Ísafold


Ísafold - 18.01.1888, Qupperneq 1

Ísafold - 18.01.1888, Qupperneq 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu- stofa i Isafoldarprentsmiðju. XV 3. Reykjavik, miðvikudaginn 18. jan. 1888. 9. Blaðamennska á Englandi. Fyrirlestur um íslenzkan skáldskap nú á tímum. 10. Fyrirlestur um búnaðarmálefni. Fyrirlest- ur um bjargráð í sjávarháska 11. Vegurinn nýi. Ymislegt. Hitt og Jretta. 12. Auglýsingar. Forrgripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—•? Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I —2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðuratliugainrí Reykjavík, eptir Dr.J. Jónassen Jan. j< Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. inóttu|umhád. fm. | em. fm. | em. M.u. + 5 + 7 29,4 29,7 Sa liv d S h d F. 12. + 0 0 >9,9 3°, Sv h b 0 d F. 13. + 4 + 6 29,8 29,6 Sa hv d Sa hv d L. 14. H" 2 -t 3 29,6 3°, SSv hv d Sv hv d S. 1 v + I + 2 30.3 30,6 S h d S h b M. 16. O + 1 3o,4 30,3 A h d () d f*. 17. +- 3 0 3°,6 3» ,6 0 d l0 b Alla þessa viku hefir vindur optast blásið frá suðri eða landsuðri, stöku sinnum brugðið fyrir á útsunnan (Sv); h. 13. var hjer rokhvasst á lands. með úrhellis-rigningu; daginn eptir var rokhvasst á útsunnan um tima fyrir hádegi með haglhryðjum; síðan hægur á landsunnan með mikilli rigningu dag og nótt. í dag 17. blæjalogn og fagurt sól- skin. Loptþyngdarmælir stendur mjög hátt. Blaðamennska á Englandi. ir. (Niðurlag). sEinkum er það þó á ófriðartímum, að ensk blöð mega sín fjarskalega mikils. «Times» rjeð því, að Krimstríðið var hafið (1854); stjórnendurnir hikuðu, Times var á því að hefjast handa, og þá var ófriður- inn ráðinn. Allan þann tíma, sem ófrið- urinn stóð, mátti Times sín svo mikils meðal þjóðarinnar, að það var eius og það hefði alræðisvöld; parlamentsins gætti rniklu minna. Kaglon lávarður, yfirhers- höfðingi hins enska liðsafla á Krinr, varð að lúta frjettaritara Times, William Russel, er lýsti svo rjett og glöggt, hvernig högum horfði í viðureigninni við Kússa, að það varð til þess að forða hernum við gjör- 'Samlegri tortímingu. f>egar svo ber undir, eins og þá, að mikið er í húfi, horfa ensk blöð ekki í neinn kostnað, og stjórnin er ekki fær um að etja kappi við þau, af því að hún má ekki fara út fyrir það, sem veitt er í fjárlögum. f>au borga 6000 til 18000 kr. fyrir eina hraðfrjett og fyrir þann for- göngurjett, að vera á undan öllum öðrum. Fyrrum voru blöðin ekki forkólfar al- menningsálitsins, heldur að eins fulltrúar þess. En upp frá því, er þau urðu fylli- lega sjálfstæð og allsendis óháð bæði þingi og stjórn, hafa þau tekið á sig þá miklu ábyrgð, að stýra almenningsálitinu, og þar sem svo margir ágætismenn standa þar við stýrið, þá er ekki gott að neita því, að sú forusta sje þar vel niður komin. A þingi kemur ekki fram nokkurt mál, er eigi hafi verið rætt áður til fullnaðar í blöðunum ; þau hafa skoðað það og velt því fyrir sjer á alla vegu. Ekkert það nýmæli er rætt og samþykkt á þingi, er eigi sje ávöxtur af því, sem gróðursett hefir verið í leiðbeiningar-greinum stór- blaðanna. Blöðin, bæði í höfuðstöðum og út um land, hafa tvöföld áhrif á landsmál og stjórnaratferli. Blöðin fræða stjórnina um, hvernig