Ísafold - 21.09.1887, Page 4

Ísafold - 21.09.1887, Page 4
180 á, að úr 200 pundum af mjöli fáist í raun og veru 47—48 brauð, með þeirri stærð og þunga, sem almennt gerist, hjer eins og annarstaðar (6 pd.). Sje nú þetta satt, þá þykir mjer nú fyr mega vera, að haft sje af almenningi, en að draga sjer 3'/2—4'/8 brauð af hverjum ein- asta mjölsekk, sem bakað er úr árið um kring hjá öllum bökurunum hjerna í Reykjavík. Mjer þykir nú þetta að vísu ótrúlegt. Mjer þykir ótrúlegt, að bakarar, sem maður hlýtur að álíta jafn-heiðvirða meðborgara eins og hverja aðra, leyfi sjer slíkt, og ekki síður ótrú- legt, að hinir hátt-upplýstu ibúar höfuðstaðar- ins láti fara svo með sig. Fyr mætti nú vera rænuleysið, — liggur mjer við að segja. Jeg verð að kalla það ljettvæga vörn eða viðbáru, af bakaranna hálfu, þó þeir kunni að segja, að þetta sje eins og hver annar samningur ; geri kaupandi sig ánægðan með, að svona ódrjúgt bakist úr mjölinu, þá sje ekkert um það að tala. Mjer þykir þetta hvorttveggja ótrúlegt. En rnjer þykir líka ótrúlegt, að skrökvað hafi verið að mjer, að það fáist 47—48 brauð úr mjölsekkn- um; mjer hefir meira að segja verið sagt, að það sje ómögulegt að baka svo venjuleg rúgbrauð úr £00 pundum af mjöli, að minna verði úr en 47 brauð. Hvernig á jeg nú að fá leyst úr þessum vafa, svo óyggjandi sje? Og hvernig á að fara að „kenna bökurunum okkar að lifa“, kenna þeim að láta okkur hafa almennileg brauð og að hafa ekki af okkur með ódrýgindum á mjölinu? Búkona. * * * Svar: Áreiðanlega vissu um það, hvað mik- ið á að bakast úr 200 pundum af rúgmjöli, má fá eigi einungis með fyrirspurnum til bakara i Khöfn t. a. m., heldur mun ekki þurfa annað en aðleita upplýsinga hjá forstöðumönnum verzl- ana þeirra hjer nærlendis, sem halda bakara fyrir sig. J>eir hljóta að vita nákvæmlega, hvað rjett er í þessu efni. J>egar sú vissa er fengin, má ganga að því vísu, að bakararnir hjer í bænum bæti ráð sitt í því efni, annaðhvort orðalaust, eða þá að þeim verður þröngvað til þess með samtökum, — svo framarlega sem þeir reynast sekir í þessari grein. J>eir mega láta sjer lynda það stórfje, 8-em þeir eru þegar búnir að hafa af almenningi með þessu móti, ef svo er, sem fyrirspyrjandinn hefir fyrir satt, þó ekki fái þeir að halda því áfram lengur.— En hvað galla á brauðunum B'ð nðrn leyti snertir, þá er rjett að sýna þau hjeraðslækni. sem formanni heilbrigðisnefndar- innar, ef mikil brögð eru að þeim, svo að heilsu- spillir geti að verið; — það er raunar sjálfsagt heilsuspillir að öllum slæmum brauðum. En annars eru samtök meðal sem flestra „búkvenna“ eða húsmæðra bæjarins sjálfsagt bezta ráðið til að „kenna bökurunum að lifa“.— Ritstj. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þ.ikkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. VandaÖur vefstóll til sölu með góðu verði. Ritstjóri vísar á. Proclama. Með því að bóndinn Arni Pdlsson i Narfa- koti í Vatnsleysustrandarhr. liefur framselt sem gjaldþrota bú sitt til skipta meðal skuld- heimtumanna sinna, þd innkallast hjer með samkv. opnu brjefi 4. jan. 1861 og lugum 12. apríl 1878 allir þeir, sem til skulda eiga að telja hjd tjeðum Artia Pdlssyni til þess innan 6 mánaða frd siðustu birtingu, auglýsingar þessarar að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda. Sýslumaðurinn i Kjósar- og Gullbringusýslu hinn 6. sept.mán. 1887. