Ísafold - 24.10.1888, Side 3

Ísafold - 24.10.1888, Side 3
199 lifnað yfir hinum fríðari hluta þjóðar vorr- ar, yfir kvennfólkinu. Kvennfólkið hefir vaknað og farið að hugsa um sig og sitt mál, ræða um það og rita. Ávextir kvenna- skólanna eru farnir að koma í ljós, og þeir munu með guðs hjálp fara vaxandi, þjóð vorri til sannrar menningar og fram- fara. |>ess vegna er það svo lítilmannlegt og ódrengilegt, að abbast upp á kvennaskól- ana, eins og sumir gjöra, ef þeim verður það að minnast þeirra í blöðunum. fteykjavík 15. okt. 1888. Páll Melsteð. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Samningur. Milli undirskrifaðra, Jóns Danielssonar, eig- anda að Stðru-Vogum annarsvegar, og P. 0. Knudsens að s/4 hlutum, og Th. Thomsens að */4 hluta, hinsvegar, er gjörður eptirfyigjandi samniugur: Jeg, Jón Daníelsson, burtleigi frá mjer og erfingjum mínum til þeirra herra P. C. Knud- sens og Th. Thomsens og þeirra erfingja hinn svonefnda Hólma, sem er ummáls 170 faðmar, og hvar með framvegis skal fylgja og vera undir umráðum leiguliðanna allt það þang, sem á nefndan Hólma kemur og svonefndir þöngl- ar, sem reka þar upp, út að hinum utasta odda Stapans, og eins og þau stakkstæði, sem þeir herra Knudsen og Thomsen hafa látið ieggja eru þeirra eign, þannig er þeim og frjálst að hagnýta sjer eptir vild sinni annað grjót, sem á Hðlmanum finnst. Enn fremur hurtleigi jeg á sama hátt til áðurnefndra herra Knudsens og Thomsens hið langa sker, eða svonefndan Austurhólma, sem þeir mega hagnýta sjer framvegis, ásamt grjðti því, sem á Hólmanum er, samtþangi og þöngl- um, sem þar rekur. Hvar á móti vjer, P. C. Knudsen og Th. Thomsen, fyrir afnot nefnds Hólma, með öllu því, sem hjer er umtaiað, skuldbindum oss til að borga herra Jóni Daníelssyni eða erfingjum hans, eða hverjum þeim, sem framvegis verða kynni eigandi að Vogum: sex, skrifa sex tunn- ur af salti, Liverpools eða frönsku salti, og fimm silfurspesíur í árlegt lóðargjald. það er þess utan um samið, að ef ófyrirsjáanleg atvik skildu hamla þoim herra Knudsen og Thomsen að greiða hinar árlega umsömdu 6 tunnur af salti, þá gjalda þeir í þess stað 8, segi átta silíurspesíur. það leiðir af sjálfu sjer, að þegar hinir nú- verandi eigendur, herra P. C. Knudsen að 8/4 hlutum og herra Th. Thomsen að ]/4 hluta eða erfmgjar þeirra, eða hver annar, sem hjer eptir verður eigandi að húsum þeim og byggingum, sem standa á fyrnefndum Hólma,— viija leggja þau (húsin) í eyði, og ekki lengur hagnýta sjer Hólmann og það, sem með honum er leigt, þá fellur niður hin umsamda árlega leiga, mðti því, að Hólminn og allt það, sem með honum er burtu leigt, feilur aptur undir yfirráð herra Jóns Daníelssonar og erfingja hans. þessi samningur, sem á báðar hliðar Bkal standa óhaggaður, er af okkur undirskrifaður með eigin hendi í tveggja votta viðurvist. Keykjavík, 30. júlí 1831. P. C. Knudsen. Jón Daníelsson. Vitundarvottar: S. Hallgrímsson. H. S. Hanssen. * Af framanrituðum samningi, sem útlagð- ur er eptir notarial. staðfestu eptirriti, má ráða, að P. C. Knudsen eða erfingjar hans hafa leyfi til að hagnýta sjer að eins f hluta af bletti þeim, sem Hólmahúsin standa á; að þessi leigði blettur er að stærð 170 faðmar ummáls, en ekki meira; að Knudsen eða erfingjar hans enga heim- ild hafa til þess að leigja þetta öðrum, en mega að eins nota það í sínar eigin þarfir; að hann því án allrar heimildar hefir leigt og leyft þar útræði undanfarin ár; og að hann enn fremur í heimildarleysi hefir hagnýtt sjer í fleiri