Ísafold - 24.10.1888, Side 2

Ísafold - 24.10.1888, Side 2
198 Fögur fyrirmynd. Nafnkenndur háskólakennari danskur, prófessor Haraldur Westergaard, hjelt fyrirlestur á fundi þjóðmegunarfræðinga í sumar í Khöfn, um drykkjuskapinn í Dan- mörku, og gaf síðan fyrirlesturinn ót í bæklingi. þar er margt fróðlegt og íhug- unarvert t. d. fyrir þá, sem amast við bindindishreifingunum. Á árunum 1876—1883 dóu í Danmörku 1040 karlmenn og 154 kvennmenn úr drykkjuskaparsjúkdómum, að því er segir í landhagsskýrslum, en þar koma þó hvergi nærri öll kurl til grafar, með því að opt er slíku dauðameini haldið leyndu, í ann- an stað er hjer sleppt þeim dæmum, þar sem ofdrykkja er talin að eins hafa orðið manni eitt með öðru að bana, og í þriðja lagi er sjálfsmorðingjum sleppt í þessari tölu, en sjálfsmorð stafa harla opt af drykkjuskap, beinlínis eða óbeinlínis, og eru þau mjög svo tíð þar í landi, 150 að meðaltali á ári í bæjunum í Danmörku.— «Af 558 karlmönnum eldri en tvítugum, er komið hefir verið inn á 3. deild bæjar- spítalans í Khöfn vegna lungnaveiki, var meira en helmingurinn (285) yfirkomnir drykkjumenn eða alteknir af ölæði, og helmingi fleiri dóu af þeim en öðrum sjúklingum*. þrefalt fleiri deyja af drykkjuskapar- veikindum í Danmörku en í Svíþjóð, og þykja þó Svíar ekki miklir reglumenn; en í Noregi eru þess konar dauðamein fágæt. það sannaðist í máli einu í Khöfn fyrir skömmu, að eitthvað 20 manns, sem voru i vinnu saman við húsagjörð, höfðu heila viku samstæða drukkið 17 «bjóra» hver á dag að meðaltali, meðan þeir áttu að vera við verk sitt, auk þess sem þeir höfðu drukkið í veitingahúsum kvöld og morgna! Og við verksmiðju eina f Khöfn stóra nokkuð höfðu verkamennirnir fengið sjer 14—15 bjóra hver á dag (5—6 potta) hjá ölsala, sem færði þeim bjórinn þangað upp í hendurnar á vagni, auk þess sem þeir höfðu með sjer f nesti að heiman eða drukku annarstaðar! Árið 1882 voru drukknir 30 pottar af öli á mann f Danmörku allri saman, en í Khöfn 110 pottar af bjór á mann; það er sama sem300 bjórar (hálfflöskur) á mann, karla og konur, börn og gamalmenni; —og svo þar að auki annað eins af öðru öli. Nú hefir ofdrykkja samt aukizt stórum síðan. þar við bætist svo vín, cognac o. fl. þetta sama ár, 1882, voru fluttir til Danmerkur frá öðrum löndum 3 milj. potta af vínföngum, eða 1J pottur á mann. Af brennivíni er eytt í Danmörku 33 milj. pottum á ári. Ef dregnir eru: frá 6—7 milj. pottar til iðnaðar og þess hátt- ar, verða eptir 26—27 milj., er haft er eingöngu til drykkjar; það verða 13 pott- ar af brennivíni á mann, karla og konur, börn og gamalmenni. í Norvegi er öldrykkjan þó ekki nema 13—14 pottar á mann, og brennivínsdrykkja 3 pottar; í Svíþjóð 15 pottar á mann af áfengu öli, og 8 pottar af brennivíni, að meðtöldu þvf, sem varið er til iðnaðar o. þ. h. í Norvegi kemur 1 brennivínssali á hver' 5000 manns, í Svíþjóð 1 á 4000, en í Danmörku 1 á hver 200 manns! f>ar voru ár 1882 10,000 brennivínssölustaðir, þar á meðal í Khöfn 2600, eða 1 brennivínssölu- eða brennivínsveitingastaður fyrir hverja 90 manns! Fögur fyrirmynd ! Loflegt eptirdœmi ! Kvennaskólar og barnaskólar- I »Good-Templar«-blaði þvf, er út kom hjer í Reykjavík 1. okt. þ. á., stendur grein um nýritaðan bækling Ingibjargar Skaptadóttur. í þessari grein segir höf- undurinn meðal annars : »Kvennaskólarn- ir (o: hjer á landi) standa víst lítið fram- ar en almennir barnaskólar, og töluvert á baki góðra barnaskóla í sumu tilliti, eins og til dæmis barnaskólans í