Ísafold - 08.09.1887, Síða 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(6o arka) 4 kr.; erlendis S kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XIV 43.
Feykjavik, fimmtudaginn 8. sept.
1887.
169. Innl. frjettir. TJtlendar frjettir. íslending-
ar í Ameríku.
171. Saltfiskaverkun Vesturheimsmanna. Alþingi
XIV.
172. Hitt og f>etta. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. n—2
útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen
1 Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
Sept. ján6ttu|umhád. fm. em. fm. em.
M.31. + 9 + 11 29,4 29,5 0 d 0 b
F. 1. + 8 + IO 29,5 29,5 Sv h d n d
F. 2. + 6 + 12 29,5 29,6 0 b 0 b
L. .?. + 6 + 11 29,7 29,7 0 b 0 b
S. 4. + 6 + II 29.7 29,7 0 b 0 b
M. 5. -t 1 + II 29,6 29,6 0 b O d
t>. 6. + 4 + 9 29.7 29,7 0 b 0 b
Enn helzt sama blíc'an og góðviðrið, logn á
hverjum degi, jörð enn algræn eins og á hásumar-
degi; þessa daga í fyrra gengn óhemju-rigningar
Og þá var það 2. þ. m., að skriÖufalliÖ varð á
Kjalarnesi. í dag 6. blíða logn og bjart sólskin.
Beykjavík 8. sept. 1887.
Gufuskipið Camoens kom í morg-
ua frá Skotlandi, með nokkuð af vörum,
og fer aptur á morguu beint til Skotlands
með um 700 hesta. — Með því kom kaup-
maður Lauritzen frá Newcastle.
Vesturfarar endursendir. Með Ca-
moens komu 6 vesturfarar endursendir
hingað frá New-York: ekkja úr Borgar-
firði með 2 börnum og kvennmaður úr
Bvík með 2 börnum. Fólki þessu hafði verið
snúið aptur í New-York, vegna fjeleysis;
það eru lög í Bandaríkjunum, að innflytj-
endum þangað er ekki hleypt á land nema
þeir hafi nokkurn forlagseyri með sjer.
Fólk þetta fór með 'Anchor-línunni, og
hlýtur hún að kosta farið fram og aptur,
ef það hefur verið dulið þess þegar það
rjeðst til ferðar hjeðan.
Skaðabótakröfur Vesturfaranna,
þessara 300, sem biðu á Borðeyri í 7 vik-
ur, fyrir óorðheldni annaðhvort útgerðar-
manna Camoens eða Allanlínunnar, munu
hafa lítinn árangur, eptir því sem frjett-
ist nú með Camoens. Umboðsmaður All-
anlínunnar hjer hafði látið þá fá 10 kr. á
mann fullorðinn til bráðabyrgða, úr sín-
um vasa(?), en þeir vildu fá sem svaraið
1 kr. á dag á mann þennan tíma sem
þeir biðu. þeir sneru sjer fyrst til lands-
höfðingja í því efni, en fengu þar vís-
bending um, aðþeiryrðuað senda kæruna
fyrst til næsta konsúls Danastjórnar, og þá
konsúlsins í Leith, samkvæmt útflutnings-
lögunum. þeirskrifuðu svokonsúlnum hjeðan
og ætluðust til að hann kæmi út á skipið
(Camoens) þegar það kæmi til Leith, til
þess að hlýða á kærur þeirra. En ekki
varð af því, enda urðu þeir að fara af
stað til Glasgow undir eins. Ætluðu þeir
svo að gera honurn orð þaðan rneð mál-
þræði. En þegar þar kom, lá skip það
ferðbúið, er átti að flytja þá vestur um haf.
Yar hjörðin óðara #drifin« út á það og af
stað. Síðasta athvarfið verður þá líklega
»hinn næsti danskur konsúll« vestra, ef þá
tekst betur til, er þar kemur.
Æðsta úrskurðarvald í málinu hefir
landshöfðingi. En kæran þarf að komast
til hans rjetta leið.
