Ísafold - 04.01.1888, Side 3
3
loks játningu sína, og þau hjón Jóhannes
og Elízabet á eptir.
f>eir höfðu ekki lagt af stað hjeðan fyr
en kl. 12 sömu nóttina sem brann, og lagt
eldinn í húsið áður, með þeim ummerkj-
um, er áður hefir lýst verið, með vitorði
konunnar, er hafði þá á laun í hinum ný-
byggða bæjarenda í 2 daga áður og sagði
þá þá vera farna upp í Borgarfjörð.
Tilgangurinn með glæp þessum hefir
sjálfsagt verið, að reyna að ná í bruna-
bótafjeð, sjer til hagsmuna, — af ófróð-
leik um, að brunabót á húsum hjer fæst
eigi greidd fyr en hús það, er brunnið
hefir, er endurreist, eigi minna nje miður
vandað en hitt var.
Fólk þetta fær auðvitað þunga hegningu,
og er vonandi, að það verði til þess, að
mönnum þyki »íkveikjur« miður fýsilegt
gróðabragð eptir en áður.
Kr. O. f>orgrímsson og kappar
hans tólf. |>essir tólf landsstólpar, sem
greiddu Kr. 6. þorgrímssyni atkvæði í
bæjarstjórn í gær, voru:
Beniditt Asgrímsson gullsmiður,
Krlendur Hannesson á Melnum,
Halldór Guðmundsson, f. adjunkt,
Hannes Hansson póstur,
Jón ívarsson veitingamaður,
Jónas Jónsson næturvörður,
Kristinn Oiafssor. bóndi á Steinum,
Magnús Magnússon í Litlaholti,
Ole Joh. Halldorsen timburmaðúr,
Sigurður Hansson steinsmiður,
Sveinn Bjarnason bóndi í Sauðagerði,
Valgarður 0. Breiðfjörð kaupmaður.
Erlendur á Melnum mun hafa verið sá
eini, sem hafði nafnið í hámælum, — las
það samt upp af seðli úr vasa sínum.
Hinir laumuðu kjörseðli sínum þegjandi á
borðið.
Auk þessara hafði Guðmundur Ingi-
mundarson næturvörður skrifað á sinn at-
kvæðis-seðil meðal annara »Kr. Ó. Frið-
rikssom; en með því að kjörstjórnin kann-
aðist ekki við þann mann og nafnið stóð
bvergi á kjörskrá, þá var seðillinn metinn
ógildur. Einhver gat þess til, að þetta
mundi vera ný-upptekið firma-nafn.
— »þar sem upplýsingum í þessu máli
er svo ábótavant« o. s. frv., sagði hæsti-
rjettur!
Skiptapar tveir urðu enn í Keflavík,
á gamlársdag, í fiskiróðri, 5 á öðru skip-
inu, en 6 á hinu, og drukknuðu allir. Ann-
að skipið átti þorvarður beykir Helgason,
sá sami sem missti son sinn í sjóinn í
fyrra vetur á öðru skipi; en hitt Bartels
verzlunarstjóri. Veður var hægt að morgni
dags, en rokhvessti á norðan eptir hádegi,
og fórust bæði skipin á uppsiglingu, og hafa
sokkið undir eins vegna hinnar miklu segl-
festu, eins og vant er í flestum skiptöpum
hjer við Eaxaflóa.—Margir sjómenn kenna
þessi hin voðalegu slys hjer um pláss jafn-
framt skipalaginu, sem hjer er tíðkað, en
aðrir telja það hina mestu villukenningu.
Er þó sjón sögu ríkari, hversu skiptapar
eru langmestir hjer um sveitir, þó víða
sje illt.
Rofið aðflutningsbann á Qenaði.
Herra ritstjóri! það getur fyrir komið,
að góðum smölum sjáist yfir kindur, og
það getur fyrir komið, að góðir blaðamenn
gleymi að geta alls þess, sem frjettir mega
heita, hvort heldur er gott eða illt. það
hefur borizt hjer upp til sveitanna, eins
og hundafárið, með ferðamönnum, að með
síðustu póstskipsferð hafa verið flutt-
ir til Beykjavíkur 2 hrútar af útlendu
fjárkyni. —
það hefur líka fylgt sögunni, að allir
hlutaðeigendur hafi verið svo grænir,
grannvitrir, ólögfróðir eða ljettúðugir, að
þeir hafa ekki hirt um að reyna að íá
sjer löglega heimild fyrir innflutningi þess-
um, fyr en hrútarnir voru hjer komnir. —
Jeg efast nú ekki um að allirhlutaðeigendur
hafi verið stranglega sektaðir fyrir þetta
lagabrot, ef satt er, samkvæmt lögum 17.
marz 1882. En það má furðu sæta, ef
svo er, sem líka er sagt, að hjer hafi átt
hlut að máli lyfsali, alþingismaður og
hreppstjóri, og enginn af þeim hafa þekkt
svona ný lög.