ár þann f af hólmanum, sem leigður var Th. Thomsen og erfingjum hans. Ut af slíkum yfirgangi bönnum vjer undirskrifaðir sameigendur að Stóru-Voga- eigninni, einum og sjerhverjum útróðra- manni, sem sezt að á Hólmanum fram- vegis, að hagnýta sjer nokkuð af þeim landsnytjum Voganna, sem liggja fyrir ut- an hið leigða svæði, sem í framanrituðum samningi er tilgreint; mega þeir því hvorki taka seglfestugrjót nje netagrjót, nema það liggi á hinu leigða svæði, og engin vergögn hagnýta sjer, sem liggja fyrir ut- an hinn leigða blett, ekki heldur setja skip sín nje hafa umgang um fjörurnar án sjerstaks leyfis frá okkur. Brjóti nokkur gegn banni þessu, mun- um vjer lögsækja hvern þann formann eða útróðramann, sem uppvís verður að því, að traðka þannig eignarrjetti vorum. Stóru-Vogum 10. októbr. 1888. Sjálfra okkar og sameigendanna vegna : Guðríður Jónsdóttir. Jón M. Waage. Ásm. Árnason. Guðmundur Jónsson. Ásbjöm Ólafsson. Proclam \. Eptir lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, er til skulda telja í dánar- og þrotabúi Guðmundar Oddssonar, er andaðist í Kefla- vík í Neshreppi utan Ennis 14. febr. þ. á., að tilkynna kröfur sínar fyrir skiptaráðanda hjer i sýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Stykkishólmi 3. septbr. 1888. Sigurður Jónsson. Proclama. Með því að bú Guðmundar bónda Jóns- sonar á Munaðarhóli í Neshreppi utan Ennis er tekið til skiptameðferðar sem þrotabu, þá er hjer með samkv. lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað+á alla þá, er telja til skulda í búi þessu, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu á sex mánaða fresti frá síðustu (3.) birt- ingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Stykkishólmi 6. oktbr. 1888. Sigurður Jónsson. Proclama. Með því að ekkjan Alfxfa Eiríksdúttir á Háteig á Skipaskaga hefur framselt bú sitt sem gjaldþrota til skiptameðferðar, þá er hjer með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu 'brjefi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skulda i nefndu bíii, að koma fram með kröfur sínar og sanna þœr fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu á 6 mánaða fresti frá siðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 3. okt. 1888. Sigurður f>órðarson. Procíama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi upp- gjafaprestsins síra Helga sál. Sigurðssonar, er andaðist á Marbakka á Skipaskaga 13. ágúst þ. á., að koma fram með kröfur sínar og sanna þœr fyrir skiptaráðanda hjer t sýslu á 12 mánaða fresti frá siðustu (3.) birtingu þessarar auylýsingar. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 3. okt. 1888 Sigurður f>órðarson. Proclama. Með því að dánarbii Gottsveins Jónssonar, er andaðist í Kasthúsum í Bessastaðahreppi í fyrra mánuði, er tekið til opinberrar skiptameðferðar, þá er hjer með cptir lögum 12. apríl 1878 og opnu br. 4. jan. 1861 skorað á þá, sem til skulda kynnu að telja í búi þessu, að tilkynna kröfur sínar og sanna þœr fyrir undirskrifuðum skiptaráð- anda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Svo er skorað á þá, sem kynnu að skulda búi þessu, að greiða skuldir sínar til mín innan greinds tíma. Með sama fresti innkallast hjer með erfingjar Gottsveins Jónssonar til að gefa sig fram við mig. Skiptaráðandinn í Kjósar- og GullbringuBýslu 12. okt. 1888. Franz Siemsen. Undirritaður pantar alls konar gardínur (rúllu- gardínur, persienner o. 8. frv.) eptir tilteknu máli. Kr. ú. þorgrimsson.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.