Ísafold - 08.09.1887, Síða 3

Ísafold - 08.09.1887, Síða 3
171 þeirra gætu landar þar vestra hjálpað til að komast af vetrarlangt, og hinum mætti skipta niður á önnur hjeruð; með þeim hætti mætti sjá þeim farborða. þeir mundu verða sjálfbjarga eptirleiðis, þótt þeir kæmust ekki alveg af fyrsta veturinn. Hann taldi ugglaust, að hægt mundi að láta þá ílengjast í Kanada, þó ekki væri beitt neinum þvingunarmeðulum til að aptra þeim frá að fara til Bandaríkjanna. Hann vitnar til þess, að þó að allmikið af Islendingum hafi komið vestur árið sem leið, þá hafi þeir allir komizt af án ann- arar hjálpar en landa sinna, nema tvær eða þrjár fjölskyldur, er bærinn hafi hjálp- að. íslendingafjelag (Framfarafjelag Is- lendinga?) og margir einstakir menn hafi verið mjög örlátir, og lagt meira fje í söl- sölurnar en stjórnin, til að hjálpa nýkomn- um vesturförum; mundu því ráðstafanir stjórnarinnar til að koma fólki vestur frá Islandi, verða studdar af alúð; og reynsl- an hefði sýnt, að með þvf að styðja inn- flutning Islendinga útvegaði stjórnin land- inu iðjusama og greinda borgara og fram- faramenn. Fólkstala er nú á Islandi 73.000— segir blaðið. tþar af segir síra Jón, að 6000 að minnsta kosti þurfi hinnar fyrirhuguðu hjálpar. það er auðsjeð, að slíkur burt- flutningur mundi ekki gera neina mann- þurð á Islandi, en draga þó töluvert til aukningar mannfólki í Manitóba og Norð- Yesturlandinu«. Saltfisksverkun Vestur- heimsmanna. 1 skýrslu um fiskisýninguna miklu í Lundúnum 1883 er lýst á þessa leið að- ferð manna í Bandaríkjunum í Norður- Ameríku að þurka saltfisk. Fiskurinn er (.þurkaður á löngum trje- grindum, álíka í lögun og vefjarskeið, en miklu lengri og breiðari, og rimarnar svo breiðar, að ekki komi far í fiskinn. Milli- bilið milli rimanna er ekki stærra en svo, að fiskurinn sígi ekki eða fari ekki í hlykki milli þeirra, þegar hann er breiddur þar til þerris. Sumstaðar liggja grindur þessar á jörðu, en optast eru þær hafðar á stoð- um, sem eru svo háar, að þeir, sem vinna að fiskinum, geta gengið upprjettir að vinnu sinni. Milli grindanna er manngengt bil og nær maður rúmlega til með höndunum yfir hálfa breidd grindarinnar. Ameríkumenn hrósa mjög þessari verk- unar-aðferð, og telja henni meðal annars til gildis, að það má afkasta miklu meiru, þegar ekki þarf allt af að vera að bogra og rjetta sig á víxl. þar að auki segja þeir að fiskurinn þorni betur, jafnar og fyr, og jafnskjótt beggja vegna, af því að lopt kemst að fiskinum að neðan, eins og oían. Kostnaðurinn segja þeir að vinni sig fljótt upp, þar sem farið sje með talsvert af fiski. Á Newfoundlandi, þar sem nóg er af klettum og grjóti, vilja menn heldur vinna til að búa til grindur fyrir fiskinn, en þurka hann á klettunum. Erindreki Norðmanna á sýningunni legg- ur mikla áherzlu á, að lopt komist að fiskinum báðum megin í senn, svo að hann þorni hjer um bil jafnfljótt á báðar hliðar, og ræður Norðmönnum til að taka upp sið Ameríkumanna í þessu og þurka fiskinn á trjegrindum. Hann segir, að lang-almenn- ast sje, að þurka fisk á klettum í Norvegi, og þó hafi menn þar reynsluna fyrir sjer í því, að á þeim fáu stöðum, þar sem fiskur er þurkaður á fjörugrjóti (hnull- ungum), sje betri verkun á saltfiski en annarstaðar; er það því að þakka, að þá kemst lopt betur að fiskinum að neðan, af því grjótið er hnöttótt meira eða minna, heldur en ef fiskurinn liggur á flötu grjóti. Hann tekur líka íslenzka