Ísafold - 18.04.1888, Blaðsíða 3
71
gagnstæða merkingu, en hvorugur þýðir þó að
hafa góða aðsókn.
Marché d'or þýðir har.n „arðsöm verzlun11, af
því að Siek þýðir það með „fordelagtig Handel“,
og misskilur þannig dönskuna, sem optar; því
,,Handel“ þýðir hjer „kaup“.
Béputation. P. J>. segir, að þetta orð þýði
ekki „álit“, af því að Sick þýði það með „Ry“
O. s. frv. En ef hann ætti að snúa á frönsku :
„N. N. er í litlu áliti“ (fyrir eitthvað sem hann
hefir nýlega gert), skyldi hann þá ekki geta
þýtt „álit“ með réputation ?
Bien loin. P. f>. vitnar i Sick, sem segir að
loin sje haft um „Tid og Rum“ ; það er rjett,
að loin er haft um fjarlægð, hvort sem talað
er um tima eða rúm ; en þar fyrir þýðir það
engan veginn „lengi“.
Insistence. í grein minni hafði orðið ein
lítilfjörleg stafvilla (insistence f. insistance), sem
hvorki gerir breytingu á framburði orðsins nje
merkingu þess. Nú þykist P. J>. ná sjer niðri
og segir, að orðið sje „vitleysa, sem hvergi
komi fyrir í frönsku“. Litlu verður Vöggur
feginn! Sjálfur hefir hann í orðab. insistent
(afskiptinn) f. insistant, auk þess sem hann læt-
ur það hafa ramskakka merkingu !
Grandeur fixée, s. þ. fastákveðinn mikilleiki.
Með þessum orðum þýðir hann lýsingarorðið
„afmarkaður11, og heldur þvi föstu, að það sje
rjett þýðing, og endar athugasemd sína með
þessum orðum : „af því er auðsætt, að grandeur
er í rjettri merkingu11. En vitleysan er ein-
mitt í því fólgin, að hann hafði orðið grandeur,
því það á þar alls ekki að vera. {>vílík rök-
semdaleiðsla er samboðin manni, sem hefir al-
izt upp í sveit, þar sem ,aðalreikningur“ er sama
og „reikningur í liuganum“ !
Aö þreyja. P. f>. segir, að það sje „ekki rjett,
því það sje meira að segja rammskakkt“, að
orðið „þreyja“ þýði að „bíða með þolinmæði11.
En hvað þýðir það i orðatiltækinu, „að þreyja
af J>orrann og Góuna“ ? eða í Hallgrímskver;
(Viðeyjarkl.) bls. 111: „prey, þol og líð | bið,
vona’ og bíð | bölið fær góðan enda“ ? Skyldi
það þýða hjer „að drepast úr leiðindum", eða
„ætla að deyja af óþolinmæði", eins og P. f>.
heíir lagt það út á frönsku í oröab. sinni?
„Aö láta sjer verða ágcngt með eitthvað“. P.
f>. fullyrðir enn, að það sje hið sama sem „að
vera liæfur til að taka framförum í einhverju11!
Reposer des chevaux en voyage (að á) f. re-
poser les cli. eða heldur faire r. les cli. P. f>.
þykist ætla að sýna fram á villu „kennarans“
með því að tilfæra sams kor.ar dæmi, og nefn-
ir svo talshátt, sem er hinum alveg ólíkur.
Stub. S. & B. við „bede, 2“. Orðinu „bede“
getur hann flett upp í orðab. K. G.!
Pourvu que j'eusse une bonne prise... alors er
rangt, þegar það á að þýða : Fari svo að o. Sé
frv., því þá á að vera nútíð í fr., eins og í ísl.:
í Littré orðabók er fullt af dæmum með þessu
„bögumæli“, sem P. B. kallar það; einnig í Sick.
Enn íremur er þetta alors og donc, sem P. f>.
lætur allar eptirsetningar byrja á, alveg rangt.
Afdönkun er jafnröng isl., þó að Sick þýði
réformation með „Forbedring“, eins og allir
vita, að það meðal annars þýðir, og K. G. þýði
Forbedring með „endurbót“ !
Pourvoyance er rjett þýtt með umhyggjusemi,
eins og sjá má af Littré ; orðið er komið af
sögninni „pourvoir“, sem Littré þýðir meðal
annars með „avoir soin de“, þ. e. að bera um-
kyggju fyrir.
S’illustrer en ce que (en faisant) faire etc.;
því til sönnunar, að þetta sje rjett mál, vitnar
P. f>. 1 S. & B.; en það er ekki orðabókinni að
kenna, þó að hann misskilji það, sem þar
stendur.
f>að er auðsjeð á svari herra P. f>., að fjöldi
af liinum röngu þýðingum hans á sl. orðum,
stafar af því, að liann skifur ekki dönsku. Jeg
ætla að eins að nefna eitt dæmi: „Haldið þið
nú áfram !“ er þýtt í orðab. P. f>. með sortez
de votre cachette11, þ. e. gangið (komið) út úr
fylgsni yðar ; þessi þýðing var mjer óskiljanleg,
þangað til höf. vísaði mjer að fletta upp „irem“
í S. & B., þvi þar er „frem med jer!“ þýtt:
sortez (de votre cachette)! f>á var auðsjeð, að
P. f>. liefir haldið, að „frem med jer“ þýddi á
ísl.: „haldið þið nú áfram“ !! f>ar á eptir bæt-
ir hann við í óskiljanlegu hugsunarleysi þrem-
ur einstökum sögnum (avancer, að gangafram;
saillir, að stökkva; pousser, að reka), sem ekki
getur verið neitt vit i að hafa á þeim stað-
f>að er eins og höfundurinn hafi hugsað að þær
þýddu „áfram“.
f>ó að svar P. f>. sje í rauninni ekki svara-
vert, hefi jeg þó í þetta sinu svarað honum, af
því að ýmsir lesendur Isafoldar, sem ekki eru
fullfærir um að sjá, hver markleysa það er,
kynnu annars að ímynda sjer, að það hefði við
einhver rök að styðjast.
