Ísafold - 04.01.1888, Page 2
Bókmenntafjelagið. Fundur var
haldinn hjer i fjelagsdeildinni 2. þ. m.,
sjerstaklega út af síðustu undirtektum
Hafnardeildarinnar viðvíkjandi »heimflutn-
ingsmálmu«. Hafnardeildin hafði eigi
þótzt geta fallizt skilyrðislaust á að afsala
sjer í hendur Eeykjavíkurdeildinni öllum
fjelagstekjum hjeðan af landi, eins og far-
ið var fram á á fundi hjer í sumar, en
látið á sjer heyra, að hún mundi eigi ó-
fús á að sleppa við deildina hjer meiri hluta
fjelagstillaganna hjer á landi, 12—1400 kr.
af 1700, er þær mundu hafa numið síð-
ustu árin að meðaltali, með því skilyrði,
að Reykjavíkurdeildin tæki að sjer útgáfu
Skírnis og Skýrslna og reikninga.
Eptir nokkrar umræður var eptir tillögu
Stjórnarinnar samþykkt nær í einu hljóði
svo látandi fundarályktun :
nFundurinn felur stjórn fjelagsdeildarinn-
arinnar á hendar að leitast enn við að ná
samkomulagi við Hafnardeildina í pá átt,
er farið var fram á fundi hjer 29. júlí f. á.
og með hliðsjón á undirtektmn Hafnar-
deildarinnar á fundi 28. okt. f. á., pannig,
að allar tekjur frá fjelagsmiinnum hjer á
landi renni hjeðan af til Beykjavíkurdeild-
arinnar«.
f>á var samþykkt í einu hljóði uppá-
stunga um að fela stjórn fjelagsdeildarinn-
ar á hendur að gangast fyrir, að komið
yrði upp hjer í Reykjavík einhverri sýni-
legri minningu um stofnanda fjelagsins,
B. K. Bask, út af ný-afstöðnu 100-ára-af-
mæli hans. Var helzt gert ráð fyrir brjóst-
líkneski, er standa skyldi á Austurvelli.
Fundurinn var allfjölmennur.
— Eptir nokkurt fundarhlje komu flest-
allir fjelagsmenn hjer í bænum, ásamt
fjöldamörgum utanfjelagsmönnum, er boðið
hafði verið, aptur saman í fundarsalnum
(Good-Templarahúsinu), til þess að hlýða á
fyrirlestur, er varaforseti fjelagsdeildarinn-
ar, Dr. Björn M. Ólsen, flutti um R. K.
Rask, ásamt kvæðum þeim eptir cand. juris
Hannes Hafstein, er prentuð eru hjer að
framan, og sungin voru fyrir og eptir
margraddað af miklum flokk ágætra söng-
manna (34), stúdenta, skólapilta o. fl.,
undir forustu Steingr. Johnsens.
Fyrirlesturinn var sjerlega vel saminn,
fróðlegur og áheyrilegur, og söngurinn ein-
hver hinn bezti, er hjer hefir heyrzt.
Aheyrendur voru svo margir sem rúmið
leyfði, fram undir 300, en þar, í Good-
Templarahúsinu, er hinn langstærsti sam-
komusalur í bænum.
V •fi
Dr. B. M. Ólsen sagði meðal annars
ýmsar smásögur um Rask, fáum kunnar
áður:
Rask stje í stólinn hjer í Reykjavík, í
dómkirkjunni — hann hafði stundað guð-
fræði við háskólann — og prjedikaði á ís-
lenzku svo vel, að enginn mundi hafa
þekkt annað en að hann væri góður klerkur
alíslenzkur. Bjarni Thorarensen var í
kirkju; hann var einn af háskólabræðrum
hans og vinum hjer. Hann sagði við Rask
eptir messu: »Hvort á nú heldur að kalla
þig monsieur Rask eða sjera Rasmus?«
»Og sjálfsagt sjera Rasmus«, svaraði Rask.
Rask var maður lítill vexti og fremur
pervisalegur. Sveinbjöm Egilsson, er þá
var í Viðey, ungur, hjá fóstra sínum Magnúsi
konferenzráði Stephensen, er Rask kom
hingað 1813, spurði einhvern, er hafði sjeð
hinn nýkomna unga vísindamann í Reykja-
vík, hvernig hann væri útlits. »Hann er
lítill og væskilslegur, eins og þú«, svaraðí
maðurinn.
* * *
Rask var frumkvöðull þess, að »HróIfur«,
leikrit Sigurðar Pjeturssonar, var leikinn
hjer í Reykjavík veturinn 1815. Dr. B. M.
Ólsen taldi meira að segja líkur til, að
hann hefði verið sjálfur einn af leikend-
unum.
Bæjarstjórnarkosning. þessir 4
voru kosnir í bæjarstjórn hjer í gær af
flokki hinna hærri gjaldenda, til 6 ára :
Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari (endur-
kosinn)..............með 69 atkv.
