Ísafold - 30.11.1887, Síða 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júltmán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin víá
áramót, ógild nema komin sje
til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu-
stofa í ísafoldarprentsmiðju.
XIV 55.
Reykjavík, miðvikudaginn 30. nóv.
1887.
217. Innlendar frjettir.
218. Útlendar frjettir.
220. Hitt 0g þetta. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—'1
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Póstar fara 2. (v.), og 3. des.
Póstskip fer 2. des.
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen
1 Hiti (Cels.) Lþmælir í Veðurátt.
Nóv. |ánóttu|umhád. fm. | em. | fm. | em.
M.23. + 2 + 1 29,1 28,6 O h 10 d
F. 24. -r- 3 3 28,9 29,2 N hv b N h b
F. 25. 5 5 29,3 29,3 0 b O b
L. 26. -P 6 s 29,4 29,9 N li b |N h b
S. 27. -7-10 6 29,6 29,8 N hv b |N hv b
M. 28. -p » 6 29,9 3°, 0 b 0 b
Þ. 29. -r- 9 5 29,6 29,5 A h d |A h d
Umliðna viku hefir optast verið hæg norðanátt
hjer, en hvass til djúpa, bjart veður, með talsverðu
frosti. Enginn snjór hefir ullið, svo hjer er al-
auð jörð. I dag 29. hægur að morgni á austan
og dimmur i lopti; hvesti er á daginn 1 eið af
landnorðri.
Meykjavík 30. nóv. 1887.
Póstskipið Laura kom hingað í
fyrra dag að morgni; íór frá Khöfn 12.
þ. m. ; var viku hingað írá Færeyjum,
vegna storma. Með því kom frú Jóhanna
Bjarnason, Nielsen faktor á Isafirði, Bald-
vin Baldvinsson vesturfara-erindreki.
Ný lög. þéssi 12 lög frá þinginu 1
sumar hafa öðlazt staðfesting konungs, öll
4. þ. m., nema tvenn hin síðast töldu 10.
þ. m.
1. Fjárlög fyrir árin 1888 og 1889 (sjá þ.
á. ísaf. bls. 167).
2. Fjáraukalög fyrir árin 1884 og 1885
(bls. 166).
3. Fjáraukalög fynr árin 1886 og 1887
(167).
4. Lög um samþykkt á landsreikningnum
fyrir 1884 og 1885 (167).
5. Lög um linun í skatti af ábúð og af-
notum jarða og af lausafje (159).
6. Lög um veð (151).
7. Lög um aðför.
8. Lög um sveitarstyrk og fúlgu (151).
9. Lög um að stjórninni veitist heimild
til að selja nokkrar þjóðjarðir (158).
10. Lög um að umsjón og fjárhald Flat-
eyjarkirkju og Ingjaldshólskirkju skuli
fengin hlutaðeigandi söfnuðum í hend-
ur (132).
11. Lög um vegi (158).
12. Lög um að nema úr gildi lög 16. des.
br. 1885, er banna niðurskurð á hákarli
í sjó milli Geirólfsgnúps í Strandasýslu
og Skagatáar í Hiinavatnssýslu á tíma-
bilinu frá 1. nóv. til 14. apríl (151).
Lög þessi eru flest prentuð orðrjett í
tilvitnuðum stöðum í þ. á. Isafold.
Alls voru lögin frá þinginu í sumar 28.
Eru þá eptir 16.
Guðfræðisnám kvenna. islands-
ráðgjafinn hefir gefið út 7. þ. m. auglýs-
ingu um það, samkvæmt tilskipun 4. des.
1886 nm rjett kvenna til að ganga undir
skólapróf.
I öllum námsgreinum, sem kenndar eru
á prestaskólanum, mega konur njóta þar
kennslu, nema í prjedikunarlist, kenni-
mannlegri guðfræði og kirkjurjetti.
»Námslokapróf skulu hinir föstu kenn-
arar prestaskólans halda, og skal þá reyna
námskonur í biflíuþýðingu, trúarfræði, siða-
fræði og kirkjusögu, svo ítarlega sem segir
í áðurgreindri reglugjörð 8. gr. Prófið er
bæði munnlegt og skriflegt í hinurn þrem-
ur fyrst töldu námsgreinum, en í kirkju-
sögu að eins munnlegt. Námskonur ganga
og undir próf í barnaspurningafræði, eptir
því sem prestaskólinn ákveður það ná-
kvæmar«.