í þjóðinni liggur, þegar skoðanirnar fylkja sjer og gangast að ; og fyrir leið- beining blaðanna getur þing og stjórn farið nærri um straummagn almenningsálitsins. Blöðin hafa kveðið niður allt pukur við hirðina, á þinginu, í skrifstofum sendi- herranna og auðkýfinganna. Allt gerist nú í dagsbirtunni; allt er opið og öndvert fyrir ritstjórunum. I hverjum enskum bæ eru nú dagblöð, er hafa fylgt dæmi blaðanna í höfuðstaðn- um, og eru mikils metin, eins og þau, og eiga mikið undir sjer. Blöð út um land eru stórauðug og hjer um bil eins fróð um það sem gerist í heiminum eins og blöðin í Lundúnum. Blað í Manchester hefir fram undir 1 miljón kr. í árstekjur. Meiri háttar ritstjórar eru í hávegum hafðir af helztu og mestu mönnum lands- ins. þeirra ráða er leitað og opt farið eptir þeim. Enskir ritstjórar eru óhlut- drægir og sjálfstæðir, og láta persónulega vináttu eða hagsmuni sjaldan hafa áhrif á sig. Blöð hafa takmarkalaust frelsi í Lund- únum ; en þau eru líka svo smekkvís og hyggin, að vanbrúka það ekki. |>að er þess vegna varla nokkurn tíma nema ómerkileg blöð, sem verða fyrir lögsókn«. Fyrirlestur um ástand íslenzks skáldskapar nú á tímum hjelt hr. cand. juris Hannes Hafstein í Goodtempl- arahúsinu hjer í bænum 14. þ. m. Áheyr- endur hjer um bil eins margir eins og þar komast fyrir. Hann lýsti fyrst lauslega kveðskap hinna helztu skálda, er nú eru uppi hjer á landi: Gríms Thomsens, Matth. Jochumssonar, Steingr. Thorsteinssons, Benidikts Grön- dals og Jóns Ólafssonar. Gísla Brynjólís- son nefndi hann að eins á nafn, en minnt- ist ekkert á kvéðskap hans. Pál Ólafsson nefndi hann alls ekki. Hann fór víða snjöllum orðurn um kosti á skáldskap þessum, og var drengilega djarfmæltur og berorður um ókostina. Sumt í dómum hans virtist þó miður vandlega skoðað eða rækilega íhugað. þegar hann hafði lokið við þessa Ijóða- smiði, minntist hann lauslega á þá tvo skáldsagnahöfunda íslenzka, er nú fengj- ust við ritsmíð : Jónas Jónasson og Gest Pálsson, og þótti honum miklu meira koma til Gests. Niðurstaðan var sú, að íslenzkur skáld- skapur væri á apturfararskeiði eða nær því í fullkomnu dái nú sem stendur, og lýsti það sjer bezt í því, að þjóðskáld vor væri nú hjer um bil alveg hætt að yrkja annað en erfiljóð, misjafnlega merkileg, eins og opt vill verða um þann kveðskap. Enda ætti það vel við, þar sem kveðskapur sá, er nú væri að líða undir lok, hefði hneigzt mest að einstrengingslegum þjóð- ernisátrúnaði, er heimurinn nú, öld raf- magns og gufuafls, væri löngu farinn að sjá að ekki væri annað en reykur. Með öðrura orðum: yrkisefnið væri orðið úrelt; það fyndu skáldin ósjálfrátt, og því væri þau þögnuð. þetta mundi vera aðalorsök hinnar miklu ördeyðu í íslenzkum skáld- skap nú á tímum; annað, sem allt af stæði honum fyrir þrifum, væri fátækt landsins og einstæðingsskapur, og ekki sízt það, hvað skáldskapur væri hjer í litlum metum hjá heldri mönnum einkanlega, í saman- burði við það sem annarstaðar gerist. Endurreisn íslenzks skáldskapar væri undir því komin, að skáldin fengju nýjar hugmyndir til yrkisefnis, í stað hinnar úreltu, eða að upp risu ný skáld með

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.