Ísafold - 30.11.1887, Page 4
220
AUGLYSIAGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
A skiptafundi, sem haldinn var 15. þ.
m. í dánarbúi Eyjólfs Eyjólfssonar á Lauga-
vatni í Grímsneshreppi, er andaðist 12. mai
þ. á., var ákveðið að gefa út innknllun til
skuldaheimtumanna í búi þessu : því er hjer
með samkvæmt lög. 12. apríl 1878 og opnu
brjefi 4. jan 1861 skorað á alla þá, sem til
skuldar telja í ofannefndu dánarbiá, að
koma fram með kröfur sínar og sanna þœr
fyrir skiptaráðanda Arnessýslu innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu þessarar auglýs-
ingar.
Skrifstofu Árnessýslu 18. dag nóvemberm. 1887.
Björn Bjarnarson
settur.
Tombóla
til ágóða fyrir
sjúkrasjóð trjesxniðafjelagsins
í Reykjavík
verður haldin
miðvikudags og fimmtudagskvöldið
milii Jóla og Nýjárs.
Tóbak og vindlar.
Undirskrifaður selur með óheyrt lágu verði
allskonar tóbak, vindla og cigaretter t. d.
Skraa bezta tegund á 1 kr. 50.
Neftóbak — — — l — 05;
og vindla, reyktóbak og cigaretter, að tiltölu
með jafnlágu vorði.
Rvík **/„ 87.
B. H. Bjarnason.
Fjármark (iuðmundar f>óroddssonar á
Reykjum í Ölvesi, ný upptekið : hamarskorið h.,
laufskorið v.
Bóka og pappírsverzlun.
Með pðstskipinu fjekk jeg miklar birgðir af ýmiss kouar slcrifpappír og skrifbókum frá
Englandi og ýmisleg ritfnng, alt vel vandaö og með góöu veröi-
Sömuleiðis nyjar bækur frá Danmörku, Englandi og fiýzkalandi, t. d. (meðal annars)
Þýzk og ensk landkort (mjög ódýr), enskar orðabækur, enskar og danskar myndabsekur handa
börnum (ódýrar mjög).
— Danskir bóksalar hafa sent mjer framhald af ýmsura ritum, er fyrvorandi bóksali
Kristján |>orgrímssoii hafði áskrifendur að, og geta hlutaðeigendur fengið framhaldið hjá
mjer, ef þeir gefa sig frara og borga það.
— Jeg panta bækur fyrir menn eigi að eins frá Norðurlöndum, heldur og hvervetna
frá útlöndum, og þar eð eg skipti beinlínis við utanríkis-bóksala, mun eg geta afgreitt pant-
anir svo fljótt og ódýrt, sem framast er kostur.
— Upplýsingar um útlendar bókmenntir og bækur í öllum fræðigreinum gef eg eða
útvega skiptavinum, sem þess óska.
Sigfús Eymundarson
Barnalærdómskver
síra Helga Hálfdánarsonar.
Með póstskipinu fjekk jeg miklar birgöir af þessu kveri, og mun jeg sjá um að hafa
það jafuan til, að því er frekast er unt; það selst aö eins gegn borgun út í hönd.
Nýja sálmabókin
fæst sömuleiðis í ýmiss konar bandi.
Sigfús Eymundarson.
manna, og þeir höfðu að eins fjártöpun af
öllu saman, sem til gróðans hugðu, og
höfðu stórmiklu til kostað. Hjer á mis-
jafnir dómar lagðir, en hermennirnir þykj-
a9t gabbaðir heldur, þó þeim hafi þótt
ferðin skemmtileg og fróðleg.
Látinn er einn af skörungum öldunga-
deildarinnar í Washington, Washburne,
sem var um tíma sendiherra Bandaríkj-
anna í París, og þá, þegar stríðið stóð við
þjóðverja.
Hann var 'valinkunnasti maður, mesti
málsnillingur á þinginu, tryggðavin Grants,
og hinn öruggasti forvígismaður fyrir lausn
þrælanna.
