Ísafold - 18.08.1887, Side 4
156
svaraði Arnljótur Ólafsson glottandi, að
hann gæti fyrir nefndarinnar hönd enga
von gefið um að henni yrði það auðið fyr
en »einhverntíma eptir helgi«, þ. e. líklega
ekki fyr en þinglokadaginn, sem er fimmtu-
dagur í næstu viku (25.).
Nokkrum dögum áður hafði nefndin klofn-
að, og minni hlutinn, Sighv. Árnason og
Jakob Guðmundsson, komið fram með sitt
álit, þess efnis, að deildin ætti að sam-
þykkja frumvarpið óbreytt eins og það kom
frá neðri deild, og vildi fá forseta til að
taka málið á dagskrá, þó að meiri hlutinn,
hinir 3 konungkjörnu, hefðu eigi látið til
sín heyra. En hann taldi sig ekki hafa
vald til þess eptir þingsköpunum.
Gæzlustjóei við landsbankann var Ei-
ríhur Briem endurkosinn í gær í einu hljóði,
— hafði orðið frá að fara eptir hlutkesti.
Unglingakennsla. þingið er búið að
fella 2 frumvörp liks efnis: um menntun
alþýðu og um fræðslu ungmenna.
þetta hið þriðja, sem enn lifir, frá Ó.
Briem og f>orv. Kjerúlf, fer fram á, að
veittar sjeu árlega úr landssjóði 20,000 kr.
til þess að koma á fót og styrkja almenna
unglingakennslu í landinu annarstaðar en
í kaupstöðum, undir umsjón sóknarnefnda,
sem hafa auk þess heimild til að leggja
nefskatt á alla sóknarmenn, 16 ára eða
eldri og sjálfbjarga, ef landssjóðsstyrkur-
inn reynist ónógur.
Kennslu skal veita í rjettritun, reikningi,
sögu, landafræði, heilbrigðisfræði og upp-
eldisfræði. »Ennfremur sjeu unglingar látn-
ir temja sjer líkamsæfingar, svo sem glím-
ur, knattleiki, skautaferðir og skíðaferð«.
Lögin eiga ekki að koma til framkvæmd-
ar fyr en alþingi hefir í fjárlögum veitt fje
til kennslunnar.
Lög feA alÞingi.
11.
Lög um aðför (í 53 greinum).
12.
Lög um verzlun lausakaupmanna.
1. gr. Lausakaupmaður, semengafasta
verzlun rekur hjer á landi, getur fengið
heimild til að verzla á skipi annarstaðar
en á löggiltum höfnum, ef hann fær til þess
leyfisbrjef hjá sýslumanni eða bæjarfógeta.
Fyrir slíkt leyfisbrjef skal lausakaupmaður
gjalda 100 kr. í landssjóð, og veitir leyfis-
brjefið honum rjett til að verzla á skipi,
hvar sem hann vill við strendur landsins,
en að eins það almanaksár, sem leyfið er
gefið. þó er honum óheimilt að verzla
með áfenga drykki nema á löggiltum höfn-
um.
2. gr. Skyldur er lausakaupmaður að
fullnægja ákvæðum laganna um tollgreiðslu
og sóttvarnir, o. fl.
3. gr. Brot gegn lögum þessum varða
sektum allt að 2000 kr., og sæta sömu
meðferð, sem á er kveðið í 6. gr. laga 7.
nóvbr. 1879 um breyting á eldri lögum um
siglingar og verzlun á Islandi.
4. gr. Hjer með er numin úr gildi 1.
málsgrein 4. greinar fyrnefndra laga 7. nóv.
1879.
5. gr. Lög þessi öðlast gildi l.dagapr-
ílmánaðar 1888.
Hitt og þetta.
