Ísafold - 23.05.1888, Side 2
94
Skipafregn. f>essi kaupskip eru komin hing-
að til Reykiavíkur það sem af er mánuðinum:
16. Ragnheiður (79 smál.), skipstj. tíönue-
lykke, til J. Ó. V. Jónssonar, frá Khöfn.
16. Union, 153, Rasmussen, til Thomsens-
verzlunar, frá Khöfn.
16. Albert, 75, Törresen, með timburfarm frá
Mandal, ætlaði til norðurlands.
16. Ansgar, 87, H. Vaage, frá Leith, ætlaði
til norðurlands, með kol o. fl.
19. Kamp, 89, Kjelsen, frá Liverpool, ætlaði
til Bskifjarðar með salt o. fl.
21. Johanne, 75, Rissen, frá Khöfn til Bryd-
es verzlunar.
21. Jason, 59, Jensen, frá Khöfn til sömu
verzlunar.
22. ísland, 112, Christiansen, timbursali frá
Mandal.
Gufuskipið „Copeland'1, um 900 srnálestir^
er væntanlegt hingað í miðjum næsta mánuði
frá Leith, nýkeypt af þeim R. Slimon og hans
fjelögum til íslands ferða, í staðinn fyrir Camo-
ens, er þeir hafa selt suður til ítaliu. J>að á
að koma 6 ferðir i sumar, hingað til Rvíkur,
á hálfsmánaðar fresti. J>að kvað vera nýtt skip
og vel gert, hraðskreiðara miklu heldur en
Camoens. — Fargjald hið sama með því og
verið hefir með gufuskipum þeirra Siimons,
sem sje 90 kr. milli landa á 1. káetu, eins og
með dönsku gufuskipunum, en sem taka held-
ur ekki meira alla leið til Khafnar; og er
merkilegt, að þeir Slimon skuli ekki hugsa
meira um að ná í farþegja frá þeim, með því
að gefa mönnum kost á ekki dýrara fari alla
leið til Danmerkur, einkum nú í sumar, meðan
sýningin stendur yfir.
Æfiminning Jóns Sigurðssonar,
útgefin af einum af ættingjum hans [f>orl.
O. Johnson], á ensku (Jón Sigurðsson, the
Icelandic Patriot. A Biographical Sketch.
Published by one of his Relatives), og prent-
uð hjá þeim Sigf. Eym. 1887, er snotur
bæklingur og vel sarninn, samboðinn minn-
ingu þess afbragðsmanns og líklegur til að
gjöra nafn hans víða kunnugt meðal hinna
miklu kynkvísla jarðarinnar, er á enska
tungu mæla, enda hefir ritsins þegar ver-
ið getið með lofi í enskum blöðum. Æfi-
minningin sjálf er frumsamin af Stgr. Thor-
steinsson, að mestu eptir æfiágripi J. S. í
Andvara eptir Eir. Briem og ritgjörð Jóns
þorkelssonar í Tímariti Bókmenntafjelags-
ins um vísindalega starfsemi J. S., en
þeir W. G. Spence Paterson konsúll og
Geir T. Zoéga kennari hafa snúið henni á
ensku—,ágæta ensku, segir blaðið Scots-
man. Aptan við er ensk þýðing eptir Stgr.
Th. og G. Z. á nokkrum hinum beztu
ljóðmælum, er ort voru um Jón Sigurðs-
son, og þorl. O. Johnson ljet prenta á
minningarspjaldi í fyrra vor, en framan-
við ljósmynd af J. S., eptir Sigfús Ey-
mundarson, hin bezta sem til er.
í athugasemdum við kvæðin aptan til
er höfundur brjóstlíkneskisins af J. S.
hvað eptir annað rangnefndur K. Bergslien,
í stað B. Bergslien. Er þar ruglað sam-
an bræðrunum, Knúti og Brynjólfi Berg-
slien. Knútur er málari, en Brynjólfur
myndasmiður.
Með sinni vanalegu ótrúlegu bíræfni
þrætir ,.J>jóð“. fyrir þaðsem fjöldi manns getur um
borið sem heyrnarvottar: að það sem formælend-
ur „heimflutningsinsu töluðu á Bókm.fjelagsfund-
inum síðasta var að mörgu leyti mjög frábrugðið
þvf, sem hann hermdi upp á þá. Nú kemur hann
þar að auki með þá skarplegu athugasemd, að það
sje minnkun að segja það sem öllum heilskygnum
raönnum liggi í augum uppi, — gætandi eigi þess^
að meðan það við gengst, að menn tala þvert á
móti þvi sem liggur i augum uppi og hirða alls
ekki um sannleikann, þá mega þeir, sem honum
vilja fylgja, til að hafa hann upp aptur og aptur,
hvað augljós sem hann er.
Útlendar frjettir.
Khöln 5. maí.
Noeðuelönd. Veðráttan enn treg til
batnaðar, og ísrek enn víða í Eyrarsundi
og annarstaðar. Danskir þingmenn teknir
til fundahalds og tala um afrek sín á
þinginu. Deilusamt mjög á fundunum, og
ekki sízt með ágreiningsflokkum vinstri-
manna. Nýtt ádeilurit komið frá Olden-
burg, sem heitir »Estrupiatet«, en þar öll
skeyti send að stjórninni og í lið hennar.
