 30,1 ) b 0 b L. 13. + 7 + 12 3t>,i 30,1 S h d S h d S. 11. + » + >3 30,1 30,1 ) h d 0 h b m. n. 4 3 +10 30,1 3°, N h b N hv d !>. 16. + 3 +14 3°. 3°. 0 b 0 b Umliðna viku má heita að logn hafi verið dag- lega, bjart og fagurt veóur optastnær ; 13. og 14. var um tima dimmvlðri með nokkurri úrkomu ; 15. gekk hann til norðurs og var hvass til djúpa, hjer hægur; í dag 16. logn Og fagurt veður, hægur norðam.aldi; litur út sem sje hvasst úti fyrir á noröan og talsverður uppgangur í vestri og norðri; mistur i lopti norðanundan bæði í gær og í dag. Reykjavík 18. ágúst 1887. Meðalasala smáskamtalækna. Landsyfir- rjettur hefir með dómum b. þ. m. sektað tvo smáskamtalækna í Skagafirði, Sigurð hrepp- - stjóra Olafsson íVatnskoti, og forkel Fálsson, um 4 kr. hvorn, fyrir brot á móti eiukaleyfi Jyíjasölumanna eptir tilsk. 4. desbr. 1672. Sigurður hafði játað, að haun „hafi frá J>ýzka- landi keypt öO glös af homöopathiskum lyfjum er hann upprunalega ætlaði til notkunar á heimili sinu, en siðar að nokkrum lilut Ijet úti til ýmsra manna, er beiddust þess, og hefir •skýrt svo frá, að hann hafi ekki haft þessi lyf á boðstólum, og eigi heimtað borgun fyrir þa u, «n þó tekið við þóknun af sumurn fyrir þau, eða öllu heldur fyrir ómak sitt og tímatöf11. J>orkell hafði sömuleiðis játað, að hann hefði „eigi allsjaldan eptir beiðni mauna látið úti homöopatisk meðöl, og að hann hafi þegið borguu fyrir þau, er samsvaraði verði þeirra, þá er honum hafi verið boðin hún, en aldrei hafi heimtað borguu fyrir meðölin, því að hann hafi sagt beiðendum, að þeir væru sjálfráðir, hvort þeir greiddu nokkra þóknun fyrir þau eða ekki. Meðölin tjáðist hann hafa feng ið hjá tveim nafngreindum mönnum, en eigi í löggiltri lyfjabúö, enda hefir hann borið það fram, að homöopathisk meðöl muni þá eigi hafa fengi/.t í lytjabúðum landsins“. I hjeraði höfðu báðir verið sýknaðir. Mannalát. Nýfrjett er lát síra Slcapta Jóns- 80nar (prófasts þorvaröarsonar) á Hvanneyri í Siglufirði. Hinn 8. f. m. andaöist Einar bóndi Gíslason á Höskuldsstöðum í Breiðdal, úr lungnabólgu, 49 ára að aldri, alþingismaður 1875 og 1877, einn með helztu merkisbændum austanlands, greindur maður og vel aö sjer, og mikill fram- faramaður. Sparnaður og rjettlæti. |>að fer vel á því, að þingið láti harð- ærið koma líka áþreifanlega fram í hag- tæringunni á ijárforða land3jóðs um fjár- hagstímabil það, sem nú fer í hönd. Mik- ill er sparnaðurinn nú ekki að vísu, sem neðri deild hefir haft fram í fjárlögunum, en þó nokkur. Sumu mælist vel fyrir, sumu ekki, eins og gerist um öll manna verk. þessir vísindastyrksbitlingar, sem þingið hefir opt áður verið næsta góðsamt með að veita, eru nú að mestu léyti af teknir, og sjerstaklega er stjórninni enginn eyrir ætlaður til miðlunar milli þinga til vís- indalegra og verklegra fyrirtækja. það er sjer í lagi Hafnar-stjórnin, sem hefir þótt fara miður hagkvæmlega með sinn skammt af því fje stundum ; hún á að hafa helm- ing af því, eptir konungsúrskurði, en fjár- bænir koma margfalt færri til hennar en landshöfðingja, og því virðist hún hafa verið óvandari að verðleikum beiðenda. f>að er þá ekki svo mikil eptirsjón í þess- ari fjárveitingu, og sjálf má stjórnin verða fegin aö vera laus við það óþakkláta starf, að skammta þetta fje. Annar sparnaóur, sem talsvert munar um, er til strandferðanna. f>að kann nú mörgum að þykja viðsjálc, að eiga á hættu, að þær takist af að miklu eða öllu leyti. En ef satt skal segja, þá hefir raunar orðið miklu minni haguaður að þessum strandferðum en við var búizt, þegar var verið að berjast fyrir að koma þeim á. f>ær eru nú búnar að standa í 11 ár, og enn eru flutningar með þeim hafna á milli að kalla má litlir sem engir, auk þess sem hafís nú gerir þær allt af stopular fyrir helming landsins eða meir. Nú er auk þess sá munur á orðinn, að talsverc er um strandferðir aukreitis af öðrum skipum, þeim sem landsjóður leggur ekki þennan mikla styrk til, og mundu þær jafnvel aukast, ef hinar legðust niður um tíma. Sumt af sparnaðinum er ærið smámuna- legt. En það er naumast eyðandi orðum að því. Neðri deild hefir líka meðal annars minnkað heldur en aukið vegabótafjeð, og þó jafnframt samið og samþykkt ný vega- lög, sem leggja miklu meiri byrði á lands- sjóð en áður var í þeirri grein. Sá sparn- aður virðist vera miður ráðinn. Nú loks- ins, þegar vjer erum konmir upp á að gera vegi svo, að ekki sje bæði til skammar og skaða, þá er einsætt, að þar eigum vjer að leggja alúð að. Vjer komumst seint í siðaðra íramfaraþjóða tölu, ef vjer gerum ekki nema svo sem 1 mílu vegarspotta á ári, brúum engar ár o. s. frv. fúngið virð- ist og ímynda sjer, að duga muni, að fá vegfræðing að eins til þess að nferðast um landið og ákveða, hvar helztu vegi skuli leggja«. Sannleikurinn er sá, sem allar menntaðar þjóðir þekkja nú orðið og oss ætti ekki að vera vorkunn að vita, eptir dýrkeypta reynslu, að það er hin mesta óíorsjálni og óspilun, að leggja nokkurn áríðandi vegarspotta án aðstoðar vegfræð- ings. það sannast þar í fyllsta máta, að það er hinn mesti ósparnaður, hin mesta eyðsla, að spara mannvit, — að spara nauðsynlega þekkingu og kuunáttu. Loks hefir neðri deild komið með einn sparnað, sem lítið dregur landið hvað úc- látin snertir, en mikið, þegar litið er á virðing og sóma þings og þjóðar. f>að er launalækkun við tvo embættis- menn, landlækni og annan kennarann við læknaskólann. f>ar er nefnilega tekið upp það nýmæli, að færa niður laun hjá einstökum mönn- um, meðan þeir eru í embætti, alveg að handahófi og þvert ofan í almennar og sjálfsagðar reglur í því efni, hvar sem er, —nema hjá Tyrkjanum, þegar hann er »hvítur«, og því löglega afsakaður. Varfærni í að veita iaunabætur er ekki nema lofsverð í alla staði, og alþingi hefði gjarnan mátt hafa meira af henni stund- um, einkum framan af. En þegar launa- bót er einu sinni veitt, þó ekki sje nema

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.