þettað er alvarlegt mál, sem mig furð-
ar á að blöðin skuli ekki hafa enn getið
um.—
Jeg hefi talað við marga merka menn,
sem hafa óskað að blöðin vildu alvarlega
minnast á þetta lagabrot, sem getur, ef
illa tekst til, stofnað öllu landinu í voða.
Gamall kláðahreppstjóri.
það er ekki neitt tiltökumál, þótt blöð-
in hafi ekki frætt almenning um þessi tíð-
indi enn, því þeim hafa eflaust verið þau
ókunn til þessa. Enda er og engin furða,
þótt þau hafi ekki orðið mikils vör í því
efni, úr því að öll hin margfalda valdstjórn
í höfuðstaðnum gengur dulin þess. En það
hlýtur hún að gjöra, úr því að ekki er enn
hafin sakamálsrannsókn eða- lögsókn gegn
hlutaðeigendum, fyrst og fremst skipstjór-
anum á póstskipinu og þar næst þeim sem
hrútana eiga að hafa pantað, allt sam-
kvæmt tilvitnuðum lögum frá 17. marz
1882, er leggja 100 kr. sekt við í minnsta
lagi til handa skipstjóranum og eiganda
hins innflutta fjenaðar, auk skaðabóta,
nema fengið sje fyrir fram leyfi lands-
höfðingja fyrir því með ráði dýralæknis, á-
samt tryggjandi reglum, og sje hvort-
tveggja birt í Stjórnartíðindunum. Enn
fremur skal fjenaðurinn upptækur og drep-
inn að tilhlutun lögreglustjórnarinnar.
það er sjálfsagt fyrst nú, er þetta blað
kemur út, að lögreglustjórnin fær pata af
þessu, og má gera ráð fyrir, að hiin verði
ekki sein á sjer að komast fyrir sann-
leikann í því og sýna rögg af sjer að beita
lögunum vægðarlaust, ef svo reynist, sem
»kláða-hreppstjóranum« hefir borizt til
eyrna. Bitstj.
Hitt og þetta.
—„Slæm matarkaup", sagði maðurinn,hann
gaf 5 kr. fyrir hvern atkvœða-gemsa, en missti
meira en helmiug fyrir vanheimtur.
—8á sem á mikið af kunningjum, rekur smá-
skamtaverzlun, sem liefir marga snúninga í för
með sjer, en litið í aðra hönd
— Hinn vísasti vegur til að láta hlunnfara
sig eða gabba, er að ímynda sjer, að maður
sje hverjum manni slægvitrari.
—„Hversvegna má jeg nú ekki giptast hon-
um Jakob, faðir minn ? Hann er nú kominn
í góða stöðu“. „Hann gerir ekki annað en
strýkur frá |)jer, barnið mitt: hann er gjaldkeri“.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útíhönd.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu Sigurðar Jónssonar járnsmiðs
og að undangenginni fjárnámsgjórð hinn 25.
f. m., verður íbiíðarhús Benidikts gullsmiðs
Asgrimssonar í Lœknisgötu (gagnvart hótel
Beykjavík) hjer i bcenum samkvœmt opnu
brjefi 22. apríl 1817 og lögum 16. des. 1885
selt við 3 opinber uppboð, sem haldin verða:
2 hin fyrstu á skrifstofu bœjarfógeta miðviku-
dagana 4. og 18. janúar 1888 og hið siðasta
í húsinu sjálfu miðvikudaginn 1. febrúar
ncest á eptir, til lukningar veðskuld að upp-
hœð 700 kr.
Uppboðin byrja kl. 12 á hád. nefnda
daga og verða söluskilmálar til sýnis hjer
á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð.
Bæjarfógetinn i Reykjavík 27. desember 1887,
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu landsbankans og að undan-
genginni fjárnámsgjörð hinn 29. f. m. verð-
ur húseignin hálf Bræðraborg hjer í bcenum
samkvœmt opnu brjefi 22. apríl 1817 og
lögum 16. des. 1885, seld við 3 opinber
uppboð, sem haldin verða 2 hin fyrstu á
skrifstofu bcejarfógeta föstudccgana 20. þ. m.
og 3. febr. mcest á eptir og hið síðasta í