Ísafold - 11.07.1888, Side 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bnndin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XV 32.
Reykjavík, miðvikudaginn 11. júlí.
1888.
125. Innl. frjettir.
126. Stjórnarskrármálið (|>. B.).
127. Fyrirspurnir og svör. Hitt og þetta.
128. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6
útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veóurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J.Jónassen
júll Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttu|umhád. fm. | em. fm. era.
M. 4. + & + C2 29,8 29,8 O d O b
F. S- + 8 + 12 29,9 29,9 V h b O b
F. 6. ■+ 9 + "3 29,9 29,9 o b O b
L. 7. + 5 + 9 29,9 29,9 V h b O b
S. 8. + 8 + ^3 29,8 3° N h b O b
M. 9. + 8 + 12 3° 3°,i O b O b
þ. io. + 6 + 12 3°,3 30,3 O b S h b
Einmuna fagurt veður hefur verið alla þessa vik-
una, optast alveg logn og bjartasta sólskin, aldrei
dropi úr lopti. í dag 10. logn og fegursta veður,
sunnangola eptir kl. 4.
Reykjavík 11. júlí 13&8.
Prestvígður 8. þ. m. Jón Arason
'prestaskólakandídat til þóroddsstaðar.
BúnaðarQelag Suðuramtsins.
Hinn síðari ársfundur fjelagsins var hald-
inn 5. þ. m.
Forseti (H. Kr. Friðriksson) skýrði frá
fjárhag fjelagsins og lagði fram yíirskoðað-
an reikning fyrir næstliðið ár, sem endur-
skoðendur höfðu ekki neitt út á að setja.
Hann skýrði og frá, að búfræðingarnir, er
fjelagið hefir í sinni þjónustu, þeir Sveinn
Sveinsson og Sæmundur Eyólfsson, væri
komnir hvor í sína sumarvinnu—að leið-
beina bændum í búnaði og jarðyrkjustörf-
um, — Sveinn í Arnessýslu, en Sæmundur
Skaptafellssýslu.
Samþykkt var, að fjelagið verði enn
næsta ár 400 kr. til að styrkja útgáfu
Búnaðarrits Hermanns Jónassonar.
Einn maður hafði beiðzt verðlauna af
fjelaginu, en verðlaunanefndin lagði á móti
því, og voru því engin verðlauu veitt.
Stjórnin var endurkosin (forseti H. Kr.
Friðriksson með 9 atkv., fjehirðir E. Th.
Jónassen með 10 atkv. og skrifari Eiríkur
Briern með 10 atkv.). Vara-embættismenn
voru einnig endurkosnir (A. Thorsteinson,
Geir Zoéga kaupmaður og Jón Jensson
landritari).
Bókmenntaíjelagsíundur. Aðal-
fundur í Reykjavíkurdeildinni, hinn síðari,
var haldinn 9. þ. m.
Viðvíkjandi sambandsmálinu milli deild-
anna tilkynnti stjórnin, að Hafnardeildin
hefði á fundi 16. f. m. hafnað í einu hljóði
sáttaboðum Reykjavíkurdeildarinnar frá 9.
maí þ. á. (sjá ísaf. XV. 23) um nýja
skipting á tekjum fjelagsins og færslu
Skírnis og Skýrslna hingað, en gert í þess
stað nýja fundarályktun, þar sem ætlazt
er til að vísu, að deildin hjer hafi allar
innlendar fjelagstekjur, en Hafnardeildin
hinar útlendu, þar á meðal vexti af fje-
lagssjóðnum, en þar að auki farið fram á
að Reykjavlkurdeildin greiði Hafnardeild-
inni 500 kr. árstillag um aldur og æfi,
hvort sem nokkur styrkur fæst úr lands-
sjóði eða ekki, og að Reykjavíkurdeildin
»beri« upp frá því er fjárskiptin fara fram
»allan kostnað af útgáfu Skírnis og Skýrslna
og reikninga«. þessi breyting skyldi á
komast ekki fyr en á árinu 1890.