Niðurstaðan sem fyr, að afnema ríkislögin
nokkurn tíma, unz búin sje betri lagaskip-
un og landsstjórnar.
Tollvinir Svía á þinginu fjölga svo tolla-
nýmælunum, að sumum, sem hafa verið
þeim sinnandi fyr, er farið að þykja nóg
um. það eru nú fleiri en verknaðarmenn
í borgum, sem kenna nú á, hvernig nauð-
synjavörurnar hækka í verði við tollana.
Hinir segja, að tollamönnum skuli í koll
koma við næstu kosningar.
Onnue lönd. Frá Englandi það nýmæli
helzt, að nú er farið fram á, á þinginu, að
auka landherinn, því sumir herskörunganna
t. d. Wolseley, hafa kveðið upp úr um
tómlæti Englendinga í landvarnar- og her-
málum í samanburði við aðrar þjóðir.
Viktoría drottning hefir heimsótt mág
sinn og dóttur 1 Berlín. Hún á um leið
að hafa talað lengi við Bismarck, og með
þeim sagt, að allt hafi farið sem bezt og
samkomulegast. Ymiss getið til um við-
ræðuna, og sumir ætla, að komið hafi til
einkamála um stuðning af Englands hálfu,
ef til stórtíðinda drægi í Evrópu.
Páfabrjef komið til biskupanna á Irlandi,
þar sem þeim er boðið að áminna fólkið
og biðja það varast illræði og ólög í bar-
áttunni fyrir landrjettindum Ira. þykir ó-
sýnt, hvað hjer tjáir.
Frá þÝZKALANDi, eða Berlín, eru tíðindin
hin sömu hvað heilsufar keisarans snertir.
þyngir einn daginn, bráir af annan.
Á Feakklandi hafa ekki aðrir viðburðir
orðið til þessa, en lýðróstur og barsmíðifá
strætum í París með mótstöðumönnum
Boulangers og hans fylgismönnum. Nú
svo talað í flestum blöðum, að honum
muni leiðin erfiðari til alræðisvaldanna en
hann hafi ætlað. Sjálfur er hann mjög
tvísagna um ráð sitt, en mælir flest á
huldu. Margt af því til dæmis fært, að
hann stæli eptir Napólóni þriðja, þegar
hann var að búa allt undir til landráðanna.
Carnot forseti hefir ferðazt til suðurhjer-
aða landsins, og haft alstaðar góðar við-
tökur. Á flestum stöðum hefir í eyrum
hans ómað : »Lifi þjóðveldið, lifi forsetinn !«
Allt fyrir það þykir fæstum undir hæl-
inn lagt, hvenær annað þýtur »í björgum#.
Frá austurjaðri álfu vorrar frjettirnar
heldur dylgjulegar, sem vant er. Stjórn
Austurríkiskeisara hefir beiðzt nýrra fram-
laga til herauka í báðum alríkisdeildum.
Bæði frá Serbíu og Rúmeníu hafa fregnir
borizt af kur og óspektum, en ætlað, að
Rússar eða þeirra erindrekar eigi hjer hlut
að máli, sem opt hefir þótt sannast. — Á
Bolgarajarli sjest en ekkert mót til, að
honum leiðist ólagavistin í landinu. Hann
ferðast um landið, lætur fagna sjer og ráð-
gjöfum sínum, og skipar fyrir um lands-
varnir og annað, sem allt fari með feldi
og við engu brjáli þurfi að búast.
Meira um vöruvöndun og verzlun,
II.
(Niðurl.).
Marga, marga bátsfarma hafa verzlunar-
stjórar Gránufjelagsins, eptir mínu fyrir-
lagi, látið fara frá sjer vegna þess, að þeir
vildu ekki veita móttöku svo illa verkuð-
um fiski, eða gefa fullt verð fyrir; en á-
rangurinn varð optast sá, að kaupmaðurinn
við hliðina tók fiskinn með fullu verði,
svo eigendur vörunnar álitu slíkt hótfyndni
og fóru sumir úr reikningi, en Ijetu svo
skuldina standa árum saman.
Fyrir nokkrum árum hlutaðist jeg til
um það, að flestir af þeim, sem ráku
verzlun á norður- og ansturlandi, kæmu
sjer saman um, að gefa það sutnar þrenns
konar verð fyrir ull, eptir gæðum, og
máttu bændur sjálfir velja úr sínum flokki
menn þá, er skyldu flokka ullina; sum-
staðar var þessu vel tekið af betri mönn-
um, en af því sumir kaupmenn vildu ekki
vera með, og af því þeir, sem höfðu miður
vandaða vöru, undu þessu mati illa, þá
lagðist það niður undir eins á næsta ári.
Áður áttu útlendir kaupmenn ekki upp
á pallborðið hjá blöðunum; en þeir eru
nú komnir í skjól bak við Gránufjelagið;
nú þarf það að standa fremst, til að taka
við öllum hnútuköstum og ámælum. Jeg