Geir T. Zoéga.
Óbeit á þakkarávörpum. Einhver Jón
Sveinsson á Akranesi hefir í „Isafold“ 7. marz
þ. á. auglýst nafn mitt við fáar krónur.
Af því jeg er enginn dýrðlinga dýrlcari og
óska að komast aldrei í þeirra tölu, sem tilbiðja
Strandarkirkju, þyki mjer tilvinnandi að láta
aldrei neitt smávegis af hendi til barnaskólans
á Akranesi, sem eg þekki þó að vera öðrum
barnaskólum fremur verðan fyrir að vera styrkt-
ur, til þess að vera laus við hin óverulegu
þakkarávörp, sem rignir í dagblöðunum.
A. Fjeldsted.
* *
*
f>akkarávarpa-„rigningin“ hefir þó minnkað
um helming eða meira siðan lielztu blöðin tóku
sig saman, nú fyrir nokkrum árum, um að
reyna að hnekkja þeim með því að taka 50°/0
meira fyrir að birta þau heldur en aðrar aug-
lýsingar. Að öðru leyti er naumast rjett að
skera öll þakkarávörp niður við eitt trog, t. d.
hvort heldur er fyrir gjafir til opinberra, nyt-
samra stofnana, sem geta borið góðan ávöxt til
frambúðar, eða það eru lítilfjörlegar matgjafir
við ef til vill miður maklega eða litt þurfandi
þurfamenn. — Ritstj.
AUGLÝSINGAR
f samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útíhönd.
Til leigu frá 14. maí 3 góð herbergi með
eldhúsi, i húsi Sig. Jónssonarvið Skólavörðustíg.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu timburmanns 0. J. Halclorscns
og að undangenginni fjárndmsgjörð 23. f. m.
verður húseignin »hotcl Eeykjavik» nr. 28
við Hliðarhúsastíg lijer i bœnum samkvœmt
opnu brjefi 22. apríl 1817 og lögum 16. des.
1885 seld við 3 opinber uppboð, sem haldin
verða föstudagana 20. april og 4. og 18. mai
nœstkomandi, 2 hin fyrstnefndu d skrifstofu
bœjarfógeta, en hið siðasta 1 húsinu sjálfu,
til lúkningar veðskuld að upphceð 1500 kr.
með vöxtum og kostnaði.
Uppboðin byrja kl. 12 d hádegi nefnda
daga og verða suluskilmálar til sýnis hjer á
skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð.
Bœjarfúgetinn í Beykjavík, 28. marzm. 1888.
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing
um leigusölu á Lundey.
Eptir fyrirskipun landsliöfðingjans yfir
Islandi verður opinbert uppboðsþing haldið
á skrifstofu undirskrifaðs i Hafnarfirði laug-
ardaginn hinn 21. apríl næstkomandi kl. 12
á hádegi, og verður þá þjóðeignin Lundey
í Kjalarneshreppi boðin upp til leigu gegn
árlegu eptirgjaldi um 5 eða 10 ár að telja
frá nœstkomandi fardögum, eptir þvi, sem
nákvæmar verður ákveðið i uppboðsskilmál-
unum, og að þvi áskildu, að landshöfðing-
inn samþykki hœsta boð.
Skrifstofu Kjósar-og Gnllbringus. 28 marz 1888.
Franz Siemsen.
Proclama.
Eptir lögum 12. april 1878 og opnu br.
4. jan. 1861 er hjermeð skorað á þá, sem
til skulda telja í dánarbúi porsteins sál.
Jónssonar frá Litlabæ i Miðnes-hreppi, er
varð úti hinn 5. desember f. á., að gefa sig
fram og sanna kröfur sínar fyrir undirrit-
uðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá
síðustu birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Kjósar - og Gullbringus. 28. marz 1888.
Franz Siemsen.
Proclama.
Samkvœmt lög. 12. apnl 1878 og opnu
br. 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla
þá, er til skuldar telja i dánarbid úðalsbónda
þorleifs porleifssonar i Bjarnarliöfn, er and-
aðist 10. dag þ. m., að gefa sig fram og
sanna kröfur sínar fyrir undirskrifuðum
skiptaráðanda innan 6 mánaða frá siðustu
(3.) birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappadalssýslu
Stykkishólmi þann 31. marz 1888.
Sigurður Jónsson.
Uppboðsauglýsing.
Við opimber uppboð, sem haldin verða þ.
15. maí, 1. júni og 8. júlí þ. á., á hádegi,
verða boðnar upp til sölu og að áskildu
samþykki rjettra málsaðila seldar hæstbjóð-