Aðra einkunn þarf kvennmaðurinn að
fá til þess að standast prófið; — 3. eink.
er að eins látin duga karlmönnum (presta-
efnunum). Próf í forspjallsvísindum verður
kvennmaðurinn að hafa tekið áður, og
fengið ekki minna en »vel«.
Gripasýningin í Kaupmannahöfn-
Eptir tilmælum landshöfðingja hefir ráð-
gjafinn fyrir Island fengið ádrátt um það
hjá forstöðunefnd gripasýningar þeirrar, er
halda á í Khöfn að sumri, að fresturinn
til að tilkynna nefndinni, hverjum munum
sje von á til sýningarinnar, skuli lengdur
til febrúarloka næsta ár að því er snertir
íslenzka sýnismuni. þó segir nefndin: að
búast megi við, að hæpið kunni að verða
um nægilegt rúm fyrir munina, ef sagt sje
til þeirra mjög seint, og eins hitt, að illt
kunni a.ð verða að koma þeim á rjettan
stað í sýningaskránni.
Embætti. Vestur - Skaptafellssýslu-
læknishjerað (17.) er veitt cand. med.
& chir. Bjarna Jenssyni, er þjónað hefir
aukahjeraði á Austfjörðum nokkur ár.
Kálfafellstaðarbrauð veict 25. þ. m. síra
Sveini Eiríkssyni á Sandfelli, eptir kosn-
ingu safnaðarins.
Hæstarjettardómur í málinu rjett-
vísin gegn Kr. Ó. þorgrímssyni, uppkveðinn
17. þ. m. (Landsyfirrjettardómur er prent-
aður í Isaf. XIV 27; undirrjettardómur
XIV 16).
»|>ar sem upplýsingum í þessu máli er
svo ábótavant, verður að láta standa við
dóm þann, sem hjer er áfrýjað til hæsta-
rjettar, að því leyti sem hinn ákærði er
sýknaður af skjalafölsun og sviksamlegu
athæfi í þeim atriðum, sem nefud eru í
dóminum, tölulið 1—6; en aptur á móti
verður að dæma hann, eins og gjört er í
yfirrjettardóminum, fyrir sjóðþurð þá, sem
fannst hjá honum, samkvæmt hinum ís-
lenzku hegningarlögum 145 gr., 1. kafla,
sbr. við 136. gr., 1. málsgrein. Hegning-
inguna ber, með tilliti til þess, að gjöra
verður ráð fyrir eptir athugasemd í undir-
rjettardóminum, að ákærði hafi endurborg-
að fje það sem vantaði í sjóðinn, að á-
kveða einfalt fangelsi í 3 vikur. Auk þess
ber honum að greiða málskostnað.
því dœmist rjett að vera:
Kristján Ó. þorgrímsson skal setja í ein-
falt fangelsi í 3 vikur. Svo ber honum og
að greiða málskostnað, þarmeð talin máls-
fœrslulaun þau, sem ákveðin eru í lands-
yfirrjettardóminum, og sömuleiðis málsfœrslu-
laun fyrir hæstarjetti, til hœstarjettarmáLa-
flutningsmannanna Halkjer og Lunn, 40
kr. til hvors«.
Strandferðir. Fyrir þessi 9,000 kr.
á ári, sem alþingi veitti í sumar til þeirra,
ætlar gufuskipafjelagið danska að láta fara
3 ferðir kringum landið, í stað 5. — |>ess-
ar þrjár ferðir eru :
1. Frá Khöfu 5. maí, Eskifirði 14.,
Seyðisf. og Vopnaf. 15., Akureyri og Sauð-
árkróki 17., Skagaströnd 18., ísafiiði 20.,
Dýraf. 21., Stykkishólmi 22., og til Reykja-
víkur 25. maí; þaðan aptur 2. júní, kem-
ur á sömu hafnir og hingað á í leið, nema
Vopnafjörð og Eskifjörð, og auk þess á
Flatey, Patreksfjörð og Reykjarfjörð, en til
] Khafnar 23. júní.