í dag fór aftaka fram fjögra hinna verstu
af bandingjunum í Chicago. Tveim gefið
líf, en til æfilangrar betrunarvinnu. Ein-
um þeirra hafði tekizt að bana sjálfum
sjer, en hjá honurn fundust fyrir skömmu,
eða undir rúrndýnunni, sprengivjelar, sem
hann ætlaði að taka til og hleypa með öllu
varðhaldshúsinu í lopt upp, er hann
skyldi færður til aftökustaðarins.
Viðbætir, **/,,. Vandræðin vaxaá Frakk-
landi, og mörg blöð halda, að hjer dragi
til forsetaskipta. Bönd um fleiri sakir ber-
ast að Wilson, bæði um krossasölu og
gróðabrögð, er hann hafði selt auðugum
mönnum atfangaforstöðu til hersins og tek-
ið stórfje fyrir. |>að hneykslanlegasta ný-
uppgötvað. Ein af þeim »frúm«, sem rið-
in er viðsa kamálin, heitir Limousin. Hjá
henni fundust brjef (við rannsóknaratfar-
irnar) líka frá Wilson. þegar þau áttu að
koma fram í dómi, voru þau breytt orðin,
eða önnur komin í þeirra stað. Arstal
rjettu brjefanna var 1884; þessi skrifuð á
pappír, sem búinn var til 1885(1). Sje
skiptin Wilson að kenna, þá er nýr grun-
ur vakinn, og nú eptir nýjum ódyggðum
að grafast, einnig í lögreglustjórninni.
Hitt og þetta.
Fátt er fljóðum um megn. (Ur vasabók
heimspekings í Vesturheimi). Kona getur sagt
nei, og staöið viö þaö alla æfi. Hún getur
líka sagt nei meö svo mjúkum, hægum og
Ijúfum rómi, aö það hljómar nærri því alveg
ein« og já. — llún getur dansaö heila nótt á
skóm, sem eru 2 þumlungum of stuttir, og
skemmt sjer prýöilega. — Hún getur gengið
viðstöðulaust fram hjá búðarglugga meö ljóm-
andi varningi, ef skipiö, sem hún ætlar með,
er að ýta frá landi. — Hún getur farið í kirkju
og lýst vandlega þegar hún kemur heim, hvern-
ig hitt kvennfólkið í kirkjunni var búið, og
jafnvel haft dálitla þokuhugmynd um eitthvað
af því, sem presturinn sagði á stólnum. — Hún
getur látið búðarmenu bylta við og rekja í
sundur fyrir sjer alla Ijereptsstranga, sem til
eru í búðinni, ef til vill 1000 kr. virði, og látið
þá síðan senda sjer heim til sín meðal-bæjar-
leið ’/i aI'n af H0 aura Ijerepti.
Hjá undirskrifuðum er í óskilum steingrár
foli 3 vetra, mark : sýlt h., óvanaöur; og bleik
hryssa3 vetra, mark : heilrifað v. þessi tryppi
verða seld ef rjettir eigendur verða ei komnir
um miðjan deseraber þ á.; sömuleiöis verða
þeir að borga áfallinn kostnað.
Miðdal í Mosfellssveit, 26/n 87.
Guðmundur Einarsson.
þegar kona mín kom frá Reykjavík með
seinustu ferð Thyra á Stykkishólm, varð græn-
leitt kúffort eptir í skipinu, með „adresse“
hennar: „I. Sigurðardóttir; Stykkishólm, Pass-
agergods11. Hvar sem kúffort þetta kynni að
hafa verið sett í land á norð-austur höfnunum,
óska jeg undirskrifaður að mjer verði gjört að-
vart um það.
Kleifum í Dalasýslu 27. okt. 1887.
Eggert Jónsson.
Hið konunglega
oktrojeraða áb y r gð arf je lag
tekur í ábyrgð hús, alls konar vörur og innan-
hússmuni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla í
J. P. T. Brydes verzlun í Reykjavík.
Nærsveitismenn eru beðnir að
vitja „lsafoldar“ á afgreiðslustofu henn-
ar (i nýja húsinu miili Austurvallar og
Austurstrætis).
'U0F’ Isafold kemur út aptur á morg-
un (fimmtudag).
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar