Ísafold - 31.10.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.10.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis5kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu- stofa i Austurstrirti 8. XV 61. Reykjavík, miðvikudaginn 31. okt. 1888. 201. Frjettir. „ísland að blása upp“. (J>orv. Thorodds.). 202. Læknishjálp smáskammtalækna og skottu- lækna. (Schierbeck). 203. •}" öisli Brynjólfsson (kvæði). 204. Auglýsingar. Austanpóstur fer á morgum. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. i—•> Landstiankinn opinn hvern virkan dag kl. i —2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóðuiinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavik, eptir Dr. J.Jónassen okt. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóUujum hád. fm. em. | fm. em. M.24 2 0 3o,> 3°,2 N hv b N hv b F. 2 5- -F 5 0 3°,2 10,2 N hv b N h b F. 26. -T- S +2 30, 29,6 A hv d A hv d L. 27. + I + 3 28, 28,8 A hv d A h d S. 28. + 5 + s 29,8 29,i N hv b A h d M.2q. + 3 + 3 29, i 29,6 N h b O b 1>. 30. -Í- 1 + 1 29,9 29,9 N hv b N hv b Alla vikuna hefur verið norðanátt, optast hvass; stundum gengið til landuorðurs litla stund eða gjört logn hjer, þótt stórviðri hafi verið úti fyrir. í dag 30. hvass á norðan, bjart veður. Reykjavík 31. okt. 1m8. Æðstu verðlaun á sýningunm í Khöfn-: minnispening úr silfri, hefir enn fremur landlæknir G. Schierbeck fengið fyrir matjurtir, »er bera vott um hans mik- ilsverðu framkvæmdir til eflingar garðyrkj- unni«—segir í verðlaunadómsatkvæðinu. jjeir tveir aðrir, er fengu æðstu verð- laun fyrir íslenzka sýnismuni, voru, eins og áður er getið, Tryggvi Gunnarsson fyr- ir lýsi, og konsúl Gram á Dýrafirði fyrir saltfisk og fiður. Konráð Maurer., Hinn ágæti vís- indamaður og alkunni Islands vmur, pró- fessor Konráð Maurer, fjekk í vor lausn frá kennslustörfum sínum við háskólann í Múnchen sakir ellilasleika. J>etta varð tilefni til þess, að konungur vor sæmdi hann kommandör-krossi dannebrogsorð- unnar, eptir tillögu Nellemanns, ráðgjafa Islands. Um sama leyti sendu nokkrir danskir og íslenzkir vísindamenn í Kaup- mannahöfn honum ávarp. 1 því votta þeir honum alúðarþakkir fyrir allan starfa hans og framkvæmd í því að skýra norræn lög, sögu og málfræði, og í því að kenna lærisveinum sínum að feta í sín fótspor, svo og fyrir alla hjálp og góðvild, sem hann hefir sýnt dönskum og íslenzkum vísindamönnum, bæði ungum og gömlum, sem komið hafa til Munchen, og að lokum óska þeir, að Maurer megi auðn- ast aldur og heilsa til þess, að ljúka við rannsóknir sínar um forn lög íslenzk og norræn, og segjast telja nafn hans meðal hinna fremstu í norrænum fræðum. Undir ávarpinu standa meðal annara Nellemann ráðgjafi, leyndarráð A. Fr. Krieger, flestir prófessorar við háskólann, sem kenna lögfræði eða málfræði, dr. juris V. A. Secher, og af íslendingum dr. Yil- hjálmur Finsen, Eiríkur Jónsson vicepró- fustur, dr. Finnur Jónsson o. fl. „ísland að blása upp“. Eptir porvald Thoroddsen. I. Eins og mörgum mun kunnugt, hefir síra Jón Bjarnason í Winnipeg nýlega gefið út bækling, sem heitir tlsland að blása upp«. I fyrra hluta bæklings þessa eru tekin fram nokkur sundurlaus atriði um eyðingu byggða og skóga á íslandi, og út af þeim dregnar mjög svo geigvænlegar