fiskinn til dæmis. Segir hann, að sveppar sæki miklu síður á ísfirzkan fisk en fisk frá Faxaflóa, og hefir það eptir mönnum sem vit hafa á, að það muni vera með fram því að þakka, að Isfirðingar þurka fisk sinn á fiskireitum (fjörugrjóti), en Sunnlendingar mest á klettum, þar sem lopt kemst ekki að fisk- inum að neðan. Alþingi. XIV. Knfli úr rœðu Beuid. Sveinssonar í stjörnarskrármálinu við 3. umr. í neðri deild. »Eins og nú stendur, er stjórn allra hinna sjerstöku málefna Islands háö hinu almenna löggjafarvaldi og úrs'it- um málanna í ríkisráði Dana: öll sjer- stakleg ábyrgð er ómöguleg,og allar stjórn- arathafnir, stjórnskipulega skilið, fara fram í Danmörku ; þannig er ástandið, og þetta er og hefir verið ófrávíkjanleg krafa og lögmál stjórnarinnar. Allir hljóta að sjá, að hjer er um skarpar mótsetningar að ræða, og tilslökunin þannig löguð, að eigi er um annað að tala en það. að stjórn liinna sjerstaklegu málefna sje annaðhvort háð eða ekki háð hinu almenna löggjafarvaldi og ríkisráði Dana. þessar mótsetningar eru eins skarpar og glöggar, sem mótsetningin milli birtu og myrkurs, milli já og nei, lífs og dauða, og þegar nú tilslökunin frá þingsins hálfu ætti að ganga í þessa átt, þá er það sama sem að stjórnin heimtaði, að þjóðin beiti banaspjóti á móti sjálfri sjer, afneiti sjálfri sjer og lífstilveru sinni. Jeg tek þetta fram, ekki. til að gerahæstv. landsh. það Ijóst, heldur til þess að sýna honum, að mjer sje það ljóst, að þess kon- ar tilslökun sje ómögulegt að heimta af hinni íslenzku þjóð, og að hún mundi fremja sjálfsmorð, ef hún uppfyllti slíka kröfu Jeg skal játa, aðjeg get velskilið, þótt örðugt sje að fá stjórnina til að slaka til. allt svo lengi sem hún skoðar þetta mál frá sínu alveg ranga og öfuga sjón- armiði, og heldur því fram með einsmiklu kappi og einstrengingsskap, eins og hún hefir sjbit með auglýsingunni 2. nóv.1885, sem hæstv. landsh. hefir svo margvitnað til. Jeg skal að öðru leyti geta þess, að það er alveg ástæðulaust og rangt, sem sagt hefir verið, að alþingi hafi ekki s/nt tilslökunarsemi eða verið ófúst til sam- komulags við stjórnina í stjórnarskipunar- máli Islands, og jeg finn mig knúðan til að halda hlífðarskildi fyrir alþingi í þessu efni með því, að rifja það upp með sem fæstum orðum, sem fram hefir farið fyr og síðar í máli þessu. Jegman svo langt og allir hljóta að muna svo langt — að menn taki ekki lengra til — að árið 1867 var sá ráðgjafi í Danmörku, sem halúi allan vilja á að koma samkomulagi á milli stjórnarinnar og íslendinga í þessu máli; honuni var alvara, og sú alvara skein út úr frv. því, sem lagt var fyrir þingið, út úr orðum hins þáverandi konungsfulltrúa, Hilmars sál. Finsens, og mörgu öðru, og þinginu var einnig alvara, að mæta stjórn- inni á miðri leið. En hvernig fór? Ekk- ert samkomulag komst á, og konungsfull- trúinn fjekk jafnvel ákúrur hjá stjórninni fyrir að hafa gengið of langt í sáttatil- raunum sínum við þingið ; þá sem optar stóð þessi gamla flækja og kredda föst um það hjá stjórninni, að engin sönn stjórnskipuleg mótsetning skyldi veramilli hinna sjerstöku mála íslands og hinna al- mennu ríkismála, sem illur þrándurígötu fyrir öllu samkomulagi. Stjórnin og á- byrgðarleysið átti endilega að þurfa að vera í Kaupmannahöfn, hvorttveggja óað- greinanlegt frá ríkisráði Dana. þingeptir þing var svo verið að laga frv. frá 1867,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.