Með því að lögsókn hafði verið ályktuð
á fundinum 9. maí í vor, svo framarlega
sem Hafnardeildin gengi eigi að kostum
þeim, er þá voru boðnir, taldi stjórnin
sjer raunar ekki bera að gefa gaum þess-
ari nýju ályktun Hafnardeildarinnar, er
fer allmjög fjarri því, sem Reykjavíkur-
deildin hafði gert að skilyrði fyrir sam-
komulagi, en ráðgerði þó, áður en
frekara væri aðgjört, að beiðast skýringar
frá stjórn Hafnardeildarinnar viðvíkjandi
þessari ályktun, sjerstaklega að því er
snertir orðaliltækið »að bera allan kostn-
að af útgáfu Skírnis og Skýrslna« o. s.frv.,
er virtist benda til þess, að Reykjavíkur-
deildin ætti að eins að fá að greiða kostn-
aðinn til rita þessara, en engin afskipti að
hafa af útgáfu þeirra að öðru leyti.
Fundurinn aðhylltist þessar undirtektir
stjórnarinnar og samþykkti því eptir litlar
umræður með öllum þorra atkvæða (gegn
5) svolátandi rökstudda dagskrá, er presta-
skólakennari síra þórhallur Bjarnarson bar
upp :
»1 því trausti, að stjórnin framfylgi af-
dráttarlaust ályktun deildarinnar á fundi
9. mai þ. á. um lögsókn á hendur Hafn-
ardeildinni, svo framarlega sem hún fcer
eigi við fyrsta tcekifæri viðunandi skýringu
og undirtektir frá stjórn þeirrar deildar að
því er snertir síðustu ályktun hennar á
fundi 16. f. m., — tekur fundurinn fyrir
næsta mál á dagskrá*.
Eptir tillögu stjórnarinnar var fyrrum
forseti Reykjavíkurdeildarinnar, landshöfð-
ingi Magnús Stephensen kjörinn heiðurs-
fjelagi í einu hljóði.
Forseti var endurkosinn Björn Jónsson
ritstjóri með 28 atkv. (dr. Björn M. Ól-
sen fekk 10 atkv.), fjehirðir endurkosinn
E. Th. Jónassen amtmaður nær í einu
hljóði, skrifari kosinn síra pórhallur
Bjarnarson prestaskólakennari, með því að
Jón Jensson landritari baðst undan kosn-
ingu, og bókavörður endurkosinn Morten
Hansen, nær í einu hljóði.
Varforseti varð dr. Björn M. Ólsen,
varafjehirðir síra Eiríkur Briem presta-
skólakennari, varaskrifari Indriði Einarsson
revisor, og varabókavörður Sigurður Kristj-
ánsson bóksali.
Til að endurskoða reikninga fjelagsins
voru endurkosnir Björn Jensson aðjunkt
og Halldór Jónsson bankagjaldkeri.
í Tímaritsnefnd með forseta voru kosnir
dr. Björn M. Ólsen, slra Eiríkur Briem,
adj. Steingr. Thorsteinsson og síra |>ór-
hallur Bjarnarson.
Synodus var haldin 4. þ. m. Síra
Oddgeir Guðmundsson stje í stólinn og
lagði út af 84. sálmi Davíðs 1., 2. og 4. v.
Fundurinn var í fjölsóttara lagi: 10 prest-
ar og prófastar, auk prestaskólakennar-
anna og stiptsyfirvaldanna.
Fyrst var úthlutað fje, milli uppgjafa-
presta og prestsekkna.
Síðan var lesið upp nefndarálit og frum-
varp frá nefnd þeirri, er synodus setti í
fyrra til að ræða um tekjur presta (dóm-
kirkjupresti Hallgrími Sveinssyni, prófasti
þórarni Böðvarssyni og prestaskólakenn-
ara jpórhalli Bjarnarsyni), og samþykkti
synodus það eptir nokkrar umræður í einu
hljóði og fal stiptsyfirvöldunum á hendur
að koma því á framfæri til landshöfðingja,
í þeim tilgangi að það verði lagt fyrir
næsta alþingi. Til grundvallar var sjer-
staklega lagt frumvarp það, er komið
hafði úr Eyjafirði um þetta mál.
f>á kom og fram frumvarp frá |>órarni
prófasti Böðvarssyni um tekjur kirkna og
umsjón þeirra. Synodus fal stiptsyfir-
völdunum á hendur, að senda sem fyrst
öllam próföstum frumvarp þetta, til þess
að það yrði lagt fyrir hina næstu hjeraðs-
fundi til álita.
Að lokum skýrði biskup frá hag prests-
ekknasjóðsins.