Dr. J. Jónassen hjeraðslæknir — 52 —
Síra pórhallur Bjamarson presta-
skólakennari.............— 51 —
Guðbr. Finnbogason konsúll . — 46 —
f>ar næst hlaut Kristján Jónsson yfir-
dómari 35 atkv., og Indriði Einarsson
revisor 26, en Kr. Ó. þorgrímsson (fyrrum
bæjarfulltrúi) 12, — þar af annaðhvort
eitt eða tvö í heyranda hljóði, en hin
öll með «innskript», þ. e. skrifuðum seðl-
um, er annars voru æðimikið tíðkaðir við
allar kosningarnar.
Síra Eiríkur Briem prestaskólakennari
afsagði fyrir fram, að taka á móti kosn-
ingu, en hlaut þó 9—10 atkv.
Yfirdómari L. E. Sveinbjörnsson mót-
mælti kjörgengi Dr. J. Jónassens, af því
að hann væri í niðurjöfnunarnefnd; en
kjörstjórnin úrskurðaði á hinn veginn.
Bæjarstjórnarkosning þessi verður líkleg-
ast einhvem tíma talin merkileg í sögu lands-
ins, fyrir það, að það mun hafa verið í fyrsta
skipti, er kona hefir hagnýtt sjer kosningar-
rjett þann til sveitarstjórnar, sem konum
hjer á landi var veittur með lögum fyrir nær
6 árum og frægt er orðið víða. f>ær stóðu
nú 10—12 á kjörskrá hjer sem áður. Ein
hafði nú loks einurð á að koma á kjörfund.
þessi eina, sem á kjörfund kom og at-
kvæði greiddi, var hiisfrú Kristxn Bjarna-
dóttir frá Esjubergi.
Fyrirlestur kvennmanns um
kvennfrelsi. Fyrirlestur sá, er yngis-
mær Bríet Bjarnhjeðinsdóttir hjelt 30. f. m.
í Good-Templarahúsinu hjer í Reykjavík,
»um kjör og menntun kvenna«, var vel
sóttur — hátt á annað hundrað rnanns *—
og þótti vel takast. Fyrirlesturinn var
skipulega saminn, orðfæri hreint og
fjörugt, og framburður skýr og áheyrilegur.
Munu fæstir hafa búizt við jafn góðri
frammistöðu af sjálfmenntuðum kvenn-
manni, 1 fyrsta sinn, sem hún ber þess
konar við, og f fyrsta sinn sem nokkur
kvennmaður hjer á landi ræðst í slíkt.
Brennumálið. »Brennufólkið«, þeir
bræður Jóhannes og Guðmundur Pálssynir,
og kona Jóhannesar, Elízabet, er grunuð
voru um að hafa verið völd að eldsvoða-
tilrauninni hjer í vetur 11. nóv. í húsinu
»Bjargasteini«, og hafa verið í gæzluvarð-
haldi lengst af síðan, hafa nú loks játað
á sig glæpinn, á gamlársdag.
þeir bræður áttu að hafa farið af stað
upp í Borgarfjörð 2 dögum áður en elds-
voðinn kom upp. En í prófunum komu
þegar fram ýmsar missagnir um ferðalag
þeirra eða ósamhljóðan. |>eir þóttust á
engan bæ hafa komið fyr en að Botni, og
síðan að Draghálsi og gist þar 3 nætur og
2 daga, en legið eina nótt í fjárhúsi á koti
einu í Brautarholtshverfinu. f>ar, á Kjal-
arnesinu, þóttust þeir hafa verið að leita
að hrossi, og sagði sitt hvor um lit eða kyn.
Fjárhúsið, sem þeir lágu í, sagði annar
hafa verið garðahús, en hinn garðalaust.
Enn fremur komst það upp, að Jóhannes
hafði í haust eða sumar látið Guðmund
skrifa sjer brjef undir annars manns nafni,
er falaði að honum hús hans, þetta sem
í var kveikt, og því þóttist hann verða að
flytja sig úr því í haust, til þess að kaupand-
inn, norðan úr Eyjafirði, gæti komizt þar
að. I varðhaldinu, hjer í hegningarhúsinu
í Rvík, höfðu þeir bræður gert tilraun til
að Iáta fanga, er var látinn sópa ganginn
fyrir utan klefana, bera orð á milli sín
viðvíkjandi framburði þeirra, þannig löguð,
að það bar mjög að þeim böndin. Loks
komst það upp, að maður einn í nágrenn-
inu, í þingholtunum, er konan (Elízabet)
hafði sagt frá daginn fyrir brennuna, að
þeir bræður væri farnir upp í Borgarfjörð,
hafði orðið var við þá sama kvöldið, að ein-
hver mundi vera á laun í nýbyggðum
enda bæjarins, sem áttu heima í, en ann-
ars átti að vera mannlaus, og þótti það
grunsamt eptir á, en þagði þó yfir því þar
til er hann var krafinn sagna eitthvað 6
vikum eptir.
þegar þessar líkur voru allar fengnar,
og Jóhannes var auk þess búinn að vera
6 daga í vatns- og brauðs-fangelsi, fyrir
þrjózku sakir við prófin, gerði Guðmundur