Ísafold - 14.12.1887, Page 3

Ísafold - 14.12.1887, Page 3
231 verður að láta yfirvaldið vita, og gefa sig undir sjerstakt eptirlit. Á f>ýzkalandi hlutu ný lög um sama efni gildi 1. okt. þ. á., og mjög lík hinum ensku að mörgu leyti. þó eru þau heldur strang- ari og nákvæmari. þar er eigi einungis skipað að láta nafnið »margarin» stauda á öllum ílátum o.s. frv., heldur líka nafnþess eða þeirra, sem smjörið hefir til búið. Og í smákaupum má ekki selja það öðruvísi en í umbúðum, þar sem enn fremur er prentað á nafn seljandans. I hverri búð, þar sem selt er óekta smjör, á að standa einhverstaðar þar sem mest ber á, orðið nmargarinn-sala. Aðalmunurinn á hinum þýzku og ensku lögum er sá, að í þýzku lögunum er með berum orðum gjörsamlega bannað að blanda óekta smjöri eða neinu öðru feitmeti sam- an við ekta smjör, og sömuleiðis bannað að verzla með neinn slíkan »bræðing». f>ar með er girt fyrir þess konar pretti, er mjög mikil brögð hafa verið að víða, og eigi ein- ungis hafðar til þess sjerstakar verksmiðj- ur, heldur einnig gert almennt hjá bænd- um sjálfum og á stórum mjólkurbúum, og hefir það gert ráðvöndum smjörgerðarmönn- um miklu meiri hnekki, heldur en óbland- að óekta smjör. Hitt og þetta. Málþráður sem skrifar. Ein merkileg upp- götvufi ný er það, að maður getur skrifað nafn sitt sjálfur eða hvað sem maöur vill á pappír, sem er 1000 mílur í burtu eða meira. Rafmagns- þráður er settur í samband við pennann, sem maður skrifar með, en við hinn endann á þræð- inum, í annari heimsálfu t. a. m., er annar penni, sem hreifist alveg á sama hátt og penn- inn í hendinni á brjefritaranum, og ritar þann- ig annað brjef þar með sömu hendi. Má þann- ig t. d. skrifa undir áríðandi samninga o. s. frv., þótt máispartar sjeu sinn á hvorum heims- enda. Meðal annara hlunninda, er þessari ný- breytni fylgir, er það, að með því móti má skrifast á um leyndarmál með málþræði, svo að enginn viti nema rjettir hlutaðeigendur; en annars verður jafnan að eiga undir þagmælsku málþráðarmanna, sem ekki er ætíð óyggjandi, þðtt þeir sjeu jafnan látnir vinna þagnarheit dýrum eiði. Kvennlæknar. í New-York eru eigi færri en 150 kvennlæknar. Ein þeirra hefir 90,000 kr. í tekjur um árið, en margar þetta frá 10,000 til 40,000 kr. þær fást mest við kvennsjúk- dóma. Drykkjurúturinn. „Sá skal svei mjer fá það, gestgjafinn, sem fleygði mjer út í gær, þó jeg væri alveg ófullur. Jeg stefni honum undir eins. Bara aö jeg myndi hvar þaö var!“ Drukknanir á hafskipum verða miklu sjaldgæfari því meira sem fjölgar gufuskip- um. Árin 1871 til 1874 drukknuðu að meðaltali 1928 sjómenn á ári á öllum hinum mikla kaup- skipaflota Breta. Á árunum 1875 til 1883 var meðaltal þetta komið ofan í 1583. og á árunum 1884 til 1886 ofan í 1146. Hafði þó kaupskipaflotinn aukizt stórum á þessu tímabili. Árið 1862 var liann 4,872,000 smálestir, en 1882 6,921,000 smá- lestir. „Jeg stend við það sem jeg hefi talað“ Hefðarfrú keypti páfagauk hjá fuglasala. „Og þjer ábyrgist, að hann getur haft eptir hvert orð, sem hann heyrir“, sagði hún að skilnaði, þegar hún var búin að borga páfagaukinn dýr- um dómum. „Jeg stend við það sem jeg hefi talað“, sagði fuglasalinn, „jú, hvert orð, sem hann heyrir; en því miður er haun heyrnar- laus“. Auður Kotschildanna. Barón Alfons Rotschild í París á 800miljónir króna; Gustav Rotschild og Edmund Rotschild 500 milj. kr. hvor; ekkja Salomons Rotschild 400 milj. kr. og barón Arthur Rotschild 500 milj. kr. Atvinnuleysið í Xiundúnum. Tala at- vinnulausra manna í Lundúnnm var í haust 130,000, en að skylduliði þeirra meðtöldu 600,000, Rjettvisin er blind. Maður var dæmdur í 10 kr. sekt. Hann fer undir eins ofan í vasa sinn og dregur upp falsaðan 10 króna seðil og rjettir hann öruggur að dómaranum. Hann vissi, að — „rjettvísin er blind“. „En taktu nú ekki til aptur“. Erægur málfærslumaður franskur, er Lachaud hjet, hafði fengið sakborning sýknaðan fyrir dómi, sem opt bar við. „f>ú ert nú dæmdur sýkn saka“, mælti hann; „það er nú gott og blessað; en taktu nú ekki til aptur!