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn 24. þ. m. kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð sett og haldið í fjörunni hjd stakkstœði P. C. Knudtzon é Sön hjer í bœnum og þar selt hcestbjóðend- um þilskipið »Vonitu, er strandaði 7. p.m., með seglum, reiða, veiðarfærum og öllu tilheyrandi. Sóluskilmdlar verða birtir d uppboðs- staðnum. Bæjarlógetinn i Reykjavík 17. september l88ý. Haildór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn liinn 3. október nœstkom. kl. 11 f. hdd. verður opinbert uppboð sett og haldið við hótel »Reykjavík« hjer í bœn- um og par selt hœstbjóðendum ýms hús- gögn, rúmfatnaður, fortepiano m. fl. Söluskilmdlar verða birtir d uppboðs- staðnum. Bæjarlógetinn í Reykjavík 15. september 1887. Halldór Daníelsson. Hálf jörðin Auðnar á Vatnsieysuströnd fœst til kaups eða ábúðar i nœstkomandi fardögzim 1888. Lysthafendur snúi sjer til kaupmanns H. A. Linnets í Hafnarfirði. Proclama. Samkvæmt lögum 12. aprd 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað d alla þd, sem til skuida eiga að telja hjd Gunnari Gunnarssyni frd Sviðholti i Bessa- staðahreppi, er fór hjeðan til Vesturheims í sumar, að gefa sig fratn og sanna kröfur sínar fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda \nnan 6 mdnaða frd birtingu auglýsingar bessarar. Sýslumaðurinn i Kjósar- og Gullbringusýslu ,9/9 1887. Franz Sicmscn. Jörðin Grímastaðir í Andakílshrepp i tíorgarfjarðarsýslu getur fengizt til kaups. Lysthafendur eru beðnir að snúa sjer til N. Zimsens í Reykjavík, sem af- gjörir kaupin. Nýprentað 3. hepti að söngkennslubók fyrir byrjendur, raeð tveimnr og þremur röddum, að stærð 3 arkir og kostar í kápu 50 a. Enn fremur fyrsta hepti af sömu bók (önnur útgáfa aukin og endurbætt), kostar i kápu 50 a. í þessum heptum eru meðal annars 20 af lögum nýju Sálmabókarinnar, sem ekki eru í hinni fjórrödduðu Kirkjusöngsbók minni. Bækur þessar fást hjá höfundinum. Jónas Helgason. Herbergi til leigu frá 1. okt. næstkomandi i nœsta húsi við skólann; kostur fæst þar einnig. Ritstj. ávisar. 1 kvartil (70—80 pd) af nýju, prýðilega verk- uðu kúasmjöri er til sölu. Ritstj. visar á. Fjármark sira Jóhanns í Stafholti er: sglt og gat hagra, lógg aptan vinstia, Samskot til tombólu. Iljer með eru allir þeir, sem vilja styðja með gjöfum tombolu, til inntektar fyrir hús Good-Templar-Stúknanna í Rvik, vinsam- lega beðnir, að afhenda gjafir sínar til ein- hvers af undirskrifuðum, helzt fyrir 2. októ- ber. Reykjavík 14. sept. 1887. Helga Eiríksdóttir. lngunn Loptsdóttir. Jórunn Sighvatsdóttir. Kristín Schou. Marta Pjetursdóttir. Ragnheiður Bjarnason. porbjörg Sveinsdóttir. Andrjes Bjarnason. Árni Gíslason. Borgþór Jósefsson. Guðl. Guðmundsson. Indriði Einarsson. Jón Ólafsson. Magnús Zakaríasson. Ó. Rósinkranz. P. Pjetursson. S. Jónsson. porl. Ó. Johnson. Bónarbrjef um styrk úr styrktarsjóði verzlunarmanna t Reykjavík fyrir 1887, verða að vera afhent stjórn sjóðsins fyrir septembermánaðarlok. N. Zimsen p. t. formaður. Almanak þjóðvinafjelagsins um árið 1888 er til sölu á afgreiðslustofu Isafoldar. Kostar 45 a. Leiðarvisir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hja Dr. med. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Munið eptir lotteríinu, sem aug- lýst var 1. júni þ. á. Nærsveitismenn eru beðnir að vitja „ísafoldar“ á afgreiðsiustofu henn- ar (i nýja húsinu milli Austurvaliar og Austurstrætis). Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prent8miðja ísafoldar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.