J>ingmannskostir. Maður bauð sig fram til
þingmennsku í kjördæmi i f’arís. Mótstöðumaður
hans brá lionum um, að hann væri trúaður. f>ing-
mannsefnið bar þá ósvinnu (!) af sjer með mikilli
ákefð, og gat þess til sannindamerkis, að hann
hefði látið veraldlegt yfirvald gefa sig í hjónaband
og ætti 6 börn, sem öll væri óskírð. þ>á sagði
einn kjósandinn, írskur iðnaðarmaður : „Ekki er
rajer það nóg : hann fær ekki mitt atkvæði fyr en
hann lætur grafa sig lika prestlaust og i óvígðri
mold“.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
Proclama.
Með þvi að Björn Erlendsson bóndi á
Hofi í Lýtingsstaðahreppi hefur framselt
sem gjaldþrota bú sitt tii shipta meðal skuld-
heimtumanna sinna, þá innkallast hjermeð,
samkvœmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lög-
um 12. apríl 1878 allir þeir, sem eiga að
telja tit skulda hjá nefndum Birni Erlends-
syni, tit þess innan 6 mánaða frá birtingu
þessarar auglýsingar að gefa sig fram og
sanna kröfur sínar fyrir skiptaráðanda
Skagafjarðarsýslu.
Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 23. júlí 1887.
Jóhannes Ólafsson.
Proclama.
Iljer með er samkv. lögum 12. apríl 1878
og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á allaþá,
sem telja til skulda í dánarbúi Ólafs þor-
leifssonar, veitingamanns í Keflavik, að lýsa
kröfum sínum og sanna þœr fyrir skipta-
rjetti Kjósar- og Gullbringusýslu áður en
6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu
innköllunar þessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.sýslu 15. júlí 1887.
Hannes Hafstein
settur.
Proclama.
Samkvœmt Lögum 12. apríl 1878 og 0. b.
4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá,
er telja til skulda í dánarbúi Einars Eiríks-
sonar í þverárkoti í Kjalarneshreppi, að
lýsa kröfum sínum og sanna þœr fyrir skipta-
ráðandanum í Kjnsar- og Gullbringusýslu
innan 6 mánaða frá siðustu birtingu þessar-
ar auglýsingar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 20. júlí 1887.
h'annes Hafstein
settur.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu þórðar bónda Jónssonar í
Ráðagerði og að undangenginni fjárnáms-
gjörð hinn 8. þ. m. verður bcerinn »Suður-
hoLU, með tilheyrandi lóð, hjer í lögsagnar-
umdœminu seldur við 3 opinber uppboð,
sem haldin verða miðvihidagana 24. og 31.
þ. m. og 7. sept. nœstkomandi, 2 hin fyrstu
á skrifstofu bœjarfógetans og hið 3. og síð-
asta hjá banum Suðurholti, til lúkningar
veðskuld, að upphað kr. 250, er á bœnum
hvílir. Upphoðin byrja kl. 12 á hádegi of-
annefnda daga, og verða söluskilmálar til
sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið 1.
uppboð.
Bæjar fogetinn í Reykjavík, 16. ágúst 1887.
Halldór Damelsson.
Plagð þiljuborð,
plœgð gólfborð
og annar borðviður
þakhetta
og
Cement
fæst með mjög góðu verði
í verzlun W. Fischers.
þcgar skotœfingar farafram í Skothúsinu,
verður flagg cLregið upp á skotpallinum f
part stundar áður en skotið er, almenn-
ingi til aðvörunar um, að vera ekki of ná-
lœgt.
Rvik it. ágúst 1887.
Stjórn fjelagsins.
Rauð bryssa ójárnuð óaffext með hvítt lauf
á nös, er hjer í óskilum með marlc: blaðstýft
apt. h. stýft v. biti apt. ftjettur eigandi vitji
hennar til undirskrifaðs.
Miðdal 16. ágúst 1887.
Guðm. Einarsson
Leiðarvísir til lifsábyrgðar fæst ókeypis
hjá ritstjórunum og hja Dr. med. Jónassen, sem
einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar
nauðsynlegar upplýsingar.
Nærsveitismenn eru beðnir að
vitja „Isafoldar11 á afgreiðslustofu henn-
ar (i nýja húsinu milli Austurvallar og
Austurstrætis).
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja Isafoldar