“ Læknisþóknun. 150,000 kr. gaf Vilhjálmur þýzkalandskeisari líflækni sínum, von Lauer, daginn, sem keisarinn varð áttræður, en 300,000 kr. þegar hann varð níræður, en það var 22. marz 1887. Enska kirkjan. Erkibiskupinn í Kantara- borg hefir í árslaun pd. sterl. 18,000=270,000 kr. en lægstu biskupslaun á Englandi eru pd. sterl. 2000 ............= 36,000 — og meðaltal biskupslaunanna, en þau eru 29 alls, pd.sterl. 5—6000, eða um 100,000 — f>ar að auki hafa biskupar ókeypis bústað, og það veglegar hallir. Auk erkibiskupsins er 1 dómkirkjuprestur við dómkirkjuna i Kantaraborg, og 6 kanúkar eða kapellánar. Dómkirkjupresturinn hefir í laun 36,000 kr., og kapelánarnir 18,000kr., auk leigu- lauss bústaðar. Margir af kapelánunum hafa þar að auki annað arðsamt embætti eða at- vinnu í Lundúnum. f>að bagar þá ekki ann- ríkið við dómkirkjuna, þvi að dómkirkjusöfn- uðurinn er, eptir því sem uppvíst varð í sumar og frá er skýrt í blöðum, — ein einasta sál! Bæjarmenn i Kantaraborg eru nefnilega hjer um I il allir í öðrum söfnuðum þar! þetta má nú segja að sje að feta í fótspor Krists og postulanna. Hálf milj. króna liefir stjórnin í nýlendu- rikinu Nýja-Suður-Wales i Astralíu heitið þeim manni að verðlaunum, er flnni ráð til að eyða kanínum þar í landi. J>að er orðið svo mikið af þeim þar, að þær eru orðnar að verulegri land]>!águ. Stjórnin í Sidney hefir og lagt fje til hiduðs kanínum, og hafa þar verið drepnar 1 mil j. kanínur, og sjer þó varla högg á vatni. f>að er komin þar upp heil stjett manna, sem lifir ekki á öðru en að drepa kanfnur, og eru allt af úti i skógum og á víðavangi við þær veiðnr. En það stoðar harla lítið; þær rexlast svo ótt. AUGLÝSINGAR sam 'eldu máli með smáletri kosta 2 a. (þ.ikkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Með því að hn Jóns Magnússonar frd Heynesi á Akranesi, sem farinn er af landi burt, er tekið til opinberrar skiptameðferðar sem þrotabú, þd er hjer með skorað d alla þd, er telja til skulda í nefndu búi, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frd síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Mýra- og Borgarfj.s. 25. nóv.br. 1887. Sigurður |»órðarson. Með því viðskiptabók fyrir sparisjóðs- innlagi, nr. 120, höfuðbók F 501. bls., hefir glatazt, stefnist lijer með samkvœmt 10. gr. laga um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 handhafa tjeðrar viðskiptabókar með 6 mdn- \aða fyrirvara til þess að segja til sin. I landsbankanum, Reykjavík 6. des. 1887. L. E. Sveinbjörnsson. A slciptafundi sem lialdinn var 15. þ. m. i dánarbúi Eyjólfs Eyjólfssonar d Lauga- vatni í Grímsneshreppi, er andaðist 12. maí þ. á., var ákveðið að gefa út innköllun til skuldaheimtumanna í búi þessu : því er hjer með samkvœmt lög. 12. ap>ríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað d alla þá, sem til skuldar telja í ofannefndu dánarbid, að koma fram með kröfwr sínar og sanna þœr fyrir skiptardðanda Árnessýslu innan 6 mánaða frd síðíistu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Arnessýslu 18. dag nóvemberm. 1887. Björn Bjarnarson settur. Uppboðsauglýsing. Eptir beiðni frú Herdísar Benediktsen verður miðvikudaginn 28. þ. m. og ncesta dag, ef þörf gjörist, haldið opinbert uppboð á miklu bókasafni, sem hefur tilheyrt Boga stúdent Benediktsen á Staðarfelli og Brynj-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.