ályktanir. Bæklingurinn sýnist bera það með sjer, að höfundurinn er annaðhvort ekki nægi- lega kunnugur landi og þjóð, eða hefir ekki hugsað málið nógu rækilega, áður en hann fór að skrifa. Aðferðin er alveg hin sama eins og hjá ýmsum útlendum ferðamönn- um ; þeir henda á lopti einstök atvik, sem fyrir augun ber, gjöra þau að algildum reglum, og spinna og tvinna svo út úr því langar romsur; en niðurstöðuatriðin verða þá ýmisleg, eptir tilfinningu og skapferli höfundarins í svipinn. í ræðu sinni leggur sjer Jón út af hin- alkunna texta: »heimur versnandi fer«, en heimfærir hann þó sjerstaklega upp á ís- land og Islendinga. það hefir verið almenn hjátrú hjer á landi, að öllu væri að fara aptur,—og svo mun reyndar víðar vera; því góður er hver genginn ; menn eru svo gjarnir á að hugsa sjer, að í öndverðu hafi verið glæsileg gull- öld í stóru sem smáu, og allt hafi verið svo ágætt á dögum feðra þeirra. f>ess vegna segir líka gamla fólkið: »öðruvísi var það í mfnu ungdæmi«. þessa trú aðhyllist síra Jón Bjarnason fullkomlega. Hann kemst að þeirri niður- stöðu, að Island eigi sjer engrar viðreisn- ar von, allt sje að ganga úr sjer, og inn- an skamms verði hólminn orðið óbyggilegt sker. það er því ekki um annað að gera fyrir íslendinga, að hann ætlar, en að flýta sjer hið bráðasta til Vesturheims. f>eir, sem halda því fram, að jíslandi sje að fara aptur, og að það sje að verða óbyggilegt, telja vanalega þær ástæður fyrir máli sínu, að skógarnir sjeu að hverfa, að jarðvegurinn sje að blása upp, að ár- ferðið sje að ver3na, að jöklarnir sjeu að aukast, að hafísinn sje meiri en áður og komi optar, að hjer sje óbærilega kalt, að eldfjöllin ætli að gera út af við þjóðina o. s. frv. það er öllum kunnugt, að Ari fróði seg- ir í Islendingabók, að Island hafi á land- námstíð verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. J>að er engum efa bundið, að skógar hafa verið hjer til forna miklu meiri en nú; en það var orðið langt liðið frá fyrsta landnámi, þegar Ari ritaði, og hefir hann eflaust farið eptir munnmælum alþýðu og gert of mikið úr skógunum á landnámstíð. Mestur hefir skógurinn ver- ið upp til dala og fjarri sjó, en sumstað- ar hefir enginn skógur verið, t. d. á Strönd- um og flestum útkjálkum landsins, þar sem rakasöm hafviðri voru mikil. Skóg- ur þessi hefir aldrei verið annað en kjarr- skógur, lágur og lítilf jörlegur; fauskarnir f inógröfunum sýna það bezt. Arngrímur ábóti segir með berum orðum: »skógr er þar enginn utan björk ok þó lítils vaxtar«. Síra Jón Bjarnason tekur það trúanlegt, að hafskip hafi fyrrum verið smíðuð úr íslenzkuin efnivið; en hinar fáu sagnir um það í sögunum eru eflaust þjóðsögur, sem ekki hafa við neitt að styðjast; ef svo hefði verið, ætti þó einhversstaðar að finn- ast fauskur í jörðu af svo stórum trjám. Snemma á öldum voru menn þegar búnir að eyða mestu skógunum, og síðan hafa þeir allt af minnkað, og eru nú mjög litlir. Eins og síra Jón tekur fram og allir vita, hefir sauðfje skemmt skógana stórkostlega, landsmenn hafa brennt og rifið og ljáa- dengslan hefir gert út af við margan fagr- an skógarblettinn. Eyðing skóganna hefir gjört sumum hlutum landsins mikið tjón; það er enginn efi á því; en þó að þeir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.