Thyra, Strandferðaskipið, var ókomið
til Granton frá Khöfn á laugardagskvöldið
var, 3. þ. m.; átti að vera farið þaðan
hingað á leið 2 dögum áður.
Gufuskipið »Horseguards«, stærra
talsvert en Camoens, er væntanlegt hing-
að um 20. þ. m. frá Skotlandi, frá Slimon,
og ætlar hjeðan á norðurhafnirnar eptir
fjenaði — tekur 4000 fjár —, og fara
með hjeðan til Borðeyrar hinar pöntuðu
vörur, er Camoens varð að leggja upp hjer
í sumar til geymslu.
Tíðarfar er enn hið ákjósanlegasta hjer
sunnanlands. Muna elztu menn ekki jafn-
blítt og hagstætt sumar.
En að norðan frjettist með manni, sem
kom í gær, að þar sjeu allir Jirðir fullir
af hafís eða hafi verið nú um síðustu
iielgi. Líklega hefir hann þó ekki vitað
glöggt nema um Húnaflóa með Hrútafirði
o. s. frv. þokur og suddar fylgja honum;
lítið komið í garð af útheyjum.
Aflabrögð eru afbragðsgóð hjer við
Faxaflóa. Má heita, að hjer hafi allt af
verið nógur fiskur fyrir frá því í vetur;
en sjór verið lítt stundaður um hásláttinn.
Nú er almenningur farinn að róa aptur,
og aflar mætavel. Fiskur genginn inn á
Hvalfjörð jafnvel, og er það fágætt mjög
nú orðið.
Útlendar frjettir.
A enskum blöðum, er komu með Camo-
ens, og ná til 3. þ. m., sjest, að Ferdínand
prinz frá Kóbúrg, er Bolgarar völdu til
höfðingja yfir sig, í sumar, er kominn þang-
að og tekinn við stjórn ríkisins, að forn-
spurðum stórveldunum ogþrátt fyrir eindreg-
in mótmæli Bússastjórnar. Honum var
fagnað forkunnar vel af hinum nýju þegn-
um sínum, eins og lög gjöra ráð fyrir; en
hætt við, að það verði skainmgóður verra-
ir. Segja síðustu frjettir, að Bússar muni
nú koinnir á fremsta hlunn að skerast í
leikinn með vopnum; en Tyrkjastjórn
þvær hendur sínar og segir allt það mál
á ábyrgð stórveldanna, er hafi bruggað
Berlínarsáttmálann góða (1878).
Kúlera er upp komin af nýju á Sikileyog
Italíu sunnanverðri, ekki mjög skæð enn
samt.—Frá Indlandi segja skýrslur, að þar
hafi dáið 70,000 manna úr kóleru á tveim
mánuðum í sumar, júní og júlí, í norð-
vesturfylkjum landsins, eða 1 af hundraði
af landsfólkinu.
Stanley, hinn nafnfrægi landkannari, var
sagður dauður í sumar suður í Afríku, —
átti að hafa verið skotinn af villimönnum.
En sem betur fer þykir nú mega staðhæfa,
að fregn þessi sje tilhæfulaus.
Jdrnbrautarslys mikið varð í Ulinois í
Ameríku 11. f. m. það kviknaði í brú, sem
járnbrautarlest var á ferð yfir, svo að hún
hrundi niður, og týndust um 200 manns.
íslendingar i Ameriku.
I ensku blaði, sem kemur út í Winnipeg
og heitir »Manitoba Daily Express«, stend-
ur 8. f. m. skýrsla um kynlega gjörræðis-
meðferð á 86 vesturförum hjeðan frá Is-
landi, er þangað voru þá komnir fyrir
kemmstu.
þeir höfðu allir farseðla til Winnipeg.
En þegar þangað kom, var þeim ekki
leyft að fara inn í bæinn, heldur sendir
jafnharðan nauðugir til einhvers staðar
langt þaðan nokkuð, er Brandon heitir.
Frjettaritari blaðsins facn að máli síra
Jón Bjarnarson, Friðrik Friðriksson kaup-