Reykjavík«. »Já, ekki er langræðið, ekki róið vestur- fyrir Jökulinn«, sagði karlinn, hann var staddur í Hafnarfirði. Ekki er lærdómur- inn eða framfarirnar í kvennaskólunum, þar sem þeir standa langt á baki góðum barnaskólum. En í alvöru að tala, hygg jeg, að um höfund ofannefndrar greinar eigi við hið fornkveðna : »sá segir mest af Ólafi kóngi, sem hvorki hefir heyrt hann nje sjeð«. Höf. kveður upp áfellisdóm um kvennaskólana, án þess að tilgreina eina einustu ástæðu fyrir þeim dómi, og bend- ir það til þess, að hann dæmi um þann hlut, sem hann þekkir ekki; hann dæmir út í bláinn, í hugsunarleysi, en slíkt kalla menn hvorki vel gjört nje viturlega. Efmennvilja dæma um kvennaskólana, tjáir eigi að bera þá saman við barnaskóla, því að það er sinn háttur á hvorum; þar er ólíku saman að jafna. í kvennaskólum er kennt margt það, sem ekki er kennt í barnaskólum, t. a. m. ýmsar hannyrðir, ýms heimilisstörf, og það af úrvalskenn- urum, og nemendur eru þar á öðru ald- ursstigi en í barnaskólunum. það eru einungis þar sem um bókmennt- ir er að gjöra, að þessum ólíku skólum verður jafnað saman. Og svo jeg víki máli mínu að kvenna- skólanum í Reykjavík, sem jeg hlýt að þekkja betur en greinar-höfundurinn, skal jeg geta þess, að það vill svo vel til, að tveir af kennendum kvennaskólans (organ- isti Jónas Helgason og cand. theol. Mor- ten Hansen) eru líka kennendur barna- skólans í Reykjavík, sem höf. vitnar til. Hann játar sjálfsagt, að þeir sjeu góðir kennarar í þeim ngóða* barnaskóla, og honum er líka óhætt að játa, að þeir sjeu góðir kennarar í kvennaskólanum, og, ef svo er, þá stendur ekki kvennaskólinn í þeim námsgreinum á baki barnaskólans. En svo eru til aðrar námsgreinar, er aðrir menn kenna í kvennaskólanum, t. a. m. skript, íslenzk rjettritun, saga og landa- fræði. Um skript og rjettritun er mjer það kunnugt, að árlega koma á kvennaskól- ann stúlkur, sem áður hafa gengið í barna- skólann í Reykjavík. þær hafa verið, sumar hverjar, mjög tæpar, einkum í rjett- ritun, eins og eðlilegt er, (mjer kemur ekki til hugar að lasta tilsögnina í barna- skólanum), en hjer í kvennaskólanum hafa þær tekið miklum framförum, einkum hafi þær verið hjer 2 vetur. Jeg hika ekki við að fullyrða, að tilsögn í skript og rjett- ritun í kvennaskólanum stendur ekki á baki tilsögn barnaskólans í þessum grein- um. En nú er eptir sagan og landafræðin ; nú þyngir fyrir fæti, því nú er að verja sjálfan sig, þar sem jeg hefi frá upphafi kvennaskólans kennt þar sögu, og lengst af landafræði. það getur verið jeg villist í sjálfs míns sök, en jeg hefi hugsað, að jeg mundi geta kennt þessar námsgreinar til jafns við þá, sem kenna þær i barna- skólanum. Jeg þykist hafa leitt rök að því, að til- sögnin hjer í kvennaskólanum stendur ekki á baki tilsagnar í barnaskólum, þó góðir sjeu. það er og eðlilegt, að stúlkur kvenna- skólans, sem eru eldri og hafa fengið meiri andlegan þroska en börn í barnaskólum, taki meiri framförum en börn miklu yngri en þær. En sje þetta satt, er jeg hefi sagt, þá er hitt ósatt, að kvennaskólinn í Reykjavík (höf. undanskilur hann ekki) standi töluvert á baki barnaskólans, sem hann vitnar til. í upphafi greinar sinnar segir höf.; •manni kemur til hugar, að spyrja, hvar kvennfólkið hafi mannast til ritstarfa, og getur ekki svarað því«. Já, svarið er að minni ætlun auðfundið : síðan farið varað rita um menntun kvenna hjer á landi, og síðan kvennaskólarnir komust á fót, hefir

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.